Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. febrúar 2009 11 UMRÆÐAN Þorgerður Einarsdóttir og Sig- ríður Þorgeirsdóttir skrifa um kynjaða hugmyndafræði Tími hins óhefta nýfrjáls-hyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjald- þrot. Hvað við tekur er algjör- lega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöll- ur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum heims. Hér á landi er ranglætið ekki jafn stórbrotið. Launamunur kynja er 16%, langt umfram Evrópumeðaltal og hefur staðið í stað um árabil. Erfiðara er að meta eignamun kynjanna því hann er reiknaður út frá skatt- framtölum þar sem hjón telja fram saman. Konur geta því átt talsverðan auð á pappírnum eins og fréttir undanafarið um „afsöl“ eigna til eiginkvenna sýna. Karlar er hins vegar í meirihluta þeirra sem hafa ráðstöfunarvald yfir auðnum. Það voru einsleitir karla- hópar sem rústuðu fjármálakerf- inu. En þegar upp er staðið axla þeir ekki ábyrgð; þeir eru ekki „persónulega ábyrgir“. Föðurlegri ábyrgð og umhyggju er greinilega ábótavant í karlímynd nýfrjáls- hyggjunnar. Karlar eru um 82% þingmanna í heiminum. Á Íslandi, sem talið er í fremstu röð heimsins í kynja- jafnrétti, eru karlar um tveir þriðju þingmanna, ráðherra, sveit- arstjórnarmanna, 71% stjórnenda og embættismanna, 80% stjórn- armanna og stjórnarformanna fyrirtækja, í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífs- ins og nær einráðir í fjölmiðlum. Nýlegar rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttis sýna mikið afturhvarf síðastliðinn áratug. Þetta rímar illa við staðhæfingar um að allt sé á réttri leið en hins vegar í góðu samræmi við kenni- setningar nýfrjálshyggjunnar sem afneitar því að félagsleg kerfi og mynstur viðhaldi karlveldi. Það heitir gjarnan að kyn skipti ekki máli heldur hæfni einstaklingsins þótt samfélagið sé órækur vitnis- burður um annað. Konur áttu litla hlutdeild í „íslenska efnahagsundrinu“. Þær voru ekki taldar búa yfir þeirri áhættusækni og „snilld“ sem til þurfti. Þá sjaldan þeim var boðið til leiks var það á forsendum ráð- andi afla. Fræðimenn hafa bent á að hnattvæðing viðskipta- og fjármálakerfisins var ekki kyn- hlutlaus heldur nærðist á óorðuð- um karlmennskuhugmyndum um áræðni, djörfung og arðsemi. „Það er mikilvægt að vera óhræddur“ sagði Hannes Smárason í viðtali við Morgunblaðið 10/3 2006, það væri lykilatriði „að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækj- um sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir …“. Þetta er skóla- bókardæmi um tungutak nýfrjáls- hyggjunnar. Köld rökhyggja, skil- virkni og samkeppni kallast á við hugmyndir um vinnusemi, iðni og fingrafimi sem leiða hugann að hlýðnum konum við færiband: Karlmennska í stjórnun, kven- leiki við framleiðslu. Með forseta landsins og ráðamenn í fylkingar- brjósti var þessi hugmyndafræði tekin út á ystu nöf. Í gagnrýnis- lausri upphafningu á „viðskipta- snillingunum“ var Íslandi útrás- arinnar líkt við gullaldir Feneyja endurreisnartímans og Róm og Aþenu til forna. Eftir að margir þeirra hafa verið afhjúpaðir sem fjármála-ólígarkar verðum við að sætta okkur við samlíkingar við spillingargreni fyrrum Austan- tjaldslanda. Önnur birtingarmynd á hinni kynjuðu hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar er sú ýkta og mót- sagnakennda kvenímynd sem birtist okkur í varaforsetaefni repúblikana. Sarah Palin bræðir saman andstæða póla kvenleik- ans; margra barna móðir með fortíð sem klappstýra og feg- urðardrottning, móðir og kyn- vera í senn, en sem slík þjónandi og fylgispök við kerfið. Hug- myndafræðilega var hún dygg gæslukona kerfisins, hlynnt stríðsrekstri, byssueign og dauða- refsingum, á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra – í hrópandi mótsögn við allt sem kvennahreyfingin hefur staðið fyrir í áratugi. En þótt nýfrjálshyggjukapítal- isminn hafi brotlent er ekki sjálf- gefið að nýtt og betra rísi á rúst- um hans. Við þurfum að gera upp við þá pólitík, gildismat og hag- stjórn sem skapaði hér grund- völl fyrir óhefta gróðahyggju, blekkingar og rányrkju náttúru- auðlinda. Við þurfum að hafna kvótum sem færa körlum meiri- hluta auðs og valda, og tryggja jafna aðkomu kynjanna að endur- reisninni. En höfðatölujafnrétti er ekki nóg, því ekki er nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum. Við þurfum að takast á við kynja- pólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hug- myndir um karlmennsku og kven- leika geta viðhaldið valdatengsl- um og ranglátu kerfi. Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birtingarform á sömu hugmyndafræði. Það sýnir að jöfn höfðatala er ekki nóg því konur geta þjónað mikilvægu hlutverki í að viðhalda kerfi sem heldur þeim niðri. Við þurfum uppgjör við allt þetta til að geta byggt upp hið nýja Ísland í þágu okkar allra. Höfundar eru dósentar við Háskóla Íslands. Kynjamyndir nýfrjálshyggjunnar ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birt- ingarform á sömu hugmynda- fræði. Auglýsingasími – Mest lesið Málþing á Menntadegi iðnaðarins 2009 Mannauður í mótbyr Samtök iðnaðarins bjóða til málþings miðvikudaginn 11. febrúar frá 9.00 til 12.00 á Grand Hóteli Reykjavík, Hvammi DAGSKRÁ Ávarp formanns SI Helgi Magnússon Ávarp menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Afl til framfara Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI Þróun tæknimenntunar á háskólastigi Gunnar Guðni Tómasson, forseti Tækni- og verkfræðideildar HR Að þróa mannauð í 25 ár Jón Þór Ólafsson, vörustjóri MAREL Að þróa mannauð í mótbyr Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri SKÝRR Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri Ingi Bogi Bogason Starfsmannastjórum hjá fyrirtækjum SI er sérstaklega boðið sem og þeim sem starfa við mennta- og mannauðsmál í atvinnulífinu. Ráðstefnan er öllum opin en tekið er við skráningum á mottaka@si.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.