Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 18
18 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 1. 90 0 17 0 90 0 2. 50 0 1. 60 0 3. 45 0 1983 1988 1993 1998 2003 2008 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Sveitarstjórinn er ekki lengi að rifja upp verstu og bestu kaup þegar hann er inntur eftir því á skrifstofu sinni á Flúðum. „Verstu kaup eru án efa gallabuxurnar sem ég keypti og gaf dóttur minni,“ segir sveitarstjórinn. „Hún vildi skila þeim og fá aðrar þar sem þessar voru ekki að gera sig svo við fórum með þær í Hagkaup nokkrum dögum síðar þar sem ég hafði keypt þær. Þar var mér hins vegar sagt að ekki væri hægt að skipta þeim því þær væru of brúkað- ar. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. En bestu kaupin er konan mín; hún er líka mitt mesta lán. Hún hefur verið í uppeldis- og umönnunargeiranum og hefur hjálpað fullt af fólki og reyndar náð að útskrifa alla sem til hennar leita, nema mig. Nú, þetta er búinn að vera nokkuð langur en góður tími og afar ólíklegt að hún útskrifi mig úr þessu enda kann ég vel að meta þessa umönnun.“ Sveitarstjórinn var afar hress og stoltur af sínu umdæmi en þar stendur til að reisa heilsuþorp eitt mikið á átta hektara svæði. Síðustu árin hefur sams konar þorp verið í undir- búningi á Suður-Spáni. „En það er náttúrlega miklu fallegra og betra fyrir stressaða borgar- búa að koma hingað og ná úr sér stressinu,“ segir sveitarstjórinn kampa- kátur. NEYTANDINN: ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASOM SVEITARSTJÓRI Í HRUNAMANNAHREPPI: Sá eini sem ekki hefur verið útskrifaður Rannsóknir sýna að börn sem fá hollan mat eru yfirleitt hraustari, í betra jafnvægi og gengur betur í námi en öðrum. Aðgengi að hollum mat í skólamötuneytum nýtist því öllum börnum, auk þess sem það getur stuðlað að hollum neysluvenj- um þeirra. Skólamáltíðir eiga að vera hollar, enda er skýrt kveðið á um það í nýjum lögum um grunnskóla (nr. 91/2008), þar sem segir að í grunnskólum skuli nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldis- markmið. Manneldismarkmiðin sem gefin eru út af Lýðheilsustöð, eru einnig meginstoðin í Handbókum Lýð- heilsustöðvar fyrir skólamötuneyti og leikskólaeldhús. Í handbókunum eru hagnýtar ábendingar fyrir starfs- fólk mötuneyta um matseðlagerð, hollustu, matreiðslu, innkaup og fleira. Meðal helstu leiðbeininga til bæði leikskóla og grunnskóla er að bjóða upp á fisk tvisvar í viku, ávexti og grænmeti daglega og fituminni mjólkurvörur, með sem minnstum sykri. Mælt með að nota kjötvörur sem eru með minna en 10% fitu, nota saltan og reyktan mat mjög sjaldan og farsvörur eða nagga sjaldnar en einu sinni í viku. Bjóða upp á gróf brauð, grófar kornvörur og grænmetis/baunarétti til tilbreyt- ingar. Kannanir sýna að velflest skóla- mötuneyti starfa samkvæmt þessum leiðbeiningum og leitast jafnframt við að framreiða hefðbundinn hversdagsmat með hollustu og hagkvæmni í huga. Skólamötuneytin eiga sinn þátt í að stuðla að heppilegu matar- uppeldi með hollu fæðuframboði fyrir meginþorra barna og unglinga á aldrinum 1 - 16 ára. Skólar eru sérstaklega ákjósanlegur vettvangur fyrir heilsueflingu varðandi mataræði og lífsstíl vegna þess að þar er gott aðgengi að nánast öllum börnum og unglingum, þar er stuðningur frá jafningjum og kjöraðstæður eru fyrir miðlun upplýsinga. Auk þess hafa skólar möguleika á að ná til foreldra og annarra meðlima samfélagsins og virkja þá til heilsueflingar skóla- barna. Á sama tíma er mikilvægt að hafa í huga að foreldrar og samfélagið allt getur haft áhrif á neyslu og fæðuval barna. Matvælaframleiðendur og veitingasölur bera líka ábyrgð þegar kemur að framboði á hollum mat fyrir