Tíminn - 20.03.1983, Side 8

Tíminn - 20.03.1983, Side 8
8 SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins ■ . Þaö vakti verulega athygli í sjónvarpsumræöunum frá Alþingi á mánudagskvöldið, að Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki að tala. Það fékk hins vegar Albert Guðmundsson, sem flutti Heimdallarræðu um að allir aðrir stjórnmálaflokkar en Sjálfstæðisflokkur- inn væru vondir og útlendir, og þess vegna ættu kjósendur að veita Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í kosning- unum í apríl! Þessum boðskap Alberts var vel tekið í Morgunblaðinu, og er nú ljóst af frásögnum þess, að Albert Guðmundsson er sá sem leiða mun kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksinsað þessu sinni. Hanner foringinn, sem leiða á íhaldið til sigurs, og hann er þá væntanlega líka foringinn, sern setjast á í sæti forsætisráðherra nýju íhaldsstjórnarinnar. Og ætti þá að vera óþarft fyrir þá hægrisinnuðu sjálfstæðismenn, sem eru að huga að sérstöku framboði í höfuðborginni vegna þess að þeir telja Sjálfstæðisflokkinn ekki nógu afgerandi í hægristefnu sinni, að bjóða fram. Albert ætti að vera nógu hægrisinn- aður fyrir þá ef marka má mánudagsræðuna frægu. Annars eru áskoranir um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og veita honum meirihluta dálítið hlægilegar. Hvaða Sjálfstæðisflokk eru menn að tala um? Hvaða stefnu? Er það stefna Pálma eða Eykons? Er það stefna núverandi ríkisstjórnar eða núverandi stjórnarandstöðu? Báðar þessar stefnur eiga fulltrúa í efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í aprílkosningunum. Kjósendur þurfa jafnvel sums staðar að kjósa í einu bæði ráðherra í núverandi ríkisstjórn og harðan stjórnarandstöðuþing- mann ef þeir ætla að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er auðvitað pólitískur geðklofi á hæsta stigi. Geir Hallgrímsson hafði á því orð þegar hann tók við sjöunda sætinu í Reykjavík, að hann ætlaði að leiða flokkinn til sigurs úr því sæti. En nú þegar er orðið ljóst, að honum er ekki lengur ætlað það forystuhlutverk. Albert Guðmundsson hefur tekið forystuhlutverkið meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík að sér. Hann og hans málflutningur verður því ímynd þess Sjálfstæðisflokks, sem hyggst taka við valdataumunum eftir kosningar. Og sú ímynd á ekkert skylt við þá sjálfstæðisstefnu, sern Gunnar Thoroddsen og Pálmi Jónsson eru boðberar fyrir. Gunnar Thoroddsen lýsti þeirri miklu gjá, sem er á milli þessara tveggja grundvallarviðhorfa í Sjálfstæðis- flokknum, í ræðu sinni á þingi á mánudagskvöldið, er hann sagði: „í Sjálfstæðisflokknum hef ég starfað frá stofnun hans. Á ungum aldri vann ég að því ásamt félögum mínum að flokkurinn yrði víðsýnn, frjálslyndur flokkur með hags- muni allra stétta fyrir augum og með fullum skilningi á félagslegum þörfum fólksins. En ekki síður var okkur það hugleikið, að flokkurinn yrði umburðarlyndur flokkur í samræmi við þann kjarna sjálfstæðisstefnunnar, að sérhver maður ætti rétt á að vera sjálfstæður í hugsun, orði og verki og hefði rétt til að fylgja samvisku sinni og sannfæringu eins og stjórnarskráin býður þingmönnum að gera. Nú í seinni tíð hefur syrt í álinn og blikur dregið á loft. Því er ekki að neita að nokkurt fráhvarf hefur orðið frá þeim hugmyndum og grundvallarhugsjónum, sem við á sínum tíma gerðum okkur og sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af starfað eftir. Þar má tilnefna þröngsýni í stefnumótun og hugmyndir um harkalegt flokksræði“. Albert hefur tekið að sér að leiða í