Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 06.02.2009, Síða 20
„Vísir að þessari uppsetningu varð til í desember og hét þá Úti er alltaf að snjóa. Þar var sýnt brot úr söng- og leikdagskrá sem byggð er á verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnason- ar,“ segir Þröstur Ólafsson, vara- formaður Litla leikklúbbsins, sem frumsýnir í kvöld leik- og söng skemmtunina Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. „Langstærsti hlutinn af lögun- um er úr leikriti þeirra bræðra Deliríum búbónis,“ segir Þröst- ur en flutt verða um nítján lög í sýningunni við undirleik hljóm- sveitar. Þeirra á meðal eru Klara Klara, Riggarobb, Einu sinni á ágústkvöldi, Og þá stundi Mundi, Augun þín blá, Langi Mangi og að sjálfsögðu Við heimtum auka- vinnu. Litli leikklúbburinn hefur starf- að í rúm fjörutíu ár. Þröstur segir starfið hafa verið mismikið yfir árin en nú sé aukinn áhugi hjá unga fólkinu í bænum. „Ungling- arnir á Ísafirði eru að falla fyrir þessu,“ segir Þröstur glaður og tekur fram að Litli leikklúbbur- inn hafi unnið mikið með mennta- skólanum og öfugt og eins tónlist- arskólanum á Ísafirði. Um tuttugu manns koma að sýningunni en Litli leikklúbbur- inn er í samstarfi við Kómedíu- leikhúsið sem samanstendur af einum manni, Elvari Loga Hann- essyni. Á hann leikgerðina og leikstýrir verkinu. Þröstur segir ágætan áhuga á leiksýningunni og óðum sé að selj- ast upp á frumsýninguna. Gestir sitja við borð og geta pantað veit- ingar af öllu tagi. „Síðan verður viðlögum varpað upp á tjald og við mælumst til þess að fólk kyrji hástöfum með, stappi og klappi,“ segir Þröstur og lofar standandi skemmtun í rúman klukkutíma. Sýningin hefst klukkan 21. Miðinn kostar 1.900 krónur og er hægt að panta þá í síma 618 8269. Þeim sem vilja skoða fleiri mynd- ir af æfingu er bent á vefsíðuna www.gusti.is. solveig@frettabladid.is Mælst til þess að gestir kyrji hástöfum með Litli leikklúbburinn og Kómedíuleikhúsið frumsýna leik- og söngskemmtunina Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. Sýningin er byggð á verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasonar. Skýr tilvísun er í þjóðfélagsástandið á Íslandi í dag. MYND/GUSTI.IS Litli leikklúbburinn í samstarfi við Kómedíuleikhúsið frumflytur leik- og söngverkið Við heimtum aukavinnu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. MYND/GUSTI.IS HLÁTURKÆTIKLÚBBURINN verður með opinn hláturjóga- tíma í húsakynnum heilsumiðstöðvarinnar Maður lifandi, Borg- artúni 24, á morgun klukkan 10.30-11.30. Allir eru velkomnir, en aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna. Fyrir dömur og herra. Nýkomið úrval af vönduðum kuldaskóm úr leðri, gæruskinn- fóðraðir. Margar gerðir. Dömuskór, verð frá: 19.700.- til 21.700.- Herraskór,verð frá: 15.900. - til 24.775.- Laugaveg 54, sími: 552 5201 • Kjólar • Ermar • Leggings • Skart

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.