Tíminn - 01.02.1983, Page 10
ÍO____________
viðskiptalffid
ftnmro
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982
umsjón: Skafti Jónsson
— segir Agnar
Fridriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs
■ „Við hiifum ekki enn gert upp
reikninga nyliðins árs en ég býst við að
mér sé óhætt að segja að þeir komi til
incð að sýna bæði Ijösa punkta og
dökka,“ sagði Agnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, þegar hann
var spurður um afkomuna á s.l. ári.
„Það liggur til dæmis Ijóst fyrir," sagði
Agnar, „að tap varð talsvert á innan-
landsfluginu. Við náðum ekki sömu far-
þegatölu og árið áður; fluttum nú 19.000
farþega á móti 20.300 árið 1981. Það er
erfitt að segja hvað veldur þessu, því
það er svo margt sem áhrif hefur. Ég gct
nefnt sem dæmi að það skiptir okkur
talsverðu máli hvort skíðalandsmót er
haldið á stað sem við fljúgum á eða ekki.
Árið '81 var það á Siglufirði og þangað
fljúgum við.“
- Hvað geturðu sagt mér um áætl-
anaflugið til Evrópu?
„Það gekk mikið betur en mcnn þorðu
að vona þegar farið var af stað. 1 vctur
höfum við aðeins flogið til Amsterdam
og náð viðunandi sætanýtingu og mér
sýnist að á því verði framhald. Núna
erum við að gera áætlanir fyrir sumarið
og ég reikna mcð, að flug til Zúrich og
Dusseldorf verði tekið upp að nýju um
miðjan maí.
Nýlega gerðum við nýjan samning við
Líbíumenn og samkvæmt honum hefur
a.m.k. önnur vélin verkefni til næstu
áramóta. í þessum samningi er einnig
tekið fram að falli. til verkefni þá hafi
hin vélin okkar forgang svo ég er alls
ekki svartsýnn þótt ég auðvitað geri mér
fulla grein fyrir því að samkeppnin um
þessa flutninga er gífurleg. Af verkefn-
um okkar í Líbýu hafa 20 manns atvinnu.
Við höfum líka verið með verkefni
hjá Britannia Airways fimm daga í viku.
Samningur um það rennur út um
mánaðamótin mars/apríl og nú er verið
að tæða framhaldið."
- Electran, sem Arnarflug keypti af
íscargo - hafa fengist verkefni fyrir
hana?
„Hún er núna að fara í skoðun í Osló
og að henni lokinni standa vonir til að
vélin fái verkefni bæði í Noregi og víðar.
Samningar þar að lútandi hafa ekki verið
gerðir svo á þessari stundu á ég erfitt
með að greina frá hvaða verkefni er um
að ræða.“
- Arnarflug er í þann mund að taka
upp nýtt bókunarkerfi?
„Við erum núna að taka í notkun
Corda-kerfið, bókunarkerfi KLM.
Aðalskrifstofa okkar í Amsterdam er
■ Agnar Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Arnarflugs.
þegar tengd kerfinu og skrifstofan hér í
Reykjavík verður tengd því mjög fljót-
lega. Við bindum við kerfið miklar vonir
og gerum ráð fyrir að það muni skapa
mikla hagræðingu fyrir okkur og þar af
leiðandi betri þjónustu við viðskiptavin-
inn,“ sagði Agnar.
■ Inga Kristinsson, starfsmaður Arnarflugs í Amsterdam, við innskriftarborð á
hinu fullkonma Corda-bókunarkerfi, sem Arnarflug er í þann mund að taka í notkun.
Einnig verðum við með leiguflug fyrir
íslenskar ferðaskrifstofur eins og verið
hefur svo það er fyrirsjáanlegt að fclagið
verður með flug til og frá íslandi á
hverjum degi yfir háannatímann," sagði
Agnar.
- Nú eruð þið með talsvert umfangs-
mikla starfsemi í Lýbíu?
„í vetur höfum við haft tvær Boeing
707 vöruflutningavélar í föstum verkefn-
um í Lýbíu og þær verða þar báðar fram
í mars a.m.k.
„Aætlanaflugið hefur gengið
betur en menn þorðu að vona”
„Leidir
saman
óskir
kaup-
anda og
seljanda”
— segir Ingi-
mundur Einars-
son, fram-
kvæmdastjóri
Kaupþings h/f
um tölvu sem
fyrirtækið notar
í fasteigna-
viðskiptum
■ „Með notkun þessarar tölvu getum
við boðið upp á þjónustu, sem tryggir
bæði kaupendum og seljendum hagræði’
og öryggi umfram það sem hingað til
hefur tíðkast á fasteignamarkaðnum,“
sagði Ingimundur Einarsson, lögfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Kaupþings
h/f í Hú.si verslunarinnar, en fyrirtækið
stundar m.a. fasteignasölu.
