Fréttablaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 6. febrúar Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardaga 900 - 1300 núna ✽dýrkum listir þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið Stórskotalið í nýju námi Sennilega hafa aldrei jafn marg- ir nafntogaðir einstaklingar kennt á einu námskeiði og raunin er í nýju diplómanámi Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Námið heitir Prisma og byggir á skapandi og gagnrýnni hugsun. Meðal þeirra sem stíga á svið og fræða nem- endur eru Hallgrímur Helgason rit- höfundur, Kristín Eysteinsdótt- ir leikstjóri, Halldór Guðmundsson rithöfundur, Hjálmar H. Ragnars- son, tónskáld og rektor LHÍ, og Andri Snær Magnason rit- höfundur. Kennararnir eru alls um fimmtíu sem verður að teljast nokkuð gott í tveggja mánaða námi. FR É TT A B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ELÍZA GEIRSDÓTTIR NEWMAN TÓNLISTARKONA Ég er að spila í leynipartíi í kvöld en svo held ég að helgin fari bara í algjör róleg- heit. Maður er aðeins kominn út úr miðbæjarstuðinu. Ég sé fyrir mér heita pott- inn í Sundhöllinni og ferð út í Gróttu ef veðrið verður gott. Þar eru tveir selir sem liggja alltaf á sömu steinunum. Ég þarf endilega að heilsa upp á þá. B úningarnir skírskota meðal annars í hrun ofurmennishugsjónarinnar,“ segir Filippía Elísdóttir hönnuður um búninga sýningarinn- ar Velkomin heim, sem Íslenski dansflokkur- inn frumsýnir 5. febrúar næstkomandi. „Þessi íslenska hetja sem hefur verið ráðandi í við- miðum síðustu ára, féll á gúmmísverðið og mun því væntanlega rísa upp aftur einhvern tíma síðar tilkomumeiri en nokkru sinni fyrr, en sýningin fjallar samt ekki bara um hetjur, heldur líka um ósköp venjulegt fólk í óvenju- legu ástandi,“ útskýrir Filippía sem fékk stíl- istann Agniesku til liðs við sig. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman en Agnieska hefur aðallega unnið í tísku- og tónlistarheiminum til þessa. „Mér líkaði dekadensinn í verkum Agn- iesku, ákveðin tragedía og myrk dramatík sem hreyfði við mér. Kannski er það í genun- um hennar enda er hún frá Póllandi, pólska þjóðin hefur öldum saman gengið í gegnum mikla umbrotatíma og á sér gamla og merki- lega sögu. Að þessu leyti held ég að við eigum vel saman því ég hef alltaf unnið út frá ákveðn- um dekadens, melankólíu og stundum pess- imískri sýn. Við viljum báðar einhvers konar myndrænan árekstur við áhorfandann, ná að kalla fram löngun hans til að vilja breyta lífi sínu til hins betra og kalla fram innri bylt- ingu. Sérstaklega núna í ljósi þessa umbrota- tíma sem þjóðin er að fara í gegnum,“ útskýr- ir Filippía. Hún segir þær Agniesku fá innblástur úr öllum áttum við hönnun búninganna. „Við erum alætur á áhrifaþætti og horfum ekki í eina átt við sköpun svona sýningar. Dans- inn getur krafist þess að búningurinn búi yfir miklli hreyfigetu eða hann sé statískur og jafn- vel „monúmental“ svo hann sé nánast hluti af sviðsmyndinni. Flóknir samverkandi þætt- ir þurfa oft að kallast á, svo sem sýn höfunda dansverksins, sýn sviðsmyndahönnuðar, ljósa- höfundar, tónlistarhöfundar og dansara, svo vonandi nær maður að þjóna því, en það sem skiptir mestu máli á endanum er að listamað- urinn þarf að standa á sviðinu og koma verki höfundanna til skila,“ segir Filippía. - ag Filippía Elísdóttir og Agnieska Baranowska hanna búninga á ÍD: VENJULEGT FÓLK Í ÓVENJULEGU ÁSTANDI Skapandi Filippía og Agnieska hanna saman búninga fyrir dansverkið Velkomin heim og segjast vera alætur á áhrif þegar að sköpuninni kemur. helgin MÍN FJÖLNIR ÞORGEIRSSON sýndi fram á fjölhæfni sína í vikunni þegar hann stökk ofan í Tjörninna og lagði læri sitt að veði til bjargar hrossum í neyð. Við erum heppin að eiga mann eins og Fjölni. „Þetta er náttúrlega ferlegt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, nýskipaður menntamálaráðherra, og hlær. Katrín kennir námskeið í Endur- menntun sem snýst um að lesa jólabækur og greina þær. „Ég losaði mig við flestar aðrar skuldbind- ingar þegar hagir mínir breyttust en það varð úr í samráði við nem- endur mína að ég myndi ljúka námskeiðinu, þetta er náttúrlega svo skemmtilegt,“ segir Katrín sem hefur áður kennt nokkur námskeið hjá Endurmennt- un. „Þetta er 30 kvenna hópur, við veljum bækurn- ar sem lesnar eru í samráði og fáum svo einhverja af höfundunum í heimsókn.“ Þær bækur sem Katrín og henn- ar nemendur taka fyrir eru Skap- arinn, Konur, Vetrarsól, Rökkur- býsnir og Rán. Nú þegar hafa tvær þær fyrstnefndu verið teknar fyrir. „Það voru skiptar skoðanir á þeim en báðar eru þrælathyglisverðar, fjalla um kvenhlutverkið en hafa mjög ólíka nálgun á það.“ Katr- ín segir kennsluna afar skemmti- lega. „Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef lagt stund á að ráðherradómi meðtöld- um. Sumir fara á hestbak í frítímanum, ég kenni.“ - sbt Menntamálaráðherra kennir í Endurmenntun Kryfur jólabækurnar í kvennafans Katrín Jakobs- dóttir Kennslan er skemmtileg- asta starf sem hún hefur lagt stund segir nýr ráð- herra. Einn Rúv-ari inn fyrir annan Berghildur Erna Bernharðsdóttir, fréttamaður á Rúv, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings. Þar tekur hún við keflinu af öðrum fyrrum fréttamanni ríkisútvarpsins, Benedikt Sigurðssyni, sem gegndi starfinu hjá gamla Kaup- þingi reyndar. Hann missti vinnuna við gjaldþrot bankans en Berghildur er í hópi þeirra starfsmanna Rúv sem var sagt upp í nóvember- lok.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.