Tíminn - 04.03.1983, Síða 6

Tíminn - 04.03.1983, Síða 6
 ■ Jane Fonda hefur sýnt mikið viðskiptavit í sambandi við líkamsræktarstöðvar þær, sem hún hefur komið á fót. •• ■ Liv Ullmann er mikið niðri fyrir, þegar hún lýsir skömm sinni á þeirri sjálfsdýrkun, sem henni finnst koma fram í heilsuræktaræði því, sem Jane Fonda hefur gengið manna best fram í að hrinda af stað. • íéíIIS R.lll ' ): $fi pÉi ipil Liv Ullmann skammar Jane Fonda; „ÞÚ TEYMIR KONIIR A ASNAEYRUNUM!” ■ Liv Ulhnann er orðin 43 ára. Hún liefur nýlega tekið stórt upp í sig í samhandi við líkainsræktar- og megrunaræði það, sem komið er upp í iiandaríkjunum undir dyggri stjórn Jane Fonda. - A sama tima ogáhangend- ur Jane kaupa vítamín fyrir milljónir dollara, eru ekki til peningar fyrir einni einustu saltupplausnartöflu, sem gæti bjargað bömum frá því að þorna upp af niðurgangi, segir Liv. Liv hefur undanfarin ár gert víðreist í þróunarlöndunum, og þar hafa augu hennar opnast fyrir því, hversu alvarleg vandamál við er að stríða. Henni finnst nú orðið lítilmót- legt að setja það á oddinn að ná aukakílóum af sílspikuðum Vesturlandabúum, þegar börn og fullorðnir eru að veslast upp úr hungri og vesöld víða um heim. - Við ættum að kunna að meta hnellnar og kátar konur, segir hún og ráðleggur þeim, sem fengið hafa megrunarkúra og líkamsrækt á heilann, að sleppa því að falla fyrir næstu megrunarkúrabók og kaupa sér hcldur í staðinn t.d. bók eftir Balzac, sem veiti hugsun- inni og heilanum æfingu, ekki veiti af á þeim vígstöðvum. - Konur ríka heimsins með Jane Fonda í fararbroddi hefðu gott af því að koma til landa eins og Eþíópíu og Kampucheu. Þá sæju þær kannski betur sjálfar sig í samhengi við á- standið í heiminum, segir Liv. Liv er um þessar mundir að skrifa bók um reynslu sína af því að ferðast um þróunarlönd- in sem sendiherra UNICEF, barnahjáipar Sameinuðu þjóð- anna. Losa sorgartár líkamann við eiturefni? ■ Vísindamenn í Banda- ríkjunum halda þvi fram, að tár, sem stafa af sorg, kunni að fjarlægja eitruð efni úr likamanum. Læknir við St. Paul-Rams- ey Mcdical Centre í Minne- sota fékk 100 sjálflmðaliða til að horfa á sorglegar kvik- myndir. Hann safnaði sainan tárunum, scm hrundu af hvörmum þeirra yfir hörmum þeim, sem söguhctjurnar urðu fyrir. Þá bað hann þá að standa yfir hrúgum af ný- skornuin lauk. Tárunum, sem þá féllu, safnaði læknirinn líka saman. Við efnagrciningu kom fram, aö tárin, sem stöfuðu af geðs- hræringu, innihéldu mun meira af eiturefnum en hin, sem einungis stöfuðu af ert- ingu. Vann stóran sigur í skólaskákmóti í Finnlandi: TEFLDI 6 SKAKIR 0G VANN ALLAR - rætt við 10 ára skákkappa, Hannes Hlffar Stefánsson ■ í síðasta mánuði var haldin í Turku (Ábo) í Finnlandi ein- staklingskeppni í norrænni skólaskák. Keppt var í 5 aldurs- flokkum. Islensku keppendurnir stóðu sig með mikilli prýði í keppninni, tveir keppendur, en þcir voru tvcir úr hverjum aldursflokki, og í efsta og lægsta aldursflokknum skipuðu Islend- ingar tvö efstu sætin. í efsta flokknum kepptu tveir kunnir skákkappar, Karl Þorsteins, sem varð efstur og Elvar Guðmunds- son, sem varð númer tvö. I yngsta flokknum 10 ára piltur úr Reykjavík, Hannes Hlífar Stefánsson og fékk hann 6 vinn- inga úr 6 skákum, eða fullt hús, eins og það heitir á fagmáli. Við áttum stutt spjall við þennan unga og efnilcga skákkappa. Af hverju varst þú valinn til að taka þátt í þessu móti? „Það var út af því að ég • og annar strákur vorum nýbúnir að taka þátt í löngu skákmóti, skákþingi Reykjavíkur." Voru keppendur þar á öllum aldri? „Já, já það voru margir dálítið sterkir skákmenn þar. Ég fékk fjóra og hálfan vinning af 11 vinningum." Vannstu eitthvað af sterkum skákmönnum? „Já, ég vann einn sem var nteð 1700 og eitthvað ELO stig, ég held að hann hafi verið sá sterkasti sem ég vann. Ég var með 1315 stig fyrir Reykjavíkur- mótið, en svo á ég eftir að hækka, ég hugsa að ég hækki töluvert eftir þessi tvö mót.“ En svo gekk þér mjög vel úti í Finnlandi? „Já, það var allt annað, þeir voru ekkert mjög sterkir þar. Ég vann allar skákirnar sem ég tefldi og fékk 6 vinninga. Þetta var alls ekkert erfitt skákmót." Var þetta ekki fyrsta skipti ■ Hannes Hlífar við skákborðið Tímamvnd GE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.