Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þessi ósmarti LazyBoy-stóll var keyptur handa afa mínum og nafna þegar hann var mjög farinn að heilsu og átti stutt eftir ólifað,“ segir Þórir Sæmundsson leikari þar sem hann slakar á í stólnum góða eftir átök í hlutverki ljónsins í Kardemommubænum. „Ég var fim tá góði stóllinn, sama hversu ljótur hann er. Þessi minnir á hæginda-stól föður Frasiers, sem hvergi passaði inn en var eiganda sínum ómissandi. Þannig á stóllinn hans afa eftir að fylgja mér þar til hanngefst upp,“ segir Þórih boðið og tók hann í snarheitum með í stationbílnum,“ segir Þórir, sæll með gripinn sem er ávísun á djúpa lúra og ljúfar stundir.„Stólinn er kominn á réttstað þ í f Stóllinn kominn heimÁ heimili flests hugsandi fólks finnst oftar en ekki húsmunur sem hvorki gleður augað né passar við heildarmynd stílbragðanna, en á sér þeim mun hærri stall í hjarta eigandans og fer hvergi. Þórir Sæmundsson leikari í sægrænum stól afa síns, sem hann segir ávallt munu fylgja sér sem uppáhaldshúsgagn, þótt seint teljist hann til stofustáss. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÖNNUN af ýmsu tagi sem prýtt getur heimilið er meðal þess sem má finna í hinum fjölmörgu safnabúðum listasafn- anna. Slíkar verslanir eru meðal annars á Kjarvalsstöðum, Þjóð- minjasafninu og Listasafni Íslands. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 síðasti dagur útsölunnar er í dag20-80% AFSLáTTUR Patti húsgögn Meirapróf MÁNUDAGUR 9. febrúar 2009 — 35. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÞÓRIR SÆMUNDSSON Stóllinn hans afa er kominn á réttan stað • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Seint metið til fjár Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir fagnar 30 ára leikafmæli. TÍMAMÓT 12 Opið til 18.30 Götumarkaður – í Hafnarhúsinu „hollt í hádeginu“ SKIPULAGSMÁL Orkuveita Reykjavíkur hefur fjárfest fyrir um 2,6 milljarða króna í lögnum í hverfum sem fáir eða engir búa í. Þetta telst vannýtt, eða ónýtt, fjárfesting, þar sem litlar sem engar tekjur skila sér á móti. Þetta þykir dæmi um þá efnahags- lægð sem þjóðin er í, en ekki síst um það skipulagsleysi sem ríkt hafi á höfuðborgar- svæðinu. Sveitarfélög hafi reist fjölda hverfa án nokkurs samráðs og beinlínis í samkeppni um íbúa. Þannig sé byggingarmagn á svæð- inu langt umfram þörfina. Orkuveitan kemur upp dreifikerfum fyrir hita, rafmagn, skólp og gagnaflutninga áður en fólk flytur í ný hverfi og tengir inn á dreifikerfi sitt. Litið er á þetta sem góða fjárfestingu, þar sem væntanlegir notendur greiða fyrir þjónustuna. Nú ber hins vegar svo við að heilu hverfin standa auð eða eru fámenn og því eru tekjurnar mun lægri en reiknað var með. Meðal þeirra hverfa sem þetta á við um eru Helgafellsland í Mosfellsbæ, Vatnsenda- hlíð í Kópavogi, Úlfarsárdalur í Reykjavík, Vellir í Hafnarfirði og Urriðaholt í Garða- bæ. Auk þeirra eru misjafnlega vel nýtt nýbyggingahverfi víðar á veitusvæði Orku- veitunnar á Akranesi, í Hveragerði, á Hellu og víðar. Ofan á þessa 2,6 milljarða leggjast fjár- festingar sveitarfélaganna sjálfra. Skipulag, gatnagerð, gangstéttar og ýmis frágangur hleypur á háum upphæðum. Þá má reikna inn í aukinn hlutfallslegan kostnað við það að reka hverfi með fáum íbúum, svo sem lítið nýtta skóla með auknum skólaakstri, snjómokstur í hálftómum hverfum og svo framvegis. Þá hafa verktakar lagt í mikinn kostnað við byggingar