Fréttablaðið - 05.02.2009, Page 6

Fréttablaðið - 05.02.2009, Page 6
6 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn muni ekki standa til hlés ætli rík- isstjórnin sér að auka skatta. Mikill halli sé á ríkissjóði og á honum verði að taka. Bar- áttumál annars, og stundum beggja, stjórn- arflokkanna hafi hins vegar verið að auka ríkisútgjöld. Ekki megi velta aukinni byrði yfir á heimilin sem standi illa fyrir. Þorgerður sagði Sjálfstæðisflokkinn munu bjóða upp á samhenta stjórnarandstöðu og vísaði í tvö frumvörp sem flokkurinn hefur lagt fram. Annað lýtur að skuldaaðlögun og hitt að því að veita fólki aðgang að séreign- arsparnaði til greiðslu skulda. Bæði málin hefðu verið tilbúin í tíð síðustu ríkisstjórnar og það fyrrnefnda hefði legið lengi í þing- flokki Samfylkingarinnar. Varaformaðurinn sagði samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn grundvöllinn að nauðsynlegri tiltrú á landinu. Þess vegna væri allt tal Vinstri grænna um endurskoð- un áætlunarinnar hættulegt. „Við þurfum síst af öllu á óvissu að halda.“ Þá boðuðu fyrstu dagar stjórnarinnar ekki gott; slegið væri úr og í með álver á Bakka og ráðherrar töluðu sitt á hvað um hvalveiðar í atvinnu- skyni. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri samhent ogþví óskaði hún henni velfarnaðar. Næg væru verkefnin framundan. - kóp Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillalegt afl mótors frá 300 upp í 1800 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 14.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 17.900 kr.) ALÞINGI Ríkisstjórnin ætlar ekki að sitja með hendur í skauti á næstu mánuðum, ef marka má orð og lof- orð Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra sem kynnti þingi og þjóð stefnumál stjórnar sinnar á Alþingi í gærkvöldi. Breyta á stjórnarskrá og kosn- ingalögum, setja siðareglur fyrir ráðherra og breyta lögum og regl- um um ábyrgð ráðherra og skipan dómara. Ráðast á gegn spillingu í samfélaginu og horfa í því sam- bandi til tenginga á milli atvinnu-, efnahags- og stjórnmálalífs. Jóhanna sagði ábyrga stjórn efnahags- og peningamála vera grundvallaratriði í starfi stjórnar- innar. Tryggja þurfi að fjármála- stofnanir öðlist nægilegan styrk svo þær geti stutt við uppbygg- ingu atvinnulífsins og ljúka þurfi hratt og markvisst mati á eignum bankanna. Boðaði hún kynningu á fyrirætlunum um endurreisn fjár- málakerfisins í næstu viku. Jóhanna sagði að brugðist yrði við miklu atvinnuleysi með því að fjölga störfum og verja þau sem fyrir eru. Gat hún þess að fljót- lega yrði kynnt áætlun um opin- berar framkvæmdir og útboð. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lán- veitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði verða rýmkað- ar og tekin verður upp full endur- greiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu manna á byggingastað við slík verkefni. Þá á að efla útlána- getu Byggðastofnunar. Grípa á til markvissra aðgerða til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og verður velferðarvakt, sem mun fylgjast með afleiðingum bankahrunsins og gera tillögur um aðgerðir, sett á fót. Jóhanna sagði að ríkisstjórn- in hefði þegar afgreitt frumvarp um greiðsluaðlögun og sagði að á næstunni yrðu lögð fram fleiri frumvörp sem bæta réttarstöðu einstaklinga sem eiga í tímabundn- um greiðsluerfiðleikum. Breyta eigi gjaldþrotalögum með það að markmiði að bæta réttarstöðu skuldara. Þá sagði Jóhanna mikilvægt að kjósa í vor svo stjórnmálamenn gætu lagt verk sín í dóm kjósenda. bjorn@frettabladid.is Langur loforðalisti Jóhanna Sigurðardóttir boðaði margvíslegar aðgerðir í stefnuræðu sinni í gær. Ábyrg stjórn efnahags- og peningamála er grundvallaratriði í starfi stjórnarinnar. Við lifum á tímamótum sem eru mörgum erfið, og allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í eldhúsdagsumræðum í gær. Þannig verði sveitarfélög að halda utan um nærsamfé- lagið, og vinnuveitendur almennt að huga að því að halda fólki í störfum. Vinna verði allan þann afla hér á landi sem mögulegt sé, og veiða hvali verði það kalt mat að það séu meiri hagsmunir en að veiða hann ekki. Þó verði að hafa hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Steingrímur sagði að standa yrði vörð um minni fjármálastofnanir sem enn séu starfandi, jafnframt því að byggja upp viðskiptabankana að nýju. - bj Lifum á erfiðum tímamótum Frysta verður verðbætur fram á sumar, svo nýrri ríkisstjórn gefist ráðrúm til að bregðast við þenslu á skuldum heimilanna, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, í eldhúsdagsum- ræðum í gær. Hann minnti á tillögur flokksins um afnám verðtryggingar, sem oft hefðu verið lagðar fram á Alþingi. Einnig minnti hann á að fyrri ríkisstjórn hefði enn ekki upp- lýst það sem á milli forsvars- manna hennar og seðlabanka- stjóra hefði farið í aðdraganda bankahrunsins. Guðjón sagðist ekki trúa því að óreyndu að nýr sjávarútvegsráð- herra snúi ákvörðun fyrirrennara síns um að hefja hvalveiðar að nýju. Ný ríkisstjórn verði að ýta tilfinning- um til hliðar og gera allt til að auka atvinnu í landinu. - bj Verðbæturnar þarf að frysta GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ert þú fylgjandi því að leggja á hátekjuskatt? Já 64,3% Nei 35,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgdist þú með eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi? Segðu þína skoðun á visir.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lofar sterkri og samhentri stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins: Ekki má auka byrðar á fjölskyldurnar ÞORGERÐUR KATRÍN Segir fyrstu daga ríkisstjórnarinnar einkennast af ósamstöðu. Samstarf við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn sé forsenda tiltrúar á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir öllum hafa verið ljóst að fyrri ríkisstjórn hafi verið óstarfhæf. Rjúfa hafi þurft kyrrstöðuna, enda hafi stjórnin verið haldin ákvörðunarfælni. Krafan um endurnýjun sé hávær í samfélaginu og við henni hafi Framsóknarflokk- urinn brugðist með kjör nýs formanns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Birkir segir engan öfundsverðan af því að fara með stjórn mála við þessar erfiðu aðstæður. „Framsóknar- flokkurinn mun veita góðum málum brautargengi á Alþingi Íslendinga, hvort sem þau koma frá stjórn eða stjórnarandstöðu.“ Brýnt sé að Alþingi afgreiði mörg mál á skömmum tíma landinu til heilla. - kóp Fyrri ríkisstjórn var óstarfhæf BIRKIR JÓN JÓNSSON STEFNURÆÐA Jóhanna Sigurðardóttir fylgdist með umræðum um fyrstu og einu stefnuræðuna sem hún mun halda sem forsæt- isráðherra nýju ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.