Tíminn - 04.03.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 04.03.1983, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 ■ Síðasta sýning þess heimsþekkta leikflokks „Bread and Puppet Theatre“ er í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins á xflngu flokksins í gær, þar sem verið var að undirbúa sýningu á leikverkinu „Þrumuveður yngsta barnsins.“ (Tímamynd Róbert) Patreksfjarðar- söfnunin nemur á fimmta hundrað þúsund krónum ■ Nú er mánuður liðinn síðan fjár- söfnun hófst vegna nauðstaddra Patreks- firðinga eftir náttúruhamfarirnar, sem þar urðu þann 22. janúar síðastliðinn. Með þessu stutta ávarpi viljum við, sem að söfnuninni höfum staðið, færa aíúðarþakkir þeim fjölmörgu víðsvegar um landið, sem þegar hafa lagt þessu málefni lið með rausn og myndarskap. Við viljum leggja áherslu á það að með fjársöfnun þessari er um skyndi- hjálp að ræða, sem hvergi nær til að bæta nema lítið eitt af skaða fjölda fólks, en mun koma sér vel fyrir þá, sem njóta, þrátt fyrir mikinn sársauka og marghátt- að óbætanlegt eignatjón. Söfnunin nemur nú á fimmta hundrað þúsund króna.Og verður það fé nú þegar sent vestur og afhent hinum mætustu mönnum á Patreksfirði til úthlutunar í samráði við hreppsnefnd, sem öllum hnútum er kunnugust. Við höfum ákveðið að halda áfram söfnuninni til 15. þ.m. - 15. mars og væntum þess að við bætist og enn fleiri verði sem sjá sér fært að leggja með okkur hönd á plóginn. I þeirri von, kærusamborgarar, kveðj- um við ykkur að sinni og minnum á Patreksfj arðarsöfn un i na, giróreikning nr. 17007-0 á pósthúsum, í bönkum og sparisjóðum landsins. Virðingarfyllst, Sigfús Jóhannsson Steingrímur Gíslason Svavar Jóhannsson Hanncs Finnbogason Tómas GuömundssonGrímur Grímsson t Móðursystir mín Hersíiía Sveinsdóttir fyrrverandi skólastjóri, lést að heimili sínu 2. mars. Fyrir hönd vandamanna Sveinfríður Sveinsdóttir. Alúðar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður.tengdaföður og afa Svavars Péturssonar frá Laugarbökkum Skagafirði Sigríður Helgadóttir Marta Svavarsdóttir Helgi Svavarsson SteingrímurSvavarsson Elísabet Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Stefán Haraldsson Edda Þórarinsdóttir VordísValgarðsdóttir Karl Karelsson Við þökkum öllum þeim sem heiðruðu minningu Ólafs Jónssonar bónda Eystra-Geldingaholti og sýndu okkur vináttu vegna fráfalls og útfarar hans. Starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands þökkum við góða umönnun. Fjölskylda hins látna. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður Jóhönnu Ásgrímsdóttur Björn Bjargsteinsson Ásgrímur H. Bjargsteinsson Margrét Bjargsteinsdóttir Dan íel Pálsson Sérframboð sjálfstæðismanna á Vestfjörðum: „Flokksvélin ekki notuð” VESTFIRÐIR: Sjö manns hafa gefið kost á sér í skoðanakönnun Sérfram- boðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum sem ákveðin hefur verið um næstu helgi. „Framkvæmdin verður eins og í prófkjöri með atkvæðaseðlum og leynilegri atkvæðagreiðslu, að öðru leyti en því flokksvélin verður ekki notuð, heldur vinna sjálfboðaliðar í öllum byggðum Vestfjarða að fram- kvæmd skoðanakönnunarinnar", segir í frétt frá sérframboðsmönnum. Þeir sem gefið hafa kost á sér eru: Guðjón Kristinsson og Halldór Her- mannsson, skipstjórar á fsafirði, Hjálmar Halldórsson á Hólmavík, Jóna Kristjánsdóttir í Alviðru, Jónas Eyjólfsson í Hnífsdal, Kolbrún Frið- þjófsdóttir í Litlu-Hlíð, Sigurlaug Bjarnadóttir og Þórarinn Sveinsson á Hólum í Reykhólahreppi. Skoðanakönnunin er sögð opin að því tilskildu að viðkomandi undirriti stuðningsyfirlýsingu við sérframboðið í alþingiskosningunum og mótmæli jafnframt ákvörðun kjördæmisráðs um að hafna prófkjöri um val á frambjóð- endum flokksins. - HEI ■ Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri ávarpaði gesti í mótttöku í tilefni af afhendingu íbúðanna. _ _ __ _ _ Mynd G.S. Ísaflrði Hnífsdalur: Átta nýjar leiguíbúðir afhentar Bænda- för til Nordur- landa ■ Bændaför til