í hverfunum sem ekki hefur fengist greiddur þar sem ekkert selst. - kóp Milljarðar í ónýttum lögn- um í mannlausum hverfum Um 2,6 milljarða króna fjárfesting Orkuveitu Reykjavíkur liggur í vannýttum lögnum í úthverfum. Dæmi um skipulagsleysi á höfuðborgarsvæðinu. Miklir fjármunir sveitarfélaganna hafa farið í uppbyggingu. RÁÐHERRAR VINSTRI GRÆNNA Á tveimur jafnfljótum Ætla að virkja fæturna FÓLK 22 Afmælisveisla undirbúin Svali og félagar taka mið af kreppunni fyrir tvítugs- afmæli FM. FÓLK 16 Litlar breytingar Í dag verða norðaustlægar og austlægar áttir, hægviðri norðaustan til en annars hvassara. Nokkuð bjart á vestan- verðu landinu en annars skýjað með köflum og él á stöku stað. VEÐUR 4 0 -3 -5 -4 -2 PÚERTÓ RÍKÓ, AP Jennifer Figge, 56 ára gömul sundkona frá Colorado í Bandaríkjunum, varð í gær fyrsta konan til að ljúka sundi yfir Atlantshaf þegar hún sté á land í mjúkan fjörusandinn á Karíbahafs- eynni Trínidad. Figge hóf sundið á Grænhöfða- eyjum 12. jan- úar. Hún synti í sérsmíðuðu búri til að verjast hákörlum. Þar sem hún ætlaði sér að ljúka sundinu á Bahama- eyjum ætlar hún ekki að láta stað- ar numið á Trínidad heldur klára ætlunarverkið með því að synda líka síðasta áfangann þangað. Nákvæm vegalengd sundsins hafði ekki verið reiknuð út í gær. Figge lauk sínu sundi tíu árum eftir að Frakkinn Benoit Lecomte varð fyrsti maðurinn svo vitað sé til að ljúka 6.400 kílómetra sundi yfir Atlantshafið. - aa Sundafrek 56 ára konu: Fyrst syndandi yfir Atlantshaf JENNIFER FIGGE ALVEG NIÐUR Á TÚN Fjölmenni naut veðurblíðunnar í Ártúnsbrekku í gær og renndi sér á hvers kyns farskjótum niður snævi þakta brekkuna ofan Elliðaárdalsins. Meðal þeirra var Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem undi sér vel í bjartviðrinu með fjölskyldu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON STJÓRNMÁL Davíð Oddsson ætlar ekki að víkja sem seðlabankastjóri og situr, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að öllum líkindum þangað til ný lög um Seðlabankann taka gildi. Óljóst er hvenær gildis- taka laganna verður en frumvarp- ið fer til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd í dag. Davíð svaraði beiðni Jóhönnu um að víkja sem bankastjóri í gær- dag og sakaði forsætisráðherra þar um lögbrot í harðorðu bréfi. Þar hafnar hann því að víkja. Jóhanna sendi frá sér yfirlýsingu vegna bréfs Davíðs seint í gær- kvöldi. Þar lýsir hún vonbrigð- um með afstöðu Davíðs og segir greinilegt að hann deili ekki mati ríkisstjórnarinnar um að manna- breytingar í Seðlawbankanum séu til þess fallnar að auka traust bankans. Að öðru leyti mun hún ekki tjá sig. Samkvæmt heimildum hyggst Jóhanna ekki víkja þeim Davíð og Eiríki Guðnasyni úr stól seðla- bankastjóra, heldur bíða þess að ný lög um bankann taki gildi. Með nýjum lögum víkja þeir sjálf- krafa og eiga rétt til tólf mánaða biðlauna frá gildistöku. Fyrr hafði Ingimundur Frið- riksson orðið við beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur. - shá / sjá síðu 2 Davíð Oddsson ætlar ekki að víkja sem seðlabankastjóri þrátt fyrir tilmæli: Situr fram að setningu laga Framleiðir leikrit með Titanic-stjörnu Óskar Eiríksson framleiðir leikritið Sexy Laundry sem er tilnefnt til þrennra verðlauna hjá LA Weekly. FÓLK 22 Valsmenn í bikarúrslitin Valur leikur til úrslita í Eimskipsbikar karla annað árið í röð. ÍÞRÓTTIR 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.