Tíminn - 04.03.1983, Side 7

Tíminn - 04.03.1983, Side 7
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 7 ■ Það getur veríð svolítið heitt að bera loðfeld í sumarhitunum í Ástralíu og hvað er þá betra en að taka sér sundsprett? Ja, það væri þá ekki nema að fá sér smáslurk af bjór’. Petra nýtur lystisemda lífsins! ■ Hvíta kanínan hún Petra, sem á heima í Melbourne í Ástralíu, kann heldur betur að njóta gæða lífsins. Þegar heitt er í veðri, tekur hún sér gjarna sundsprett, ásamt eiganda sínum, Chris Bull, sem er 14 ára. Að sundsprettinum loknum, veit hún ekkert betra en að skella í sig svo sem tveim undirbollum af köldum bjór! sem þú tefldir í útlöndum? „Já, ég vona að eigi kannske eftir að fara aftur út að tefla." Hvenær lærðirðu að tefla? „Eg lærði mannganginn þegar ég var 5 ára.“ Hver kenndi þér hann? „Hann heitir Friðrik og er eldri bróðir minn. Hann er 17 ára núna.“ Er hann góður? „Já, já, en ég er alveg búinn að ná honum núna.“ Ertu nokkuð kominn í skák- skólann hans Friðriks Ólafsson- ar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að reyna að koma mér inn í hann.“ Teflirðu mikið í skólanum? „Nei, það er ekkert mikið teflt þar nema svona í skólamótum og svoleiðis. En ég er í Taflfé- lagi Reykjavíkur. Ég fer oft á þriðjudags og fimmtudagsæfing- ar. Það mega allir fara á þær. Það eru bæði 10 mínútna og 15 mínútna skákir og þeir sem koma þangað eru bæði krakkar og fullorðnir, en á laugardögum eru æfingar fyrir 14 ára og yngri og ég fer stundum þangað líka.“ Stúderarðu mikið um byrjanir og svoleiðis? „Já,dálítiðsvona byrjanabæk- ur, Informator og svoleiðis." Eru það ekki þykkar og erfiðar bækur? „Jú, voðatega þykkar, það eru sjö hundruð og eitthvað skákir í þeim og þær koma tvisvar á ári.“ Finnst þér þú læra mikið af því að fara yfir skákirnar? „Já, mér finnst iíka gaman bara að skoða skákirnar." Teflið þið mikið á heimilinu? „Já, dálítið. Við bræðurnir teflum mikið og höfum stundum mót. Við erum þrír og ég er yngstur.“ Ert þú kannske orðinn bestur? „Nei, við erum svona svipað- ir,“ segir skákmeistarinn og við þökkum honum fyrir spjallið og óskum honum velgengni í skák- listinni. JGK erlent yfirlit ■ SUNNUDAGURINN 6. marz verður mikill kosningadag- ur í Vestur-Evrópu. Að sjálf- sögðu eru það þingkosningarnar í Vestur-Þýzkalandi, sem draga ■ Jacques Chirac Mest hef ur verið deilt um Deffeire og Chirac Harðri kosningabaráttu að Ijúka í Frakklandi að sér mesta athygli. Vegna þeirra hefur það horfið meira í skuggann, að sama dag fara fram borgar- og sveitarstjórnarkosn- ingar í Frakklandi. Þessar kosningar þykja þó líklegar til að hafa veruleg áhrif á frönsk stjórnmál, þar sem stjórnarandstæðingar hafa reynt að draga landsmálin inn í kosningabaráttuna og skorað á kjósendur að nota tækifærið til að segja álit sitt á stjórnarstefnu Mitterrands. Þetta þykir ekki óklókt af stjórnarandstöðunni, því að frá upphafi þótti líklegt, að stjórn- arflokkarnir, sósíalistar og kommúnistar, myndu verða fyrir verulegu tapi í þessum kosning- um. Ástíeðan er sú, að þegar síðast var kosið, eða 1977, unnu vinstri flokkarnir mikinn sigur og mun meiri en í fosetakosningunum 1981. Það hefur verið talið ólík- legt að þeir héldu meirihlutanum í öllum þeim borgum, þar sem þeir unnu þá. Aðalbaráttan milli flokkanna er háð í 220 borgum, þar sem íbúar eru fieiri en 30 þúsund. í minni sveitarfélögum er flokka- skipunin ógleggri og meira kosið um heimamál. í áðurnefndum 220 borgum fengu vinstri flokkarnir í kosn- ingunum 1977 meirihluta í 154 þeirra eða 61 fleiri en í næstu kosningum á undan. Það hefur þótt líklegt, að þeir muni missa meirihlutann í ýmsum þeirra borga, þar sem þeir fengu hann í fyrsta sinn 1977. Yfirleitt er vinstri flokkunum spáð tapi, en það verður ekki talið verulegt, þótt þeir missi meirihlutann í 15-25 borgum, þar sem þeir náðu honum í kosningunum 1977. Skoðanakannanir bentu til þess fram eftir vetri, að tap vinstri flokkanna yrði mjög veru- legt. Síðustu kannanir hafa verið þeim heldur hagstæðari. Þótt margir flokkar taki