Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 19

Fréttablaðið - 06.02.2009, Page 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef eldað þessa súpu í mörg ár og boðið öllum upp á hana marg oft,“ segir Ingibjörg Guð- mundsdóttir um fiskisúpuna góðu. Uppskriftina fékk hún hjá frænku sinni og segir hana ein- falda í gerð fyrir óreynda í eld- húsinu. „Það má slumpa og sirka í þessa súpu og breyta henni eftir smekk. Til dæmis má nota mismunandi grænmeti og allar tegundir af fiski. Sumir eru hræddir við að breyta og sjálf notast ég yfirleitt við uppskriftir við eldamennsk- una, en breyti þeim gjarnan. Ég er hrifnust af venjulegum íslensk- um heimilismat og uppáhaldsmat- urinn minn er lamb. Ég elda mikið af venjulegum mömmumat en hef samt prófað alls konar rétti. Það skemmtilegasta sem ég geri er að elda og bjóða fólki í mat og ég les matreiðslubækur áður en ég fer að sofa á kvöldin,“ segir Ingibjörg hlæjandi. Kotasælubollurnar segir hún ómissandi með súpunni og eins og súpuna, einfaldar í framkvæmd. heida@frettabladid.is Súpa sem má slumpa í Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur gefur lesendum uppskrift að ilmandi fiskisúpu sem hún segir einfalda í gerð. Einnig lumar hún á kotasælubrauðbollum sem nauðsynlegu meðlæti. Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur les matreiðslubækur fyrir svefninn og býður vinum reglulega í mat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 3 gulrætur 3 stönglar sellerí 3 kartöflur 1 dós tómatþykkni 1 dós maukaðir niður- soðnir tómatar Salt og pipar eftir smekk 2-3 tsk. basil 2 tsk. majoram 2 teningar grænmetis- kraftur 1 peli rjómi 1 lítri vatn 600 g fiskur, skorinn í hæfilega bita (hægt að nota hvaða fisk sem er, eina tegund eða nokkrar saman. Olía hituð í stórum potti, grænmetið brytjað í passlega bita og mýkt í olíunni. Tóm- atþykkni, niðursoðnum tómötum og græn- metiskrafti bætt út í og látið krauma stutta stund, vatni bætt út í og látið sjóða í um 30 mínútur. Þá er kryddi og rjóma bætt út í, smakkað til og látið sjóða í nokkrar mínútur í viðbót . Að lokum er fiskinum bætt út í og soðið í stutta stund. Kotasælubollur (ómissandi með súpunni) 12 dl hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 1 bréf þurrger ½ lítri mjólk 3 msk. matarolía Lítil dós kotasæla Mjólkin er hituð þar til hún er fingurvolg þá er geri og sykri bætt út í og hrært vel saman við, látið standa þar til fer að freyða. Setjið hveiti og salt í skál og bætið germjólkinni varlega saman við, bætið að endingu olíu og kotasælu út í og hrærið saman við. Látið hefast í u.þ.b. 30 mín. Þegar degið hefur hef- ast er gott að hnoða smá hveiti upp í deigið þar til það er orðið meðfærilegt, betra er að hafa deigið frekar blautt því þá verða bollurnar mýkri. Mótið bollur, flott er að raða bollunum saman í einn stóran hleif. Bakað í 15 mín. við 200° C. SÚPA INGIBJARGAR Fiskisúpa FYRIR 6-8 RAUÐ VÍNBER eru rík af andoxunarefnum sem eru mjög góð fyrir húðina. Vínber eru fyrirtaks snakk á milli mála þar sem þau eru sæt, safarík og seðjandi. H rin gb ro t 2. janúar -28. febrúar Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“ með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI með ristuðu grænmeti, kartöflumauki og hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖND með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUND Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉE með súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.