börn. Ennfremur er líklegt að aðgerðir til þess að auka framboð á hollum mat fyrir börn nýtist þjóð- félaginu í heild og stuðli að bættri heilsu alls almennings í landinu. MATUR & NÆRING MARGRÉT BRAGADÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR Mikilvægi skólamötuneyta BÖRN Í MÖTUNEYTI LÁGAFELLSSKÓLA Börn eiga að geta horft á barnaefni í sjónvarpi án þess að sjá auglýsingar fyrir óholl matvæli og verslanir skulu leitast við að hafa einn afgreiðslukassa þar sem ekki blasa við óhollar vörur. Þetta er meðal ítarlegra leiðbeiningarreglna sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa gefið út um aukna neytendavernd barna. Meðal annarra leiðbeinandi reglna eru að spilakassar og annars konar happ- drættisleikir eða fjárhættuspil skuli ekki vera þar sem börn venja komur sínar og að börnum og unglingum undir 18 ára aldri skuli eingöngu vera boðið upp á debetkort með símhringingu. Þá er mælst til þess að tekið verði upp svokall- að hollustumerki, sem sett verður á vörur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og auðkennt með „þekktum teiknimyndafígúrum eða frægum persónum sem höfða sérstaklega til barna“. ■ Neytendavernd barna Óhollustu haldið frá ungviðinu Í kreppunni eru ferðalög eflaust eitthvað sem marg- ir veigra sér við. Með útsjónarsemi og aðstoð nets- ins er þó hægt að minnka ferðakostnað til muna ef fólk kann til verka. Margrét Gunnarsdóttir heldur úti netsíðunni Ferðalangur þar sem meðal annars er í boði ókeypis rafræn handbók, Evrópa á eigin vegum 2009. „Bókin er hvorki leiðsögn um Evrópu né umfjöllun um einstök lönd, heldur fyrst og fremst ómissandi handbók fyrir alla þá sem hyggjast skipuleggja ferðalag sitt erlendis sjálfir með aðstoð netsins á eins ódýran og hagkvæman hátt og hægt er,“ segir Margrét. „Ekki er ólíklegt að ferðakostn- aður skipti okkur mörg verulegu máli á næstunni ef við á annað borð ætlum að ferðast á árinu. Þetta er svar Ferðalangs við því. Í bókinni er listi yfir hótel og gistingu ásamt lýsingum í ýmsum borgum Evrópu sem lesendur Ferðalangs nýttu sér árið 2008. Fjall- að er um hvað þarf að athuga sérstaklega, hvað þarf að var- ast ásamt alls kyns gagnlegum ábendingum.“ Bókina og hótellistann er hægt að nálgast á www.ferdalangur. net. Neytendur: Ókeypis rafræn handbók Ferðalangs Útsjónarsemi minnkar ferðakostnað FRÁ SOFIU Í BÚLGARÍU Ein ódýrasta borg Evrópu. ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Skíðaiðkun landsmanna verður með mesta móti í vetur ef marka má aukna aðsókn í Hlíðarfjall á Akureyri. Fréttablaðið kannaði verð á dagskortum og tækjaleigu hjá fjórum skíðasvæðum landsins. „Kreppan hefur þau áhrif á starf- semi okkar að margir sem hafa lagt í vana sinn að fara í skíða- ferðir til útlanda, til dæmis Ítalíu eða Austurríkis, kjósa nú heldur að skella sér í helgarferð norður í land, þar sem boðið er upp á frá- bærar aðstæður til skíðaiðkunar. Þessar utanlandsferðir eru orðnar svo dýrar,“ segir Alfreð Almars- son, starfsmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Skíðaiðkun lands- manna er komin í fullan gang og ef miðað er við fjölda gesta í Hlíðarfjalli í vetur, sem hefur aukist um 25 prósent síðan á sama tíma á síðasta ári, verður ásóknin í brekkurnar með meira móti í ár. Alfreð segir marga hafa ferðast til Akureyrar til að skíða í vetur, sem sýni sig best á því að öll gisti- og orlofshús séu pakkfull nán- ast allar helgar. „Það hefur geng- ið mjög vel í vetur og við höfum haft opið í 75 daga, sem er með því mesta sem gerist á þessum árs- tíma. Veðrið og færðin skipta þar máli, en auðvitað búum við líka til okkar eigin snjó, sem gerir þetta auðveldara.