kosningabaráttunni þann arm flokksins, sem gert hefur þessa „þröngsýni í stefnumótun og hugmyndir um harkalegt flokksræði11 að leiðarljósi sínu. Það er því undir þessu merki „þröngsýni“ og „flokksræðis“ sem stefnt er að hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, en ekki viðhorfum „um- burðarlyndis“ „víðsýni“ og „frjálslyndis“, sem forsætisráð- herra talaði um. Kjósendur eiga því ekki að þurfa að vera í vafa um hvaða Sjálfstæðisflokk þeir eru í raun og veru að kjósa, þótt vafalaust verði reynt að fela hið rétta eðli fram yfir kjördag. - ESI Eru stjórnmálaflokk arnir á helgöngu? ■ Pótt hinir póiitísku straumar og iðuköst síðustu vikur pg daga hafi mjög verið háð þeim vatnavöxtum sem á eru hlaupnir vegna nálægra kosninga, hefur ýmislegt gerst sem mun hafa miklu varanlegri áhrif á stjórnmálaframvindu nú og vert er að hyggja að yfir þessar vorleysingar. Þegar kosningalagafrumvarp flokksformannanna hafði ver- ið samþykkt á dögunum lét glöggur landsbyggðarþingmaður, sem var því andvígur, svo um mælt að hann sæi ekki betuí cn þetta væri mikið framlag til riðlunar stjórnmálaflokka. Mér virtust þessi ummæli athyglisverð og við nánari athugun sé ég ekki betur en þau hafi við gild rök að styðjast og allt bendi til að afleiðingarnar verði mjög örlagaríkar fyrir íslenskt lýðræði og stjórnmálalíf. Afbrot flokkanna. Að öllum líkindum er fjórflokkasamningurinn um kosningalagabreytinguna í eðli sínu í senn mesta samtrygging- arafbrot flokkanna gegn lýðræðinu í landinu á síðustu árum og verður á næstu árum þyngsta lóðið til riðlunar og upplausnar þeirra sjálfra. Lítum nánar á þessa fullyrðingu, fyrst með því að svara spurningunni: Hvað eru stjórnmálaflokkar í lýðræðisþjóðfé- lagi okkar frá sjónarmiði kjósandans? Þeir eru leiðir kjósenda til þess að velja á milli stefna, málefna, manna og sjónarmiða. Hlutverk stjórnmálaflokka er að halda þessum leiðum opnum hverri um sig, að minnsta kosti í þeim málum sem ekki er yfirlýst og viðurkennd þjóðarsamstaða um. Þegar allir þing flokkar sameinast um eina úrlausn í miklu ágreiningsmáli þjóðar er leiðum kjósenda til vals í raun lokað, í stað þess að vísa málinu til þjóðarinnar. Þetta er í raun það sama og að binda hendur manns á bak aftur og segja honum svo að rétta upp höndina. Þessar aðferðir flokkanna hljóta að leiða til þess, að kjósendur reyna að leggja aðra vegi sem hægt sé að velja um - framboð utan flokkanna-og jafnframt forðast æ fleiri að vera í hafti flokkanna. Þetta er engan veginn æskileg þróun en þó betri en samsærisalveldi flokkanna og misbeiting þeirra á þingræðinu gegn lýðræði í landinu. Þessi misbeiting er verst og vítaverðust þegar hún á sér stað í stjórnlagamálum og verður dómur í sjálfs sök. Þó er ekki hægt að fordæma það með öllu að flokkarnir geri samkomulag um mál. Það getur bæði verið réttmætt og. æskilegt. En slíkt samkomulag á sér ákveðna markalínu. Forsenda þess er að það liggi á borðinu að þjóðin sé þessu að miklum meirihluta samþykk. En það er nú eitthvað annað en svo sé í þetta sinn. Breýtingin er fólgin í tveimur atriðum aðallega - fjölgun þingmanna og jöfnun atkvæðavægis milli dreifbýlis og þéttbýlis - og það liggur meir að segja í augum uppi, að um þetta er ekki þjóðarsamstaða heldur er þetta eitthvert mesta átaka- og ágreiningsmál sem um getur með þjóðinni, þar sem enginn veit um meirihluta á þessari stundu. Skoðanakannanir benda meira að segja ótvírætt til þess að þjóðin sé andvíg fjölgun þingmanna, en flokksformenn hafa nú girt fyrir, að réttur þjóðarvilji um þetta komi fram. Þetta er