Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 2
2 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
Nýttu þér framúrskarandi þekkingu
og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta
varahlutalager landsins fyrir allar
tegundir bíla.
Gerðu vel við bílinn þinn!
Ef varahluturinn
er til – þá er hann
til hjá okkur.
N1.ISN1 440 1000
Á B Y R G Ð
V A R A H L U T I R
3 ÁRA
Hvalveiðar utan dagskrár
Utandagskrárumræða um hvalveiðar
fer fram á Alþingi á mánudag. Jón
Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, er
málshefjandi en Steingrímur J. Sigfús-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, verður til andsvara.
ALÞINGI
BANDARÍKIN Barack Obama
Bandaríkjaforseti gerir sér
vonir um að Bandaríkjaþing
afgreiði á morgun, þriðju-
dag, tillögur sínar að aðgerð-
um gegn efnahagskreppunni
vestra. Flokksbræður hans í
öldungadeildinni náðu mála-
miðlun við kollega sína úr
röðum repúblikana um að sam-
þykkja áætlunina með vissum
breytingum.
Eins og áætlunin var sam-
þykkt í janúarlok frá fulltrúa-
deildinni kvað hún á um yfir
820 milljarða dala viðbótarinn-
spýtingu í efnahagslífið, en samkvæmt málamiðl-
uninni í öldungadeildinni hefur hún verið skorin
niður í 780 milljarða. Munur-
inn felst aðallega í að fyrir-
huguð fjárhagsaðstoð alríkis-
ins við illa stadda sjóði ríkja
og sveitarfélaga sé skorin
niður.
Obama hefur sjálfur sagt
að hann vilji geta undirritað
lögin um kreppuaðgerðirnar
hinn 16. febrúar. Síðastliðinn
föstudag varaði Obama við
„þjóðarhörmungum“ ef lögin
komast ekki fljótlega til fram-
kvæmda.
Einn helsti efnahagsmála-
ráðgjafi Obama spáði því í gær
að erfitt málamiðlunarstarf væri nú framundan til
að sætta sjónarmið beggja þingdeilda. - aa
GEGN KREPPU Barack Obama forseti ásamt Paul
Volcker, formanni sérskipaðrar efnahagsaðgerða-
nefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Áformaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar til hjálpar atvinnulífinu vestra:
Málamiðlun í öldungadeild
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí-
tugsaldri ruddist inn í apótekið
Lyfju við Lágmúla síðdegis í gær
vopnaður öxi. Hann heimtaði að
fá afhent rítalín, hrifsaði til sín
lyf sem lágu á afgreiðsluborði og
hljóp síðan á brott. Starfsfólk úr
apótekinu elti ræningjann og gat
bent lögreglu á það hvert hann
hafði hlaupið. Lögregla hafði uppi
á honum á gangi í nágrenninu
skömmu síðar. Hann var í annar-
legu ástandi.
Engan sakaði í ráninu og ekki
þurfti að loka apótekinu nema
rétt á meðan lögregla rannsakaði
vettvanginn, að sögn varðstjóra.
Lögregla telur manninn til góð-
kunningja sinna. - sh
Karlmaður handtekinn:
Rændi lyfjum
vopnaður öxi
Guðbjartur, keyrði forsetabíll-
inn úr hófi?
„Ætli hann hafi ekki oftar keyrt í
hóf.“
Guðbjartur Hannesson ætlar ekki að nota
sérstakan bíl og einkabílstjóra sem fylgja
embættinu, líkt og forveri hans Sturla
Böðvarsson gerði. Þá hafa þingveislur
einnig verið aflagðar.
Samfylking boðar landsfund
Samfylkingin heldur landsfund sinn
helgina 26. til 29. mars í Smáranum í
Kópavogi. Það er sama helgi og Sjálf-
stæðisflokkurinn heldur sinn lands-
fund. Ljóst er að nýr varaformaður
flokksins verður kjörinn á fundinum,
þar eð Ágúst Ólafur Ágústsson hefur
ákveðið að halda utan í nám.
STJÓRNMÁL
SLYS Tveir menn voru hætt komn-
ir síðdegis í gær þegar þeir misstu
meðvitund vegna súrefnisskorts í
lest togarans Ingunnar AK í Akra-
neshöfn.
Mennirnir voru að landa gull-
deplu úr skipinu þegar slysið varð.
