Tíminn - 04.03.1983, Side 12

Tíminn - 04.03.1983, Side 12
12 heimiirstrminn FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 umsjón: B.St. og K.L. „Nei, heimurinn fer ekki versnandi” Kona Sigurðar er Anna Olafsdnttir röntgcntæknir og eiga þau tvö börn, Ólaf, 5 ára, og Ölmu, sem er aö veröa tveggja ára. Hvað er skólasafn? Flcstir dagar byrja á mjög svipaðan hátt. Eftir að maður cr kominn á fætur og hefur lokið nauðsynlcgum hrcin- lætisathöfnum í byrjun dags cr næsta skrefið að koma scr og sínum á vinnustað. Reyndar cru aðrir fjöl- skyldumcðlimir í fríi í dag, þannig að ég einn þarf að komast leiðar minnar. Leiðinni er heitið í Fellaskóla, þarsem ég starfa sem skólabókavörður cða öðru nafni skólasafnvörður. Eftir að búið er að opna safnið og kveikja þar Ijós fer ég alla jafna á kennarastofuna og fæ mér kaffibolla til að skerpa hugann. Aður en lcngra er haldið vil ég lýsa í stuttu máli hvað skólasafn er og til hvers. Mcðal ná- grannaþjóða okkar eins og til dæmis Dana hafa skólasöfn verið starfrækt í marga áratugi, en saga þeirra hér á landi er tiltöluléga stutt, a.m.k. í þeirri mynd sem þau eru núna. Skólasafn er safn bóka og gagna sem geta orðið þeim sem kenna í skólum og einnig ncmendum að gagni við störf sín. í Fellaskóla er safni í örum vexti, enda þótt sá vöxtur sé ekki eins mikill og ég hefði álitið æskilegt. Fjárveiting- ar til bókakaupa eru minni en þörfin segir til um og því miður er ekki hægt að kaupa allt það sem æskilegt væri að kaupa. í safnið koma hópar sem eru að vinna að ákveðnum viðfangsefnum og leita fróðleiks í gögnum safnsins. Flægt er að nýta safnið á einn eða annan hátt í flestum ef ekki öllum námsgreinum skólans. Einnig er lögð áhersla á að kenna nemcndum að nota safnið og þær bækur sem þar er að finna. Einnig eru útlán sívaxandi þáttur í starfinu á degi hverjum. Ekkert almennings- bókasafn í Breiðholti I Breiðholtshverfum í Reykjavík er ekkcrt almenningsbókasafn og cnda þótt bókabílar komi reglulega í hverfið fullnægir sú þjónusta alls ekki þörfum fólks fyrir bókasöfn. Þess vegna eru útlánin í skólasafninu mjög mikilvægur þáttur í að auka og bæta lestrarhæfni barna. Upp á síðkastið hafa verið miklar umræður í gangi um myndbönd og cr það mat ýmissa aðila, að myndbönd séu orðin nauðsynlcgur þáttur í tóm- stundalífi almennings í þessu landi. Þær myndir sem eru á boðstólum eru margar hverjar ágætar en allt of stór hluti þess efnis sem sýnt er telst alls ekki fullnægja kröfum fólks. En hvers vegna eru ekki í gangi umræður um á hvern hátt mögulegt sé að nýta mynd- bönd í skólastarfi? Ertilkoma „videos" sem fræðslumiðils ekki fyrst og fremst jákvæð? Gerð fræðsluefnis á myndböndum er mun einfaldari en gerð kvikmynda. Það er jafnvel möguleiki fyrir nemend- ur að útbúa sitt eigið fræðsluefni. Þessi hlið á myndbandabyltingunni er að mínu mati miklu athyglisverðari en sú hlið sem að afþreyingunni snýr. Og henni ætti fólk að gefa mun meiri gaum. En þá kemur að kostnaðinum. Er vinnandi vegur fyrir íslenska skóla að koma sér upp þejm tækjum sem nauð- synleg eru til að vinna fræðsluefni á myndböndum? Líklega heyrist sú mót- bára úr ýmsum áttum að fé skorti. En þvt er til að svara, að