Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 8
8 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Talsmenn helstu fjármögnunarfyrirtækja, sem hafa lánað til bílakaupa síðustu ár, segjast enn ekki hafa þurft að taka marga bíla aftur af skuldurum í vandræðum. Verst stöddu skuldu- nautarnir hafi kosið að frysta lán sín um tíma. „Nei, við höfum ekki þurft að gera neitt óeðlilega mikið af því. Þetta er ekki komið fram ennþá. Við erum að reyna að taka bílana ekki og höfum því fryst lánin til fjög- urra mánuða. Að því loknu ætlum við að frysta þau í fjóra mánuði til viðbótar,“ segir Helga Hermanns- dóttir hjá Avant. Fyrirtækið láti sér vaxtagreiðsl- ur duga á meðan. Um 4.600 manns hafi fryst lán, af um 12.000 skuld- urum. Helga sagðist ekki hafa nákvæma tölu um bíla sem hafa verið endurheimtir eftir efnahags- hrunið, en skaut á að þeir væru innan við hundrað talsins. En ástandið gæti versnað þegar fram vindur: „Margt fólk er á upp- sagnarfresti og ekki enn orðið tekjulaust,“ segir Helga. Jóhann Fannar Sigurðsson hjá Lýsingu segir að um 3.500 manns hafi fryst bílalán sín til þriggja mánaða og hafi þá greitt helm- ing afborgana. Eftir fyrstu fryst- ingu sé í boði að greiða 75 prósent þeirra, en ekki allir nýti sér það. Hann gefur ekki upp hve marg- ir bílar hafi verið teknir af fólki, en segir í kringum fimimtíu bíla. Lýsing sé skráður eigandi að um 20.000 bílum. Haraldur Ólafsson hjá SP-fjár- mögnun segir að endurheimt bíla hafi vissulega aukist en margir hafi fryst afborganahluta lána sinna og greiði því lægri fjárhæð mánaðarlega en þeir greiddu fyrir hrunið. „Við erum ekki með fullt plan af bílum og hlutfallslega er þetta lítið, miðað við að við höfum lánað í um 24.000 bílum,“ segir Haraldur. Hann hefur þó ekki nákvæmar tölur um endurheimt- ur. Á heimasíðu SP eru 32 bílar til sölu. Frysting lána hjá þeim sem fyrst fengu hana renni út 1. mars hjá SP, en þá verði farið í annars konar skuldbreytingu og varan- legri, eins og hann orðar það. Um hana má lesa hér til hliðar. klemens@frettabladid.is Mig langar til að … ... geta verið löt að loknum vinnudegi þegar börnin eru sofnuð enda eru letiköst eitt helsta áhuga- mál mitt. Í sjónvarpssófanum með Kellogg's Special K bliss og góða bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi? Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður og móðir Kellogg’s Special K kemur mér á sporið Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K. Með vel samsettum morgunmat hættir mér miklu síður til að detta í óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Það er alltaf frábært að eiga gómsæta Special K stöng að grípa til, því þá þarf ég heldur ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar. specialk.is F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 1. Hvaða eini seðlabankastjóri af þremur hafði beðist lausnar frá embætti fyrir helgi? 2. Hvað hefur Grótta komist oft í úrslit í bikarkeppninni í handbolta? 3. Hver tók kápu Rögnu Árna- dóttur dómsmálaráðherra í misgripum á föstudag? STJÓRNMÁL Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi. Hann staðfesti þetta í samtali við mbl.is á laugardag. Sigmundi var sagt upp störf- um á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir skömmu. Árið 2007 skrifaði Sig- mundur ævisögu Guðna Ágústs- sonar, þáverandi formanns Fram- sóknarflokksins. - sh Sigmundur Ernir Rúnarsson: Fer fram fyrir Samfylkinguna STJÓRNMÁL Hvorki Sjálfstæðisflokk- urinn né Framsóknarflokkurinn hafa skilað ársreikningum vegna ársins 2007 til Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir að frestur hafi runnið út fyrir rúmlega fjórum mánuðum. Skilin eru erfið í fyrsta skipti þar sem félagsárið í mörgum af félög- um flokksins hefur verið frá hausti til hausts, en ekki almanaksárið, segir