Fréttablaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 46
34 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bókstafur, 11. leita að, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. til viðbótar, 18. kvabb, 20. tveir eins, 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. kringum, 4. peningagræðgi, 5. hamfletta, 7. ljótur, 10. framkoma, 13. atvikast, 15. sál, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æsa, 19. ðð. „Ég er engin tískumaður en ég hef gaman af að dressa mig upp. Ég set stundum upp bindi en aðallega þegar það á ekki við.“ Sigtryggur Baldursson í viðtali við Helgarpóstinn í janúar 1988. „Þarna var í gangi tíska sem var bergmál af Duran Duran-æðinu, menn brettu upp ermar á jökkunum. Eftir að Bogomil Font fæddist er tískuhliðin hans mál, ég nýt þess að vera bara í gallabuxum heima hjá mér.“ „Ég átti ekki annarra kosta völ,“ segir Arnar Jónsson sem þurfti að gefa Idol-draum sinn upp á bát- inn vegna þátttöku sinnar í Euro- vision. „Þeir eru tæknilega séð að svíkja mig,“ bætir hann við og vandar framleiðendum Idol ekki kveðjurnar. Arnar var í lok síðasta árs beð- inn um að syngja með Edgari Smára kántrílagið Easy to Fool í Eurovision. Hann hafði áður kom- ist í gegnum Idol-prufurnar og bað framleiðendur þáttanna því um leyfi hvort hann mætti einn- ig syngja í Eurovision. Hann fékk grænt ljós á það en eftir að Easy to Fool komst í úrslitin kom babb í bátinn. „Ég var kallaður á fund og þeir sögðu að núna þyrfti ég að velja. Þarna var leiðinlega komið fram við mig því ég var búinn að ráða mig í verkefni og kominn hálfa leið með það. Þeir báðu mig um að bakka út úr því sem ég, sam- viskunnar vegna, hafði ekki í mér að gera.“ Arnar er svekktur að geta ekki haldið áfram í Idol því hann var kominn í tuttugu manna loka- hóp, einn tíu stráka. Átti hann því ágæta möguleika á tveggja millj- ón króna sigurlaununum. „Ég ætl- aði að gera mitt besta og sá mig komast eitthvað áleiðis. Þetta hefði verið frábær kynning fyrir mig sem söngvara og ég var orðinn mjög spenntur. Svo kemur þetta mál upp.“ Þór Freysson, framleiðandi Idol, segir að Arnari hafi verið leyft að taka þátt í Eurovision til að halda öllum möguleikum hans opnum, enda hefði hann getað staðið frammi fyrir því að komast áfram í hvorugri keppninni. „Við höfum alltaf reynt að koma eins mikið til móts við keppendur og hægt er varðandi framkomu þeirra áður en Idol byrjar,“ segir Þór. Eftir að í ljós kom að Arnar tekur þátt í úrslitum Eurovision 13. febrúar, kvöldið áður en útsend- ingar frá Idol hefjast, þurfti aftur á móti að taka í taumana. „Hann tók ákvörðun eftir sinni bestu sam- visku og vildi ekki svíkja félaga sína og lagahöfundinn, sem er mjög virðingarvert. Það er leiðin- legt að missa hann úr keppninni því hann er mjög hæfileikarík- ur strákur en við höfðum nóg af keppendum sem bönkuðu á dyrnar til að koma í staðinn fyrir hann,“ segir Þór. Hann játar að aðrir Idol- keppendur hafi komið að máli við sig og kvartað yfir þátttöku Arn- ars í Eurovision. Það hafi samt ekki haft áhrif á sinnaskiptin. Spurður hvort framleiðendur Idolsins hafi lofað upp í ermina á sér gagnvart Arnari segir hann: „Það kom bara í bakið á okkur að hafa veitt þetta leyfi. Auðvitað var það mjög leiðinlegt að geta ekki staðið við þetta en þetta þróaðist svona.“ Torfi Ólafsson, höfundur Easy to Fool, er hæstánægður með ákvörð- un Arnars. „Hann er svo efnileg- ur og góður söngvari að hann hefði getað sagt sér það sjálfur að þessi staða gæti komið upp, að hann færi svona langt í báðum keppnum. En það hefur aldrei boðað gott að eiga tvær kærustur.“ freyr@frettabladid.is ARNAR JÓNSSON: ÞURFTI AÐ GEFA IDOL-DRAUMINN UPP Á BÁTINN Framleiðendur Idol sviku Eurovision-söngvara ARNAR JÓNSSON Framleiðendur Idolsins létu Arnar velja á milli Idol-keppninnar og Eurovision og hann valdi á endanum hið síðarnefnda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Hljómsveitin Papar er ákveð- ið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurð- ur hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi,“ segir Matthías Matthías- son, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Her- mannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa- bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í ein- hverju stríði,“ segir Vignir, bróð- ir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljóm- sveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljóm- sveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar.“ „Eysteinn trommari fékk einka- leyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur,“ segir Matti. Ekkert Papa- kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns,“ segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deild- inni“ – „Auðvitað flýtur svo eitt- hvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það,“ segir hann. - drg Papar neyddir til nafnabreytingar PAPAR Á HÁTINDI VINSÆLDANNA Matti er fremstur, Vignir lengst til hægri. Íslenska fyrirtækið On the Rocks hefur framleitt tölvuleik fyrir iPhone og iPod Touch sem nefnist TiltaFun. Er hann fáan- legur víðs vegar um heiminn í gegnum iTun es-búðina á Netinu. „Við byrjuðum við bankahrunið í byrjun október og þetta tók um þrjá mánuði,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri On the Rocks, um leikinn. „Við erum upprunalega auglýsinga- og kvikmyndafyrirtæki en sáum fram á að það væri kannski ekki mikið að gera í þeim bransa á næstunni.“ Pétur segir að TiltaFun sé einfaldur leikur sem höfði meira til yngri aldurshópa. „Þótt þetta sé langminnsti og einfaldasti leikur- inn okkar erum við að leggja mikið í hann og hann er í mjög háum gæðum.“ Leikurinn hefur fengið mjög góða dóma að undanförnu, eða tvo fimm stjörnu dóma á iTunes og 7 af 10 mögulegum á stærstu tölvuleikjasíðu Evrópu, Pocketgamer. „Við vissum ekki hvernig útkoman yrði en þetta lofar góðu fyrir það sem koma skal,“ segir Pétur og játar að hægt sé að hafa töluvert upp úr svona leikjum ef allt gengur upp. „Það er að aukast salan á þessum leikjum. Þeir sem eru á topp tíu seljast í um fimmtán þúsund eintökum á dag og þeir kosta frá 99 sentum upp í 9,99 dollara,“ segir hann. Til- taFun byrjaði í 1,99 dollurum en er nú seld- ur á kynningarverðinu 99 sent. Vilji Íslendingar festa kaup á leiknum þurfa þeir að stofna iTunes-reikning í gegn- um síðuna Tunecard.biz og velja síðan upp- hæð sem þeir vilja kaupa fyrir. On the Rocks er með fleiri tölvuleiki í undirbúningi, þar á meðal leik sem verður byggður á teiknimyndinni Thor sem Caoz framleiðir. - fb Gerðu tölvuleik fyrir iPhone PÉTUR SIGURÐSSON Framkvæmdastjórinn ásamt sam- starfsfólki sínu hjá On the Rocks. Hann er hæstánægð- ur með þá dóma sem TiltaFun hefur fengið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auðunn Blöndal, sjónvarpsmað- urinn góðkunni, hefur verið annálaður smekkmaður á bíla. Þótt fátt jafn gott og mæla göturnar á glæsileg- um faraskjótum. Nú síðast var það BMW sem heillaði Auðun upp úr skónum. En sjónvarps- maðurinn hefur nú skipt um bíl og sá er ekki af verri endanum, skínandi fögur Audi- bifreið klæðir nú Auðun hvert sem hann fer. Samstarfsmaður hans, Sverrir Þór Sverrisson, lætur sér hins vegar nægja hógværari bifreið, Grand Vitara-jeppling. Þórður Guðjónsson, þekktastur fyrir afrek sín á knatt- spyrnuvellinum með ÍA, hyggst söðla rækilega um. ÍA féll sem kunnugt er niður í fyrstu deild og ætlar Þórður nú að tækla lands- málin. Hann hefur tilkynnt framboð sitt í Norðvesturkjör- dæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og setur markið hátt; ætlar að bjóða sig fram til eins af þremur efstu sætunum sem gætu gefið þingsæti í kosningum. Þórður á ekki langt að sækja hæfileikana í pólitík, frænka hans er Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgastjórnarfulltrúi og forsætisráðherrafrú. Hún er systir Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara á Englandi, sem er pabbi Þórðar. Ágúst Borgþór,bloggari og rit- höfundur, greinir frá því á heima- síðu sinni að hann sé hættur hjá Íslensku auglýsingastofunni. Ágúst segir í færslunni að engan bilbug sé á honum að finna þrátt fyrir allt en undrast þó að hann sé ekki enn kominn á rithöfundalaun frá ríkinu. „Það er dálítið magnað að horfa upp á mér töluvert yngri kunningja detta inn á þessi laun, fólk sem jafnvel er að leita til mín um ráðleggingar og aðstoð við skrif sín, höfundar sem eru miklu minna þekktir en ég og með minna á bak við sig,“ skrifar Ágúst. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI HELGARBLAÐIÐ Ragnhildur Gísladóttir - þriðju gráðu irheyrsla “Ég elska Ísland.” - kátir útlendingar kvaddir með brennsa og hrútspungum. HEIMILI OG HÖNNUN Sigursæl í Svíþjóð. Katrín Ólína Pétursdóttir hlýtur verðlaun Forum Aid í lokki innanhússarkitektúrs. MENNING Meistara Alfreðs Flóka minnst, irlitssýning verka hans opnaði í gær. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8. 1 Rúnars Júlíussonar. 2 Gunnar I. Birgisson. 3 Framsóknarflokkinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.