Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 23

Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 23
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 inútlminn Mezzoforle á uppleið í Hollandi — litla platan komin í 19. sæti og sú stóra í 16. sæti vinsældarlistans þar ■ Mezzoforte hefur aö undanförnu rokið upp hollenska vinsældalistann og er litla platan þeirra nú komin í 19. sæti, úr 32. sæti í síðustu viku og stóra platan fór úr 21. sæti og í 16. sæti. Menn reikna fastlega með að Mezzoforte nái inn á Topp 10 listann í Hollandi miðað við velgengnina að undanförnu. Þetta er mikilvægt því Holland hefur löngum verið talið lykillinn að öðrum Evrópu- löndum á þessu sviði. Mezzoforte hélt utan til Bretlands á sumardaginn fyrsta en ætlunin er að taka upp nýja litla plötu með nýju lagi, Rockall heitir það, en á hinni hliðinni vérður svo væntaniega lagið Spáð í skýin. Á breska vinsældalistanum féll litla platan úr 30. sæti og i 50. sætið og stóra platan úr 30. sæti og í 39. sæti, þannig að velgengnin þar hefur tekið smáhvíld. Þótt Bretland sé þannig „úr sögunni" í bili þá má búast við að menn þar bíði nýju plötunnar með nokkurri eftirvænt- ingu og Evrópumarkaðurinn er að byrja að taka við sér, þeir hafa þegar komið tvisvar fram í hollenska sjónvarpinu. -FRI EUROVISION ’83 BEIN ÚTSENDING ■ Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1983, Eurovision, verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, iaugar- dagskvöld, rétt á undan „kosninga- bömmernum“ og er það bein útsending frá Múnchen þar sem keppnin er haldin að þessu sinni. Mörgum þykir ekki mikið varið í það sem boðið er upp á í þessum keppnum en fylgjast samt alltaf stíft með og vissulega hefur þessi keppni orðið mörg- um til fjár og frama, nægir þar að nefna sænsku hljómsveitina ABBA sem dæmi. Engin þekkt nöfn eru íþessari keppni, að venju, en fyrir þá sem vilja vita hverjir taka þátt þá koma þátttakendur hér, flytjandi, land og lag: Guy Bonnet, Frakkland, Vivre. Jahn Teigen og Anota Skrogan ásamt fleirum, Noregur, Do-Re-Mi. Sweet Dreams, Bretland, I’m never giving up. Carola Haeggkvist, Svíþjóð, Fraemling. Riccar- do Fogli, Ítalía, Per Lucia. Cetin Alp and The Short Waves, Tyrkland, Opera. Remedios Amaya, Spánn, Quien man- eja mi bacra. Meriella Farré, Sviss, Io cosi non ci sto. Ami Aspelund, Finnland, Fantasiaa. Christi Stassinopoulou, Mou les. Bernadette, Holland, Sing me a song. Danijel Popovis, Júgóslavía, Julie. Stavros og Constantina, Kýpur, ÞAgapi, akoma zi. Hoffman og Hoffman, Þýska- land, Ruecksicht. Gry Johansen o.fl. Danmörk, Kloden Drejer. Ofra Haza, ísrael, Hi. Armando Gama, Portúgal, Esta Balada que te dou. Westend, ■ Nicole vann í fyrra með Ein Bisschen Frieden Austurríki, Hurricane, Pas de Deux, Belgía, Rendez-vous. Corinne Hermes, Lúxemborg, Si la vie est cadeau. Sigurvegarinn í fyrra var Nicole með lag sitt „Ein Bisschen Frieden" og hefur það varla farið framhjá neinum á síðasta ári, en þar áður vann breska sveitin Bucks Fizz og spáir Nútíminn bretunum velgengni í keppninni að þessu sinni sem áður. -FRi Fræbbbla- nafnið al- veg út úr myndinni ■ Við greindum frá því um daginn að Valli söngvari Fræbbblanna væri með nýtt band í uppsiglingu og að restin af þeim héldi áfram undir sama nafni með Rut Reginalds. Nú hefur hins vegar Fræbbblanafnið dottið úr lestinni og Steinþór, Stefán og Sigurður Dagsson gítarleikari koma til með að starfa undir nafninu AEON, sem er nafn hins nýja guðs sem gistir jörðina. Rut