Tíminn - 26.03.1983, Side 4
4
LAUGARDAGUR 26. MARS 1983
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs
Laus staða
Staða (75%) sérfræðings í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp við Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs er laus til umsóknar.
Æskilegt væri að umsækjandi hefði einhverja
reynslu í almennum skurðlækningum. Skilyrði
fyrir veitingu er að umsækjandi verði búsettur í
Keflavík eða nágrenni. Umsóknir sendist til
stjórnar sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs fyrir
10. maí 1983 ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf. Staðan veitist frá 1. júlí 1983 eða eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfir-
læknir sjúkrahússins í síma 92-1400.
Stjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs.
Fiskvinna
Starfsfólk óskast í pökkun og snyrtingu. Bónus
vinna. Fæði og húsnæði á staðnum. Mikil
vinna. Upplýsingar gefur verkstjóri vinnusími
94-6107. Heimasími 94-6118.
Fiskiðjan Freyja h.f.
Suðureyri.
Hvolhreppur
hyggst beita sér fyrir byggingu iðngarða á
Hvolsvelli.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast aðilar og fá þar
inni gefi sig fram við sveitarstjóra Hvolshrepps
fyrir 1. maí n.k.
Sveitarstjóri.
Aðalskoðun bifreiða
1983 í Mýra- og
Ðorgarfjarðarsýslu
fer fram við Bifreiðaeftirlitið
í Borgarnesi, kl. 9-12 og 13-16.30
eftirtalda daga.
Þriðjudagur 5. apríl M-0001 — M-0200
Miðvikudagur 6. apríl M-0201 — M-0400
Fimmtudagur 7. apríl M-0401 — M-0600
Föstudaginn 8. apríl M-0601 — M-0800
Þriðjudaginn 12. apríl M-0801 — M-1000
Miðvikudaginn 13. apríl M-1001 — M-1200
Fimmtudagur 14. apríl M-1201 — M-1400
Föstudaginn 15. april M-1401 — M-1600
Mánudaginn 18. apríl M-1601 — M-1800
Þriðjudaginn 19. apríl M-1801 — M-2000
Miðvikudaginn 20. apríl M-2001 — M-2200
Þriðjudaginn 26. apríl M-2201 — M-2400
Miðvikudaginn 27. apríl M-2401 — M-2600
Fimmtudaginn 28. apríl M-2601 — M-2800
Föstudaginn 29. apríl M-2801 - M-3000
Mánudaginn 2. maí M-3001 — M-32Q0
Þriðjudaginn 3. maí M-3201 og þar yfir.
LOGALAND 4. maí kl. 10-12 og 13-16
LAMBHAGI 5. mai kl. 10-12 og 13-16
OLÍUSTÖÐIN 6. maí kl. 10-12 og 13-16
Aukaskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 13.-15. júní og í
Lambhaga og Olíustöð 16. júní á sama tíma og áður er getið.
Við skoðun ber að framvísa kvittunum fyrir greiddum bifreiðagjöldum
og tryggingaiðgjöldum ásamt gildu ökuleyfi.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
14. mars 1983.
Auglýsingasími
TÍMANS er 18-300
fréttir
■ Borgarnes séð frá brúnni. Tímamynd Ragnheiður.
Verkalýdsfélag Borgarness hvetur til:
Þjóðarsamvinnu um
ábyrga efnahags-
og atvinnustef nu
BORGARNES: „Til að sigrast á þeim
erfiðleikum sem nú blasa við er nauð-
synlegt að þjóðarsamstaða náist um
ábyrga efnahags- og atvinnumála-
stefnu. Verkalýshreyfingin þarf að
stuðla að því að slík samstaða náist“,
segir m.a. í ályktun um efnahags- og
atvinnumál sem samþykkt var á aðal-
fundi Verkalýðsfélags Borgarness sem
haldinn var s.l. miðvikudag.
geysar dragi úr fjárhagslegu sjálfstæði
einstaklingsins, ógni atvinnuöryggi
allrar alþýðu landsins og brenni upp
framkvæmdafé sveitarfélaganna svo
við blasi stórfelldur samdráttur. Því
verði svo fljótt sem kostur er að móta
ákveðna efnahagsstefnu sem hafi það
að höfuð markmiði að draga úr verð-
bólgu án þess að stofna til atvinnuleys-
is.
Fundurinn átaldi harðlega aðgerðar-
leysi stjórnmálamanna í efnahagsmál-
um síðustu mánuði, sem skaðað hafi
þjóðina stórlega. Óðaverðbólgan sem
Fundurinn skorar eindregið á fólk
að velja íslenska framleiðslu og styrkja
þar með atvinnustarfsemi og atvinnu-
öryggi í landinu. Áhersla var lögð á að
treysta grundvöll atvinnulífsins til þess
að auka framleiðni og gjaldeyristekjur.
Draga verði úr opinberum útgjöldum
og erlendri skuldasöfnun og áhersla
lögð á sparnað á ýmsum sviðum t.d. í
bankakerfinu. En kaupmáttur lægstu
launa verði ekki skertur.
Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness
varð sjálfkjörin en hana skipa: Jón
Agnar Eggertsson, formaður, Karl Á.
Ólafsson, Agnar Ólafsson, Baldur
Jónsson, Sigrún D. Elíasdóttir, Ólöf
Svava Halldórsdóttir og Guðríður Þor-
valdsdóttir.
- HEI
■ Eiríkur Bjarnason frá Bóli, hóteleigandi og tónskáld í Hveragerði lést í árslok
1981, 72ja ára að aldri. Hálfu ári síðar keypti Logi Einarsson hótelið og rak það
í nokkra mánuði, en það hefur síðan verið lokað síðan í haust.
Tímamynd Gunnar
Vilja opna Hótel
Hveragerdi á ný
Héraðsvaka
Rangæinga:
Lokahófið
í Njálsbúð
f kvöld
RANGÁRÞING: “Við vonum að það
komi eitthvað af Rangæingum úr
Reykjavík á lokahófið í Njálsbúð á
laugardagkvöldið - enda völdum við
fyrir það stærsta hús sem við gátum
fengið í sýslunni“, sagði Sigríður
Theódóra f Skarði, formaður Héraðs-
vökunefndar.
Lokahóf Héraðsvöku Rangæinga
verður í Njálsbúð f kvöld og hefst kl.
21.30. Verður þar mikið um að vera.
Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga
lífgar upp' á mannskapinn með léttum
tónum við komuna. Þá ávarpar Sig-
ríður Theódóra gesti. Næst á dag-
skránni er kórsöngur Rangæingakórs-
ins undir stjórn Önnu R. Ingólfsdóttur
og að því loknu flytur Dóra Ingvars-
dóttir formaður Rangæingafélagsins í
Reykjavík ávarp kvöldsins.
Þá flytur Kvenfélag Oddakirkju
leikþáttinn „Óvænt heimsókn". Næst
er upplestur sem Kvenfélagið Berg-
þóra úr V-Landeyjum sér um og að
því loknu sér Ungmennafélagið Njáll
úr V-Landeyjum um gamanmál. Þá er
komið að verðlaunaafhendingu til
þeirra er hlutskarpastir urðu í íþrótta-
mótum Héraðsvöku og að því loknu
verður fjöldasöngur - enn mikill Rang-
æingakór. Kynnir dagskrárinnar verð-
ur Jónas Jónsson.
Að lokinni þessari dagskrá leikur
hljómsveitin Glitbrá fyrir dansi fram
eftir nóttu. Þess má geta að aðgangs-
éyrir er 120 krónur, en þetta er eini
atburður vökunnar sem greiða hefur
þurft aðgangseyri að.
- HEl
HVERAGERÐI: Mikill áhugi er nú
fyrir því í Hverágerði að Hótel Hvera-
gerði verði komið í rekstur á ný, en
það er nú búið að vera lokað mánuðum
saman og húsið liggur undir
skemmdum. Kom lokunin sér mjög
illa fyrir marga, m.a. Sérleyfisbfla Sel-
foss sem urðu þá með viðskipavini sína
á götunni, skólabörnin úr Ölfusinu er
höfðu þar athvarf og fæði í hádeginu,
Matsala lagðist niður nema hvað
Heilsuhælið býður upp á grænmetis-
rétti og auk þess hefur félagsstarf í
Hveragerði átt erfitt uppdráttar, að
því er fram kemur í frétt frá nefnd er
starfað hefur undanfarnar vikur að
könnun á möguleika á að kaupa Hótel
Hveragerði.
Milli 40 og 50 manns sóttu fund er
nefndin boðaði til um málið. Tillaga
hennar er sú að stofnað verði hlutafé-
lag er öllum þorpsbúum svo og fé-
lögum og fyrirtækjum verði boðin
aðild að.
Þótt allir vilji bæta úr núverandi
ófremdarástandi greinir menn nokkuð
á um leiðir. Margir þorpsbúar álíta að
Hveragerðishreppur ætti að kaupa
hótelið sem félagsheimili, en leggja
beri niður veitingareksturinn. Aðrir
vilja frekar reyna að mynda félag til
sameiginlegs átaks og hefja rekstur í
svipuðu formi og áður var, þ.e. veit-
ingasala, gisting og aðstaða fyrir félags-
og menningarstarfsemi. Þeir benda
jafnframt á að hreppurinn sé að hefja
grunnskólabyggingu auk fleiri stórra
verkefna er kalli á allt hans fjármagn-
og meira til. Einnig er bent á að líklega
um 90% allra ferðamanna er koma til
landsins fari um Hveragerði.
Næstu daga munu nefndarmenn og
aðstoðarfólk þeirra fara í hús í Hvera-
gerði og leita eftir hlutafjárloforðum í
formi 1.000, 5.000 og 10.000 króna
bréfa. Treystir nefndin því að almenn
þátttaka fáist og að hvergerðingar
beri gæfu til að leysa þetta mál farsæl-
lega.
- HEI