Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 4
4 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
VIÐSKIPTI Skuldir gamla Kaup-
þings eru 2,432 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í mati sem
skilanefndin hefur kynnt. Eignir
bankans eru ríflega 618 milljarð-
ar króna. Þar af eru lán til við-
skiptavina 250 milljarðar króna.
Fyrirtækið skuldar því rúmlega
1,8 milljarða umfram eignir.
Í skýrslu skilanefndarinn-
ar, sem kynnt var kröfuhöfum
í bankann í gær, var hvatt til að
greiðslustöðvun yrði framlengd.
Þannig yrði hagsmunum kröfu-
hafa betur borgið en að láta fyr-
irtækið verða gjaldþrota. Sala
eigna myndi hafa umtalsvert tap
í för með sér fyrir kröfuhafa. - kóp
Gamla Kaupþing:
Skuldir langt
umfram eignir
VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhann-
es faðir hans hafa misst Baug úr greipum
sér. Þetta er mat Jóhannesar, sem var gestur
Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum í gær-
kvöldi. „Ég held að það þurfi mjög mikið til
að svo verði ekki,“ sagði hann. Skilanefndir
Landsbankans og Glitnis hafa lagst gegn því
að Baugi verði veitt greiðslustöðvun.
„Mikið hefur gengið á áður en ákvörðun er
tekin um að gjaldfella lán. Í þessu tilviki voru
vanskil talsverð,“ segir Árni Tómasson, for-
maður skilanefndar Glitnis. Hann vill hvorki
greina frá skuldbindingum Baugs gagnvart
Glitni né upphæð vanskilanna.
Bankinn gjaldfelldi lán Baugs í fyrradag
um svipað leyti og skilanefnd Landsbankans
sótti um heimild fyrir greiðslustöðvun dóttur-
félags Baugs í Bretlandi.
Landsbankinn gekk að
veðum BG Holding í gær
og skipaði Pricewaterhou-
se Coopers í Bretlandi til-
sjónarmenn með þeim.
Í tilkynningu skilanefnd-
ar Landsbankans segir
að bankinn sé ekki orð-
inn beinn eigandi bréfanna
heldur sé tryggt að ekki
verði hægt að ráðstafa þeim
án samráðs við bankann.
Breskir fjölmiðlar segja ljóst hvert Baug-
ur stefni. Telegraph segir eignir duga upp í
þriðjung skulda, sem hljóða upp á 1,32 millj-
arða punda, jafnvirði 200 milljarða króna.
Þá hefur Financial Times eftir heimildum, að
sjóðir Baugs séu því sem næst þurrausnir.
Árni segir ljóst að bankarnir taki yfir
hlutafjáreign Baugs í breskum verslunum og
muni rekstri þeirra haldið áfram í sem næsta
óbreyttri mynd. Ekki sé stefnt að sölu þeirra í
nánustu framtíð. - jab / - sh
Jóhannes Jónsson í Bónus segir nær öruggt að hann og Jón Ásgeir, sonur hans, hafi misst Baug:
Gengið að veðum í breskum eignum Baugs
VEÐ LANDSBANKANS
Verslanir Eignarhlutur
Iceland Foods 13,73%
Highland Group Holdings Ltd* 34,90%
Aurum Group** 37,75%
Corporal Ltd*** 63,70%
* House of Fraser
** Skartgripaverslanir Goldsmiths, Mappin & Webb
og Watches of Switzerland.
*** Leikfangakeðjan Hamleys.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
15°
7°
4°
6°
4°
7°
7°
7°
4°
3°
20°
4°
-1°
18°
-1°
7°
17°
1°
-5
-8
-7
-4
-4
-3
-6
0
-5
-5
-11
5
3
3
3
3
7
4
5
5
3
3
0 -7
-5
-4
0Á MORGUN
8-13 m/s suðvestan til an-
nars mun hægari.
