Tíminn - 20.03.1983, Page 15

Tíminn - 20.03.1983, Page 15
\ ÍC Marx neitaði stað- fastlega að spá um fram- tíðina v Mönnum hættir til að lesa AUÐMAGNIÐ eins og kennslubók í eðlisfræði ★....óttalega flatbotn- aður kverlærdómur, kallaður díalektík.... ★ Marx var andvígur uppþotum og öðrum slíkum vitleysugangi ★ Verkalýðurinn er heimskur samkvæmt skilgreiningu og veit ekkert um hið Stórkost- lega Sögulega Hlutverk sitt. ★ Marxistar telja sig hafa töfraformúlu fyrir því hvernig á að gera menn hamingjusama, og eru reiðubúnir að myrða og drepa heilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga marki ★ A leiðinni frá Svarta- skógi og Porta Nigra til Pnom Penh og Pol Pots hefur guðspjallinu verið snúið upp á djöfulinn eftir dr. Arnor Hanmbalsson, dosent 1 heimspeki Friedrich Engels, nánasti samverkamaður Marx. Myndin er frá 1845 má því segja að fyrr hafi ekki vcrið hægt að vita nákvæmlega, hvað þessir frægu höfundarskrifuðu og cr þó austurþýska útgáfan ekki endanlcg. (Það er kaldhæðni örlaganna, að það skyldu verða ný-prússneskir ritskoðarar sem gáfu út heildar- verk Marx, en á yngri árum stnum vísaði hann prússneskri ritskoðun (og þarmeð allri ritskoðun) norður og niöur). Marx lifði til 1883 en Engels til 1895. og komst fljótt sá siður á að halda að þessir tveir menn væru andlcgir síamstvíburar, og lásu því margir marxistar Marx mcð cngelsískum gleraugum, sem stóð skilningi á Marx fyrir þrifum. Því að hin önnur höfuðástæðan fyrir því, að mönnum hefur gengið erfiðlega að átta sig á Marx er sú, að hann spratt mcð öllum herbúnaði upp úr Hegel, og án skilnings á Hegel er fyrir það bundið að menn geti skilið hvað Marx er að fara. Gaman þætti mér að vita hvcrsu margir þeir, sem tclja sig marxista. hafa kafað svo sem andþol leyfir í heimspeki Hegels. Það væri upplagt rannsóknar- verkcfni fyrir einhvern ungan hressan marxista að gá að þcssu með skoðanakönnun. Fastlega grunar mig að útkoman yrði, að fáir marxistar hafa Hcgel á náttborðinu hjá sér. Hegel hefur verið látinn liggja í láginni um langt skeið. og varla á hann mínnzt í enskumælandi löndum um áratuga skeið. Nú þcgar Marx er loks kominn á prent hafa ntenn farið að rckja sig aftur til upphafsins, en þær þýðingar sem enn eru til á verkum Hegels. t.d. á ensku. eru mcstan part tómt skothent klúður, enn sem komið er. Vilji mcnn því vita eitthvað um þessi íræöi, verða þeir að lesa sér til um þau á þýzku. Icsa frumtextana sjálfa á frummálinu. Og hvaða marxisti nennir að leggja það á sig að pæla í þykkum þýskum doðröntum. þegar hann hefur við hendina alls kyns rauð kver og handbækur. þar sem trúaratriðin eru útlögð á einföldu og skiljan- legu máli? Eðli mannsins samkvæmt Hegel og Marx í raun og veru er kjarnahugmyndin hjá Hegel hvorki flókin né torskilin. Hún fjallar að vísu um ekkert smáræði sem er sjálft eðli mannsins. Hugmyndina má orða svo: Maðurinn er ekki enn það sem hann er. Hvernig ber að skilja þetta? Hugsunina má orða öðruvísi þannig: Maðurinn cr enn ekki orðinn það sem hann getur orðið. Maðurinn er á þroskabraut ■ Marx og Engels ásamt konu Marx, Jenny von Westfalen, og dætrum þeirra, Elanóru og Lauru. Mynd frá 1864. ■ Hann stendur vörð um marxismann. Myndin er tekin í Varsjá í Póllandi. Til þess að ráða við frelsisþrá pólsku þjóðarinnar urðu Yfirvöld að lýsa yfir styrjöld á hendur henni. ■ Þessi mynd af Marx var tekin 1872, árið sem Fyrsta alþjóðasambandið leystist upp vegna ágreinings fylgismanna Marx og anarkista. tætlur í einni vclheppnaðri uppreisn. Hann haföi ýmugust á lcynifélögum og manndrápsbralli. Scgja niá, að Marx hafi aldrci verið í neinum stjórnmálaflokki. Hann starfaði í hinu svokallaða Kommúnistabandalagi á árunum fyrir og um 1850, og í engu félagi öðru þar til