Tíminn - 20.03.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 20.03.1983, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 menn og málefni MALFUNDIR A ALÞINGI ■ Virðing Alþingis hefur oft borið á góma í seinni tíð og yfirleitt með þeim athugasemdum að henni fari hrakandi í hugum almennings. Vafasamt er að menn hafi nokkru sinni borið sérstaka virðingu fyrir stofnuninni, að minnsta kosti hefur lengi verið landlægur siður að hnýta í löggjafarsamkunduna og finna henni fiest til foráttu. En eigi að síður líta menn á Alþingi sem þá stofnun sem ræður gangi mála í þjóð- félaginu, og gerir þá kröfu að þar sé málum ráðið af ábyrgð með hag lands og þjóðar fyrir augum. Því miður ber alloft á því að afstaða til mála á Alþingi mótast fremur af hagsmunum eða áróðursgildi fyrir einstaka flökka eða flokksbrot. Þetta finnur fólk og skilur og er því ekki furða þótt Alþingi setji ofan í augum kjósenda. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri skrifaði um hnignun Alþingis í þennan dálk fyrir viku. Hann hefur fylgst náið með störfum þess í marga áratugi, bæði sem pólitískur ritstjóri og sjálfur sat hann á þingi í nærfellt tvo áratugi. Hann sýndi fram á að löggjafarvaldið er að miklu leyti komið til ráðuneyta og að löggjafarstarfið er órðið horn- reka hjá alþingismönnum. Marklitlar þingsályktunartillögur, og umræður utan dagskrár um dægurmál taka upp tíma þingsins. Fjölmiðlasýki Fjölmiðlunin ræður hér nokkru um. Sumir þingmenn eru bókstaflega fjöl- miðlasjúkir og setja á svið allskyns uppákomur þar sem illyrtur orða- flaumur þykir æskilegra fjölmiðlaefni en vandaðar en dauflegar umræður um nýttmálefni. í vetur hafa þingstörfin gengið verr en nokkru sinni fyrr í manna minnum. Eftir að ríkisstjórnin missti meirihluta í neðri deild hefur stjórnarandstaðan einskis látið ófreist- að að beita aðstöðu sinni til að torvelda framgang mála með hótunum um að stöðva þau og hefur þetta gert stjórnar- sinnum mjög erfitt fyrir að afgreiða nauðsynlegustu mál. Bráðabirgðalögin hafa þvælst í þing- inu í nær allan vetur og ætlaði stjórnar- andstaðan að nota þau til að knýja ríkisstjórnina til að segja af sér. En þegar loks til kastanna kom sat sá hluti sjálfstæðismanna, sem er í stjórnar- andstöðu, hjá og lögin flugu í gegn um deildina. En fyrir jól munaði þingheim ekkert um að afgreiða með snatri tvö fylgifrumvörp bráðabirgðalaganna, um láglaunabætur og lengingu orlofs, en þriðja fylgifrumvarpið, um breytt og jafnvel nothæft vísitölukerfi dagaði uppi með þeim afleiðingum að verðbólg- an, sem allir þykjast vera á móti, æðir upp á við sem aldrei fyrr. Það er von að álit almennings á Alþingi bíði hnekki þegar svona vinnu- brögð eru viðhöfð. Ekki bætir úr skák sá áróðursflaumur sem verið hefur samfara allri þessari umræðu um bráða- birgðalögin, enda hefur mörg fjólan skotið upp kollinum í þeirri umfjöllun allri. Eftir á að hyggja virðast allir sammála um að eðlilegast hefði verið að fá atkvæðagreiðslu um þessi lög þegar eftir að þing kom saman, og fá þar með skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi var yfirleitt starfhæft. En það var ekki gert og tregðulögmálið hefur ráðið flestu í störfum þingsins. Klofnir flokkar Sá klofningur sem varð í stærsta stjórnmálaflokki landsins þegar núver- andi ríkisstjórn var mynduð hefur sett meiri svip á þetta þing en hin fyrri á kjörtímabilinu. Það stafar af því að enn varð klofningur meðal þeirra sjálf- stæðismanna sem studdu stjórnina. Og enn varð klofningur í hinum stjórnar- andstöðuflokknum þegar einn þing- manna sagði sig úr honum og eignaðist eigin flokk. Þegar slíkur ruglingur ei kominn á liðið er von að það segi til sín í þingstörfum. í allan vetur hefur þing verið starfs- lítið, en mikið talað. Sumir þingmenn eru haldnir þeirri áráttu að vilja helst ekki annað starfa en að hlusta á sjálfa sig tala. Það er oft mikil raun að sitja undir langhundum í þingsölum og reyna að festa hugann við það sem ræðumenn eru að boða. Það eru tiltölulega fáir þingmenn af.