Gulldeplan er smár fiskur og rotn-
ar hratt. Að sögn Jóhönnu Heiðar
Gestsdóttur, lögregluvarðstjóra á
Akranesi, myndast gös við rotnun-
ina sem ryðja öllu súrefni frá.
Annar maðurinn fór á undan
niður, og hinn missti meðvitund
þegar hann fór á eftir og reyndi að
bjarga honum. Tæki til reykköfun-
ar voru um borð í skipinu og not-
uðu skipverjar þau til festa beisli á
mennina til að geta híft þá upp. Um
tuttugu mínútur tók að koma þeim
upp. Jóhanna segir að það sé snar-
ræði þeirra að þakka að ekki fór
verr. „Þetta voru virkilega erfiðar
aðstæður,“ segir hún.
Mennirnir voru fluttir á sjúkra-
hús til Reykjavíkur en voru báðir
komnir til meðvitundar undir
kvöld. - sh
Rotnunargas frá gulldeplufarmi olli því að tveir menn misstu meðvitund:
Tveir hætt komnir í skipslest
MIKILL VIÐBÚNAÐUR Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs var kallað að
togaranum. Afar litlu mátti muna að enn verr færi.
M
YN
D
/ SK
ESSU
H
O
R
N
AF VETTVANGI Ræninginn var í annar-
legu ástandi. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON
STJÓRNMÁL Ólíklegt er talið að
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra víki seðlabankastjór-
unum Davíð Oddssyni og Eiríki
Guðnasyni úr starfi, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Þeir
hafa báðir ákveðið að sitja áfram
í Seðlabankanum þrátt fyrir til-
mæli forsætisráðherra um hið
gagnstæða. Líklegasta niður-
staða málsins, samkvæmt heim-
ildum, er að þeir sitji fram að
þeim tíma að ný lög um bankann
taki gildi. Óljóst er hvenær það
verður.
Davíð Oddsson svaraði ósk
forsætisráðherra um afsögn úr
starfi bankastjóra í gær. Hann
segist aldrei hafa „hlaupist frá
neinu verki“ sem hann hefur
tekið að sér og ætlar því að sitja
áfram.
Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gær-
kvöldi segir að afstaða Davíðs
séu vonbrigði. Hann sé greinilega
ósammála því mati ríkisstjórn-
arinnar að mannabreytingar séu
nauðsynlegar til að vekja traust
á störfum bankans. Það sé á hans
ábyrgð, eins og segir í tilkynn-
ingu. Hún mun ekki bregðast við
einstökum efnisatriðum úr bréfi
Davíðs. Hún muni vinna að fram-
gangi þess mikilvæga verkefnis
að skapa frið um helstu stofnanir
samfélagsins.
Davíð skýtur föstum skotum
að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann
segir að upphafleg ósk hennar
sem send var bréfleiðis „með lítt
dulbúnum hótunum“ einsdæmi
hér á landi, og líklega um allan
hinn vestræna heim. „Lög sem
eiga að tryggja sjálfstæði seðla-
banka og forða pólitískri aðför
að seðlabankastjórninni hafa nú
verið þverbrotin. Ábyrgð ráð-
herrans er því mikil.“
Davíð fer mikinn og víða í bréf-
inu. Hann gagnrýnir það hart að
Baldur Guðlaugsson starfi ekki
lengur sem ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins. Hann segir
frumvarp að lögum um Seðla-
bankann, sem fer til afgreiðslu
efnahags- og skattanefndar í dag,
vera hrákasmíð og verði aldrei
samþykkt óbreytt.
Hann segir jafnframt að það
hafi verið stjórnsýsluleg afglöp
þegar forstjóra og stjórn Fjár-
málaeftirlitsins (FME) var gert
að fara. FME hafi verið stjórn-
laust á viðkvæmasta tíma. „Af
því hefur hlotist verulegur skaði“,
segir Davíð.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra hafnar þessari fullyrðingu.
„Stofnunin var með starfandi
forstjóra sem er öllum hnútum
kunnugur.“ svavar@frettabladid.is,
bjorn@frettabladid.is
Bankastjórar víkja
með nýjum lögum
Davíð Oddsson ætlar ekki að verða við ósk forsætisráðherra og víkja sem
bankastjóri. Hann og Eiríkur Guðnason sitja líklega þar til ný lög um Seðla-
bankann taka gildi. Hann segir Jóhönnu hafa brotið lög með „hótunarbréfi“.
