Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 30
22 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. bauti, 6. hvort, 8. sægur, 9. veiðarfæri, 11. ullarflóki, 12. traðk, 14. drabb, 16. karlkyn, 17. stilla, 18. umfram, 20. frú, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. mynt, 3. kringum, 4. und- irbúningspróf, 5. titill, 7. frísklegur, 10. mál, 13. meiðsli, 15. maður, 16. kóf, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ef, 8. mor, 9. net, 11. rú, 12. tramp, 14. slark, 16. kk, 17. róa, 18. auk, 20. fr, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. sent, 3. um, 4. forpróf, 5. frú, 7. ferskur, 10. tal, 13. mar, 15. karl, 16. kaf, 19. ká. Danshöfundurinn Stella Rósenkranz er í óða önn að undirbúa upphafsatriðið í Eurovision um næstu helgi. Mikið verður lagt í það enda koma þar fram Eurovision-stjörnurnar Friðrik Ómar og Regína Ósk. „Við leggjum allt í að þetta verði flott,“ segir Stella, sem samdi einnig danssporin fyrir lagið Lygin ein sem keppir einmitt í úrslitunum. Áður hefur hún samið dansa fyrir flytjendur á borð við Haffa Haff og Nylon og er því margreynd í faginu, auk þess sem hún er yfirkennari í dansstúdíói World Class. Hún segir ákaflega misjafnt hversu langan tíma taki fyrir sig að semja dansspor. Lagið sjálft hafi mikið að segja. Taktföst lög sem gefa til kynna eitt- hvað drungalegt eiga til að mynda auðvelt með að veita henni innblástur. „Svörtu hliðinni í mér finnst kannski skemmtilegra að koma fram. Það er styttra í hana,“ segir hún. - fb Semur dansa fyrir Eurovision Þegar fjórir nýir Vinstri græn- ir ráðherrar settust í ylvolga stól- ana fylgdu ráðherrabílar og einka- bílstjórar með. Ráðherrarnir ætla allir að nýta sér fríðindin en með mismunandi hætti þó. Göngutúrar eru þeim ofarlega í huga. „Ég hef nú ekki leitt mikið hugann að þessu ennþá. Þar sem ég gegni tveimur ráðuneytum eru tveir fastráðnir bílstjórar og einhverjir bílar til staðar,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon sem er bæði fjár- málaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Ég mun ugglaust nota bíl og bílstjóra eitt- hvað en gjarnan líka keyra sjálfur,“ bætir Steingrímur við. „Bíll og bílstjóri munu áfram nýtt í þágu ráðuneytis, stundum undir sjálfan mig, stundum undir aðra,“ segir heilbrigðisráðherra Ögmund- ur Jónasson. Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra sér líka fram á einhvers konar blöndu. „Ég er stoltur eigandi Nissan Almera, árgerð ´99, sem er mín einkabif- reið.“ Audi A6-bifreið ráðuneytis- ins er því mikil breyting í hennar bílamálum. „Ég geng reyndar sem oftast í vinnuna og ætla að reyna að halda því áfram.“ Flunkunýr umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, fær Lexus RX400H, svokallaðan blendingsbíl, til afnota. Hún nýtir sér hann. „Ég mun hins vegar einnig leitast við að halda í þær góðu venjur sem ég hef komið mér upp, sem er að ganga mikið og hjóla milli staða.“ - drg Ráðherrar VG ætla að virkja fæturna Leikverkið Sexy Laundry er til- nefnt til þrennra verðlauna hjá tímaritinu LA Weekly en það þykja virtustu leikhúsverðlaunin í Eng- laborginni. Einn framleiðandi verksins er Íslendingurinn Óskar Eiríksson og hann var að vonum ákaflega glaður yfir þessum frétt- um þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta eru víst stærstu verðlaunin í borginni þótt þau telji lítið á ameríska vísu,“ segir Óskar og er þar að vísa meðal annars til Tony-verðlaunanna sem eru hálf- gerð Óskarsverðlaun fyrir banda- rískt leikhúsfólk. Í LA er þó urm- ullinn allur af leikhúsum og þar er mjög blómlegt leikhúslíf þótt allra augu beinist að sjálfsögðu að kvik- myndaframleiðslunni í Hollywood. Sexy Laundry er tilnefnt sem besti einleikurinn, besti leikstjóri ein- leiks og besta leikmyndin. Óskar hefur fengist við leik- húsframleiðslu á Íslandi, setti upp Hundrað prósent hittni með Helgu Brögu fyrir nokkrum árum og hafði veg og vanda af komu munka sem settu á svið mikið sjón- arspil í Laugardalshöllinni. Undan- farin tíu ár hefur hann þó alfarið einbeitt sér að útlöndum og fram- leiðslu leikverka erlendis. „Maður kannski hálfskammast sín fyrir að segja