þeim 60, sem þar sitja, sem setja á langar tölur um hugðarefni sín. En þeir eru þeim mun oftar í pontu og tefja fundartíma meira en allir hinir til samans. Hvaða tilgangi öll þessi mælska þjónar vita þeir einir sem fylla síður Alþingistíð- inda með orðaflóði. Ótímabærar umræður Iðulega eru settar á eldhúsdagsum- ræður af litlu sem engu tilefni. Þá er ekki verið að halda sig við þá dagskrá sem fyrir fundum liggja heldur farið vítt og breitt yfir stjórnmálaástandið og mælskan flýtur um ávirðingar and- stæðinganna og eigið ágæti. Sjálf þing- störfin eru látin sitja á hakanum. Svona gengur þetta þar til þinglausnir nálgast og menn átta sig á að fjöldi nauðsynlegra mála eru enn óafgreidd og þá er farið að leggja nótt við dag til að koma málum í gegn um þingið, og þá kvarta þingmenn um að þeim sé haldið í þrælapúli. Sjaldan hefur áður þurft að taka jafnrösklega til höndum á Alþingi einsog síðustu daga fyrir þinglausnir að þessu sinni. Hefði mátt spara málæðið svolítið í vetur og vinna þá að málum sem komin voru í eindaga rétt fyrir þinglok. En þrátt fyrir mikið tal á þingi í vetur er eftirtektarvert að þá var þagað um málaflokk, sem kom til umræðu aftur og aftur á þinginu þar á undan, og hart var deilt um. Það var um afstöðuna til eru íslands í Atlants- hafsbandalaginu, um afvopnun og friðarmál, kjarnorkubombur á Kefla- víkurflugvelli og afstöðu til utanríkis- mála yfirleitt. Út af þessum málum ruku þingmenn upp aftur og aftur í fyrravetur og var hvert tækifæri notað til að taka þau á dagskrá, en eftir umræðuna löngu og snjöllu um kafbát- inn sem lenti upp á skeri við bóndabæ í Svíþjóð með kjarnorkuvopn innan- borðs virðast menn hafa misst áhuga á friðarmálunum og þögðu um þau þunnu hljóði á 105. löggjafarþinginu. Lítill áhugi á réttlæti En þegar slík vinnubrögð eru við- höfð sem raun ber vitni á síðasta þingi verða að vonum mörg mál útundan sem vert hefði verið að afgreiða sem lög. En þau verða að bíða betri fima. Eitt þeirra mála sem ekki náði afgreiðslu var frumvarp um að allar konur fengju sama fæðingarorlof án tillits til stéttar þeirra og stöðu. Auk þess að vera sjálfsagt réttlætismál hefði framgangur þess orðið til að einfalda . tryggingakerfið og koma í veg fyrir alls kyns leiðindi sem af núverandi ranglæti leiðir. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Alexander Stefánsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson. Hinn fyrstnefndi er fyrsti flutningsmað- ur og mælti hann fyrir málinu. Hér er um að ræða vel unnið þingmál og stutt gildum rökum. f upphafi reifaði Alex- ander hvernig þessum málum er nú háttað og lagði til að fellt verði úr gildi það ákvæði laganna að miða fæðingar- orlofsgreiðslur við vinnustundafjölda með tilheyrandi vottorðum, með þeim afleiðingum, að stór hluti fæðandi kvenna fær aðeins þriðjung eða tvo þriðju hluta greiðslu.