hann tók til starfa fyrir Fyrsta alþjóðasambandið. Marx hafði cnga trú á Parísarkommúnunni og varaði for- sprakkana við allri ævintýramennsku, en varði þá þó cftirá. Eigum við þá að bíða eftir byltingunnL með hcndur í skauti? í augum Marx var cngin spurning um hvort byltingin yröi hcldur hvcnær og við hvaða aðstæður. Byltingin myndi koma scm eðlilcgur þróunaráfangi þjóöfélagsins. Hann var þó mcðmæltur tfokki verkamanna og lagði sitt fram til að móta stcfnuskrá hans. Þessi flokkur, scm Marx skipti scr þannig af, varð sósíaldcmó- krataflokkur Þýskalands. Sá flokkur cr í rauninni flokkur Marx. ef nokkur cr. Þó var sagt um forystumenn hans, scm voru aldir upp undir handarjaðrinum á Engcls. að þcir hefðu breytt stcfnunni, cndurskoðað hana. Þetta á ekki við um hina pólitísku stefnu, heldur frekar um það að þeir hölluðust að heimspcki Kants og pósitífisma Engels, en gleymdu Hegel. Sosíalismi Marx er líklega helzt minnzt fyrir að vera upphafsmaður að - bcra ábyrgð á - þcim ölýsan- legu ósköpum sem ganga undir nafninu sósíalismi. Bolsivikkar og lcnínistar scgjast vera marxistar. Og þeir gcra þaö vissulcga með nokkrum rétti. Ef verkalýðurinn á að framkvæma heimspckina og vcra hreyfill þróunarinnar, þarf hann að þekkja heimspekina og bindast samtökum til þess að geta verið virkúr þátttakandi en ekki bara einhver attaníoss ráðandi afla. Verkalýðurinn cr heimskur samkvæmt skilgrciningu og veit ekkcrt um hið Stórkostlega Sögulega Hlutverk sitt. Þctta þarf því að kenna honum. Þetta gcrir Flokkurinn (ekki verkalýðsfélög svokölluð - þau eru opin kaup- þrassamtök). Og til að Flokkurinn sé ckki sem sauðir dreifðir á beit. þarf hann forystu sem leggur Línuna og sameinar flokksmcnn til baráttu fyrir henni. I Bolsivikkaflokknum blandast marxismi (aðal- lega í útgáfu Engels) og samsærishugmyndir narodnikka (þjóðbyltingarmanna) sem fannst spcnnandi að standa í því að skjóta á yfirvöldin, og tókst m.a. að ráða niðurlögum Rússakcisara sjálfs. Þegar bolsivikkaforingjar sátu ;ið rifrildi þann 6. nóv. 1917 voru það þeir Kaménéff og Sínóvéff scnt héldu fram marxisma samkvæmt kvcrinu cr þeir aftóku með öllu tilraun til valdaráns. Trotskí lagði samt af stað í býtið daginn eftir með nokkra byssustráka með sér og tók völdin í Sánkti-Pétursborg, og þar með í Rússavcldi. Lenín sagði að Kaménéff og Sínóvéff væru vondir marxistar, og strax og Stalín sá sér færi lét hann pútta kúlum í höfuðin á þeim. Hundruð milljóna manna, þrautkúgaður, rétt- laus og örbjarga lýöur, býr nú við stjórnir sem kcnna sig við Mcistarann mikla, Karl Marx. Mcistari hans, HcgcLvar of bjartsýnn. Mönnun- um miðar e.t.v. nokkuð á leiö sumsstaðar, en annarsstaðar hrapa þeir afturábak, og það meira' að segja svo langt afturábak og niður, að fólk á Vesturlöndum, scm helur það gott og baðar sig í vellystingum, getur ekki ímyndaö sér það scm er að gerast bak viö járntjaldið og trúir því ekki, þcgar því er sagt frá því. Þcgar Oriana Fallaci talaði við Deng Sjá-Píng sagði hún: Varla var Maó afkastamciri í fjöldamorðum en Stalín; -o, ég vcit ekki, góða mín, ég veit ekki, - svaraði Stalfn II. Kínavcldis. - Um allan hcim eru menn scm kalla sig marxista og tclja sig liafa töfrafor- múlu fyrir því hvernig á að gera mcnn hamingju- sama, og eru rciðubúnir að niyrða og drepa heilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga marki. Og getur það verið að fræið, sem þessi hótun um að ráða niðurlögum menningarinnar spratt upp af, sé díalektísk heimspcki þeirra Hegels og Marx? Eða er hægt að skilja þarna sauðina frá höfrunum? Vissulcga er löng leið frá Svartaskógi og Porta Nigra (íTrier) til Pnom Pcnh og Pol Pots. Einhversstaðar á lciðinni hefur guðspjallinu verið snúið upp á djöfulinn. Hvar og hvcnær urðu