Tíminn - 04.03.1983, Side 2
Tillaga um nýja álvidrædunefnd samþykkt í gær í atvinnumálanefnd
með mótatkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins: _
VHMtÆÐUR VIÐ ALUSUISSE UR
HðNDUM IÐNAÐARRAÐHERRANS
Hugmyndum þriggja ráðherra um málamiðiun hafnað f þingflokkum
Framsóknar- Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks
■ Sem eins konar málamiðlunartil-
lögu, varðandi skipan nýrrar álviðræðu-
nefndar, lagði forsætisráðherra fram til-
lögu á fundi ríkisstjómarinnar í gær-
morgun, sem gerir ráð fyrir 5 manna
álviðræðunefnd, þar sem stjórnaraðilar
eigi 3 fulltrúa og fulltrúar stjórnarand-
stöðu eigi tvo fulltrúa og Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra skipaði
formann nefndarinnar. Tillagan hlaut á
ríkisstjórnarfundinum fylgi þeirra Svav-
ars Gestssonar og Steingríms Her-
mannssonar, en ákveðið var að fresta
ákvörðun um hana, þar til þingilokkum
hefði verið kynnt hún.
Síðan gerðist það í eftirmiðdaginn í
gær, að þingflokkar Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sam-
þykktu að standa að þeirri tillögu sem lá
fyrir í atvinnumálanefnd sameinaðs
þings, en Tíminn greindi efnislega frá
þeirri tilllögu í gær. Hún var samþykkt
síðdegis á fundi atvinnumálanefndar
með öllum greiddum atkvæðum, nema
fulltrúa Alþýðubandalagsins, Garðars
Sigurðssonar. Tillagan er svohljóðandi.
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni
að óska án tafar eftir viðræðum við
Alusuisse um endurskoðun á samningi
íslenska ríkisins við fyrirtækið um
rekstur íslenska álfélagsins. Til að ann-
ast viðræðurnar skal ríkisstjórnin þegar
skipa 6 manna viðræðunefnd og skal
hver þingflokkur tilnefna einn fulltrúa,
forsætisráðherra einn og Landsvirkjun
ein. Nefndin kýs sér formann.
Við endurskoðun á samningnum verði
lögð rík áhersla á verulega hækkun
raforkuverðs. Jafnframt verði leitað eftir
hækkun á raforkuverði, sem gildi aftur í
tímann.
Alþingi telur að stækkun álversins
komi til greina í tengslum við viðunandi
hækkun á raforkuverði. Einnig komi til
reina, að nýr hluthafi gerist aðili að
slenska álverinu.
Þá verði og leitað eftir samkomulagi
um breytingar á skattaákvæðum samn-
ingsins.
Til að stuðla að því að viðræður geti
hafist án tafar verði fallist á að setja
deilumál um verð á súráli, rafskautum
og skatta í gerðardóm, sem aðilar koma
sér saman um.
Viðræðunefndin skal hafa fullan að-
gang að öllum þeim gögnum sem þegar
liggja fyrir um mál þetta. Ennfremur er
nefndinni heimilt að leita samstarfs við
hvern þann aðila sem hefur sérþekkingu
á málum er varða störf hennar. Opinber-
um aðilum er skylt að veita nefndinni
hverjar þær upplýsingar sem hún óskar.
Kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist
úr ríkissjóði.“
Þingsályktunartillögu atvinnumála-
nefndar fylgir svohljóðandi greinargerð:
„Að undanförnu hefur komið í Ijós að
iðnaðarráðherra hefur ekki auðnast að
ná víðtækri samstöðu um hagsmunamál
þjóðarinnar gagnvart Alusuisse. Ekkert
tillit hefur verið tekið til ábendinga
annarra í máli þessu og ráðherra lagt
fram þingmannafrumvarp í Nd. Alþingis
um einhliða aðgerðir. Þar með hefur
ráðherrann siglt málinu inn á brautir
sem enginn sér fram úr.
Að þessari tillögu standa allir nefndar-
menn atvinnumálanefndar nema fulltrúi
Alþýðubandalagsins, Garðar Sigurðs-
son. Nefndarmenn vilja með þessari
tillögu leggja áherslu á víðtæka sam-
stöðu til að ná fram mikilvægum hags-
munamálum og telja það best gert með
þeim hætti sem fram kemur í tillögunni."
„Reiðubúinn til að
standa frammi fyrir
vantrauststillögu”
— segir Hjörleifur Guttormsson,
idnadarrádherra, en vill ekki tjá
sig um það hvort þingsályktun-
artillaga atvinnumálanefndar,
um nýja álviðræðunefnd er
vantrauststillaga á hann
■ Hjörleifur Guttormsson.
■ „Égmetþaðmálogtjáimigumþað,
fyrst þegar slíkt liggur fyrir,“ sagði Hjör-
leifur Guttormsson, iðnaðarráðherra,
þegar blaðamaður Tímans spurði hann í
gær hvort hann liti á tillögu þá sem
samþykkt var í atvinnumálanefnd í gær,
um skipun nýrrar álviðræðunefndar, þar
sem málið væri þar með tekið úr höndum
hans, sem vantrauststillögu.