í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barnsburðarvottorð frá lækni verði nægileg sönnunar- skylda til greiðslu fæðingarorlofs. Eins og lögin eru nú eru þau hrópandi óréttlæti gagnvart heimavinnandi konum, og þeim fylgir mikil skrif- finnska sem fylgir vottorðum og sönn- unarskyldu vegna atvinnuþátttöku, en lögin um fæðingarorlof eru í beinum tengslum við samkomulag ríkisstjórn- arinnar við launþegasamtökin í land- inu sem lögðu aðaláherslu á málið vegna fólks í stéttarfélögum á vinnu- markaði. Sífellt koma upp deilur um atvinnu- þátttöku kvenna, þar sem að jafnvel 5-10 klukkustundir skipta máli um hvort viðkomandi kona hefur rétt á 1/3 hluta eða 2/3 hlutum eða óskertum fæðingarorlofsgreiðslum. Það hafa komið upp deilur og eru deilur um mat á vinnu við ýmis heima- störf, sem unnin eru af móður í tengslum við atvinnu eða opinber störf, svo sem í vélritun í heimahúsum, jafnvel kökubakstur, saumaskapursvo og ýmis konar heimilisiðnaður, svo að eitthvað sé nefnt hvernig eigi að meta þetta í klukkustundum, sem skiptir sköpum um _ hvað viðkomandi á að fá háar orlofsgreiðslur. Hvernig á t.d. að meta störf kvenna í landbúnaði, engar matsreglur eru til um vinnutíma við ýmis slík tilfelli. Viðkomandi ráðuneyti hefur ekki treyst sér til að gefa út reglugerð um þessa flóknu framkvæmd laganna. í dag ríkir margs háttar og flókin vott- orðagjöf og skriffinnska og hrópandi óréttlæti varðandi þetta mikilvæga mál. Utan við gildandi lög um fæðingar- ‘ orlof kvenna standa samkvæmt sér- samningum, konur í Bandalagi há- skólamanna, konur í Sambandi banka- starfsmanna og konur í BSRB, sem hafa þriggja mánaða óskert kaup í fæðingarorlofi samkvæmt sérsamning- um. Flutningsmaður gat þess, að þegar lögin voru til meðferðar á Alþingi haustið 1980 kom fram hörð gagnrýni frá ýmsum félagssamtökum kvenna um það óréttlæti, að allar fæðandi konur hefðu ekki sama rétt til orlofs- greiðslu, en furðuleg þögn var samt um málið frá öðrum aðilum, svo sem jafnréttisráði, og þeir þingmenn, sem héldu fram að óréttlætis gætti í lögun- um, urðu í minnihluta. Þá minntist flutningsmaður á að síðan hafa ýmis samtök kvenna látið fara frá sér álykt- anir um þetta mál og undirskriftarsafn- anir hafa farið fram á fæðingardeildum og að fjallað hafi verið um málið á opinberum vettvangi. Heiðarieg rök Það er hægt að koma fleiri málum að á Alþingi en rifrildi um efnahagsmál sem stundum byggir ekki á styrkari grunni en kenningum þeirra Marx eða Friedmans. Alexander vitnaði í grein eftir hógværa húsmóður, Margréti Matthíasdóttur, máli sínu til stuðnings, en hún skrifaði í Morgun- blaðið 10. febr. s.l.; og fjallaði um ýmislegt óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu. En þessi orð húsmóður- innar fara inn í þingtíðindi: „Þriðja dæmið sem mér finnst þó almesta hneykslið, það fjallar um fæð- ingarorlof, því er þannig varið að ef ég cl barn í þennan hcim, kona sem er húsmóðir og hefur ekki of mikið af peningum, þá væri ég metin þurfa 3.300 kr. á mánuði í þrjá mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins í fæðingar- orlof. Vinkona mín sem vinnur úti 1/2 daginn til að drepa tímann, og hefði þar með fengið úthlutað svolitlum láglaunabótum, hún ætti því pínulítið meira af peningum en ég, hún væri metin þurfandi fyrir 6.000 kr. á mánuði í þrjá mánuði frá tryggingunum. Önnur vinkona mín sem vinnur úti allan daginn fyrir góðum tekjum og væri auk þess gift hálaunamanni og hefði þess vegna nægt fé milli handa hún er dæmd þurfandi fyrir 9.900 kr. á mánuði í þrjá mánuði frá Trygginngar- stofnun ríkisins. Þetta var ákveðið í sölum Alþingis íslendinga og svo spyr hún hver þessara þriggja kvenna, sem allar væru að vinna sama verk fyrir þjóðarbúið, sem sagt að geta af sér nýjan þjóðfélagsþegn, munduð þið álíta að þyrfti hæstu greiðslurnar, sú sem engin laun hefur, eða hálauna- manneskjan". Þá vitnaði hann í viðtal við húsmóð- • ur í sveit sem hafði