Tíminn - 24.04.1983, Side 18

Tíminn - 24.04.1983, Side 18
18 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 kvikmyndasjá „Þetta er eins konar sápuópera frá sautjándu öld - sambland af Bonnie og Clyde, Dallas og Tom Jones, en samt sem áður í sjálfu sér frumleg", segir Michael Winner um söguþráðinn í nýju inyndinni, sem hann kveðst hafa langað til að gera allt frá því hann sá „The Wicked Lady“ fyrsta sinni fyrir um 30 árum síðan. ■ Ein vinsælasta kvikmyndin, sem gerð hefur verið í Bretlandi fyrr og síðar, nefnist „The Wicked Lady“, sem kannski mætti kalla „Vonda hefðarfrúin“, og var hún frumsýnd árið 1945. Kona sú, sem nafn myndarinnar vísaði til, var alræmd aðalsfrú, sem leit út fyrir að vera siðprúð hefðarkona að degi til en var ræningi, morðingi og ævintýrakvendi hið mesta að næturlagi. Nú hefur Michael Winner gert nýja kvikmynd um þennan söguþráð og fer Faye Dunaway með aðalhlutverkið. Byggt á sönnum atburðum Annars er það svo, að þessi saga byggir á sönnum atburðum, sem sagt á æviferli lafði Kathleen Ferrers, sem bjó í húsi sem nefnist Markyate Cell í Hertfordshire á Englandi. Hús þetta er enn uppistandandi, og þar má enn sjá leynigöngin sem liggja frá svefnherberg- ! ■ Á hefðarsetrinu. Fay Dnnaway leiknr „Vondu hefðarfrnna” — Michael Winner hefur gert nýja mynd um hefðarfrúna, sem læddist út á nóttunni til þess að ræna og myrða ferðamenn ■ Leikstjórinn ræðir við aðalleikara sína, Faye Dunaway og Alan Bates. inu - en um þau fór hún þegar hún hélt á næturnar út á heiðina til að ræna og drepa ferðamenn, sem voru á leiðinni til London sem er í aðeins um 20 kílómetra fjarlægð. Að sögn íbúanna á þessu svæði er vonda hefðarfrúin Kathleen Ferrers enn á þessum slóðum; þeir telja sig oft hafa séð hana þar á ferð í hæðunum. Og svo er auðvitað krá á þessum slóðum sem nefnd hefur verið eftir henni. Fyrir um fjörutíu árum síðan eða svo skrifaði Magdalen King-Hall skáldsögu, sem byggði á æviferli lafði Ferrers. Þessi bók, sem seldist í metupplagi, bar heitið „The Wicked Lady“, en þar var nafni aðalpersónunnar breytt í lafði Barbara Skelton. Þessari vinsælu skáldsögu var svo breytt í kvikmynd árið 1945. Þar fór Margaret Lockwood með hlutverk ræn- ingjafrúarinnar, en önnur meginhlut- verk voru í höndum James Mason, Patricia Roc og Michael Rennie. Nýja kvikmyndin er einnig byggð á þessari skáldsögu, en í samræmi við tíðarandann er myndin „djarfari" en sú fyrri - sem þó þótti svo djörf, að taka varð upp aftur verulegan hluta hennar svo hún fengi sýningarleyfi í Bandaríkj- unum! Leikaraúrval Eins og áður segir fer Faye Dunaway með aðalhlutverkið, lafði Barböru Skelton, sem er vissulega hið versta fól eins og nafnið bendir til. Hún nælir t.d. í unnusta bestu vinkonu sinnar rétt fyrir brúðkaup þeirra, en missir svo áhuga á honum á eigin brúðkaupsdegi er hún verður ástfangin af öðrum. Útávið lifir hún virðulegu lífi hefðarfrúarinnar á herrasetrinu, en að næturlagi læðist hún úr húsi dulbúin og með klút fyrir andlit- inu og rænir ferðamenn og drepur á þjóðveginum til London. Hún hittir brátt aðra ræningja, þar á meðal Jerry Jackson, alræmdan manndrápara sem Alan Bates leikur. Hún gerir bandalag við þennan ræningjaforingja en svíkur hann svo að lokum eins og aðra. Af öðrum leikurum má nefna Den- holm Elliott, sem leikur sárþjáðan eigin- manninn, Oliver Tobias, sem er elskhugi frúarinnar, og John Gielgud, sem fer með hlutverk þjóns á heimilinu. Hann kemst að leyndarmáli frúarinnar og bíður óskemmtilegs dauðdaga fyrir. Hvaða þjóðar- leiðtogi sá um 200 kvik- myndir á ári? — gluggað í Guinness-bók um staðreyndir um kvik- myndir og kvikmyndagerð ■ Vissirþú... aö lengsta kvikmyndin, sem gerð hefur verið, tekur tvo sólarhringa í sýningu? að um 187 þúsund manns komu fram í einni kvikmynd - mun fleiri en sáu hana? að Winston Churchill skrifaði kvikmyndahandrit? að lengsti framleiðslutími kvikmyndar til þessa er 18 ár? Þetta, og þúsundir annarra upplýsinga af öllu mögulegu tagi um kvikmyndir og kvikmyndagerð, er að finna í athygl- isverðri bók, sem nefnist „The Guinness Book of Film Facts & Feats“ og er gefin út af sama fyrirtæki og heimsmetabókin, sem margir kannast við. Hér verður gripið ofan í þessa bók á fáeinum stöðum. Stjórnmálamenn sem handritshöfundar Þar kemur m .a. fram, að ýmsir þekktir ■ Vinsælasta skáldsagnapersónan í kvikmyndum er Sherlock ■ Lincoln - Bandaríkjaforseti; leikarinn er Walter Huston. Holmes, en um hann hafa verið gerðar 175 kvikmyndir. stjórnmálamenn hafa skrifað l^vik- myndahandrit. Winston Churchill var þannig á samningi hjá London Films frá árinu 1934 og fram að upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar, og lagði sitt af mörkum við nokkrar kvikmyndir, m.a. „Lafði Hamilton" um þá frægu ástmey Nelsons flotaforingja. Roosevelt Bandaríkjaforseti skrifaði upphaflega handritið að kvikmynd sem nefndist „The President’s Mystery" og gerð var þar vestra árið 1936. Franco, einræðisherra á Spáni um áratugaskeið, samdi einnig handrit að kvikmynd; sú var gerð þar í landi árið 1941 og byggði á skáldsögu, sem Franco hafði skrifað undir höfundarnafninu Jaime de Andra- de. Moraji Desai er sennilega eini for- sætisráðherrann sem hefur skrifað kvik- myndahandrit á meðan hann var í embætti. Hann hafði lofað að skrifa þetta handrit er hann sat í fangelsi á ■ Napoleon - hefur verið leikinn í 163 kvikmyndum. Hér er það Marlon Brando sem fer með hlutverk franska keisarans. Indlandi, en skömmu síðar var honum sleppt og eftir mikinn kosningasigur varð hann forsætisráðherra. Hann vildi standa við loforðið og gerði það. Kvik- myndin ber heitið Yogeshwar Krishna. Af kvikmyndahandritum, sem aldrei voru kvikmynduð, má nefna ævisögu Idí Amin Dada, fyrrum einræðisherra í Uganda - sem hann skrifaði sjálfur á veldistímum sínum. Flestar kvikmyndir um Sherlock Holmes Um hvaða skáldsögupersónur skyldu flestar kvikmyndir hafa verið gerðar? Jú, þar á Sherlock Holmes, einka- spæjarinn hans Arthur Conan Doyles, algjört met. Á árunum 1900 til 1980 voru gerðar um Holmes 175 kvikmyndir, og fara þar 61 leikari með hlutverk hans. Næstur í röðinni er sá skuggalegi náungi Drakúla greifi, sem Briam Stokes

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.