-9
SUNNUDAGUR
3-8 m/s
-5
-7
HELGIN
Á morgun snýst vindur
til suðaustlægrar
áttar, nokkuð stífrar við
suðvestanvert landið,
8-13 m/s, annars
hægari. Það dregur úr
frosti suðvestan- og
vestanlands en áfram
verður þó frost. Horfur
eru á björtu veðri fyrir
austan annars þung-
búnara og stöku él á
stangli. Á sunnudag
verður rólegt veður af
austri. Stöku él syðra
annars úkomlaust.
Áfram víðast frost.
-4
-4
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
STJÓRNSÝSLA Indriði H. Þorláks-
son, fyrrum ríkisskattstjóri,
hefur verið
skipaður ráðu-
neytisstjóri í
fjármálaráðu-
neytinu. Ind-
riði er settur í
embættið til 30.
apríl.
Steingrím-
ur J. Sigfús-
son fjármála-
ráðherra veitti
Baldri Guðlaugssyni, fráfarandi
ráðuneytisstjóra, leyfi frá störf-
um á sama tímabili.
Ástæða þess að um tímabundna
ráðstöfun er að ræða mun vera
sú að núverandi ríkisstjórn telji
sig hafa takmarkað umboð, sam-
kvæmt heimildum blaðsins. End-
anlegri ákvarðanir bíði næstu
ríkisstjórnar. - kóþ
Baldri vikið frá um tíma:
Indriði verður
ráðuneytisstjóri
Á málþingi LBL á Akureyri á laugar-
daginn mun Páll Skúlason fjalla um
framtíð lýðræðis, Hjörleifur Einarsson
um ný tækifæri í sjávarútvegi, Harald-
ur Benediktsson um framtíð landbún-
aðar/lífrænn iðnaður? og Þorsteinn
Ingi Sigfússon fjallar um nýja sköpun
– nýja framtíð.
LEIÐRÉTTING
INDRIÐI HAUKUR
ÞORLÁKSSON
STJÓRNSÝSLA Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra skipaði í gær
Gunnar Haraldsson nýjan stjórn-
arformann Fjármálaeftirlits-
ins (FME).
Gunnar er for-
stöðumaður
Hagfræðistofn-
unar Háskóla
Íslands. Aðrir í
stjórninni eru
Kristín Har-
aldsdóttir lög-
fræðingur og
Jón Þ. Sigur-
geirsson fram-
kvæmdastjóri,
tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Varamenn eru Óskar Sig-
urðsson lögmaður, Þóra Hjalt-
ested lögfræðingur og Guðrún
Ögmundsdóttir sérfræðingur.
Gunnar tekur við af Jóni Sig-
urðssyni, sem vék ásamt stjórn
sinni eftir að Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra sagði
af sér 25. janúar. - sh
Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins:
Gunnar leiðir
stjórn FME
GUNNAR
HARALDSSON
JÓHANNES
JÓNSSON
Ríkissaksóknari hefur ákært mann
um tvítugt fyrir hættulega líkamsárás.
Hann sló annan mann í höfuð með
glerglasi. Sá hlaut skurð við eyra og
alvarlega slagæðarblæðingu.
DÓMSTÓLAR
Slagæðablæðing eftir árás
Tveir karlmenn hafa verið dæmdir
í 80 þúsunda króna sekt hvor og
sviptir veiðikorti í eitt ár fyrir að nota
torfærutæki, svokallað sexhjól, við
hreindýraveiðar á Fljótsdalshéraði.
Sektaðir og sviptir veiðikorti
SJÁVARÚTVEGSMÁL Steingrímur J.
Sigfússon sjávarútvegsráðherra
neitar að láta þrýsting flýta því að
hann taki ákvörðun um það hvort
hann snúi við ákvörðun fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra um að
heimila hvalveiðar. Þetta sagði
hann á fjölmennum fundi um hval-
veiðar á Akranesi í gærkvöldi.