Reginalds hefur ekki enn formlega gengið til liðs við hljómsveitina en Stefán sagðist halda að svo mundi verða. Þegar ég spurði Stefán hvers vegna Fræbbblarnir hefðu hætt, sagði hann að tónlistarágreiningur hefði komið upp á milli Valla og hinna og þeir tóku það ráð að hætta í góðu í staðinn fyrir að láta ágreininginn spilla fyrir. Af Vallabandi er ekki fleira að frétta en að á gítar er náungi að nafni Diddi og á bassa spilar Helgi Briem. Bra brask Club Dancing ’83 /Steinar ■ Á kynningarblaði frá Steinum um þessaplötu segir að „sum þéssara laga hafa verið í hópi vinstelustu laganna hcr heima síðustu vikurnar og eru því meiriháttar heit einsog það heitir á fagmáli diskótekara. Club Ðancing ’83 er þvt dæmigerð stuðplata einsog þær gerast bestar." Undanfarið hefur það færst mjög í vöxt að svona samansöfn cru gefin út. yfirleitt með listamönnum sent hafa meikað það nteð einu lagi af stórri plötu. Það er sannarlega hag- ræðing fyrir neytendur því þá þurfa þeir ekki að kaupa stóru plötuna, með vinsæla laginu því oftast er hún kolómöguleg út í gegn. En útgefend- ur þessara hagræðingarplatna cru ekki þau fífl að fatta ekki aðaltrixið: eftir að stóra platan, segjum t.d. með Dollar, er búin að seljast sæmilega með hjálp auglýsingamaskínunnar, cr hit-lagið pikkað út og klesst á samansafn. Ogsú plata selst grimmt. Það er gaman að vita til þess að plötur seljist eitthvað ennþá, á með- an verð þeirra er stjamfræðilegt, en það er minna gaman að hafa það á tilfinningunni að platan sem maður hefur í höndunum sé aðeins gefin út í þeim tilgangi að hala inn stórfé. Nokkur lögin á Club Dancing ’83 eru skemmtileg og fjörug, t.d. You can’t hurry love með Phil Collins og Eu Tambem Qucro Beijar með Pep- eu Gomes, en restin fullvissaði mig algjörlega um að diskótónlist líkt og Earth Wind and Fire, Shalamar og Chic leika hefur ekki stigið eitt einasta þróunarspor í 7-8 ár. Það eina sem hefur breyst er tæknin og nú geta listamennirnir sett puttana í fleiri takka. Þótt þessi tónlist sé blessunarlega danshæf hefur hún gert þá kynslóð sem fékk hana í vöggugjöf meira og minna rótlausa og rænulausa í tónlist og sú andþróun hefur jafnvel gcrt það að verkum að sumir verða að spurningamerki í framan þegartalað er um The Rolling Stones, Doors, eða einhverjar hljómsveitir sem eitthvað hafa haft til málanna að leggja. Til allrar hamingju bjargaði pönkið okkur frá þvíað stinga hausn- um endanlega í sandinn og sprikla löppunum í takt við maskínuna. Bra Dúettinn The Creatures sem telur Siouxsie og trommuleikarann Budgie úr Bans- hees gaf út sína aðra plötu fyrir skömmu. í fyrra komu út með þeim tvær litlar plötur í pakka og nutu þær mikilla vinsælda. Nú hafa þau fengið til Hðs við sig tónlistarmenn frá Hawaii, en þar er platan tekin upp. Hún inniheldur lögin Miss the girl og Hot Springs in the snow og er fyrsta platan sent gefin er út á merki The Banshecs, Wonderiand Records. Bra ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ^ ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúlnn eftir firtim mínútur 5 bragðtegundir RJP 829« Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford Perkins L. Rover D. M.Ferguson Zetor Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080 Bi/a/e/ganÁS CAR RENTAL ö 29090 mazoa 323 □ AIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Simar 38203-33882 ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. v&Fiá REYKJAVIKURVEGI 25 Háfnarfirði simi 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.