Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 34
 5. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Margir kannast við matvörurnar frá Grími kokki en þar er einkum um fiskmeti að ræða þótt líka sé boðið upp á grænmetisbuff. „Nýjast á markaðnum hjá okkur er tilbúin humarsúpa sem vakið hefur gríðarlega eftirtekt og lukku. Svo framleiðum við til dæmis plokkfisk, fiskbollur, grat- íneraða ýsu með brokkolíi og mex- íkósósu, fiskbuff, salsafisk, fisk- borgara og litlar fiskbollur með fyllingu. Svo erum við með ýmiss konar grænmetisbuff,“ segir Grím- ur Þór Gíslason framkvæmdastjóri fyrirtækisins, eða Grímur kokkur eins og hann er oftast kallaður. Allar uppskriftir eru frá Grími og eru réttirnir fulleldaðir þannig að nóg er að hita þá upp. „Þetta hentar vel uppteknu fólki þar sem maturinn er keyptur nánast til- búinn. Í raun þarf bara að hita hann og er hann tilbúinn á innan við fimm mín- útum,“ segir Grímur. Fiskboll- urnar, sem eru nú v i nsæl - asta varan ásamt plokk- fiskin- um, eru það fyrsta sem Grímur kokkur framleiddi. „Fyrirtækið í núver- andi mynd var sett á laggirnar fyrir þremur árum en ég er búinn að vera í þessu í áratug. Til að byrja með var ég líka í veitinga- bransanum, veisluþjónustu og þess háttar, en svo var bara orðið svo mikið að gera þannig að ég sneri mér alfarið að framleiðslunni,“ segir Grímur um fyrirtækið, sem hefur stækkað verulega undanfar- in ár. Grímur kokkur er í Vestmanna- eyjum þar sem framleiðslan fer fram. „Í Vestmannaeyjum starfa hjá okkur fjórtán manns. Miðað við höfðatölu er þetta töluvert stórt fyrirtæki. Hér fullvinnum við fisk- inn, en það hefur mig lengi dreymt um, og gengur vel. Svo erum við líka með dreifingaraðila í Reykja- vík,“ segir Grímur ánægður. - hs Fullunninn í Eyjum Hjá Grími kokki starfa fjórtán manns í Vest manna eyjum og er fyrirtækið því frekar stórt miðað við höfðatölu og lyftistöng fyrir samfélagið. MYND/GRÍMUR KOKKUR Félagasamtökin Lands- byggðin lifi ganga út á að efla byggðirnar í landinu. Samtök- in munu standa fyrir málþingi á Akureyri um helgina um tækifæri til atvinnusköpunar. „Við beitum okkur fyrst og fremst fyrir því að skjóta styrkari stoðum undir landsbyggðina,“ segir Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræðing- ur en hann er varaformaður sam- takanna Landsbyggðin lifi. Á laugardaginn fer fram mál- þing í Brekkuskóla á Akureyri á vegum samtakanna þar sem áhersla verður lögð á sjálfbærni, mannauð og tryggt matvælaör- yggi, ásamt og beinna lýðræði, meiri samheldni og betra siðferði, en verið hefur. „Sumir hafa sagt að samtök- in byggi á kjörorðinu Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir,“ segir Ragnar. „En það sem einkennir samtökin er að boða fólk til funda og ræða hvers konar atvinnutæki- færi hægt er að byggja upp. Við leggjum mikið upp úr því að fólk komi sjálft fram með hugmyndir og þar liggur áherslan frekar en beinlínis að sækja til yfirvalda um styrki. Við viljum hvetja grasrót- ina til að taka sjálf af skarið. Fé- lagasamtökin starfa líka þvert á alla flokka því um þessi mál er fólk sammála. Þó fólk rífist og sláist í sveitarstjórnum þá nær það saman um þetta óháð pólitík.“ Innan samtakanna Landsbyggð- in lifi starfa almenn félög víða um land. Ragnar segir starfsem- ina eins upp byggða; öll reyni fé- lögin að glöggva sig á hvar tæki- færin liggi á hverjum stað til at- vinnusköpunar. Hann segir félögin vera umræðuvettvang frekar en framkvæmdavettvang og fari ekki beinlínis sjálf út í aðgerðir. Þeim hugmyndum og verkefnum sem verða til er fylgt eftir af ein- staklingum eða sveitarfélögum og fyrirtækjum. Samtökin hafa sett upp heimasíðuna www.landlif.is, sem er hugsuð sem tengivettvang- ur margra vefmiðla af landsbyggð- inni. „Nú er einmitt umhverfið til að fara af stað með fundaherferð um atvinnusköpun. Fólk hefur meiri trú á grasrótarvinnu nú en áður eftir að hafa haft svo mikla trú á pólitíkusunum undanfarið og að þeir geri hlutina fyrir okkur. Nú vill fólk gera hlutina sjálft.“ Fyrsta málþingið fer fram eins og áður sagði, næstkomandi laugardag klukkan 11.30 í Brekku- skóla á Akureyri. Fleiri fundir munu svo fylgja í kjölfarið víða um land en föst dagskrá hefur ekki verið ákveðin. Meðal fyrirlesara á laugardag- inn verða Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands en hann fjallar um ný tækifæri í sjáv- arútvegi, Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, fjallar um framtíð landbún- aðar – lífrænan iðnað og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum, flytur erindið Ferðaþjónusta til farsældar. Stefnt er á að fyrir- lestrarnir verði stuttir svo góður tími verði fyrir almenna umræðu og hugmyndir fái að njóta sín. Nán- ari upplýsingar er að finna á www. landlif.is. - rat Farsæld til framtíðar Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og varaformaður samtakanna Landsbyggðin lifi, segir umhverfið í dag kalla á grasrótar- vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Plokk- fiskurinn og fiskboll- urnar eru einna vinsælust. Ragnheiður tryggir fersk- leikinn og gæðin MARKAÐURINN á www.visir alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.