Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2009 11 Komdu í heimsókn Opið til 21 í kvöld Götumarkaðurinn hefst í dag PALESTÍNA, AP Ísraelsk, palestínsk og alþjóðleg mannréttindasamtök reyna nú að undirbúa málsókn á hendur bæði Ísrael og Hamas vegna stríðsglæpa. Má þar nefna ísraelsku samtökin B‘Tselem, pal- estínsku mannréttindamiðstöð- ina Center for Human Rights, og alþjóðasamtökin Amnesty Inter- national og Human Rights Watch. Þótt ekkert verði af málshöfð- un veitir rannsókn samtakanna þó aðhald, segir Donatella Rovera frá Amnesty International. Ísraelar neita því að hafa framið stríðsglæpi í þriggja vikna árásum sínum á Gasasvæðið í ársbyrjun. Hamassamtökin neita því sömu- leiðis að sprengjuflaugaárásir þeirra á ísraelsk byggðarlög séu stríðsglæpir. „Listinn yfir stríðsglæpi, sem grunur leikur á að hafi verið framdir, er langur,“ segir Jessica Montell frá ísraelsku mannrétt- indasamtökunum B‘Tselem. Meðal annars er fullyrt að Ísraelar hafi skipað 110 almenn- um borgurum að fara inn í vörugeymslu, en skotið síðan sprengjum á húsið daginn eftir. Ísraelar neita því að herinn hafi beint skotum sínum að vöru- geymslunni, heldur hafi bygging- in orðið fyrir skotum í harðvítug- um bardaga við Palestínumenn skammt frá. Mannréttindasamtökin segja reyndar einfaldara að sanna stríðsglæpi af hálfu Hamas en af hálfu Ísraels. „Ísraelsk stjórnvöld neita öllu, þannig að færa þarf sönn- ur á hvað gerðist með aðferð- um sem engin þörf er á varðandi sprengjuflaugarnar frá Hamas,“ segir Rovera frá Amnesty Inter- national. Alþjóðlegi sakadómstóll- inn í Haag getur ekki tekið að sér mál nema að beiðni annaðhvort öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða ríkis, sem á hlut að átökum og hefur viðurkennt dómstólinn. Ísrael hefur ekki viðurkennt dóm- stólinn, en Palestínustjórn viður- kenndi lögsögu hans nú í vikunni til þess að auðvelda rannsókn á stríðsglæpum Ísraels. - gb Erfitt gæti reynst að sækja Ísrael til saka fyrir stríðsglæpi í tengslum við árásirnar á Gasa: Mannréttindasamtök undirbúa málsókn SPRENGJUR FRÁ ÍSRAEL Þessir Palestínumenn skemmtu sér við að taka myndir af sér við ósprungnar sprengjur frá Ísraelsher við lögreglustöð í Gasaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDAMÁL Fjarskiptafyrir- tækið Teymi þarf að greiða þrjár milljónir króna í dagsektir þar til það víkur frá tveimur fulltrú- um sínum í stjórn dótturfélags- ins Tals eins og Samkeppniseft- irlitið (SE) hefur krafist og skipa þeirra í stað óháða stjórnarmenn. SE ákvað þetta í gær. Samkeppniseftirlitið úrskurð- aði um það 27. janúar að full- trúar Teymis í stjórn Tals, Þór- dís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson skyldu víkja úr stjórninni eigi síðar en 30 janúar. Það var gert vegna þess að rök- studdur grunur leikur á að þau hafi beitt sér gegn samkeppnis- legu sjálfstæði Tals, en Teymi á einnig fjarskiptafyrirtækið Vodafone. SE gerði húsleit hjá fyrirtækj- unum þremur fyrir skömmu. Breytingarnar hafa hins vegar ekki verið gerðar. Í ákvörðun SE segir að óhjá- kvæmilegt hafi verið að leggja dagsektir á fyrirtækið úr því að það virði að vettugi tilmæli SE. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, vildi ekki tjá sig um ákvörðunina í gær en vísaði á Þórdísi J. Sigurðardóttur, stjórn- arformann Teymis og stjórnar- mann í Tali. Hún vildi heldur ekki tjá sig. „Ég bara met það þannig að mínum hagsmunum sé best borg- ið með því að segja sem minnst,“ segir Þórdís. - sh Teymi beitt milljóna dagsektum fyrir að hundsa fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins: Stjórnarmenn sitja sem fastast ÓLAFUR ÞÓR JÓHANNESSON ÞÓRDÍS J. SIGURÐ- ARDÓTTIR NOREGUR Maðurinn frá Snåsa, Joralf Gjerstad, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá lækningum þar sem hann er kominn á aldur. Ákvörðunin hefur valdið úlfaþyt meðal Norðmanna sem margir trúa á lækningamátt hans. Snåsa- maðurinn hefur læknað með handayfirlagningu og gegnum síma í áratugi. NRK greindi nýlega frá því að flestir stórþingmennirnir í Heið- mörk og Upplandi trúi á mátt Snåsa-mannsins en þingmennirn- ir frá Ósló efist. Þingmennirnir hafi sumir leitað til Snåsa-manns- ins og fengið lækningu. Einn þeirra var með slæman bakverk og hringdi. Snåsa-maðurinn sagði að hann yrði orðinn góður eftir eitt ár. Það reyndist rétt. - ghs Snåsa-maðurinn í Noregi: Þingmenn trúa á lækninga- máttinn BRETLAND Egypskur leirvasi sem notaður var sem garðskraut í Dorset á Englandi reyndist vera verðmætur forngripur, um 3.000 ára gamall, að því er segir í frétt BBC. Eigandi vasans erfði hann af ættingja sínum fyrir um 20 árum. Hún lét nýlega meta hann, og þá kom í ljós að hann var lík- lega gerður í Egyptalandi á ára- bilinu 1550 til 1069 fyrir Krist. Vasinn var settur á uppboð, en ekki er búist við því að meira en um 1.000 pund, jafnvirði um 166 þúsund króna, fáist fyrir vasann, enda skemmdur eftir vistina í garðinum í Dorset. - bj Egypskur forngripur fannst: Með 3.000 ára vasa í garðinum EFNAHAGSMÁL Miðstjórn ASÍ fund- aði um efnahagsástandið í gær og ræddi um aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar. Miðstjórnin var sammála um að ASÍ væri tilbúið til viðræðna við ríkisstjórnina um að fylgja málum eftir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á að miðstjórnin hafi ákveðið að halda auka ársfund ASÍ fyrir lok mars. „Þar mun ASÍ leggja upp með stefnu í efnahagsmálum, atvinnumálum og velferðarmál- um. Í tengslum við það mun ASÍ byrja að byggja upp þekkingu og viðhorf varðandi endurnýjun á stjórnarskránni,“ segir hann. - ghs Miðstjórn ASÍ: Heldur auka- ársfund í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.