Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 42

Fréttablaðið - 06.02.2009, Side 42
30 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR sport@ > Undanúrslitaleikur á Selfossi Fyrri undanúrslitaleikur í Eimskipsbikar karla í handknatt- leik fer fram á Selfossi í kvöld klukkan 19.30. Þá mætast 1. deildarliðin Selfoss og Grótta. Það er mikið í húfi eða ferð í úrslitaleikinn í Laugardalshöll. 1. deildarlið hefur aldrei áður komist í úrslit bikarkeppninnar. Hinn undan- úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag þegar Valur og FH mætast í Voda- fone-höllinni að Hlíðarenda. N1-deild karla Haukar-FH 34-22 (15-9) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/2 (13/3), Elías Már Halldórsson 7 (10), Freyr Brynjarsson 6 (8), Andri Stefan 4 (6), Arnar Jón Agnarsson 2 (3), Kári Kristjánsson 2 (3), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Einar Örn Jónsson 1 (4/1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15 (33/3) 45%, Gísli Guðmundsson 5 (9/1) 55%. Hraðaupphlaup: 10 (Elías 6, Freyr 3, Gunnar). Fiskuð víti: 4 (Andri 2, Tjörvi, Elías). Utan vallar: 12 mín. Mörk FH (skot): Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Hjört ur Hinriksson 4 (7), Sigursteinn Arndal 4/2 (6/2), Bjrni Fritzson 3 (6/1), Guðmundur Pedersen 3/2 (6/2), Jónatan Jónsson 2 (3), Ásbjörn Friðriksson 1 (5). Varin skot: Magnús Sigmundsson 6/2 (29/2) 21%, Hilmar Þór Guðmundsson 3 (12/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 (Ásbjörn, Bjarni, Hjörtur, Jónatan). Fiskuð víti: 5 (Hermann 2, Bjarni, Sigurður, Sigursteinn). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir. Akureyri-Fram 21-21 (11-12) Mörk Akureyrar: Andri Snær Stefánsson 7 (9), Goran Gusic 4/1 (8/2), Hreinn Þór Hauksson 3 (4), Oddur Grétarsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Anton Rúnarsson 1 (3), Jónatan Magnússon 1/1 (9/3), Rúnar Sigtryggsson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 24/3 (45/5) 53% Hraðaupphlaup: 7 (Andri, Hreinn, Oddur, Hörður) Mörk Fram: Rúnar Kárason 7/1 (15), Andri Berg Haraldsson 7/1 (16)/16(2), Guðjón Drengsson 3 (5/1), Stefán Stefánsson 2 (3), Brjánn Bjarnason 1 (1), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (6/2), Haraldur Þorvarðarson 0 (3), Guðm.Hermannss. 0 (1). Varin skot: Davíð Svansson 31 (3)/52 (5) 60% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 2, Stefán) Stjarnan-Víkingur 20-19 (10-10) Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 7, Fannar Þorbjörnsson 5, Gunnar Ingi Jóhannsson 4, Daníel Einarsson 3, Þórólfur Nielsen 1. Mörk Víkinga: Sverrir Hermannsson 9, Davíð Georgsson 3, Hreiðar Haraldsson 3, Sveinn Þor geirsson 2, Hjálmar Þór Arnarsson 1, Einar örn Guðmundsson 1. Valur-HK 28-25 (13-11) Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 6, Elvar Friðriksson 4, Fannar Friðgeirsson 4, Sigfús Páll Sigfússon 3, Sigurður Eggertsson 3, Hjalti Pálma son 2, Ingvar Árnason 2, Hjalti Gylfason 2, Sigfús Sigurðsson 2. Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Valdimar Fannar Þórsson 6, Ásbjörn Stefánsson 2, Magnús Magnússon 2, Ragnar Snær Njálsson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 2, Sverre Andreas Jakobsson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1. ÚRSLITIN Í GÆR Iceland Express karla KR-FSu 77-55 (42-41) Stig KR: Jason Dourisseau 13, Jakob Örn Sigurðarson 13 (6 stoðs.), Helgi Már Magnússon 11, Jón Arnór Stefánsson 10 (5 stolnir), Darri Hilmarsson 8, Fannar Ólafsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Guðmundur Þór Magnússon 6, Hjalti Kirstinsson 4. Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 15, Árni Ragnars son 11, Cristopher Caird 11, Vésteinn Sveinsson 9, Tyler Dunaway 3, Björgvin Rúnar Valentínusson 3, Nicholas Mabbutt 3. Þór Ak.-Grindavík 79-97 (52-57) Stig Þórs: Daniel Bandy 23, Konrad Tota 19, Guðmundur Jónsson 18, Baldur Jónsson 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Sigurður Sigurðsson 2, Óðinn Ásgeirsson 2, Bjarki Oddsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 30, Nick Bradford 26, Brenton Birmingham 13, Páll Krist insson 10, Helgi Jónas Guðfinnsson 7, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Nökkvi Jónsson 2. ÍR-Breiðablik 88-93 (49-48) Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 23 (6 stoðs.), Hreggviður Magnússon 18, Sveinbjörn Claessen 17, ÓMar Sævarsson 13, Steinar Arason 10, Ólafur Aron Ingvason 4, Ólafur Þórisson 3. Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 23, Rúnar Ingi Erlingsson 18 (6 stoðs.), Kristján Sigurðsson 14, Halldór Halldórsson 10, Emil Jóhannsson 9, Daníel Guðmundsson 8, Hjalti Vilhjálmsson 5. STAÐAN Í DEILDINNI KR 16 16 0 1546-1159 32 Grindavík 16 14 2 1585-1292 28 Keflavík 15 10 5 1310-1151 20 Snæfell 15 9 6 1233-1091 18 Tindastóll 15 7 8 1190-1243 14 Breiðablik 16 7 9 1254-1378 14 Njarðvík 15 7 8 1204-1299 14 Stjarnan 15 6 9 1240-1277 12 ÍR 16 6 10 1296-1309 12 FSu 16 6 10 1314-1340 12 Þór Ak. 16 4 12 1273-1418 16 Skallagrímur 15 1 14 914-1399 2 LEIKIR Í KVÖLD Keflavík-Snæfell Keflavík19.15 Skallagrímur-Stjarnan Borgarnes 19.15 Bandaríski háskólaboltinn Utah-TCU 73-63 Helena Sverrisdóttir bætti sitt persónulega stiga- met í bandaríska háskólaboltanum með því að skora 27 stig í tapi TCU á útivelli fyrir toppliði Utah í Mountain West-deildinni. Helena hafði áður skorað mest 25 stig í einum leik. Helena skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en TCU náði þá mest tólf stiga forskoti. Helena nýtt öll fjögur vítin sín og hefur því sett niður 27 vítaskot í röð. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI KR vann sinn sex- tánda leik í röð í Iceland Express- deild karla í gær en á sama tíma unnu nýliðar Blika mikilvægan útisigur á ÍR í Seljaskóla. Sigurganga KR-inga hélt áfram í gær eftir léttan 77-55 sigur á FSu en strákarnir hans Brynj- ars Karls Sigurðarsonar vantaði miklu meiri trú til að eiga mögu- leika í hið sterka lið KR í þessum leik. KR komst í 9-0 og 16-2, leiddi með 21 stigi í hálfleik, 42-21, og náði mest 32 stiga forustu áður en FSu minnkaði muninn niður í 22 stig í lokin. Það var boðið upp á allt annað stigaskor og allt annan leik en í fyrri leiknum á Selfossi sem KR vann 122-92 og besta dæmið um það var að að þessu sinni voru aðeins skoruð samtals 132 stig í leiknum eða tíu minna en KR gerði í Iðu í nóv- ember. Þetta var eins og létt æfing fyrir KR-liðið þar sem allir fengu að spila ríflega. Jakob Örn Sigurðarson lék þeirra best en þá átti Hjalti Kristinsson kraftmikla innkomu auk þess sem Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon skiluðu sínu. KR hefur þar með unnið sextán fyrstu leiki Iceland Express-deildarinnar og enn fremur alla 27 leiki sína á tímabilinu. Blikar unnu ÍR 88-93 og komust fyrir vikið alla leið upp í 6. sæti deild- arinnar auk þess að þeir eru nú með betri innbyrðisstöðu en Breiðhyltingar í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina. Blik- ar voru með frumkvæðið lengst- um en leikurinn var æsispenn- andi í lokin. Blikar halda því áfram að vinna stóra sigra á úti- velli en þetta var fjórði útisigur- inn í vetur á móti aðeins þremur í Smáranum. - óój Blikar unnu í Seljaskóla og sigurganga KR hélt áfram í Iceland Express karla: Lítil trú hjá FSU – létt hjá KR LÉTT Jakob Örn Sig- urðarson var með 13 stig og 6 stoðsend- ingar á 22 mínútum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Haukar voru ekki í neinum vandræðum með að rúlla upp nágrönnum sínum í FH í gær. Voru betra liðið allan tímann og unnu verðskuldaðan tólf marka sigur, 34-22. Þetta var þriðja orrusta liðanna í vetur en fyrstu tveimur orrustunum hafði lyktað með eins marks sigri FH, 29-28. „Það var mjög gott að sigra og virkilega ljúft að flengja þá. Ég er uppalinn Haukamaður og því er fátt verra en að tapa fyrir FH. Þess vegna var þetta sérstaklega ljúft í kvöld,“ sagði brosmildur Haukamaður, Sigurbergur Sveins- son, en hann fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk. FH-liðið mætti afar vængbrot- ið til leiks en þeir söknuðu ungs- tirnanna Arons Pálmarssonar og Ólafs Guðmundssonar sem hafa farið mikinn í vetur. Það leyndi sér ekki strax frá upphafi að liðið saknaði þeirra sáran. Sóknarleikur FH var afar stirðbusalegur, hægur og óöryggið alls ráðandi. Það var ekkert gefið eftir og það sást strax í