„Það hafa áður heyrst raddir á meðal
þingmanna á Alþingi um að það ætti að
flytja vantraust á mig, og ég hef lýst mig
reiðubúinn til þess að standa frammi
fyrir slíkri tillögu hvenær sem er,“ sagði
Hjörleifur.
“Þessi tilllaga sem atvinnumálanefnd
hefur nú samþykkt," sagði Hjörleifur
„hún þjónar ekki hagsmunum Islands,
og það væru meiriháttar mistök, ef hún
yrði samþykkt á Alþingi. Ég á nú eftir
að sjá að þessi tillaga verði samþykkt hér
á Alþingi, og reyndar á ég efti'r að sjá að
hún komi hér fram.
Aðspurður um það hvort slíkt yrði
brottfararatriði fyrir Alþýðubandalagið
úr ríkisstjórn, sagði Hjörleifur: „Við
metum stöðuna frá degi til dags, í
sambandi við stjórnarsamstarf.“
Hjörleifur sagði jafnframt í samtali
sínu við Tímann: „Það eru nú tíðindi
útaf fyrir sig, að formaður Framsóknar-
flokksins stendur að ákveðnum tillögu-
flutningi í ríkisstjórn, ásamt forsætisráð-
herra, og fær ekki stuðning við þann
málabúnað í þeim flokki. Slíkt ber nú
ekki vott um að það sé mikil eining þar
innan dyra, eða mikið traust á formann-
inum, en ég verð hins vegar að vona að
þeir framsóknarmenn eigi eftir að sjá að
Halldór Ásgrímsson, annar fulltrúi
Framsóknarflokksins í atvinnumálanefnd:
„Iðnaðarráðherra búinn að
sigla málinu í strand”
■ „Alþýðubandalagið tók þá ákvörð-
un að flytja fruntvarp á Alþingi um
einhliða aðgerðir gagnvart Alusuisse, en
það eru engir, að alþýðubandalags-
mönnum undanskildum, sem hafa trú á
því að það sé rétt í þessari stöðu,“ sagði
Halldór Ásgrímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins og annar fulltrúi
flokksins í atvinnumálanefnd sameinaðs
þings, að loknum fundi nefndarinnar í
gær, þar sem þingsályktunartillagan um
nýja álviðræðunefnd, sem kysi sér sjálf
formann, en fengi ekki skipaðan for-
mann af iðnaðarráðherra, var samþykkt.
„Það hafa verið lagðar fram tillögur
formanns Framsóknarflokksins í ríkis-
stjórn," sagði Halldór, „um að samn-
ingaleiðin yrði reynd til þrautar. Hann
hefur talið að sú leið hafi ekki verið
reynd og þess vegna þurfi að gera það,
áður en gripið verði til einhliða aðgerða.
Afstaða Alþýðubandalagsins kemur
glöggt fram í þessu frumvarpi, og okkur
er ekki kunnugt um að nokkuð hafi
breyst í þeirri afstöðu. Það er ekki hægt
að bera ábyrgð á því að þessi mál séu í
algjörri kyrrstöðu. Með þessari tillögu
er atvinnumálanefnd að gera sitt til þess
að málið komist strax á hreyfingu. Það
verður ekki við það unað að þetta
fyrirtæki greiði svo lágtraforkuverð sem
raun ber vitni lengur. Iðnaðarráðherra
er búinn að vera með þetta mál árum
saman og ekkert hefur gengið. Hann er
búinn að sigla því nú í strand, og þess
vegna eru menn nú að reyna að koma
málinu úr þeirri sjálfheldu sem ráðherra
hefur komið því í.“
-AB
■ „Við alþýðubandalagsmenn höldum
að sjálfsögðu fast við tillögu ráðherranna
þriggja, og munum leggja áhcrslu á að
það verði unnið samkvæmt henni,“
sagði Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, er Tíminn spurði
hann um hver afstaða Alþýðubandalags-
ins væri nú, eftir að þingflokkur Fram-
sóknarflokksins, hefði ákveðið að standa
að þeirri tillögu sem lá fyrir í atvinnu-
ntálanefnd um nýja skipun álviðræðu-
nefndar.
■ Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson, formadur
Alþýðubandalagsins:
„Höldum fast vid
tillögu ráðherranna”
„Ríkisstjórnin hlýtur að fylgja þeirri Svavar var að því spurður hvernig
stefnu í meginatriðum, sem þar var lögð hægt væri að halda fast við ráðherrahug-
til,“ sagði Svavar Gestsson. Svavar myndirnar frá því á ríkisstjórnarfundi,
sagðist ekkert hafa um það að segja þar sem ljóst væri að Alþýðuflokkur og
hvaða áhrif það hefði á veru Alþýðu- Sjálfstæðisflokkur hygðust ekki tilnefna •
bandalagsráðherranna í ríkisstjórn að fulltrúa íálviðræðunefndsamkvæmtráð-
þingflokkur Framsóknarflokksins stæði herrahugmyndunum: „Þú segir mér
að tillögunni sem samþykkt var í at- freftir,“ sagði Svavar, „ég hef aldrei
vinnumálanefnd, ásamt fulltrúum Al- heyrt það fyrr.“
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. -AB
Tómas Árnason,
vidskiptarád-
herra um ráð-
herratillöguna:
„Tillagan
var ekki
samþykkt
í ríkis-
stjórn”