þetta að segja. „Eg hygg að ég mæli fyrir munn margra með því að halda því fram að með þessari löggjöf sé hlutur heima- vinnandi húsmæðra lítils virtur, það er í rauninni algjör fjarstæða að draga konur þarna í dilka eflir stöðu, það er réttlætismál að fá þessu breytt, enda snertir þetta stóran hluta íslenskra kvenna. Mér finnst það því ekki stór- höfðinglegt af alþingismönnum þegar þeir semja þessi lög að flokka konur svona í þrennt. Allar konurnar cru jú að fæða af sér nýja skattborgara fyrir íslenska ríkið og það veit enginn nema að það verði betri skattborgarar, scrn alast upp hjá henni mömmu sinni, sem er heima, heldur en þeir sem alltaf þurfa að vera á dagheimili." Og í lok greinargerðarinnar, þar sem hún er búin að rckja um vottorðin.vinnustund- irnar og svo frv. þá segir hún: „Ég skil alls ekki þessa útreikninga, samkvæmt þeim eru húsmæður aðeins taldar vinna 515 dagvinnustundir eða minna, það nær ekki tveimur stundum á dag. Ég býst við að fæstar húsmæður skilji þessa útreikninga. Bóndakona fær 2/3 fulls orlofs.þaö fékkst víst í gegn mcð einhverjum erfiðismunum, en hús- móðirin fær aðeins 1/3 orlofs. Mér þykir þctta alveg frálcitt og ég veit það sjálf hvc niikiö bóndakonur þurfa að vinna, þær þurfa að vinna miklu meira en 516-600 dagvinnustundir á ári og á meðan heimilið hefur jafnmikið að segja fyrir þjóðfélagið og raun bcr vitni, þá á ekki að mismuna konunni sem vill vera heima og við vitum hversu mikilvægur skerfur hennar cr í uppeldinu.,“ A síðasta ári voru greiddar 76,5 millj.kr. vegna fæðingarörlofs. Öskert- ar 3 mánaða greiðslur voru 2.401,853 mæður fengu 2/3 hluta greiðslu og 1.012 konur fcngu þriðjungs greiðslu. Það cru þær konur sem samkvæmt skilgreiningu eru bara húsmæður. Máli sínu lauk hún mcð því að benda á að hér væri um að ræða viðurkenningu á réttarstöðu heimavinnandi móður og að málið hafi þýðingarmikið gildi fyrir uppeldri barna, sem aldrei verður metið til fjár. 600 fóstureyðingar Þá minnti hann á, að á vissan háft væri hægt að rökstyðja að þessi lcið- rétting á fæðingarorlofi gæti ef til vill dregið úr fóstureyðingum hér á landi, en á síðasta ári voru framkvæmdar 600 fóstureyðingar, sem er óhugnanlega há tala í okkar litla þjóðfélagi. Félagslegar aðgerðir, sem dregið gætu úr þessari óhcillaþróun, eru af hinu góða. Fjöldi fólks er á biðlista ár eftir ár eftir því að taka börn erlendis frá í fóstur. Aðgerðir eins og hér er um að ræða gætu cf til vill orðið til að auka fæðingar hér á landi og ef til vill leysa að einhverju leyti það vandamál sem hér er nefnt. Þriggja mánaða orlofsgreiðsla til allra fæðandi kvenna mun hafa heilla- vænleg áhrif á heilbrigt fjölskyldulíf og skoraði Alexander á samþings- menn sína að samþykkja fruntvarpið áður en þing yrði rofið. Félagsmálaráðherra taldi að hér væri um réttlætismál að ræða, en auralítill kassi leyfði tæpast að það næði fram að ganga. Fleiri þingmenn tóku ekki til máls og sofnaði málið í nefnd. Þetta er tekið hér sem dæmi um þjóðþrifamál, sem tekið var af tómlæti og þótti lítillar umræðu vert og lognað- - ist út af í öllum þeim gusugangi sem yfir þingið gekk síðustu vikurnar. Hér er ekki um flokkspólitískt mál að ræða, aðeins leiðréttingu á ranglæti og einföldun á skriffinnskukerfinu. En rifrildismálin höfðu sinn gang. Það er umhugsunarefni fyrir þá sem setjast á þingmannabekk eftir kosning- ar, að þeir eru kjörnir á löggjafarsam- kundu en ekki málþing til að taia sjálfum sér til skemmtunar og öðrum til leiðinda. Oddur Olafsson, W f* ritstjórnarfulltrúi, skrifar wM/.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.