Fréttablaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 6
6 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
1000 KR Eittþúsund króna Gildir út febrúar 2009inneign á öll samstæðuspil
Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170
SP I L
MÁNAÐ
ARINS
EFNAHAGSMÁL Íslenskir auðmenn
hafa fengið háar upphæðir í arð-
greiðslur frá því að viðskiptabank-
arnir voru einkavæddir, og einhver
hluti af því fé er falinn í skattapar-
adísum, segir Atli Gíslason, þing-
maður Vinstri grænna.
Atli skorar á auðmennina að
koma með peningana aftur til
Íslands.
„Þeir eiga að sjá sóma sinn í að
koma með þessa peninga heim, eða
stíga ekki niður fæti hér á landi
aftur,“ segir Atli. „Þeir eiga að
koma með sitt fé hér inn á ögur-
stundu, og skila ránsfengnum. Það
er þjóðin sem er að borga þeirra
skuldir.“
Hagnaður viðskiptabankanna
þriggja á fimm ára tímabili, frá
2003 til 2007, var samanlagt ríf-
lega 464 milljarðar króna, sam-
kvæmt ársreikningum bankanna.
Mestur var hagnaðurinn í Kaup-
þingi, samtals 232 milljarðar.
Hagnaður Landsbankans var 130
milljarðar, og eigendur Glitnis
högnuðust um 102 milljarða.
„Það er algerlega ljóst að þeir
eiga verulegar upphæðir, og þeir
hafa miskunnarlaust flutt pening-
ana úr landi,“ segir Atli, og vísar í
gríðarlegan hagnað viðskiptabank-
anna. Hann segir að féð sé vænt-
anlega geymt að einhverju leyti í
erlendum skattaparadísum.
Aðspurður segist Atli varla
reikna með því að auðmennirnir
taki áskoruninni, en segir líklegt
að þeim myndi líða betur létu þeir
verða af því. - bj
Þingmaður VG segir auðmenn sitja á háum upphæðum í skattaparadísum:
Auðmenn skili ránsfengnum
ÞJÓÐIN BORGAR SKULDIR „Þeir eiga að
sjá sóma sinn í að koma með þessa
peninga heim,“ segir Atli Gíslason.
DÓMSMÁL Þrír af fjórum svo-
nefndra Keilufellsmanna hafa
áfrýjað dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur til Hæstaréttar.
Mennirnir voru dæmdir í
tveggja og hálfs og þriggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að ryðj-
ast inn í hús í Keilufelli, þar sem
þeir réðust á menn sem þar voru
fyrir. Fjórmenningarnir beittu
hættulegum vopnum og bareflum
á varnarlausa mennina. Þrír íbú-
anna hlutu beinbrot og einn lífs-
hættulegan áverka. Árásarmenn-
irnir voru, auk fangelsisrefsingar,
dæmdir til að greiða þeim skaða-
bætur. Þeir krefjast sýknu og að
bótakröfum verði vísað frá. - jss
Dómur héraðsdóms:
Þrír Keilufells-
menn áfrýja
LÖGREGLUMÁL Rannsókn á amfet-
amínverksmiðjunni sem lögregla
upprætti í Hafnarfirði í októb-
er hefur miðað vel að sögn Karls
Steinars Valssonar, yfirmanns
fíkniefnadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Gögn hafa
verið að berast erlendis frá og
þess er vænst að rannsókn ljúki
í næsta mánuði. Málið verður þá
sent til ríkissaksóknara. Tveir
menn sitja inni vegna málsins og
eru þeir báðir í afplánun vegna
eldri brota. Þeir eru Jónas Ingi
Ragnarsson, kenndur við lík-
fundarmálið í Neskaupstað og
Tindur Jónsson, sem hefur hlotið
dóm fyrir sveðjuárás. - jss
Amfetamínverksmiðjan:
Rannsókn á
lokastigi
Fylgdist þú með eldhúsdagsum-
ræðum á Alþingi?
Já 34%
Nei 66%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér að ljúka eigi við gerð
Tónlistarhússins í Reykjavík?
Segðu skoðun þína á visir.is.
SVÍÞJÓÐ, AFP Sænska stjórnin
ákvað í gær að aflétta banni við
byggingu nýrra kjarnorkuvera í
landinu, þremur áratugum eftir
að Svíar ákváðu að hætta smám
saman að nota kjarnorku.
Ríkisstjórn hægri- og mið-
flokka segir nú nauðsynlegt að
efla kjarnorkuvinnslu til þess að
afla nýrrar orku samfara baráttu
gegn hlýnun jarðar. Stuðningur
Svía við nýtingu kjarnorku hefur
aukist undanfarið. - gb
Stefnubreyting í Svíþjóð:
Svíar leyfa ný
kjarnorkuver
GAMAN Í SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt
forsætisráðherra skýrir frá ákvörðun
stjórnarinnar ásamt Maud Olofsson og
Jan Björklund. NORDICPHOTOS/AFP
SAMGÖNGUR Vegurinn úr Bjarn-
arfirði norður í Djúpavík var
mokaður í gær eftir að hafa verið
ófær í meira en þrjár vikur. Jón
Hörður Elíasson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á
Hólmavík, segir
regluna hafa
verið þá að veg-
urinn sé aðeins
ruddur einu sinni
frá áramótum
fram á vor. Í fyrra
hafi þó komið fyrirmæli um að
leitast við að halda veginum
opnum ef snjóalög væru lítil. Að
sögn Jóns er vegurinn víða niður-
grafinn. Hreyfi mikinn vind skafi
því fljótt í veginn. Þegar vegur-
inn er lokaður reiða íbúar Árnes-
hrepps sig á áætlunarflug tvisvar
í viku. - gar
Rofar til á Ströndum:
Í vegasamband
eftir þrjár vikur
HEILBRIGÐISMÁL Yngstu hassneyt-
endurnir sem leituðu til Foreldra-
húss á síðasta ári voru einungis tólf
ára. Þá leituðu þangað unglingar
sem höfðu selt sig fyrir fíkniefni.