lýðræðisafbrot. Flokksformenn segja ef til vill: Við kölluðum saman miðstjórnir og flokksráð. En þá verður að ntuna, að stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lengur meirihluta kjósenda innan félagsvébanda. Þar hefur orðið mikil hlutfallsleg fækkun síðustu árin. Miðstjórnir flokka, jafnvel allar í einni hjörð, eru ekki lengur sjálfgefnir handhafar áhrifavalds þjóðarmcirihluta. Nýtt stig flokkaupplausnar. En hverjar verða afleiðingar þessa hrapallega gerræðis flokksformannanna í landinu á næstu árum og áratugum? Þær sjást auðvitað ekki allar fyrir nú. en líta má á nokkur atriði sem virðast blasa við þeim sem horfir með nokkurri framsýni í þennan straum. Það er alkunna og ómótmælanleg staðreynd, að þjóðin hefur horfið frá hefðbundnum stjórnmálaflokkum í vaxandi mæli síðustu tvoáratugi. Það fráhvarf hefur m.a. birst íþví, að æ fleiri kjósendur og áhugafólk um þjóðmál stendur utan félagsvébanda flokkanna eða brýst undan flokksaga og leitar annarra leiða til áhrifa, m.a. með framboðum utanflokka og sérframboðum við jaðra flokka. Þeta hefur komið berlega í ljós við nokkrar síðustu kosningar, fyrst í mcsta þéttbýlinu en í síðustu kosningum og nú úti á landsbyggðinni. Ein örlagaríkasta afleiðing samþykktar alþingis á flokksformanna- frumvarpinu verður auðvitað sú, að fólkið fjölgar enn mjög sérframboðum af ýmsu tagi - gerir sér fleiri vegi fram hjá flokksræðinu og utan og ofan við hefðbundna stjórnmála- flokka í nafni ýmiss konar hreyfinga. Þar verður ein alda stærst. Á fyrstu tveimur áratugum lýðveldisins, ekki síst meðan atkvæðavægi var mest um og eftir 1960 héldu landshlutasam tök, eða fjórðungssambönd, uppi allöflugri baráttu fyrir meiri sjálfsstjórn fjórðunga og héraða um eigin mál og einnig dreifingu ríkisstofnana. Þessari baráttu var þá beint að því að fá flokka og þingmenn til þess að beita sér fyrir þessum sjónarmiðum. Hún bar í heildafar lítinn árangur. Sjálfstjórnin hefur ekki aukist að neinu ráði, nær engar ríkisstofnanir hafa verið fluttar út á land, og hreyfing þessi lagðist í hálfgerðan dvala. Síðan hefur það gerst á síðustu tveimur áratugunum, að misvægi atkvæða hefur farið sívaxandi milli suðvesturhorns landsins og annarra kjördæma. Flótti frá landsbyggðinni þangað hélt sífellt áfram og olli þessu. Ein ríkisstjórn öðrum fremur lagði þó kapp á að snúa þessu við, bæta hlut landsbyggðar og auka meðþvíbyggðajafnvægi. Þaðvarvinstri stjórnin 1971-74. Henni tókst að snúa flóttanum við og nýtt fjör færðist um sinn í atvinnulíf úti um land. En við skulum muna það, að forsenda þessa árangurs var vaxandi misvægi atkvæðaoghlutfallslegfjölgun landsbyggðarþingmanna. Þetta deyfði líka um sinn hina fyrri baráttu landsfjórðunganna fyrir meira sjálfsvaldi. Þegar atkvæðajafnvægi verður nú leiðrétt nokkuð, sem auðvitað verður ekki hjá komist, verður allt að helmingur þingmanna fylltrúar þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Umbæt- ur til handa landsbyggðinni verða henni því aldrei framar færðar á silfurfati atkvæðamisvægis eins og 1971-74. Þetta hlýtur að hafa tvennt í för með sér - og fieira þó. Hags landsbyggðarinnar verður ekki eins vel gætt í löggjöf og framkvæmdum, og fólksflutningar til suðvesturhornsins auk- ast að nýju. Barátta dreifbýliskjördæmanna eða fjórðunganna fyrir meira sjálfsforræði, meiri hlutdeild og jafnræði í atvinnu- og ríkisstarfsemi, hlýtur að taka nýjan fjörkipp, og verða háð á alveg nýjum grundvelii. Þannig hljóta fjórðungarnir að reyna að klóra í bakkann og bæta sér upp áhrif sem þeir missa og höfðu í krafti atkvæðamisvægis. Og nú verður áreiðanlega ekki látið við það sitja að tala fyrir daufum eyrum flokka, sem' eiga allt sitt undir ítökum í þéttbýlinu. Byggðaj afn vægisframboð. Hin nýja og stóreflda fjórðungabarátta, sem nú hlýtur að fylgja í kjölfarið verður háð með framboðum utan stjórnmála- flokkanna, nema til komi þá alveg sérstakur og einhlítur landsbyggðarflokkur. Þar með færist riðlun og upplausn hefðbundinna stjórnmálaflokka á nýtt stig með miklu meiri hraða en áður, eins og þingmaðurinn benti réttilega á. Þetta mun gerast á þann veg, að fólk sem vill beita sér fyrir meiri sjálfsákvörðunarrétti fjórðunga eða kjördæma í fjármálum, félagsmálum og atvinnumálum óg fá á sitt svæði réttmæta hlutdeild ríkisumsvifa og ríkisstofnana-hvar í flokki sem það annars stendur - fylkir sér saman um byggðarjafnvægisfrr— boð utan flokkanna. Og guð hjálpi flokkunum gömlu og gc í þessum kjördæmum þá. Og framboð ýmissa hreyfinga utan flokka í Reykjavík halda auðvitað áfram með auknum blóma líka. Þannig kemst Hrunadans gamla flokkakerfisins á alveg nýtt og hraðfleygara stig. Varla mun líða á löngu áður en aukaframboð af ýmsu tagi verða fleiri en flokkaframboð, og einhvern góðan veðurdag vöknum við upp við það, að fleiri kjósendur hafa kosið þessi framboð en flokkaframboðin. Þar með hefði þjóðin hafnað flokkunum sem leiðum að mismun- andi markmiðum. Þessi þróun er sem sagt í fullum gangi. Flokkarnir grípa nú æ oftar hver í annan til stuðnings á þessari eyðimerkurgöngu og dragast saman út í eigin tortímingu, en við taka alls konar önnur samtök og hreyfingartil pólitískra áhrifa. Þetta er sú mynd sem við blasir, til að mynda í því að nú virðast aukaframboð í Reykjavík ætla að verða jafnmörg flokksfram boðum eða því sem næst. Hið eina sem mætti verða flokkunum - mismunandi leiðum lýðræðisins - til hugsanlegrar bjargar er að þeir sjái bjargbrúnina sem fram undan er og skilji þróunina og vitjunartíma sinn, hefjist handa unt að fylgjast með og tengja sig við tímann, losi um flokksræðið, opni sig og gæti þess að vera færar leiðir kjósenda. Þess sjást því miður ekki mikil merki enn, nema helst hjá einum þeirra, Alþýðubandalaginu, sem gert hefur einhvers konar opnunarhreyfingar, en enginn veit enn hvort það er vísir nokkurs sem að gagni kemur. Eitthvert ömurlegasta dæmið um saman saumað og skelfingu lostið flokksræði birtist í gerræðisfullri neitun flokkstjórna í kjördæmum gegn því að se'rframboð flokks manna á sama stefnuskrárgrundvelli fái tvöfaldan listabókstaf, eins og löggjafinn heimilar þó fyrir sitt leyti sem minnihluta- réttindi. Enn virðist ekkert nema hart nei að fá þaðan og bíða þó margir eftir svari um þessar mundir. Eitt þessara framboða er alveg sérstakur prófsteinn - sérframboð framsóknarmanna í Húnavatnssýslum vegna þess að þar standa nær einhuga að máli fulltrúaráð allra gildra framsóknarfélaga í tveimur sýslum. Fái slíkt framboð ekki lögleyfða listabókstafi fyrir ofríki flokksræðis er skörin farin að færast upp í bekkinn. Cato hinn gamli sagði forðum daga, að sumir stjórnendur segðu, „að það væri ekki verkefni almennra borgara að skipta sér af stjórnmálum". Þegar íslenskir flokkaformenn lokuðu leiðum kjósenda til þess að velja um kosti í kjördæmamálinu svo- nefnda, sögðu þeir í raun og veru hið sama við kjósendur um það mál. Cato hafði á reiðum höndum dóm um það atferli og sagði: „Engir nema harðstjórar og þrælar ættu að leyfa sér svo blygðunarlaus ummæli". Og hér voru ekki aðeins ummæli heldur verk sem tala. A.K. Andrés Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.