■ Bréf af þessu tagi með lítt dulbún-
um hótunum til embættismanna
er einsdæmi, ekki eingöngu hér á
landi, heldur einnig um allan hinn
vestræna heim.
■ Bréf þetta virðist því eingöngu
hafa verið hugsað sem áróðurs- og
hótunarbréf og ber að harma það.
■ Fyrir fáeinum vikum urðu mönn-
um á stjórnsýsluleg afglöp, þegar
brotthlaupinn ráðherra skildi
Fjármálaeftirlitið eftir stjórnlaust
[…] Af því hefur hlotist verulegur
skaði.
■ Heift út í gamla pólitíska andstæð-
inga sem einhverjum finnst þeir
eiga óuppgerðar sakir við má ekki
blinda fólk svo að það geti ekki
séð einni mikilvægustu stofnun
landsins borgið með því að hafa
lagaumgjörðina um hana vandaða
og unna í sæmilegri sátt, jafnt
innan þings sem utan.
■ Verði sá gerningur sá eini sem upp
úr ferli Jóhönnu Sigurðardóttur
stendur sem forsætisráðherra,
að flæma vammlausan embætt-
ismann úr starfi, […] þá á hún
alla mína samúð. [Um uppsögn
Ingimundar Friðrikssonar úr Seðla-
bankanum.]
■ Þegar mér varð ljóst hvers konar
bréf hafði borist heim til mín og
kynnt í áróðursskyni […] stóð
hugur minn til að láta bréfinu
ósvarað.
■ Það gleður mig, að jafnvel þeir
sem helst vilja leggja til mín hafa
ekki getað fundið neitt málefna-
lega athugavert við störf mín …
ÚR BRÉFI DAVÍÐS TIL FORSÆTISRÁÐHERRA
EFNAHAGSMÁL Peningamála-
nefnd Englandsbanka segir vá
vofa yfir bresku efnahagslífi og
séu líkur á að stýrivextir verði
færðir nálægt núlli á næstu
mánuðum.
Þetta kemur fram í ársfjórð-
ungsriti nefndarinnar, sem verð-
ur birt á miðvikudag, samkvæmt
heimildum breska dagblaðsins
Daily Telegraph.
Þá hefur blaðið eftir heim-
ildum að samhliða núllstillingu
stýrivaxta muni bankinn kaupa
ríkisskuldabréf og fyrirtækja-
bréf banka og fyrirtækja í þeim
tilgangi að koma efnahagslífinu
á réttan kjöl. - jab
Efnahagsaðgerðir í Bretlandi:
Stýrivextir
færðir að núlli
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra hafnar því að
fjármál Lúðvíks
Bergvinsson-
ar, formanns
þingflokks Sam-
fylkingarinnar,
hafi komið í veg
fyrir að hann
fengi úthlutað
embætti dóms-
og kirkjumála-
ráðherra í rík-
isstjórn undir
hennar forsæti.
Þetta var fullyrt í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins.
„Þessi fullyrðing er ekki sann-
leikanum samkvæm“, segir í
fréttatilkynningu sem forsætis-
ráðherra sendi frá sér í gærkvöldi.
„Frá upphafi stjórnarmyndunar-
viðræðna Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar-græns
framboðs lá fyrir að lögð var
áhersla á að fá utanaðkomandi
fagaðila til þess að gegna emb-
ætti ráðherra bankamála og dóms-
mála.“ - shá
Forsætisráðherra:
Lúðvík var ekki
inni í myndinni
Khatami aftur í framboð
Mohammed Khatami, fyrrverandi
Íransforseti, lýsti því yfir í gær að hann
hygðist sækjast eftir kjöri í embættið
á ný. Þar með stefnir í átök milli fylk-
inga harðlínumannanna sem halda
nú um stjórnartaumana og umbóta-
sinna sem Khatami fer fyrir og vilja
vinsamlegri tengsl við Vesturlönd.
ÍRANJÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
Met í sjónvarpsglápi
Suresh Joachim sló í Stokkhólmi í gær
eigið Guinness-skráða heimsmet í
sjónvarpsglápi með því að halda það
út að horfa í 72 tíma samfleytt á skjá-
inn. „Mér líður vel, ég drakk á bilinu
25 til 30 kaffibolla,“ sagði Joachim að
afreki sínu loknu. Hann er ættaður frá
Srí Lanka en býr í Toronto í Kanada.
SVÍÞJÓÐ
DAVÍÐ
ODDSSON
SPURNING DAGSINS