þessi hvörf? Unt það er erfitt að kæina. En væri ekki marxískt að segja að úr því að sagan hefur æxlast svona, þá hlaut víst svona að fara. Heimspeki Hegcls, sem Marx aðhylltist, sctti sér það að leiðarljósi að finna aðferð til að lýsa heiminum nákvæmlega með sannleikann og frelsið að leiðar- Ijósi. Hún hefur ekki aðeins túkað heiminn heldur og átt þátt í að breyta honum. Hundrað ár liðin frá láti hugsuðarins sem breyth heiminum: SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 IHBHBBHHHHIHHHI ■ Fyrsta Ijósmvndin sem vitað er að hafi verið tekin af Karli Marx. Það var árið 1861 ■ Myndir af Marx prýða stjórnarskrifstofur fjölmargra ríkja og höfuðstöðvar kommúnista- flokka bæði á eystri og vestri helming þessarar plánetu sem við ferðumst á gegnum rúm og tíma. Þarna trónar hann, að því er viröist sallarólegur, með skeggið greitt og sjálfsöryggi í svipnum og horflr á öll ósköpin sem framin eru í hans nafni. Stundum, þegar ég hef setið á þannig skrifstofu, hef ég rvnt í mvndina til að sá livort ekki ntesi greina smáviprur í öðru augnvikinu. Ég held það hljóti að koma í Ijós, sé nógu grannt skoðað. Þeir sem vinna undir fránum sjónum gamla mannsins hafa oft bölvað upphátt og oftar í hljóði yflr því að hafa hann þarna sífellt vofandi yflr sér, þennan Þjóðverja sem sagði svo margt sem kemur við kaunin á nefndum vinnumönnum, og eru þeir þó neyddir til að lýsa því yflr opinberlcga, að allt sem þeir aðhafast sé að koma hugsunum Hans í verk. Tvær höfuðástæður liggja til þess, að jafnvcl æstustu fylgismönnum Marx hefur gengið erfið- lega að átta sig á því, livað hann í raun og vcru sagði og mcinti. Sú fyrri er, að einungis nýlega hafa öll verk Marx vcrið gefin út á prenti og þar mcð aðgengileg öllum sem lesa vilja. Mjög mikilvæg verk frá yngri árum Marx voru fyrst gefin út árið 1932. Þá voru rit. scm Marx samdi 1857-8 til undirbúnings Auðmagninu í fyrsta sinn prentuö í Moskvu í upphafi scinni heimsstyrjaldar 1939, og ekki aðgengileg mönnum á Vestur- löndum fyrr cn 1953 er þau voru gefin út í Austur-Þýzkalandi undir nafninu Grundrisse. Austur-Þjóöverjar létu og prenta heildarútgáfu af verkum Marx og Engcls og lauk hcnni 1968. Það sem nefnist saga. í rás þessarar sögu verða að raunveruleika ýmsir möguleikar sem búa í eðli mannsins. Mannkyn var við upphaf sögunnar efnilegur unglingur, sem skapar sér um ævina æ betra líf, aðstæður og kjör, er hæfa betur hinu sanna mannseðli. Ýmsar ástæður ollu því, að við upphaf sögunnar voru kjörin kröpp. (Guðfræðing- ar myndu vísa í brottsreksturinn úr aldingarðinum Eden, en þannig orðalag er ekki notað hér). Öll alþýða stritaði myrkranna á milli til að hafa í sig og á. En verkin unnust betur ef menn lögðu saman kraftana. Einhver varð að stjórna. Furstinn eða keisarinn hafði enn allt vald. Hann einn var frjáls, og þó ekki, því að þar sem allir aðrir eru ófrjálsir, þar er hann og ófrjáls. Þetta gildir um Austurlönd (Kína og Indland). En á Grikklandi korn upp þessi hugsun: Úr því að sumir eru frjálsir, því geta þá ekki allir verið frjálsir? Vitundin um frelsið er vitundin um sjálfan sig og rétt sinn. Því segir Hegel: Saga Evrópu er sagan af framrás frclsishugsjónarinnar. Og ef einhver spyr: Hvern- ig fáum við nánar að vita um þetta? Þá svarar Hcgel: Kynnið ykkur söguna sjálfa, komizt að því hvcrnig hún gekk til. Hegel var bjartsýnn. Hann álcit að í gegnum alla óreiðuna og vitleysuna, styrjaldir og fjöldamorð, ykist vitið í mannskepn- unni, í mannlífinu. En hann neitaði að segja nokkuð um hvað yrði í framtíðinni. Sagan ein segir okkur livað verður. Þekking okkar á mannlífinu kemur aðeins að kvöldi dags, þegar við getum athugað, greint, skoðað það sem orðið hefur. Við þennan hugsanagang bætir Marx: Það er