Tíminn - 24.04.1983, Side 19
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
19
■ í kvikmyndinni er ræningjaforingi hengdur. Hér er leikstjórinn, Michael Winner,
að máta á sig snöruna.
Miklu til kostað
Kvikmynd þessi er mjög dýr (lágmark
15 milljónir doílara), enda er ekkert til
sparað. Mikið er lagt upp úr umhverfi og
búningum (Faye Dunaway notar þannig
50 glæsilega kjóla í myndinni, og er hver
og einn einasti þeirra handunninn úr
silki).
Það er Cannon Films sem framleiðir
myndina, en það er kvikmyndafyrirtæki
tveggja fsraelsmanna í Bandaríkjunum
- Manahem Golans og Yoram Globus,
en þeir hafa framleitt ýmsar vinsælar en
ekki ýkja merkilegar kvikmyndir á
undanförnum árum og grætt vel.
Leikstjórinn, Míchael Winner, er
einkar þekktur fyrir „Death Wish“-kvik-
myndir sínar, sem hafa gengið vel fjár-
hagslega en ekki þótt umtalsverðar að
öðru leyti.
Winner hefur fengið Tony Banks úr
popphljómsveitinni Genesis til þess að
semja tónlist við myndina, og er það í
fyrsta sinn sem hann semur tónlist við
kvikmynd.
Og hvað heldur Winner svo um gengi
nýju myndarinnar?
„í þessum bransa segjunt við: Sérhver
kvikmynd er árangursrík þar til sýningar
hefjast! Við skulum bara sjá til“.
-ESJ
■ Eins konar hlöðuball; Michael
Winner leiðbeinir leikurum sínum.
■ Stalin
- báðir hrifnir af „Lafði Hamilton“
bjó til á sínum tíma. Um hann hafa verið
gerðar 133 kvikmyndir.
Ófreskja Frankensteins hefur birst
áhorfendum í 91 kvikmynd, 8Í myndir
hafa verið gerðar um Tarsan apafóstra,
66 um kúrekahetjuna Hopalong Cassi-
dy, 65 um hinn grímuklædda Zorro, 49
um kínverskættaða leynilögreglumann-
inn Charlie Chan og 48 kvikmyndir um
eftirlætisræningjann Hróa hött.
En hvaða þekktar sögupersónur ætli
hafi þá oftast birst á hvíta tjaldinu? Jú
bókin góða telur að Napoleon Bona-
parte hafi verið leikinn í að minnsta
kosti 163 kvikmyndum. Vinsælasti for-
seti Bandaríkjanna í þessu tilliti er
Abraham Lincoln, sem mun hafa verið
leikinn í 128 kvikmyndum. Af öðrum
sögupersónum má nefna, að 125 myndir
munu hafa verið gerðar um Jesú Krist,
55 um Lenin, jafn margar um Hitler, og
36 myndir um hvora þeirra ólfku kvenna
Kleópötru og Viktóríu drottningu.
■ Churchill
Eftirlætismyndir
þjóðarleiðtoga
Margir þjóðarleiðtogar hafa haft mik-
inn áhuga á kvikmyndum, og jafnvel
látið gera sérstaka sýningarsali fyrir sig.
Þeir félagar Stalin og Chruchill voru
báðir á stríðsárunum mjög hrifnir af
kvikmyndinni „Lafði Hamilton", sem
áður er nefnd, og munu hafa nefnt hana
sem eftirlætismynd sína. Churchill mun
hafa séð hana fjórum sinnum. Churchill
yar mikill áhugamaður um kvikmyndir,
og fór það nokkuð í taugarnar á ýmsum
samstarfsmönnum hans - ekki síst þegat
hann gerði hlé á mikilvægum kvöldfund-
um til þess að horfa á kvikmynd en hélt
síðan fundi áfram fram á miðja nótt hinn
hressasti.
Krústjoff hefur skýrt svo frá að Stalín
hafi sjálfur valið myndirtil sýningar í
Kreml, og haft þar mestan áhuga á
vestrænum myndum, sérstaklega þó
- sá um 200 kvikmyndir á ári
kúrekamyndum eða vestrum. „Hann
var vanur að bölva þeim og meta þær
hugmyndafræðilega, en síðan pantaði
hann strax nýja vestra“.
Meðal þjóðarleiðtoga mun Titó heit-
inn Júgóslavíuforseti sennilega hafa ver-
ið mesti kvikmyndaáhugamaðurinn, því
að hann horfði á um 200 kvikmyndir á
ári. Eftirlætiskvikmynd hans var „The
Petrified Forest" með Humphrey Bogart
og Bette Davis frá árinu 1936.
Kvikmyndir hafa verið sýndar í Hvíta
húsinu allt frá árinu 1914 þegar Wilson
förseti og ríkisstjórn hans horfðu á
ítölsku kvikmyndina Cabiria eftir Gio-
wanni Pastrone. Margaret Truman,
dóttir Harry Trumans, lét sýna „The
Scarlet Pimpernel" (Rauða akurliljan)
16 sinnum í Hvíta húsinu, og mun það
vera met.
Þeim, sem eru forvitnir að vita meira,
skal vísað á Guinness.
-ESJ.
Vestfirðir
Kaupfélag á Vestfjörðum óskar eftir að ráða
VERSLUNARSTJÓRA.
Æskileg reynsla í verslunarstörfum cg kjötaf-
greiðslu.
Ibúð fyrir hendi.
Gæti verið gott fyrir ung hjón sem bæði ynnu að
versluninni.
Góð laun í boði fyrir réttan mann.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
svo og fjölskyldustærð, sendist starfsmannastjóra
fyrir 10. maí.
SAMBANDISL. SAM VINNUFEIAG A
STARFSMANNAHALO
Sjómannafélög -
Kappróðrafólk
Okkar sérhönnuðu kappróðraárar verða til af-
greiðslu fyrir sjómannadaginn frá og með16. maí
n.k.
i?
Nánari upplýsingar gefa: yfirverkstjóri og birgða-
stjóri símar 50520 - 50168.
Gleðilegt sumar
Bátalón h.f.
Hafnarfirði
Aðalfundur
Alþýðubankans h/f
árið 1983
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykja-
vík, laugardaginn 30. apríl 1983 og hefst kl.
14.00.
Dagskrá:
a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við
ákvæði 18. gr. samþykkta bankans.
b) Samþykktir og reglugerð bankans.
c) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
d) Tillaga bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31,
dagana 27., 28. og 29. apríl n.k.
f.h. bankaráðs Alþýðubankans h/f
Benedikt Davíðsson form.
Þórunn Valdimarsdóttir, ritari
GLUGGAR
OG HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu vérði.
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.