Þar á meðal voru stúlkur sem höfðu
byrjað að selja sig þrettán ára.
Þetta segir Díana Óskarsdóttir
ICADC-ráðgjafi, sem starfar hjá
Foreldrahúsinu. Hún segir sívax-
andi fíkniefnaneyslu unglinga
og barna mikið áhyggjuefni, sem
starfsfólk Foreldrahúss hafi varað
við allt síðastliðið ár í fjölmiðlum.
Á því tímabili hafi á þriðja hundr-
að unglinga leitað þangað með
fíkniefnavanda sinn. Ársskýrsla
Foreldrahúss fyrir árið 2008 er í
vinnslu og nákvæmar tölur liggja
því ekki fyrir. En á þremur fyrstu
mánuðum þess árs voru tekin um
490 viðtöl við börn og unglinga
undir 16 ára, sem gefur nokkra
mynd af starfseminni.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á Vogi, hafði áður lýst áhyggjum
sínum í Fréttablaðinu vegna auk-
innar hassneyslu í yngsta aldurs-
hópnum.
„Það eru stöðug viðtöl vegna
þessa vanda og hassneysla er
orðin svo algeng að það þykir ekk-
ert „tiltökumál“ að vera fjórtán ára
og búinn að reykja hass í hálft ár,“
segir Díana. „Á síðasta ári fengum
við hingað inn tólf ára einstaklinga
í verulegri neyslu. Þeir voru sem
betur fer ekki margir, innan við tíu
talsins.“
Díana segir að yngstu krakk-
arnir séu ekki einungis í kannabis-
neyslu. Þau neyti einnig e-taflna og
áfengis.
„Hvað fjölda í neyslu varðar má
miða við fermingaraldurinn,“ segir
hún. „Upp úr fermingunni er hægt
að tala um heilu hópana.“
Að sögn Díönu leita bæði ungl-
ingar sjálfir svo og foreldrar þeirra
til Foreldrahúss. Í boði eru viðtöl
og stuðningur fyrir fjölskyldur
sem lent hafa í vanda meðal annars
vegna fíkniefnaneyslu. Þá er boðið
upp á eftirmeðferð þegar ungling-
ar eru farnir að viðurkenna vand-
ann og vilja snúa við blaðinu.
Spurð um ástæður þessarar
neysluaukningar í yngsta aldurs-
hópnum segir Díana orsakir marg-
víslegar. Þær geti legið í óreglu á
heimili, geðrænum kvillum, brot-
inni sjálfsmynd, eða einsemd.
„Í kreppunni bætist svo við
örvænting og óöryggi á heimil-
um og foreldrar uppteknir í mik-
illi vinnu til að ná endum saman.
Eftir sitja börnin með sjálf sig og
vita ekkert í hvorn fótinn þau eiga
að stíga.“ jss@frettabladid.is
Tólf ára hassfíklar
leituðu í Foreldrahús
Allt niður í tólf ára börn komu í Foreldrahús á síðasta ári vegna þess að þau
voru komin í vanda vegna hassneyslu. Í hópnum voru einnig stúlkur sem höfðu
byrjað að selja sig til að ná sér í fíkniefni þegar þær voru þrettán ára.
FORELDRAHÚSIÐ Á þremur fyrstu mánuðum síðasta árs voru tekin um 490 viðtöl við
börn og unglinga undir 16 ára aldri. Þar er meðal annars tekið á fíkniefnavanda sem
nær orðið til barna allt niður í tólf ára.
DÍANA ÓSKARSDÓTTIR Yngstu krakkarnir
ekki einungis í hassneyslu. Þau neyta
einnig e-taflna og áfengis.
KÖNNUN Flestir sjálfstæðismenn
vilja Bjarna Benediktsson sem
næsta formann flokksins, eða 57
prósent, sam-
kvæmt könn-
un sem Frjáls
verslun gerði
fyrir vefinn
heimur.is. Næst
kemur Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdótt-
ir, varaformað-
ur flokksins,
með 22 prósent,
og þar á eftir
Kristján Þór Júlíusson og Guð-
laugur Þór Þórðarson, með fimm
og fjögur prósent. Þó ber að taka
fram að enn sem komið er hefur
einungis Bjarni lýst yfir fram-
boði til formennsku í flokknum.
Könnunin var gerð meðal 600
manna, þar af var um þriðjung-
ur stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins. - sh
Viðhorf til formannsefna:
Bjarni efstur
BJARNI BENE-
DIKTSSON
KJÖRKASSINN