„I rauninni er unnt að láta tölvuna
leiða saman óskir kaupanda og seljanda
og aðstoða við að koma sambandi þeirra
í milli. Seljandinnskráireignsína til sölu
og gefur upp stærð, staðsetningu, verð,
greiðsluskilmála og afhendingartíma.
Kaupandinn aftur á móti skráir inn á
tölvuna óskir sínar um eignina, sem
hann leitar að."
Raunvirði tilboða
Ingimundur sagði ennfremur að þegar
nýr kaupandi léti skrá sig, kannaði
tölvan hvort cignaskráin hefði að geyma
eignir sem kaupandi hefur áhuga á. Og
þegar ný eign bættist á eignaskrá mætti
sjá, hvort einhver kaupandi hefði sýnt
slíkri eign áhuga. Þannig bæri tölvan
saman óskir kaupanda og seljanda.
Auk þessa nefndi lngimundur að unnt
væri að láta tölvuna bera saman raun-
virði mismunandi tilboða og reikna upp
áhvílandi veðskuldir og ganga úr skugga
um að óskir kaupanda og seljanda færu
sem best saman að þessu leyti.
■ Þrátt fyrir að ekki tækist að selja nema helming þess skreiðarmagns, sem selt var árið 1981, á nýliðnu ári, var það
þriðja mcsta skreiðarsöluár í sögu Sjávarafurðadeildar Sambandsins.
Skipadeild
Sambandsins:
Festi
kaup á
25 tonna
gáma-
lyftara
■ Skipadeild Sambandsins keypti
nýlega stóran og íullkominn gámalyft-
ara af gerðinni Lansin Henley. Lyftir
hann 25 tonnum og mun vera einn af
hinum stærstu sinnar tegundar á
landinu.
í nýútkomnum Sambandsfréttum
segir að tilkoma þessa tækis bæti mjög
aðstöðu deildarinnar til að meðhöndla
gáma.
Skammt er síðan skipadcild festi
kaup á sjö gámaflutningavögnum og
dráttarbíl, og auk þess er hún mcð
samtals 18 mismunandi stóra lyftara á
Holtabakka.
Þá kemur fram í Sambandsfréttum
að skipadeildin keypti nýlega 200 nýja
gánta frá Svíþjóð. Eru þetta 20 feta
stálgámar, sem verða afhentir á
tímabilinu janúar til mars. Þar með á
skipadeild talsvert á sjötta hundrað
gáma, auk þess sem hún hefur jafnan
allmarga á lcigu.
Sjávarafurðadeild Sambandsins:
FLUTTI ÚT FYRIR
1,2 MILLJARÐA KR.
■ Sjávarafurðadeild Sambandsins flutti út sjávarafurðir
fyrir 1.203 milljónir króna að cif-verðmæti á nýliðnu ári.
Var það 49 af hundraði meira en árið áður, að því er
segir í nýútkomnum Sambandsfréttum.
Um 85 prósent veltunnar má rekja til
frystra sjávarafurða, en á árinu voru
fluttar út 34.400 lestir af frystum
afurðum, samtals að cif-verðmæti 1.021
milljón króna. Útflutningur allra frystra
afurða jókst um 7,5 af hundraði en
cif-verðmæti í íslenskunt krónum um 83
af hundraði.
í Sambandsfréttum segir, að þýðingar-
mestu markaðir fyrir frystar botn-
fiskafurðir hafi verið sem jafnan áður
Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland. Til
Bandaríkjanna voru fluttar 19.200 lestir,
sem var 12 prósent minna en árið þar á
undan, til Sovétríkjanna 5.900 lestir,
sem var 32 prósent aukning, og til
Bretlands 3.900 lestir, og var það
rúmlega tvöföldun á sölu frá árinu áður.
Mikil söluaukning
á rækju og humar
Útflutningur fyrstra sjávarafurða,
annarra en botnfiskafurða, jókst mikið
á árinu. Söluaukning á rækju var um 43
af hundraði, um 52% söluaukning varð
á humri og rúmlega þriðjungs söluaukn-
ing varð á freðsíld
Útflutningur Sjávarafurðadeildar á
mjöli nam um 3.100 lestum, sem var
fjórðungi minna en á árinu 1981. Um
3000 lestir af skreið og hcrtum hausum
seldust úr landinu, sem er aðeins
rúmlega helmingur af því sem selt var á
árinu 1981. Þrátt fyrir minnkunina var
árið 1982 þriðja mesta skreiðarár í sögu
Sjávarafurðadeildar. -