“ Fréttablaðið kannaði verðið á dagskorti á fjórum skíðasvæðum á landinu; í Hlíðarfjalli, í Bláfjöllum, á Ísafirði og hjá Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði. Verð er nokkuð mismunandi milli staða. Í Hlíðarfjalli kostar dagskortið 2.200 krónur fyrir fullorðna og 825 krónur fyrir börn, en skíðasvæðið í Bláfjöllum rukkar 2.000 krónur fyrir dagskort fullorðinna en 550 krónur fyrir barnakort. Á báðum þessum skíðasvæðum er börnum á leikskólaaldri leyft að skíða frítt. Dagskort fyrir fullorðna í Odds- skarði kostar 1.300 krónur og barnakort 500 krónur. Á Ísafirði er rukkað 1.300 krónur fyrir full- orðinsdagskort á virkum dögum en 1.600 um helgar, en börnin borga 500 krónur á virkum dögum og 700 krónur um helgar. Leiga á skíðum, stöfum og skóm fyrir fullorðna kostar 3.500 krónur í Bláfjöllum en 3.000 krónur fyrir börn. Slík leiga er talsvert ódýrari í Hlíðar- fjalli, en þar borga fullorðnir 2.750 krónur en börnin 1.920 krónur fyrir græjurnar. Oddsskarð rukkar 2.000 fyrir leigu á fullorðinsgræjum og 1.000 fyrir barnagræjur. Engin leiga er á skíðum, stöfum og skóm á Ísa- firði, en þar er til eitthvað af slík- um græjum og starfsmenn fúsir til að lána þeim sem þörf hafa á án endurgjalds. kjartan@frettabladid.is Fólk fer frekar norður en til útlanda á skíði HLÍÐARFJALL Starfsmaður skíðasvæðisins segir marga heldur kjósa að fara norður í land á skíði en í dýrar utanlandsferðir. Í grein í blaðinu á þriðjudag var stungið upp á heimalöguðum tjöruhreinsi úr steinolíu og uppþvottalegi. Varla þarf að fjölyrða um umhverf- issóðaskapinn af svoleiðis blöndu. Í flestum löndum er bannað að nota tjöruhreinsi nema á bílastæðum með sérstökum niðurfallsútbúnaði. Stungið var upp á alíslensku efni í staðinn sem heitir Undri. Það er óskaðlegt umhverfi og fólki. Orsök skítaslabbsins sem sest á bílana er ekki alfarið veðurfarið. Miklu frekar má kenna um saltaustri á göturnar og mengun af nagladekkjanotkun. Ef hætt væri að salta og nota nagladekk myndi skítaslabbið minnka til muna. Þetta þekkja þeir sem hafa keyrt í vetrartíð í stórborgum erlendis. Nagladekkjanotkun fer minnkandi sem betur fer, en hún er þó enn um 40 prósent af heildinni. ■ Enn um skítaslabb: Salti og nöglum um að kenna „Mín reynsla er sú að húsráð virka yfirhöfuð ekki. Það að setja hvítvín á rauðvíns- bletti er til dæmis bara sóun á góðu víni. Og þú ert fyrst í vondum málum ef þú vætir klútinn í ediki og setur yfir skötupottinn áður en þú sýður. Þá kemur herfileg lykt.“ Steinunn segist þó eiga eitt einfalt og óbrigðult húsráð. „Við öllum smá- kvillum sem hrjá lítil börn, skrámum og marblettum, og einnig smá- verkjum, til dæmis hausverk, getur blautur þvottapoki gert kraftaverk. Flóknara þarf það nú ekki að vera.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HÚSRÁÐ VIRKA EKKI ■ Steinunn Þóra Árnadóttir, mann- fræðingur og varaþingmaður, trúir yfirhöfuð ekki á húsráð. Algengt er að sjá það sem virðast vera vörur á tilboði, sem búið er að stilla upp í miklu magni og á áberandi stað í stórmörkuðum. En þær eru ekki alltaf á tilboði. Sé verslun að reyna að selja vöru án þess að gefa upp hvað hún vilji fá í staðinn, er um að gera að sleppa kaupunum, eða hóa í starfsmann búðarinnar og biðja hann að greina frá verðinu. Í lögum um eftirlit með óréttmætum við- skiptaháttum segir að grundvallarreglan sé sú að verðmerkja þannig að auðvelt sé að sjá hvað varan kostar. Þetta sé skylda: að verðmerkja bæði í búðinni og í búðarglugga. Verðmerkingin á að vera vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru er vísað, segir á heimasíðu Neytendastofu. ■ Verðmerkingar í stórmörkuðum Merkingar eiga að vera vel sýnilegar Útgjöldin > Miði í Þjóðleikhúsið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.