fyrst fjöldinn allur af einkaheimilum hefur ráð á að fjárfesta í fullkomnum tækjum til myndbandagerðar þá ættu skólar landsins að hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Sem mótvægi við þá staðreynd að mörg börn og unglingar eyða löngum tíma í að horfa á afþreyingarefni á myndböndum reyna bókaverðir og aðrir sem láta málefni Bókasafna sig nokkru skipta að stuðla að bóklestri barna. Og þá komum við aftur að því að bókasöfnin þurfa að vera á verði. Til þess að barn teljist fullkomlega læst þarf það að lesa marga tugi bóka, en því miður hefur bóklestur barna minnkað, og þá einnig breyst á undan- förnum árum. Myndasögur og teikni- myndabækur eru mjög áberandi meðal bóka þeirra er börn velja sér til lestrar. Sumir krakkar lcsa alls ekki annað. En staðreyndin er sú, að lestur slíkra bóka veitir ekki sömu þjálfun og lestur bóka með gamla laginu. Og sum börn láta sér einfaldlega nægja að skoða mynd- irnar. Sumir halda því fram að þeir sem andmælt hafa þróuninni í sambandi við þetta bókaval barna séu ofstopa- menn sem hafi ekkert til síns máls. Því er ég ósammála og þess vegna eru teiknimyndabækur ckki á lista yfir þær bækur sem keyptar eru í skólasafn Fellaskóla nema í undantekningartil- fellum. Ekki hægt að skella skuldinni á ungviðið Starfið á skólasafni er mjög líflegt og þangað kemur á degi hverjum stór hópur barna, unglinga og kennara. Fólk er að leita svara við ýmsum spurningum og þá er það starf bóka- varðarins að finna þau. Stundum tekst það, en því miður ekki alltaf. En eftir nokkurra ára samskipti við krakkana þá dregur alltaf úr trú minni á sann- leiksgildi kenningar sem miklu fylgi á að fagna, að heimur versnandi fari. Nei, heimurinn fer ekki versnandi. Og fari hann versnandi, þá er alla vega ekki hægt að skella skuldinni á ungvið- ið. Þennan dag er vinna mín í Fellaskóla búin á hádegi. Upp úr hálfeitt legg ég af stað og förinni er heitið heim, til að koma syninum á leikskóla, en þar eyðir hann fjórum tímum á degi hverjum, frá klukkan 1-5. Þvínæst fer ég heim og sest niður til að huga að því verki sem fyrir liggur síðari luta dags. Ég held mig við bókasöfnin og nú er um að ræða vinnu við afmælisrit Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem verður 60 ára í aprílmánuði næstkom- andi. í mörg horn er að líta og þess ber að gæta að allir þættir fjölbreytts og yfirgripsmikils starfs Borgarbókasafns komi með og að þeim séu gerð nokkur skil. Það er lögð rík áhersla á að lýsa því hvernig starfsemi safnsins er og hvaða verk starfsmennirnir fást við. Einnig er ástæða til að lýsa því, hversu ríkur þáttur í starfsemi safnsins eru mannleg samskipti. Það er ekki bara að bókaverðir afgreiði bækur við borð í aðalsafni og í útibúum um allan bæ, heldur eru samskiptin af ýmsu öðru tagi. Nefnum sem dæmi: Þjónustan Bókin heim er mörgu fólki sem ekki á heima.ngengt mikils virði. Þá ríður á að sá bókavörður sem bækur velur hafi þekkingu og skilning á hvers konar bækur hver og einn hefur líklegast ánægju af að lesa. Og viti menn. Það er reynslan að fólkið, sem flest er komið á efri ár, er ánægt og þakklátt fyrir þá aðstoð sem það nýtur. Einnig fer bókavörður í heimsókn á þá staði, þar