Tíminn - 20.03.1983, Page 10

Tíminn - 20.03.1983, Page 10
SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 10_________________ erlendir leigupennar ■ Ekki er seinna vænna en að fastir lescndur þessa hér fasta en stopula þáttar í blaðinu fái fréttir af íslending- unt, í stað þess útlenda og heiðna hyskis sem hér í Lundúnum býr að staðaldri, og enda má lesa um það á öðrum og ómerkilegri pappírum. En ekki hér, í Hclgartímanum. Ekki aldeilis lagsmað- ur. Ekki er öllum kunn sú staðreynd, að ef fréttist af ungu námsbarni,sem hyggur á skólun í framandi löndum, þá cru tafarlaust gerðar ráðstafanir til þess að hafa af því tal fyrir hönd út- og millilanda- málaráðs. f'cir frómu mcnn og aðilar sjá nefnilega (og réttilega, hamingjan sanna!!) verðuga fulltrúa farsældarfróns- ins í gáfuðum og vel upp öldum ung- lingum, og hræbillcga auglýsendur og sendiherra fyrir land og þj’óð á útlendum vettvangi og grundvelli víðum. Er þcim tjáð og faliö á þessum fundi, að hafa alla króka úti og velsmurða til að sannfæra alla þá sem þeir kynnu að hitta, um íslands himneska paradís á jörðu, og fádæma snjalla og gáfaða þjóð, semog iinnur undur og stórmerki málinu skyld, og freista þessað ginna liðiö á faraldsfæt- ur. Vitaskuld er málið auðsótt enda miklir Iretnaglar allir þeir sem ekki bafa gagn og gaman af því að lofa og prísa paterlandið. Og því eru íslenskir námsmenn erlendis öðrum mönnum á- kafari og aktívari viðaðefla ferðamanna- iðnaðinn.ogeru hreyknirafsjálfumsér. Ekki telur undirritaður sér mikinn ósóma af því að hafa tckið þátt í þessari landkynningu, né sér hann ástæðu til að MAvRÍA^HVERWIly1 S’É.RIR MAÐORMU . HöNfUNOA ’í.jive'u KýJAVINSÆLA ■ Mikill hugur var í námsmönnum fyrir þorrablótið, og undirbúningur gríðarlegur hjá ptívataðilum semog skemmtinefndinni LANDKYNNING íLUNDÚNUM ætla að árangurinn sc undir pari, svona meðaltalslcga séð og sagt á íþróttamáli. En hinu ber þó síst að lcyna, að oft revnist málið torvelt fram úr öllu kristi- legu hófi, og krappur dans og ólipur cnda oftlega viö ramman reip að draga og Ijón í veginum og bla bla bla og hart er í heimi. Indriði minn. En ferðamála- ráðunautar og crindrckar verða þó að virða á betri veg allar manns ófarir. og skoða þær í skæru Ijósi undursamlega vel hcppnaðra góðfara og sukksessa. Skulu nú hér rakin tvödæmiafgagnstæð- um pólum, svo ntenn og konur og börn af öllum stærðum og gerðum fái séð hvernig saman er soðið. Góðdæmi: Undirritaður hitti einu sinni mann á götu úti í Lundúnum. Eptir stuttar ræður barst talið að fiskmeti og skyldum greinum þjóðfclagsins, og fékk greinarhöfundur sannfært hann um gæði tslenska fisksins. Ekki leið á löngu þar til maðurinn varð spenntur að fara til íslands til að borða fisk og veiða. Síðustu heimildir herma að hann hafi flogið norðureftir strax næsta sumar, og stundað sjóbirtingsveiðar og ýsuflaksát og annað tcngt sjávarútvegi í tæplega tvær vikur. Og ætlar aftur næsta sumar. llldæmi: Greinarhöfundur fékk senda segulbandsspólu mcð tónlist úr kvik- myndinni ..Mcð allt á hreinu". Snim - hendis dreif hann sig af stað í skólann, leikandi spóluna í vasa- og ferðatækinu sínu. Skjótt var hann kominn á áfanga- stað, og spólan varla hálfnuð. Spyr þá ckki hún Debbý litla sem svo: „Á hvað hlýðir ungmennið?" Og ég svara að vörmu bragði: „Á Stuðmenn. mín eðla frú. en þeir eru af íslenskum ættum, og spil. skcmmtileg