Forsvarsmenn Akranesskaup-
staðar og verkalýðsfélagsins á
staðnum segja fyrirhugaðar hval-
veiðar í sumar skipta gríðarlega
miklu máli fyrir atvinnuhorfur á
staðnum og með öllu ólíðandi ef
sitjandi sjávarútvegsráðherra aft-
urkalli fyrirhugaðar veiðar.
Steingrímur sagði jafnframt að
hann gerði sér grein fyrir mikil-
vægi málsins og að mörg störf
væru undir.
Einar K. Guðfinnsson, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra, hvatti
núverandi sjávarútvegsráðherra
til að snúa ákvörðun sinni ekki
við. Hann sagðist hafa verið í full-
um rétti til að taka ákvörðun sína,
og hnykkti á því að ákvörðun um
hvalveiðar hefði verið tekin árið
1999 og þær stundaðar síðan.
„Hvalveiðar okkar einkenn-
ast af varúðarnálgun þar sem
við göngum gríðarlega varlega
um auðlindina. Öll rök hníga að
því að hvalveiðar séu hér stund-
aðar. Tölfræðin varðandi ferða-
mennsku og hvalaskoðun sýnir
öll að mikil aukning hefur verið
síðan ákvörðun um hvalveiðar
var tekin. Ákvörðun mín var ekki
tekin í bráðræði heldur eftir langa
umhugsun þar sem allar stærðir
voru þekktar.“
Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness, tal-
aði um það skelfilega ástand sem
skapast hefði í atvinnumálum á
landinu. Hann sagði að hvalveið-
ar skiptu bæjarfélag eins og Akra-
nes gríðarlegu máli, þrjátíu störf
myndu skapast strax við hrefnu-
veiðar þar sem 300 manns ganga
nú atvinnulausir í bænum. „Þetta
yrði gríðarleg innspýting og það
yrði sorglegt ef eitt af fyrstu
verkum sitjandi sjávarútvegsráð-
herra yrði að koma í veg fyrir að
fólk væri sjálfbjarga um að skapa
sér störf á svæðinu.“
Gísli A. Víkingsson, hvalasér-
fræðingur Hafrannsóknastofn-
unar, sagði á fundinum að rann-
sóknir bentu til að stofnar hrefnu
og langreyðar væru í mjög góðu
ásigkomulagi og hafi stofnunin
ráðlagt veiðar í því ljósi. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið (ICES) hefur
staðfest að ráðgjöf Hafró séu
sjálfbærar veiðar.
Einar K. gaf út leyfi á veiðar
á 150 langreyðum og 100 hrefn-
um skömmu áður en fyrrverandi
ríkisstjórn fór frá. Var leyfið til
fimm ára. Þessa ákvörðun gagn-
rýndu þingmenn Samfylkingar og
Vinstri grænna harðlega. Eftir
fyrsta ríkisstjórnarfund flokk-
anna í vikunni sendi Steingrímur
út viðvörun til þeirra sem hyggja
á veiðar og vinnslu hvals að til
greina kæmi að afturkalla leyfið
sem gefið var út eða á því yrðu
gerðar breytingar.
svavar@frettabladid.is
/ stigur@frettabladid.is
Ráðherra lætur ekki
beita sig þrýstingi
Hart var sótt að sjávarútvegsráðherra að banna ekki hvalveiðar á fundi á Akra-
nesi í gærkvöldi. Ráðherrann segist gera sér grein fyrir alvöru málsins. Formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness sagði hvalveiðar skipta bæinn miklu máli.
FUNDAÐ UM HVALVEIÐAR Steingrímur J. Sigfússon, Sturla Böðvarsson, Jón Bjarna-
son og Kristinn H. Gunnarsson voru á meðal þeirra sem sóttu fundinn á Akranesi.
MYND/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON
GENGIÐ 05.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
183,1083
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,56 115,1
166,49 167,29
147,6 148,42
19,804 19,92
16,728 16,826
13,882 13,964
1,2764 1,2838
171,37 172,39
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR