Tíminn - 24.04.1983, Page 4
4
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
Meira af öskubusku bresku konungsfjölskyldunnar
— „lífið hefur leikið hana hart” en:
„Hún stendur
eftir sem
sigurvegari”
var aö sjálfsögöu Armstrong-Jones. Þeg-
ar þær birtust hafði drottningin boðið
honum til Balmoral, og þangað barst
Margréti prinsessu nokkrum vikum síðar
bréf frá Peter Townsend í Brússel sem
tilkynnti henni að hann hygðist gifta sig
aftur: hann var orðinn ástfanginn af
nítján ára gamalli stúlku, Marie-Luce
Jamagne, að nafni.
Þessar fréttir komu sem þruma úr
heiðskíru lofti... Þetta októbersíðdegi
sagði hún Armstrong-Jones frá opinber-
un Townsends. En, vegna þess sem
óhjákvæmilega lá í loftinu, sagði hún
honum einnig að bera ekki upp bónorð-
ið. „Hann gerði það á endanum, en
óbeinlínis þó. Það var mjög sniðuglega
orðað,“ segir hún, Tveimur mánuðum
■ Margrét bretaprinsessa hefur löngum verið á
milli tannanna á fóiki þó mörgum hafí nú lærst að
öliu má ofgera. „Lífið hefur ieikið hana hart, en hún
stendur eftir sem sigurvegari,“ skrifaði blaðamaður
nokkur nýlega um prinsessuna: „Henni hefur lærst
að þrauka.“
Við birtum hér annan kafla úr ævisögu Margrétar
prinsessu, sem Christopher Warwick hefur skráð í
samvinnu við prinsessuna, en fyrri kaflinn birtist
fyrir viku.
■ A meðan allt lék í lyndi stunduðu Margrét prinsessa og Snowdon lávarður
menningar- og skemmtanalífið af miklum krafti.
Þegar flestir vina Margrétar prinsessu
voru ýmist gengnir í það heilaga ellegar
áttu í nánum samböndum við hitt kynið
fór hún að efast um að hún hlyti nokkurn
tíma hæfilegt bónorð. Og er tuttugasti-
og sjötti afmælisdagurinn nálgaðist árið
1956 var reyndar farið að líta út fyrir að
Margrét hlýti sömu örlög og Victoría
prinsessa, dóttir Ját trðs sjöunda, en
Alexandra drottning leyfði henni aldrei
að piftast.
Arið 1956 féllst prinsessan á að giftast
Billy Wallace (gömlum vini hennar sem
þegar hafði beðið hennar nokkrum
sinnum), á þeim forsendum að betra
væri að giftast manni „sem henni féll
a.m.k. vel í geð“ heldur en að verða
einmana piparjómfrú, að því tilskyldu
að drottningin legði blessun sína yfir
ráðahaginn. Wallace var svo sannfærður
um blessun drottningarinnar að hann
skellti sér til Bahamaeyja, til að jafna sig
eftir veikindi, þar sem hann lenti í stuttu
ástarævintýri. Hann var svo viss um að
ekkert gæti komið í veg fyrir trúlofunina
að hann sagði Margréti prinessu frá
ævintýrinu þegar hann kom aftur. Hann
var furðu lostinn þegar hún yfirgaf hann
að bragði. (Wallace, lést úr krabbameini
árið 1977, 49 ára að aldri. Prinsessan
hafði þá löngu fyrirgefið honum og var
meira að segja viðstödd giftingu hans
árið 1965).
Tveimur árum síðar, 20. febrúar 1958,
hittust Margrét og Antony Armstrong-
Jones svo í fyrsta sinn í kvöldverðarboði
hjá lafði Elizabeth Cavendish.
Armstrong-Jones var skemmtilegur
náungi, „sjarmerandi", hæfileikaríkur,
athafnasamur - og ljóshærður, bláeygð-
ur og grannvaxinn sem hann var, var
hann einnig líkamlega aðlaðandi. Mar-
gréti prinsessu og Armstrong-Jones leist
vel hvoru á annað en þó er ekki hægt að
segja að um ást við fyrstu sýn hafi verið
að ræða eins og sumir vilja halda fram.