sem verið er að stytta öldruðum stundir og skapa þeim tæki- færi til að stunda félagslíf. Það er til dæmis í Norðurbrún 1 og þangað fór ég fyrir skömmu og ekki var annað að sjá en bókavörðurinn vissi nákvæm- lega hvað hver og einn vildi og and- rúmsloftið var heimilislegt og þægilegt, eins og jafnan þar sent fólk er glatt og ánægt með samskiptin við náungann. Vel skal vanda sem lengi á að standa Þennan dag er ég að skrifa ýmislegt það sem kemur væntanlega til með að birtast í fyrrnefndu afmælisriti. Þetta er tímafrekt, því vel skal vanda til þess sem lengi mun standa. Og það sem birtist á prenti þarf helst að standast tímans tönn. Rétt fyrir klukkan 5 förum við hjónin af stað til að ná í strákinn á leikskólann og í leiðinni förum við í fiskbúð og kaupum fisk til tveggja daga og síðan rennum við við í bókasafninu í Sólheimum og þar velj- um við okkur lesefni af ýmsu tagi. Klukkan er farin að ganga sjö þegar við komum heim og þá er matargerð næst á dagskrá á heimilinu og síðan er krökkunum komið í náttföt, þannig að tryggt sé að þau fari í rúmið á kristi- legum tíma. Allt gengur það sam- kvæmt áætlun og um áttaleytið er búið að ganga frá uppvaski og öðru slíku sem fylgir matartíma og þá er sest niður við sjónvarpið og horft á fréttir. Allt í einu man ég þá eftir að Hermann Gunnarsson lýsir landsleik íslendinga og Belgíumanna í hand- bolta klukkan 20 mín. yfir 8 og það er ekki hægt annað en að hlusta. En eftir að hann er búinn að leiða íslensku þjóðina í allan sannleika um það, að við íslendingar þurfum að keppa um að dctta ekki niður í C-riðil í handbolta þá minnkar áhuginn á leiknum veru- lega, enda þótt ég hlusti við og við. Og ekki bætir úr skák, að Belgíumenn. sem höfðu steinlegið fyrir bæði Spáni og Sviss veita íslendingum harða keppni. En þetta endaði þó nokkuð vel og ísland vann. Áfram held ég í fjölmiðlaneyslunni og er nú komið að enska gamanþætt- inum „Yes minister" og ég hef óvenju gaman af gálgahúmomum hjá bresku pólitíkusunum. Þegar það er búið slekk ég á sjónvarpinu, hef ekki áhuga á að horfa á þátt um ofbeldi í Grikk- landi en sest við að þýða smástund, en ekki líður á löngu áður en þreyta gerir vart við sig og þá er ekki um annað að ræða en að hvíla sig. Og þar með hefur sá dagur runnið sitt skeið á enda. ■ Sigurður Helgason starfar, eins og frain kemur í pistli hans hér á eftir, sem skólasafnvörður við Fellaskóla. Við það hefur hann starfað samfleytt síðan haustið 1976 og jafnframt stundað nám í liókasafnsfræöum við Háskóla íslands. Hann hefur mikið fcngist við þýðingar, fyrst og fremst á barnabók- um, og nýlokið við lestur á þýðingu sinni á harnabókinni Ráögáta rann- sökuð í útvarpinu. Er þaö önnur þýöingin hans á barnabók, sem hann les á þeiin vettvangi. Sigurður hefur líka unnið talsvert að dagskrárgerð fyrir útvarpið, og þá fyrst og fremst með barnacfni. Sigurður er mikill áhugamaður um íþróttir og starfaöi m.a. um skcið í haust semíþróttafréttamaðurTímans. Sigurður Helgason við störf á skólasafni Fellaskóla. Hann ber gestum safnsins mjög vel söguna. (Tímamynd Róbert) Dagur í lífi Sigurðar Helgasonar, skólasafnvarðar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.