Sigfús Ingi Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Hann segir að ársreikningnum verði skilað fljótlega eftir helgi, og vinna við ársreikninga vegna árs- ins 2008 sé þegar hafin. Tekið hefur talsverðan tíma að fá upplýsingar frá hátt í 200 aðildarfélögum, en vinnan er að klárast, segir Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir að reynt verði að skila sem fyrst. Stjórnmálaflokkum er nú skylt að skila ársreikningum til Rík- isendurskoðunar, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmála- flokka, sem tóku gildi í ársbyrj- un 2007. Þegar allir ársreikning- ar hafa borist Ríkisendurskoðun verða helstu upplýsingar úr þeim birtar. Aðrir flokkar hafa þegar skilað ársreikningum. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun segist reikna með því að skil vegna árs- ins 2008 gangi betur, enda megi alltaf búast við byrjunarörðug- leikum. Eðlilegt sé að miða við að flokkarnir skili ársreikningum fyrir 1. júní næstkomandi. - bj Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ekki skilað ársreikningum vegna 2007: Fyrstu skilin reynast erfið ANDRI ÓTTARSSON SIGFÚS INGI SIGFÚSSON Gálgafrestur frystra myntlána Helstu bílalánafyrirtækin segja verst stöddu skuldarana enn njóta góðs af frystingum lána. „Erum að reyna að taka bílana ekki.“ Innköllun bíla hafi aukist, en teknir bílar hlaupi ekki á hundruðum. LÚXUSBÍLL Mörg þúsund bílar á götum landsmanna eru í eigu fjármögnunarfyrir- tækja og bílstjórarnir greiða af þeim reglulega. Þrjú fyrirtæki hafa lánað til kaupa á um 56.000 bílum. Bíllinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sp-fjármögnun ætlar nú að hætta að frysta afborganahluta lána, enda hafi þeir verið frystir í von um að krónan styrktist. Þá greiddi fólk einungis vexti og lánið lengdist. Nýja kerfið miðast við að teknar eru upprunalegar afborganir af myntkörfu- láninu, t.d. 40.000 á mánuði og miðað við ef slíkt lán hefði verið tekið í íslenskum verðtryggðum krónum. Þá er bætt ofan á 40.000 krónurnar 25 prósentum og afborgun verður því 50.000 á mánuði, í stað þess að vera mun hærri, til dæmis 80.000. Með þessum hætti á skuldarinn að geta greitt inn á höfuðstólinn líka og skuldbreytingin er fólki að kostnaðarlausu. Hana má endurskoða, fari svo að króna styrkist. MYNTKÖRFULÁN MIÐUÐ VIÐ VERÐBÓLGU Við erum að reyna að taka bílana ekki og höfum því fryst lánin til fjögurra mánaða. HELGA HERMANNSDÓTTIR TALSMAÐUR AVANT KÍNA, AP Lítils háttar regn féll á hluta af Norður-Kína í gær, eftir að stjórnvöld höfðu látið herinn skjóta þúsundum eldflauga og fallbyssuskota með „regngerð- arefnum“ upp í himininn í þeim tilgangi að framkalla rigningu. Verstu þurrkar í manna minnum þjaka íbúana á þessum slóðum. 4,4 milljónir manna er farið að skorta drykkjarvatn. „Það verður ekkert lát á þurrkunum um fyrir- sjáanlegan tíma,“ sagði í tilkynn- ingu frá kínversku veðurstofunni. 50-80 prósent minna regn en í meðalári hefur fallið í Norður- og Mið-Kína síðan í nóvember. Hálf vetrarhveitiuppskeran er í hættu í átta héruðum, að sögn Xinhua. - aa Skaðræðisþurrkar í Kína: Reyna að fram- kalla rigningu FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hót- elum í desember síðastliðnum voru um 58.800 og fjölgaði um tíu prósent frá því í sama mán- uði í fyrra. Mesta varð fjölgun- in á Austurlandi, eða um 32 pró- sent, og á höfuðborgarsvæðinu um þrettán prósent. Á Norður- landi fækkaði gistinóttunum um 25 prósent, en annars staðar stóð hún nokkurn veginn í stað, að því er fram kemur á vef Hagstof- unnar. Gistinætur á hótelum fyrir allt árið 2008 voru tæplega 1.340.000, og fjölgaði um tvö prósent frá árinu 2007, þegar þær voru um 1.310.000. - sh Fleiri desembergestir: Hótelgestum fjölgar milli ára VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.