Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 46
30 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Þá er komið að því: Sinfón- íuhljómsveit Íslands flytur í kvöld hina risavöxnu og stórfenglegu Turangalîla- sinfóníu eftir Olivier Messiaen. Flutningurinn er stærsti viðburður starfsárs- ins fullyrða þau en þess er nú minnst í Háskólabíói að 100 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins. Afmæli hans hefur verið fagn- að um víða veröld á þessu hausti, enda fá tónskáld 20. aldar sem sköpuðu jafn einstæðan og heill- andi heim í verkum sínum. Í tón- list Messiaens renna saman áhrif úr ýmsum áttum: fuglakvak, munkasöngur, indverskir rytmar og kaþólsk guðfræði eiga sinn stað í tónverkinu. Tónleikarnir eru óvenju viðamiklir þar sem þrír framúrskarandi einleikar- ar koma til landsins og spila með Sinfóníuhjómsveitinni sem verður í stærra lagi í kvöld. Stjórnandi er Rumon Gamba, aðalhjómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar. Þessi magnaða sinfónía er skrif- uð fyrir hljómsveit og tvo ein- leikara, og í þetta sinn leika með hljómsveitinni þau Steven Osborne, einn fremsti píanisti Bretlands um þessar mundir, og Cynthia Millar. Hún leikur á Ondes mar- tenot, óvenjulegt rafmagnshljóð- færi sem hefur himneskan hljóm og Messiaen notaði oft í verkum sínum. Hljóðfærið er eitt fyrsta rafmagnshljóðfærið, fundið upp af Maurice Martenot og er enn notað í dag meðal annars af Jonny Green- wood í Radiohead. Þetta sérkenni- lega hljóðfæri er ekki til á Íslandi og hefur því verið sérstaklega flutt til landsins af þessu tilefni. Það átti sér eftirkomendur í moognum og mellótróninu sem eru fágætir gripir eins og ondes martenot. Heiti sinfóníunnar, Turangalîla, er fengið úr sanskrít og hefur fjöl- þætta merkingu. Lîla þýðir leik- ur, og í inngangi sínum að verkinu kveðst Messiaen hafa túlkað orðið sem „áhrif guðdómsins á alheim- inn, leikur sköpunar, eyðingar, end- ursköpunar, leikur lífs og dauða“. Lîla hefur auk þess aðra merkingu: ást. Turanga er hreyfing, rytmi; tíminn sem flæðir eins og sand- korn í stundaglasi. Turangalîla er því fyrst og fremst ástarsöngur: óður til gleðinnar, tímans, hreyf- ingarinnar, lífs og dauða. Á tónleikunum verður einnig frumfluttur flautukonsertinn Flut- ter eftir Þuríði Jónsdóttur, en hann er saminn sérstaklega í tilefni ald- arafmælis Messiaen og tileinkað- ur minningu hans. Einleikari er Mario Caroli, sem hefur getið sér frábært orð fyrir flutning sinn á nútímatónlist. pbb@frettabladid.is STÓRVIRKI FLUTT Í KVÖLD TÓNLIST Besta band í landinu við æfingar á stórvirkinu í gær. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ Tónleikaröðin sem kennd er við Von, félagsheimili SÁÁ, heldur áfram og verða tónleikar vikunn- ar endurteknir að þessu sinni. Nína Margrét Grímsdóttir er list- rænn stjórnandi tónleikanna og hefur fengið til liðs við sig þjóð- þekkta tónlistar- menn í metnað- arfulla dagskrá. Í dag koma þau Áshildur Haraldsdótt- ir flautuleikari, Peter Maté píanó- leikari og Gunnar Kvaran sell- óleikari fram. Tón- leikarn- ir verða í dag í Gerðu- bergi kl. 12.15 og verða endurteknir í Von á föstudaginn, 6. febrúar. Þau flytja verk eftir Couperin, Beethoven, Rakhmani- noff og Weber. Klassík í hádeginu er tónleika- röð sem haldin er í Gerðubergi og Von frá október 2008 og fram í mars 2009. Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari stendur fyrir verkefninu í samstarfi við Gerðu- berg og SÁÁ. Menningarmiðstöð- in er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er við Efstaleiti 7 í Reykjavík. - pbb Tónleika- röðin Von ÁSHILDUR HARALDSDÓTTIR Fyrstu tónleikar ársins í hádegistón- leikaröð Hafnarborgar bjóða upp á breska barítóninn Alex Ashworth. Á dagskrá verða þekktustu barítón- aríurnar úr óperum eftir Mozart, Don- izetti, Wagner og Bizet. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk til að njóta góðrar tónlistar í hádegis- hléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnar- borgar, Antonía Hevesi píanóleikari leikur undir en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Febrúarsýning Íslenska dans- flokksins er að jafnaði einn stærsti dansviðburður ársins. Þá er að jafnaði frumsýnt verk og að þessu sinni er það samstarfsverk- efni, þróað í samvinnu danshöf- unda og tónlistarmanna. Lofar Íd miklu sjónarspili danslistar, tón- listar, lýsingar, búninga og sviðs- myndar. Danshöfundarnir eru þau Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, Cameron Cor- bett og Peter Anderson sem eru báðir dansarar hjá flokknum og hafa að auki lagt fyrir sig dans- smíð í styttri verkum en sýning- in í kvöld tekur um klukkustund í flutningi. Þrír valinkunnir tónlist- armenn komu til liðs við Íslenska dansflokksins fyrir þetta verkefni með nýtt frumsamið efni sem þeir þróuðu í sköpunarferli með flokkn- um og danshöfundum: drymbillinn Sigtryggur Baldursson, Pétur Ben, gítarleikari og tónsmiður, og Frank Hall, gítarleikari úr hljómsveitinni Ske. Þeir stíga á svið og taka þátt í sýningunni, kalla fram kröftuga stemningu með takföstum trumbu- slætti og fallegum hráum rokk- tónum sem geta breyst úr mús í móhíkana á augabragði. Búningar Filippíu Elísdóttur og Agnesku Baranowska vísa til fortíðar, nútíðar og framtíðar og á sviðinu munu birtast hetjur lið- inna alda sem og dagsins í dag. Lýsing og sviðsmynd Aðalsteins Stefánssonar setur svo umgjörð- ina, sem er stílhrein og gljáandi en samtímis gróf og ber, en að þessu sinni er lagt í smíði leikmyndar sem er jafnan sparsamlega hugs- uð í rekstri flokksins. Sýningar verða næstu sunnu- daga. - pbb Vertu velkominn heim LEIKLIST Stórsýning haustsins hjá Íslenska dansflokknum er unnin í nánu samstarfi tónlistarmanna, dansara og danshöfunda. MYND ÍD/GOLLI Vegna fjölda áskoranna endurtökum við stórafmælisdansleikinn föstudags- og laugardagskvöld. Helgin 6. og 7. febrúar Ráðstefnusalir og fundaherbergi Í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi, námskeið og veislur. Salir og fundarherbergi fyrir 8-120 manns. Fjölbreyttur tækjabúnaður er til staðar Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is EFRI HÆÐ: Heyrðist eins og harpan væri að gráta NEÐRI HÆÐ: Þetta vilja börnin sjá BOGINN: Úr högum og heimahögum 5. febrúar kl. 12:15 Klassík í hádeginu Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Gunnar Kvaran, selló og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó Sýningar: 6. febrúar kl. 20 ı Félagsfundur Kvæðamannafélagið Iðunn Þorratengt efni, flytjendur m.a. Sigurður dýralæknir og Hilmar Örn alsherjargoði. Litla hagyrðingamótið er á sínum stað Allir velkomnir Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL fös. 6/2 örfá sæti laus sun. 7/2 örfá sæti laus Sýningum lýkur í mars Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning sun. 8/2 örfá sæti laus sun. 15/2 örfá sæti laus, síðasta sýning Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Heiður Joanna Murray-Smith Drepur girndin ástina? JVJ, DV lau. 7/2 örfá sæti laus lau. 14/2 örfá sæti laus Sýningum lýkur 28/2 Skoppa og Skrítla snúa aftur í febrúar! Minnum á Samstöðukortin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.