Norður-Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands er fyrirhuguð á vegum Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins nú í sumar ef næg þátttaka fæst. Lagt yrði af stað þann 21. júní og komið heim aftur þann 5. júlí. Samkvæmt áætlun U.L. verður flog- ið til Tromsö. Þaðan verður ekið norður eftir Noregi alla leið til Kirken- es. Frá Kirkenes er gert ráð fyrir að aka til Kaaresutant í Finnlandi, síðan til Kiruna í Svíþjóð og aftur til Tromsö í Noregi með viðkomu í Narvik. í ferðinni verða skipulagðar heimsóknir til bænda og tilraunastöðva og einnig gert ráð fyrir að skoða laxeldi í sjó og heimsækja loðdýrabændur. Þá verður farið á venjulegar ferðamannaslóðir og heimkynni Lappa á norðurslóðum. Ferðin er skipulögð í samvinnu við bændasamtökin í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. ■ Búnaðarþing hefur samþykkt að fela Búnaðarfélagi íslands að kanna viðhorf meðal- bænda sem orðnir eru sextugir til þess möguleika að byggðar verði séríbúðir fyrir aldraða á lögbýl- um. En erindi þetta var lagt fram á Búnaðarþingi af Búnaðarsamba'ndi Austur-Húnvetninga. Jafnframt verði kannaður vilji ÍSAFJÖRÐUR: í síðustu viku voru afhentar í Hnífsdal 8 nýjar íbúðir sem byggðar eru eftir leigu- og söluíbúða- stjórnvalda fyrir því að ákvæði þessa efnis verði sett í lög um Húsnæðis- stjórn ríkisins, sem nú eru í endur- skoðun, með það fyrír augum að stofnunin veiti hagkvæm lán til þessara bygginga, svo og viðhorf stjórnar Líf- eyrissjóðs bænda í sama augnamiði. -HEI kerfi Húsnæðisstofnunar ríkisins. Alls hafa þá verið byggðar 57 íbúðir eftir því á ísafirði og í Hnífsdal, að sögn Guðmundar Sveinssonar, formanns bæjarráðs. Að sögn Magnúsar Reynis Guð- mundssonar, bæjarritara munu allar nýju íbúðirnar verða í eigu bæjarins og leigðar út. Mikill leiguíbúðaskortur hefur verið á ísafirði þrátt fyrir það að bærinn eigi þegar töluvert af leiguíbúð- um - sennilega fleiri hlutfallslega en flest önnur sveitarfélög, að því er Magnús Reynir telur. En bærinn verð- ur að ráða töluvert af fólki að t.d. bæði í heilbrigðisþjónustuna og í skólana og oft veltur þá á því að hægt sé að útvega viðkomandi íbúðir á staðnum. - HEI - HEI ÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA REISTAR Á LÖGBÝLUM? Þorlákshöfri: RUM 30% TEKNA TIL FRAMKVÆMDA — Nýr grunnskóli og gangstéttagerd aðalmálin ÞORLÁKSHÖFN: „Helstu fram- kvæmdir sem ákveðnar hafa verið á þessu ári eru byrjun á 1. áfanga að nýjum grunnskóla, samkvæmt nýrri teikningu, og að fullgera gangstéttir við þær götur sem bundnar hafa verið með varanlegu slitlagi", sagði Stefán Garðarsson, sveitarstjóri í Þorláks- höfn spurður hvað efst væri á baugi í framkvæmdum hreppsins. Hann kvað þarna um stóra byggingu að ræða, M.a. eigi hún að rúma 8. kennslustofur og um 600 fermetra fjölnýtisal sem rúma eigi um 200 manns í sæti ef svo bjóði við að horfa. En Stefán tók fram að í Þorlákshöfn sé t.d. ekkert félagsheimili ennþá. Varð- andi framkvæmdahraða kvað Stefán hafa verið talað um þennan skóla sem sex ára verkefni. Áður hefur verið byggt við skólann. „En fjölgunin er svo ör, að allar viðbyggingar springa á fáum árum“, sagði Stefán og nefndi sem dæmi að um 300 af um 1.100 fbúum Þorlákshafnar eru nú í grunn- skólanum. í Ölfushreppi luku menn við gerð fjárhagsáætlunar ársins 1983, þegar í desemberbyrjun s.l. og taldi Stefán að þeir hefðu veriðfyrstireðaa.m.k. með fyrstu sveitarfélöagum til að ljúka slíku verki. Af um 23,8 milljóna króna áætluðum tekjum sagði Stefán um 7 milljónir króna áætlaðar til verklegra framkvæmda, eða rúm 30% af tekjum. Auk fyrrgreindra framkvæmda sem ákveðnar hafa verið kvað Stefán ýmsar aðrar sem ekki sé þó búið að móta. M.a. verði hugsanlega farið út í enn frekari gatnagerð. Sex götur hafi verið malbikaðar í fyrra og til tals hafi komið að halda áfram - ljúka tveim í sumar og reyna síðan að ljúka malbikun allra gatna á kjörtímabilinu. Ennþá sé hins vegar ekki ákveðið hvort af þessu verður. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.