Hið rétt er að ef vinur Margrétar hefði
ekki beðið Margréti um að sitja fyrir hjá
Armstrong-Jones, sérstaklega fyrir sig,
hefðu þau ef til vill aldrei hist aftur. En
eftir annan fund þeirra fóru tilfinningar
þeirra hvors til annars hlýnandi.
Tony, eins og hann var kallaður,
fæddist sjöunda mars 1930, sonur nafn-
togaðs málaflutningsmanns. Tony fór til
náms í Eton, að dæmi föður síns og
annarra breskra heldri manna, og þó
fræðilegur árangur hans væri ekki upp á
marga fiska hélt hann til framhaldsnáms
i Jesus College í Cambridge, í þeim
tilgangi að læra húsagerðarlist.
Tony var mjög félagslyndur og opinn
maður. Hann var samt ekki sérstaklega
góðhjartaður að eðlisfari að því er einn
vina hans segir þó ekki verði samúð hans
í garð fatlaðra dregin í efa, enda var
hann sjálfur hætt kominn af völdum
lömunarveiki í bernsku.
Tony vakti upp
„sígaunann“ í Margréti
Hann var gjörólíkur því fólki sem
Margrét hafði áður umgengist, lifði
frjálslegu listamannslífi, vinahópur hans
var mjög litríkur, hann hafði engan
áhuga á stétt og stöðu fólks og lét sig
engu skipta hvað álitið var „viðeigandi".
Meira en tuttugu árum síðar átti hann
eftir að segja „ég nýt sérhverrar sekúndu
lífsins. Ætli ég sé ekki nokkurs konar
sígauni." Það voru einmitt þessir eigin-
leikar hans sem vöktu upp „sígaunann"
í Margrétij sem vafalaust leit á vináttu
þeirra sem staðfestingu á einstaklings-
eiginleikum sínum. Jocelyn Stevens,
náin vinkona þeirra og fyrrum eigandi
vikublaðsins Queen, sagði um prinsess-
una: „Ég hef alltaf litið á hana sem fugl
í gullnu búri. Henni hlotnaðist aldrei
það frelsi sem hún þráði.“
Þau áttu margt sameiginlegt. Þau
höfðu bæði mikinn áhuga á leikhúsinu
og einnig á ballett - árið 1957 gerðist
Margrét forseti the Royal Ballett Com-
pany. Bæði voru þau sérlega skemmtileg
í samræðum og áttu auðvelt með að
segja frá.
f þá daga átti William Glenton blaða-
maður og kunningi Armstrong-Jones
lítið þrjúhundruð ára gamalt hús í
Bermondsey, sem varð fundarstaður
Tonys og Margrétar, eða „ástarhreiður"
eins og blöðin kölluðu það síðar. Arm-
strong-Jones leigði herbergi á jarðhæð-
inni og gerði það íbúðarhæft eftir margra
ára vanrækslu, málaði veggina hvíta,
smíðaði skápa til að fela vatnsrörin og
bjó það smekklegum og íburðarlausum
húsgögnum.
Andstætt því sem talið hefur verið var
hún ekki mjög tíður gestur í byrjun. Þó
var „litla hvíta herbegið“ henni einstak-
lega kært. „Þaðan var stórkostlegt út-
sýni“, segir hún. „Maður gekk inn í
herbergið og horfði beint út á ána“.
Húsakynni Tonys voru umgjörð
margra ánægjulegra kvölda: skemmti-
legra samkvæma sem stóðu langt fram á
nótt, rólegra kvöldverðarboða með fá-
um velvöldum vinum eða bara samveru
þeirra tveggja. Þá eldaði Tony einhverjai
létta máltíð og prinsessan þvoði upp á
eftir.