fyrstu sókn er treyja Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar var rifin. Haukarn- ir voru miklu grimmari, spil- uðu fanta vörn og keyrðu hraða- upphlaup grimmt þar sem Freyr Brynjarsson og Elías Már Hall- dórsson fóru mikinn. Haukar náðu fimm marka for- skoti, 10-5, eftir 16 mínútur og FH tók leikhlé. Það breytti litlu í þeirra leik og munurinn sex mörk í leikhléi, 15-9. Það breyttist fátt í leik FH í síð- ari hálfleik og ekkert sem benti til þess að þeir myndu klóra sig inn í leikinn. Sem og þeir gerðu aldrei. Haukar létu kné fylgja kviði og hreinlega völtuðu yfir nágranna sína og stuðningsmönnum Hauka leiddist ekki að horfa á slátrun- ina. „Þeir voru búnir að vinna okkur tvisvar og við ætluðum að mæta þeim af hörku. Það kom aldrei til greina að tapa aftur og það á heimavelli. Við erum að styrkjast og stefnum að því að vinna alla leiki fram að úrslitakeppni,“ sagði Sigurbergur. Elvar Erlingsson, þjálfari FH, var ekki upplitsdjarfur enda var allt í molum í leik hans manna í gær – sókn, vörn og markvarsla var varla til staðar. „Við fengum gott kjaftshögg í kvöld og verðum að láta okkur það að kenningu verða og vinna okkur út úr þessu. Við vorum eins og smástrák- ar í höndunum á þeim og höfðum ekkert í þetta að gera. Það vantaði allan kjark og þor í okkur í kvöld,“ sagði Elvar sem vonast til þess að Aron og Ólafur geti leikið gegn Val í bikarnum á sunnudag. henry@frettabladid.is Það var ljúft að flengja þá Vængbrotnir FH-ingar voru flengdir af Haukum fyrir framan troðfullt hús af áhorfendum að Ásvöllum í gær. Haukarnir unnu tólf marka sigur, 34-22, eru á toppnum í N1-deild karla og virka sterkari með hverri umferð. SÆT HEFND Haukamaðurinn Kári Kristjánsson er hér að sleppa í gegn en FH-ingur- inn Sigursteinn Arndal verður að grípa til þess bragðs að brjóta á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Akureyri og Fram skiptust á jafnan hlut í N1-deild karla í handbolta í gær. 21-21 voru lokatölur. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en varnir og markmenn voru í aðalhlutverki. „Við Haffi erum menn kvöldsins. Við ætlum að hittast á eftir og gera eitthvað skemmtilegt,“ sagði skælbrosandi Davíð Svansson, markmaður Fram, sem varði 31 skot en „Haffi“ er Hafþór Einarsson í marki Akureyrar sem varði 24. „Það er svekkjandi að fara ekki með bæði stigin eftir svona leik hjá mér en þetta var sanngjarnt. Auðvit- að vill maður vinna, en þetta hefði getað dottið báðum megin. Okkur vantaði skynsemi og aga í sóknarleikinn, en annað var fínt,“ sagði Davíð. Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari Akureyrar, vildi eðlilega fá bæði stigin. „Þetta var hörkuleikur, en við áttum að vinna hann. Spilamennska okkar var ekki góð, lykilmenn okkar voru ekki að ná sér á strik utan Haffa sem var frábær. En þeir héldu haus og skiluðu miklu til liðsins og við fengum þó stig. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég vona að við náum að snúa genginu við núna,“ sagði Rúnar. Grindvíkingar þurftu að hafa fyrir sigri sínum á Þórsurum í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gær. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en eftir hann leiddu gestirnir 52-57. Gestirnir bættu í eftir hlé og var sigurinn að lokum aldrei í hættu, lokatölur nyrðra 79-97. „Vörnin í síðari hálfleik fær í það minnsta góða ein- kunn,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavík- ur. „Við spiluðum fína sókn í fyrri hálfleik en lélega vörn. Þórsarar voru að spila vel líka þá, þeir hittu vel og voru áræðnir,“ sagði Friðrik en viðurkenndi að í hálfleik hefðu gestirnir ákveðið að keyra niður Þórsara, sem hafa nú tapað sex leikjum í röð, níu af síðustu tíu, og eru í vond- um málum í næstneðsta sætinu. „Við ákváðum bara að taka fast á þeim og gera þetta eins og menn. Við erum líka með fleiri gæðaleikmenn sem geta komið inn á. Þegar Þórsarar þurftu að fara að skipta mikið þá gengum við frá þeim,“ sagði Friðrik. - hþh TVÍHÖFÐI Á AKUREYRI Í GÆR: AKUREYRI OG FRAM SKILDU JÖFN Í HANDBOLTANUM EN ÞÓR TAPAÐI FYRIR GRINDAVÍK Ólík hlutskipti Akureyrarliðanna í Höllinni í gær

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.