Tíminn - 24.04.1983, Side 6
Þjóðleikhúsið sýnir
Grasmaðk
eftir Birgi Sigurðsson
Lýsing Arni Baldvinsson
Lcikmyndi búningar Ragnheiður Jóns-
dóttir
Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir
■ { ótótlegu grasmaðksgervi er fiðrild-
ið fólgið. Okkur er öllum ætlað að verða
fiðrildi, ef trúa má Birgi Sigurðssyni, en
verðum að gæta okkar afar vel, við
eigum nefnilega svo ótalmargt til sem
jafnharðan sviptir okkur réttinum til að
mega kallast manneskja/ fiðrildi. Þar á
meðal eru hatrið og lýgin; þeir vondu
kvillar sem, að því er ég best fæ séð, hrjá
allra helst þau mektarhjón sem Birgir
lýsir í fjórða leikriti sínu: Grasmaðki.
Hjón þessi heita Unnur og Haraldur
og eru á miðjum aldri eða þar um bil.
Hún er utan af landi, uppalinn í litlu
þorpi sem í minningunni stendur fyrir
viðbjóðinn einan saman. Unnur kom á
stnum tíma til borgarinnar barmafull af
björtum vonum, en þær fóru nú svona
og svona, hún kynntist Haraldi sem í
þann mund hafði orðið fyrir miklu áfalli
í einkalífi sínu og þarfnaðist huggunar.
Hann var þá nýskilinn við fyrri konu sína
og huggunin var svo árangursrík að þau
Unnur gengu í heilagt hjónaband. En
satt að segja langaði Unni ekki baun í
bala til að deila með honum lífi sínu -
hann var neyðarbrauð, segir hún á
einum stað - og þótt hjónabandið hafi
verið slétt og fellt á yfirborðinu þá
blunda meinsemdirnar hið innra. Von-
brigði Unnar hafa með tímanum orðið
að fyrirlitningu á Haraldi, fyrirlitningin
að hatri. Og þá vill svo til að Haraldur
liggur óvenju vel við höggi.
í lífi Haraldar hefur faðir hans alltaf
skipt mestu máli, en hann er nýlega
■ Sigurður Sigurjónsson og Gísli Alfreðsson í hlutverkum sínum,
í ótótlegu grasmaðksgervi...
— Um Grasmaðk Birgis Sigurðssonar
látinn þegar leikurinn hefst. Faðirinn
' var hetja, karlmenni, sent heimtaði hið
sama af sonum sínum tveimur. Haraldur
gerði jafnan sitt besta til að þóknast
honum, yngri sonurinn, Atli, er farinn
út í lönd og milli hans og bróður hans
ríkir fullur fjandskapur. Haraldur hefur
því setið einn að eftirlæti föðursins og
reynt eftir megni að móta sjálfan sig í
hans mynd, hann vill líka vera hetja og
karlmenni og syndir í því skyni þolsund
og skýtur veiðibjöllur, smíðar og stússar
í fjölskyldufyrirtækinu. Innst inni er þó
holur hljómur og Haraldur veit að hann
er bara venjuleg raggeit, hann leitar
huggunar og staðfestingar á gildi sínu
þar sem slíkt er að fá, en getur samt ekki
upprætt lýgina sem orðin er líf hans.
Rétt áður en lcikritið byrjar hefur Unnur
fengið fullvissu, hún hefur komist að
slæmri lýgi sem Haraldur hefur viðhaldið
í langan tíma. Hamrar náttúrlega járnið
meðan það ér heitt.
Fleiri persónur koma við sögu. Systur-
sonur Unnar er kominn til heimilis hjá
henni, unglingur að nafni Bragi. Hann
er svipaður því sem hún hefur líklega
verið á sínum yngri árum, bjartsýnn,
einlægur og viðkvæmur, en hefur brennt
sig illa og sálarheill hans var um tíma í
voða. Þá vildi það honum til happs að
hann sá grasmaðk.