Athyglisvert er að ekkert skuli hafa
lekið í blöðin um samdrátt þeirra fyrir
trúlofunina - eða öllu heldur að lekarnir
skuli ekki hafa verið teknir alvarlega.
Samband ljósmyndarans Armstrong-
Jones við hina konunglegu fjölskyldu,
svo ekki sé minnst á samband hans við
kínversku dansmeyna Jacqui Chan sem
öllum var kunnugt um, duldi vel kjarna
málsins.
Árið 1959 voru teknar fjölda margar
opinberar myndir af prinsessunni í tilefni
29 ára afmælis hennar. Ljósmyndarinn
■ Hér er Margrét prinsessa ásamt vini sínum Roddy Llcwellyn - en mynd sem birtist
af þeim saman í sumarleyfi á Mustique olli því að Snowdon lávarður varð loks við
þeirri ósk konu sinnar að flytja út úr Kensington höllinni.
síðar, í desember 1959, trúlofuðu þau
sig leynilega. Mánuði síðar bað Arm-
strong-Jones drottninguna um hönd syst-
ur hennar og að þessu sinni sagði
drottningin já.
Of lík að skapgerð
og of ólík að uppruna
Almenningur í landinu varð bæði
glaður og hissa þegar trúlofunin var
opinberuð í febrúar 1960. Þó voru ekki
allir jafn yfir sig hrifnir. „Borðaði með
hertogafrúnni (af Kent, öðru nafni Mar-
ina prinsessa) og Alexöndru prinsessu.
Þær voru ekki ánægðar með trúlofun
Margrétar prinsessu. Greina mátti kulda
í rödd þeirra þegar ég ympraði á þessu,“
skrifaði Noél Coward í dagbók sína.
Álitið var að þau væru of lík að
skapgerð og of ólík að uppruna til að
hjónaband þeirra gæti orðið hamingju-
samt - um leið og ástin yrði hversdags-
leg, eins og hún hlaut að verða, færi allt
í bál og brand. Tony myndi aldrei
tilheyra konungsfjölskyldunni að fullu,
skapgerð hans kæmi í veg fyrir það. Og
Margrét prinsessa yrði aldrei neitt annað
en meðlimur konungsfjölskyldunnar,
hversu hart sem hún legði að sér við að
-aðlagast lífsháttum hans. Heimur kon-
ungsfjölskyldunnar var eini heimurinn
sem hún þekkti.
Þau voru gefin saman í Westminster
Abbey sjötta dag maímánaðar árið 1960,
með eða án andstöðu, og þegar þau
sneru úr brúðkaupsferðinni til Kara-
bískueyjanna sex vikum síðar, fékk
Armstrong-Jones að finna fyrir því hvað
það þýddi að tilheyra hinni konunglegu
fjölskyldu. Hann fylgdi konu sinni á
opinberum ferðum og við opinber
skyldustörf hennar og gekk þá skrefi
fyrir aftan hana svo sem lög gera ráð
fyrir. Sumum fannst hann bera þess
merki þegar á fyrstu mánuðum hjóna-
bandsins að hann væri ekki alls kostar
ánægður með hlutverk fylgdarmannsins.
í einkalífinu voru þau á hinn bóginn
hamingjusamari saman en mörgum
hjónum auðnast. Prinsessan hafði aldrei
verið fallegri og ánægðari, hún ljómaði
af hamingju og eiginmaðurinn sömuleið-
is. Tony þarfnaðist engu að síður ein-
hvers annars og fljótt kom í Ijós að sú
ákvörðun hans árið 1959 að hætta störf-
um sem Ijósmyndari olli honum von-
brigðum og óhamingju.
Ef Snowdon lávarður (hann var gerð-
ur að lávarði árið 1961) er feiminn,
jafnvel einrænn maður að upplagi verður
að segjast að honum tókst að sinna
opinberum skyldum sínum án þess að
afhjúpa raunverulegar skoðanir sínar á
þeim.
Á sjöunda áratugnum naut Margrét
prinsessa ára tiltölulega mikils frelsis og