þátt í kosningunum stendur baráttan- aðallega milli tveggja bandalaga líkt og í forsetakosningunum 1981. Sósíalistar og kommúnist- ar hafa myndað bandalag annars vegar og Gaullistar og mið- flokkabandalagið hins vegar. Sambúðin milli miðflokka- bandalagsins og Gaullista er nú talin öllu betri en í forseta- kosningunum 1981, því að Jacq- ues Chirac, leiðtogi Gaullista, veitti Giscard forseta ekki yfir- lýstan stuðning í seinni umferð þeirra. Nú hafa þeir ræðzt við og telja sig standa vel saman. ■ Gaston Defferre Kosningalögunum hefur verið nokkuð breytt síðan 1977. Þá fékk sá flokkur, sem hlaut 50% greiddra atkvæða eða meira, alla fulltrúana. Nú fær sá flokkur, sem fær 50.01% greiddra at- kvæða, helming fulltrúanna og einn að auki. Afgangurinn skipt- ist milli flokka í samræmi við atkvæðamagn. Það var stjórn Mitterrands, sem kom þessari breytingu fram. { þeim borgum, þar sem eng- inn einn flokkur fær meirihluta, verður kosið aftur 13. marz. Fyrst í þeirri umferð munu flokk- arnir hafa með sér bandalög, en bjóða fram sér í lagi 6. marz. EINS og vænta má, beinist at- hygli fjölmiðla mest að kosninga- baráttunni í fáum borgum, þar sem þekktar persónur koma við sögu. Ein borg hefur þó dregið að sér langmesta athygli í þessu sambandi. Það er Marseille. Einn af helztu leiðtogum sósíal- ista, Gaston Defferre, hefur ver- ið borgarstjóri þar í 30 ár og talinn ósigrandi. Nú gera and- stæðingar hans sér vonir um að geta lagt hann að velli. Defferre, sem er 72 ára, hefur jafnan verið mikill andstæðingur kommúnista, en situr nú í stjórn með þeim. Hann fer með eitt erfiðasta ráðuneytið, innanríkis- ráðuneytið, en undir það heyra lögreglumálin. Andstæðingar hans gera mikla hríð að honum fyrir samstarf við kommúnista og ótrausta stjórn lögreglumáia, þar sem ýmiss konar glæpir fari í vöxt. Þetta gildir ekki sízt um Mar-' seille, sem er mikil hafnarborg. Margir útlendingar, einkum frá Afríku og Asíu, hafa tekið sér þar bólfestu í fátæklegu úthverfi, sem stundum er kallað Harlem Frakklands. Ýmis alþjóðleg glæpasamtök virðast hafa komið sér fyrir í Marseille. Þótt Defferre geti bent á, að margt hafi snúizt á betri veg í Marseille í boigarstjórnartíð hans, hefur vandamálum sízt fækkað, því að ný hafa komið til sögunn- ar. Ástandið í Marseille var þó miklu verra, þegar Deferre tók við borgarstjórninni, en þá mátti heita, að þar ríkti algert stjórn- leysi, og alls konar óaldarlýður færi sínu fram. Miðflokkabandalagið og Gaullistar hafa veirið sammála um frambjóðanda gegn Def- ferre. Hann er Jean-Claude- Goudin, formaður þingflokks miðflokkabandalagsins. Hann er talinn eitt af helztu foringjaefn- um þess. SVO mikið kapp er í kosninga- baráttunni í Marseille, að næst- um allir helztu stjórnmálafor- ingjar landsins hafa mætt þar á kosningafundum, Mesta athygli vakti fundurinn, þar sem Chirac lét ljós sitt skína og réðist harkalega á Defferre. Chirac mátti þó tæpast við því að fara frá París, en þar var hann kjörinn borgarstjóri 1977 og sæk- ir nú um endurkjör. Framtíð hans sem flokksforingja og for- setaefnis, getur oltið verulega á úrslitunum í París. Chirac hefur að mörgu leyti reynzt ötull borgarstjóri. Borg- arstjórnarembættið þótti ekki neitt merkisembætti áður, en Chirac hefur hafið það til vegs og virðingar. Nú kemur tæpast sá þjóðhöfðingi til Parísar, að hann heilsi ekki upp á borgarstjórann. Þetta eitt myndi þó ekki nægja honum til sigurs, ef hann hefði ekki beitt sér fyrir ýmsum mikl- um framkvæmdum og haldið fjármálum borgarinnar í góðu horfi. Fargjald með strætisvögnum og neðanjarðarlestum hafa dregizt inn í kosningabaráttuna. Andstæðingar vinstri flokkanna bera ekki ósjaldan saman far- gjöld í París og Marseille. í París eru þau 2.20 frankar, en í Mar- seille. 3.80. í París stendur far- miðasalan undir39% af kostnað- inum. Chirac hefur á mörgum svið- um aukið framlög til svokallaðra velferðarmála, t.d. hækkað elli- styrk. Það getur því orðið vinstrí flokkunum erfitt að glíma við hann. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.