Gréta, dóttir Haraldar af fyrra hjóna-
bandi, er einnig fyrirferðamikil per-
sóna. Hún er fjórtán ára og að flestu
leyti harla venjulegur táni'gur, eðlileg
uppreisnargirni hennar fs r þó aukna
dýpt við það að henni hefur aldrei þótt
stjúpmóðirin elska sig, né faðir hennar
eftir að móðirin hvarf burt. Hún á sér
drauminn um móður sína sem hún hefur
ekki séð lengi en þykist vita að hafi verið
bæði fegurri og betri en aðrar mannver-
ur, hún reynir að líkjast henni sem mest
og leitar að lokum á vit hennar.
Loks er það Atli, glataði sonurinn sem
snýr heim, og gengur í einhvers konar
bandalag við Unni.
Drama
Hér er sem sé ekki tekist á um neina
smámuni. Það er sjálf lífshamingja fólks-
ins á sviðinu sem er í veði, reynist vilji
þess til að lifa, til að vera manneskjur
nægur, eða verður það troðið niður á
grasmaðksstiginu? Þar gengur á ýmsu, en
fyrst langar mig að taka fram að Birgir
Sigurðsson skrifar að líkindum þann
besta leiktexta sem nú um stundir er
boðið úpp á í íslensku leikhúsi. Fólkið
hans talar alveg eðlilegt mál en fellur þó
aldrei niður á flatneskjuna, þvert á móti
eru bestu kaflarnir reglulega góður og
fallegur skáldskapur. Mér þykir bygging
leikritsins einnig vera til fyrirmyndar.
Það fer frentur hægt af stað, áhorfendur
fá tíma til að kynnast persónunum smátt
og smátt, og það er eins og allar
nauðsynlegar upplýsingar úr fortíðinni
komist til skila á nákvæmlega réttu
augnabliki. í lokin kemursvouppgjörið,
eins og vera ber, en að því verður vikið
hér að neðan.
í Grasmaðki er mikið drama, og
leikritið spyr stórra spurninga. Hvernig
fólki verður við mun eflaust fyrst og
fremst velta á því hvort það rekst á sjálft
sig í þeim persónum sem Birgir hefur
dregið upp. Satt að segja held ég að
margir muni verða til þess, ég hygg að
persónur Birgis séu að flestu leyti óvana-
lega vel skapaðar og trúverðugar. At-
hugum það mál nánar.
Unnur er, eins og kom fram hér áðan,
orðin full af innibyrgðu hatri sem hún
beinir gegn eiginmanni sínum, en hittir
hana sjálfa þó mest þegar allt kemur til
alls. Hún hefur orðið fyrir vonbrigðum
og andúð hennar á Haraldi er rökstudd,
en sjálf hefur hún þó ekki síður búið við
lífslýgi, nefnilega sjálft hjónabandið.
með köflum virtist hatur Unnar nokkuð
óhóflegt og ýkt, en þar held ég að túlkun
Margrétar Guðmundsdóttur hafi komið
til sögunnar, henni gekk ekki nógu vel
að lýsa þeim hliðum Unnar sem enn
mega minna á vonglöðu stelpuna utan af
landi. í atriðunum þar sem þær hliðar
koma fram var Margrét nokkuð svo stíf,
en hatrinu skilaði hún svo sannarlega.
Lokaatriðið gæti ég trúað að vefðist
fyrir mörgum. Var þetta nauðsynlegt,
eða rökrétt? Sjálfur skildi ég það á þann
veg að þar hefur Unnur verið svipt
sjálfum lífstilgangi sínum undanfarið,
margumtöluðu hatri, hún hefur hefnt sín
Gísli og Margrét - Haraidur og Unnur.
en hefndin ér tóm og tilgangslaus, það
er hún sem þyrfti að byrja upp á nýtt en
til þess virðist hana breska kjark þegar
svona er komið. Hatrið á henni sjálfri
blasir nú við. Ég má þó til með að
spyrja: hvað um börnin? - syni hennar
og Haraldar sem koma ekki fram í þessu
leikriti en hafa, að því er hún segir,
haldið henni gangandi lengi.Hefði henni
ekki átt að verða hugsað til þeirra?