lög og spaugdrjúga texta." Æsist nú lcikur. Hún vill þá vitaskuld fá að hcyra excmplar. og ég sný við spólunni, og læt allt vaða. Eftir stutta hlustun scgir hún sem svo: „Afar intressant", og ég ítreka lof mitt og prís um skondinheit textagerðarmanna. Þá frakar fraukan: „Yæya væni, scgðu mer, hcrna, hvað þýðir þetta: Gling gling gling gling gling gling gling ntaó gling maómaó gling glig gling gling gling gling glong?" Géta nú lesendur skilið smán ntína og dapurlcika, sem og það að ég lét þess ógetið að sinni, að íslcndingar væru mcsta bókmenntaþjóð í heimi. og þótt vtðar væri leitað. Fagurt galaði fuglinn sá Já. lagsmaður. svona gengur nú land- kynnir.gin fyrir sig, þar skiptast á skin og skúrir, logn og bylur. rétt eins og annars staðar í lífsins ólgusjó (sic!!!). Nóg um hana að sinni, nú skal sagt frá því þegar íslendingar í London blótuðu helv... honum Þorra í sand og ösku, og drukku brennivín með. Árla morguns, þann nítjánda febrúar s.l. vaknaði ég, semog fjöldi manna um víðan völl, með mús í maganum, og mikla tilhlökkun. Því nú stóð mikið til, nú átti að géra Þorrablót. í mörg ár hafði miðstjórnin setið mcð sveittan skallann, svo þetta mætti vcrða. Og nú var loks runninn upp þessi mcrkisdagur, og svo framvegis. Innskot: Ekki eru allir hérhnettis kunnugir óperettu þeirri. sem við krakk- arnir í Herranótt sömdum cinu sinni, og kölluð var „Enginn veit hver annars konu hlýtur", þótt ótrtúlegt - megi virðast. Því er upprifjunar þörf. Fjallaði hún í fjarska grófum dráttum semog öðru fúllcgu næturlífi um ástfangið par, scm átti senn í vændum endurfundi, eptir langa hríð og aðskilnað. En mein- vill i myrkrunum lá, nefnilcga sá kol- grimrni Nikita Grjúpán, sem og hans illi þræll, Hreinn Halldórsson, og lögðu hvor um sig hug á Petru, (því það hét hún, blessunin), og með sínu lagi og ráði Gunnlaugur 0. Johnson skrifar frá Lundúnum: að hlýða á ávarpsorð Petru, í upphafi leiksins: Petra Örsted: (segir með trega- blandinni röddu, sem smám saman sækir í sig veðrið) Fagurt galaði fuglinn sá, er forðum söng í ranni. Fest ég hefi ástir á ungum heiðursmanni. ■ Ekki er líf námsmanna erlendis einn allsherjar dans á rósum. Lesið um raunir þeirra í þessari prýðilegu grein eftir sjálfan mig. hvor. Ekki er hæfilegt að Ijóstra upp söguþræðinum hér og nú, en fróðlegt cr Ólafi Gauki Trandilsbur, sem forðum gaf mér fallegt úr, jólaköku, Malt og Spur, hestasvipu og fiskabúr. Ég hefi lengi leitað þín. Þú hefur lengi leitað mín. Hefurðu lengi leitað mín? Ég hefi lengi leitað þín. Ekki væri ástæða til að hafa þetta yfir í Helgar-Tímanum. hvers lesendur hafa vonandi lagt af blautlegan kveðskap fyrir löngu, ef ekki vildi svo heppilega til, að það var nafni söguhetjunnar í óperettunni , nefnilega hann Ólafur Gaukur, sem hélt uppi fjörinu á Þorra- biótinu, og galaði fagurlega við undirleik hljómsveitar sinnar, rétt eins og Svan- hildur. Svona er heimurinn lítill, lags- maður. Sem sagt. í stuttu máli og án vífillengja eða óþarfa málalenginga („ekki bíta umhverfis buskann", eins og Bretinn segir), þá varð þetta hið prýðisbesta Þorrablót, góður matur og góð músík (sbr. ofanskráð), og feikisnjöll ræða sem Helgi Skúli Kjartansson flutti. Og allir undu glaðir við sitt. og enginn vissi hver annars konu hlaut. Um það verður fjallað á næsta aðalfundi íslend- ingafélagsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.