undirstéttin sem hefur ætíð ötulast barizt fyrir Irelsinu. Það er urn hennar frelsi að ræða, ekki ■ „Önnur höfuðástæðan fyrír því, að mönnum hefur gengið erflðlega að átta sig á Marx er sú, að hann spratt með öllum herbúnaði upp úr Hegel, og án skilnings á Hegel er fyrir það bundið að menn geti skilið hvað Marx er að fara", skrífar dr. Arnór Hannibalsson. Teikningin af Marx á höfði Hegels er gerð af David Levine. yfirstétttarinnar. Þeir sem ekkert eiga eru búnir í bardagann. Það er sá bardagakraftur sem er hreyfillinn í sögunni. En þessi bardagi fer eftir þeim aðstæðum sem eru í hverju þjóðfélagi á hverjum tíma. Aðstaðan til að afla nauðþurfta batnar með betri tækni. og það hefur áhrif á það hversu hlutverkum er skipað. Sú hlutverkaskipan byggist á lögum, siðum, hefðum, venjum. Á okkar dögum er komið í Ijós. að stjórnarfar, sem hvílir á einkaeignarrétti. er farið að berja höfðinu allharkalega við þann stein, sem kalla má frelsis- þörf almennings. Stcfnan cr því í þá átt. að þetta verði lagað smám saman, þannig að réttarstaða allra manna verði hin sama og eignarrétturinn hætti að skipta hlutverkum. Jafnrétti það sem franska byltingin reit á gunnfánann verði að veruleika^ menn hætta að selja sig sem vinnuafl á markaði, og hver maður fer að gera það scm honum lætur bezt. Innri þörf manna knýr menn til starfa, að gera eitthvað frekar en ekkert. Þá verður cðli mannsins hið sama og raunveruleiki hans. Þetta er ákveðin röksemdarfærsla út frá forsend- um á hinni heimspekilegu mannfræði ogsöguspeki Hegels. (Það hvort Marx snéri Hegel við í leiðinni er deila um orð en ekki innihald). Þótt finna megi þennan draumsýnarþátt í Marx. neitaði Itann staðfastlega að spá um framtíðina. Kommúnismi, segir hann, er ekki ákveðið þjóðfélagsástand, ekki hugsjón, ekki markmið, heldur raunveruleg hreyfing scm er að gerast í þjóðfélaginu og er sífellt að afncma það scm er (þ.e. að gera möguleika sem eru fólgnir í stöðunni á hverjum tíma að raunveruleika, ekki alla íeinu, heldursuma, þ.e. þásemeru gerlegir). Pólitísk hagfræði Margir halda að Auðmagnið sé ein risavaxin kredda á þessa leið: að þar sé Hin Endanlega Lýsing á Auðvaldinu. Af blöðum Auðmagnsins rís Auðvaldið eins og það er. Meira þarf ekki. Punktur. Þetta er ekki allskostar rétt. Auðmagnið er lýsing á Englandi á 19. öld. Hún er studd hagtölum og er sagnfræðileg heimild fyrir hagsögu Englands. En sú lýsing gildir ekki íyrir alla staði og alla tíma. Mönnum hættir til að lesa Auðmagnið eins og menn lesa kennslubók í eðlisfræði til að fá svar við spurningunni: Hvaða lögmál gilda um krafta? Á svipaðan hátt fletta menn upp í Auðmagninu til að fá svar við spurningunni: Hvaða lögmál gilda um auðVaídið? En þeir fá ekkert slíkt svar þar. Auðmagnið er lýsing á raunverulegri hreyfingu sem er sífellt að afnema það sem er. í formála fyrir 3. bindi Auðmagnsins segir Engels að þar sé engar endan- legar, steinrunnar skilgreiningar að finna, svo sem höggnar í grjót. Allt cr þar skoðað í gagnkvæmum tengslum, sem breytingaferli. Hugtakakerfi verks- ins lýsir sögulcgum veruleika og röklegum innri tengslum hans. - Ef eitthvað hefur varanlegt gildi í verkinu. þá er það þettasjónarhorn, þessi aðferð til að gcra grein fyrir því sem gerist í raunveruleik- anum. Og þessi aðferð er fengin að láni hjá Hegel (sem aftur sótti uppistöðuna í hana til Aristóteles- ar). (Aðalmunurinn á Marx og Engels er sá, að Engcls tileinkaði sér ekki þcssa lexíu. Annars hefði hann ckki á efri áruni soðið saman óttalega flatbotnaðan kverlærdóm og kallað díalektík). Marx var andvígur uppþotum og öðrum slíkuni vitleysugangi. Hann hafði óbeit á hugmyndum stjórnleysingja um að sprengja ríkismaskínuna í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.