Tíminn - 20.03.1983, Side 24

Tíminn - 20.03.1983, Side 24
24 SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 ■ „Þegar ég var i niennlaskóla pantaöi ég rafmagnsgítar, sem var fáheyrt fyrirbæri hér á landi um þær mundir.“ heimsókn hjá Ólafí Ganki og Svanhildi ■ „Við kynntumst í tríóinu og mér leist ekkcrt á hunn til aö hyrja mcð.“ „ÆTLABI ALDREI AÐ VERÐA MÚSÍKANT” ■ ,,É)> var skírður Ólafur en st'ðan hafa forcldrar mínir Kreinilega fengið'einhverja eftirþanka því að nokkrum mánuð- um síðar var farið með mig til séra Bjarna sem bætti við nafninu Gaukur. Scra Bjarni fékk nmmkall að launum, sem þá var gangverð á slíkum verkum. Þegar ég var í menntaskóla hét ég Ólafur G. Þórhallsson en í imísíkinni var Ólafur Gaukur heppilegra.“ Og nú ættuð þið lesentlur góðir ekki að þurfa að velkjast í vafa um það hvar við eruin í heimsókn í dag. Auðvitað í Fossvoginuin hjá Ólati Gauki og Svanhildi, sem eru þjóðinni að góðu kunn fyrir söng og spil um árabil. Ólafur Gaukur er Reykvíkingur, sonur Bergþóru Einarsdóttur frá Garð- húsum í Grindavík og Þórhalls Þorgeirs- sonar magisters í rómönskum málum en Þórhallur hlaut menntun sína í Sorbonne í París. „Öll mín uppvaxtarár fór ég til Grindavíkur daginn sem skólinn var búinn fyrir jóla-, páska- og sumarfrí og kom ekki heim aftur fyrr en daginn áður en skólinn byrjaði. Afi og amma voru með bú þannig að ég ólst upp í nánu sambandi við sveitalífið og fór svo að vinna í fiski þegar ég hafði aldur til. Síðan er mér alltaf hlýtt til Grindavíkur og alls sem lýtur að sjó og sjávarútvegi. Ég hóf svo menntaskólanám í Gagn- fræðaskóla Rcykjavíkur þegar þar að kom. en þá átti að brcyta honum í menntaskóla. Við vorum tilraunabekk- urinn. Það er alltaf verið að reyna cinhverjar nýjungar í skólakcrfinu, en reyndar varð ekkert af fyrirhugaðri breytingu og ég fór í Mcnntaskólann í Reykjavík í fimmtabekk. Eftir þann bekk hætti ég en sá síðan cftir því og dreif mig norður eftir jólin veturinn á eftir og tók sjöttabekk utanskóla. Á meðan á menntaskólanáminu stóð hafði ég fimm skólameistara, þar af þrjá í Gagnfræðaskólanum, þeir féllu frá hver af öðrum," segir Ólafur, en Svanhildur stingur upp á þeirri skýringu að Ólafur hafi verið svona erfiður nemandi! - Hvenær vaknaöi áhugi þinn á tónlist? „Við byrjuðum að setja saman hljóm- sveitir í menntaskóla af miklum áhuga og maður lærði svona af sjálfum sér til að byrja með. Ég ætlaði aldrei að verða músíkant. Auk þess var mjög crfitt um tónlistarnám, vont að fá hljóðfæri og ómögulegt að ná í bækur. Reyndár kenndi Sigurður Briem klassískan gftar- leik en ég hafði áhuga á dálítið nútíma- lengri leik og hann var ekki kenndur hér. Með hernum kom svo ýmislegt dót sem laut að þessu áhugamáli og margir fcngu þar hljóðfæri eftir einhverjum leiðum. Þá var engin sölunefnd enda hét það heldur ekki varnarlið. Svo pantaði maður sjálfur hljóðfæri að utan. Þegar ég var í menntaskóla pantaði ég rafmagnsgítar, sem var fá- heyrt fyrirbæri hér á landi um þær mundir, og einnig tæki til þess að magna upp hljóðin í honum" - Meö hverjum spilaöirðu á þesssum áruni ? „Ég spilaði með Eyþóri Þorlákssyni, Steinþóri Steingrímssyni- Halli Símonar- syni blaðamanni, sem var einu sinni bassaleikari. Nú gleymi ég örugglega einhverjum, cn það verður bara að hafa það" ■ „Þessi ár á Tímanum voru mjög skemmtileg, blaðið var þá í gífurlegum uppgangi og ntjög útbreitt.“ „Spiluðum góða inúsík...“ - Hvernig músík spiluðuð þið? „Við spiluðum góða músík, þá var bara spilað, og engir söngvarar til að trufla. Annars finnst mér öll músík skemmtileg og set tónlistartegundir ekki í neina forgangsröð. Það sem ég heyri hér og nú og finnst skemmtilegt finnst mér skemmtilegast. Daglega heyrir maður margt gott en líka margt sem er alveg herfilegt. Mér finnst bilið mjög breytt þarna á milli, bæði hvað varðar tónlistar- sköpunina og flutninginn." - Hvað tók svo við að loknu stúd- entsprófinu? „Ég var alveg viss um að ég ætlaði ekki að verða músíkant og fór því í háskólann í læknisfræði. Þar var ég viðloðandi í tvö til þrjú ár, en fór svo að spila og hef unnið þannig fyrir mér síðan." - En varstu ekki líka blaðamaður? „Jú, ég byrjaði blaðamennsku á því að gefa út Bæjarblaðið, ásamt Halli Sínton- arsyni og Svavari Gests. Bæjarblaðið kom út eitthvað fjórum eða fimm sinnum, hálfsmánaðarlega, en við vorum ekki nógu slyngir peningamenn og höfðum ekki bolmagn til þess að gera þetta að veruleika. Það þarf sterka bakhjarla til að standa undir svona fyrir- tæki þar til það fer að skila einhverjunt arði. En blaðið fékk góðan hljómgrunn og seldist vel. Við fjöiluðum um allt milli himins og jarðar, eins og bókmenntir og listir og það sem var að gerast í bænunt. Þetta var ekki fréttablað heldur meira í ætt við Hclgarpóstinn. Við byrjuðum á þessu 1951 eða 2 þannig að blað á borð við Helgarpóstinn er ekki ný hugmynd. Nú síðan vantaði blaðamann á Tím- ann þegar Indriði G. Þorsteinsson fór norður til að endurskrifa „79 á stöðinni". Ég ílentist svo á Tímanum eftir að Indriði kom aftur, var þar tvö tímabil á árunum 1953-6, fyrst í eitt og hálft ár og síðan í eitt ár. Reyndar var ég líka á Vikunni um tíma. Þessi ár á Tímanum voru mjög skemmtileg, blaðið var þá í gífurlegum uppgangi og mjög útbrcitt. Sennilega hefur það aldrei verið viðlesn- ara. Ég hef fylgst með því síðan, manni er alltaf hlýtt til blaðs sem maður hefur unnið á. Þarna var líka úrvalsfólk að störfum. Haukur Snorrason gjörbreytti blaðinu, en hann var fenginn til þess frá Akureyri þar sem hann ritstýrði Degi. Svo voru þarna Guðni Þórðarson í Sunnu, Indriði G.. AndrésKristjánsson, Jón Helgason, Hallur Símonarson, Tryggvi Gíslason skólameistari á Akur- eyri og bróðir hans Ingvar Gíslason núverandi menntamálaráðherra, Hauk- ur Hauksson sem lést mjög sviplega, Jökull Jakobsson og náttúrlega Þórar- inn Þórarinsson. Ég gleymi áreiðanlega

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.