Hugrekki
Haraldur er fyrst og síðast brjóstum-
kennanleg persóna. Hann pínir sjálfan
sig áfram en er þó svo nöturlega óviss;
nostrar við smáhluti í stað þess að sinna
hinum stærri. Hann er ragur og lýginn,
bæði við sjálfan sig og aðra, og tilraunir
hans til að ná til annars fólks markast af
því. í lokauppgjörinu hlýtur hann að
horfast í augu við sinn rétta mann, en þó
sýnist hann ætla að verða undrafljótur
að búa sér til nýja blekkingu að lifa í.
Gísli Alfreðsson fór með þetta hlutverk
og gerði það vfirleitt vel, að mínu mati.
Það kom fyrir að hann sló feilnótur en yfir
höfuð túlkaði hann þessa klofnu persónu
á sannferðugan hátt. Svo fór að Haraldur
öðlaðist ósvikna samúð, þrátt fyrir allt.
Bragi, ungi frændinn, er persónugerv-
ingur grasmaðksins í leikritinu. Hann
verður eins konar sálusorgari hinna
persónanna, án þess að leggja til aðra
speki en einlægan lífsvilja og falslausa
góðvild. Hann mun fljúga. Braga lék
Sigurður Sigurjónsson af tilheyrandi
hógværð; leikur hans var oft og tíðum
ákaflega sterkur.
Hjalti Rögnvaldsson lék Atla; það er
lítið hlutverk en nokkuð mikilvægt. Atli
kemur heim, ráðinn í að hefna þess sem
gert hefur verið á hlut hans, en við vitum
ekki hvernig honum mun farnast. Hjalti
var mjög öruggur; ég sá ekki betur en að
hann væri að leika Dag Sigurðarson...
Dóttirin Gréta er fjarskalega vel gerð
persóna af hendi höfundar; öldungis
trúleg, og orðfærið snilldarlegt. Gréta er
kvalin af móðurleysi sínu, hefur aldrei
gefið Unni tækifæri, en í leiksiok eru
ailir möguleikar á að hún geti þroskast
eðlilega frá því undarlega samblandi af
konu og barni sem hún þá er. Það eru
tvær ungar stúlkur sem skiptast á um að
fara með hlutverk Grétu; María Dís
Cilia og Halldóra Geirharðsdóttir, en sú
síðarnefnda var í eldlínunni á frumsýn-
ingu; lék afskaplega vel og af ótrúlegu
öryggi.
Brynja Benediktsdóttir hefur unnið
þessa sýningu af nærfærni og hagleik
oftastnær; sýnir verkinu fullan trúnað og
dramatík verksins varð ekki yfirþyrm-
andi fyrir minn smekk. Ragnheiður
Jónsdóttir, myndlistarmaður, starfar nú
í fyrsta sinn á leiksviði. Búningar hennar
hæfa persónunum vel og leikmyndin
þjónar ágætlega tilgangi sínum. Hún er
dimm og berangursleg; Haraldur hefur
smíðað hús sitt sjálfur og hann er ekki
hlýlegur maður.
Mér þykir þetta vera góð sýning að
næstum öllu leyti; leikritið er kröftugt og
krefst þess af áhorfendum að þeir taki
einhvers konar afstöðu - Birgir ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Það er gott hugrekki og hefur, að mínum
dómi, heppnast.
Ekki sakar að geta þess að leikritið
Grasmaðkur er nú komið á bók; það er
Iðunn sem hefur gefið það út í aðgengi-
legu og vönduðu kveri.
Illugi Jökulsson
Vegna þrengsla í blaðinu hefur birting
þessa leikdóms dregist.
Illugi Jökulsson
skrifar um leikhus w&M