þetta, en maður er bara í útrás. Kannski er það allt í lagi þegar maður í leikhúsbransanum,“ segir Óskar og hlær. Samstarfs- aðilar Óskars í Sexy Laundry eru ekki af verri endanum; William Morris-umboðsskrifstofan og The Netherlanders, einn stærsti leik- húsframleiðandi Bandaríkjanna. „Þeir eiga níu leikhús á Broadway og eru með leikhús um öll Banda- ríkin,“ segir Óskar sem hefur mörg járn í eldinum, á meðal annars Evr- ópuréttinn að söngleiknum Menop- ause, söngleik um breytingaskeið kvenna, sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum og Ástralíu. „Ég reikna með að setja hann upp í Bretlandi, Skandinavíu, Þýska- landi og á Spáni á næstu mánuð- um og misserum,“ segir Óskar og útilokar ekki að verkið rati jafnvel alla leið til Íslands. Hið sama á við um Sexy Laundry, Óskar vonar að það verði sett upp á Íslandi. Verkið fékk frábæra dóma í Varitey þegar það var frumsýnt en aðalleikararnir tveir eru þau Frances Fischer, sem lék meðal annars vondu mömmuna í Titan- ic og Paul Ben Victor, einn aðal- leikaranna úr sjónvarpsþáttunum Entourage. freyrgigja@frettabladid.is ÓSKAR EIRÍKSSON: FÆR ÞRJÁR TILNEFNINGAR TIL LEIKHÚSVERÐLAUNA LA FRAMLEIÐIR LEIKRIT MEÐ TITANIC- STJÖRNU Í LOS ANGELES Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Óskar ásamt stjörnunum tveimur, þeim Paul Ben Victor og Frances Fischer sem er barnsmóðir Íslandsvin- arins Clint Eastwood. Fyrir miðju er síðan leikstjórinn Gary Bloomsack. STELLA RÓSENKRANZ Stella undirbýr upphafsatriði úrslitanna í Eurovision. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N GENGIÐ TIL ÞINGS Ögmundur og Steingrímur nýttu sér góða veðrið og gengu til Alþingis á föstudaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HVAÐ SEGIR MAMMA? „Arnar hefur sungið frá fyrsta degi og ég er virkilega stolt af honum. .Ég er afar ánægð með að hann hafi staðið með sam- visku sinni og ekki svikið gefin loforð.“ Carola Ida Köhler, móðir söngvarans Arnars Jónssonar, sem þurfti að gefa Idol- drauminn upp á bátinn vegna þátttöku sinnar í Eurovision. Hann var kominn í tuttugu manna lokahóp en var rekinn af skipuleggjendum Idol því þáttttaka hans í Eurovision-úrslitunum þótti skarast of mikið við Idolið. Skoðaðu MÍN BORG ferðablað Icelandair á www.visir.is Popparar fagna nú mjög sigri sem Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, náði eftir áratuga- langa baráttu dægurtónlistarsmiða að gjöld til STEF fyrir útvarpsspilun tónlistar færu ekki eftir því hvort flokka megi hana sem æðri eða óæðri eftir atvikum. Má heita magnað að ekki hafi fyrr tekist að hnika þessu kerfi og talsmönnum „æðri tónlistar“ en svona hefur þetta verið í kvartöld. Eins og Árni Matthíasson bendir á í grein í Morgunblaðinu í gær þá eru nú greiddir sex- tán punktar fyrir lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Brúðarskóna, meðan Þórir Baldursson fær aðeins sex. Lífið leikur við fólkið hans Sig- mundar Ernis Rúnarssonar það sem hann kallaði til sem fasta liði í þáttinn Mannamál á Stöð 2 – sem reyndar hefur verið sleginn af. Einar Kárason hlaut loks hin Íslensku bókmenntaverðlaun, Katrín Jakobsdóttir er orðin menntamálaráðherra og loks fékk Gerður Kristný þriggja ára starfs- laun rithöfunda. Sigmundur ætlar sér í pólitíkina og hlýtur þetta að lofa góðu fyrir frama hans þar: Sigmundur hefur augljóslega nef fyrir því að fá til liðs við sig fólk sem býður af sér þann þokka að þeir sem um véla vilja verðlauna það og sæma vegtyllum. Og ögn meira af stjórnmálum og málefnum tengdum þeim. Vaka vann „stórsigur“ á keppinautum sínum Röskvu í háskólakosning- unum í síðustu viku. Nokkuð sem kom mörgum á óvart enda blása nú vinstrisinnaðir vindar um landið. Lista Röskvu leiddi Sigurður Kári, sonur Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG. Sem mörgum þykir nokkuð skondið því flokksystir hans, Katrín Jakobsdóttir, á einmitt son sem heitir Illugi Gunnarsson. Kannski eilítið hægrisinnuð nöfn á þessum erfingjum þingmannanna. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Ingimundur Friðriksson. 2. Þetta er fyrsta skiptið. 3. Össur Skarphéðinsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.