Tíminn - 28.04.1983, Blaðsíða 11
10
Þjónustubygging að
Hólum í Hjaltadal
Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelda
þjónustubyggingu við nýja hlöðu að Hólum.
Húsið er 2 hæðir og um 190 nT. Þak og gluggar skulu
fullfrágengnir.
Verkinu skal að fullu lokið30. sept. 1983.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
í Reykjavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins mið-
vikudaginn 18. maí 1983 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Lausar stöður við
Bændaskólann á
Hvanneyri
Við Bændaskólann á Hvanneyri eru lausar til umsóknar
eftirtaldar stöður, sem veitast frá 1. september 1983:
1. Staða kennara við bændadeild, með búfjárrækt sem
aðalkennslugrein. Laun skv. launakerfi starfsmanna
ríkisins.
2. Staða aðalkennara á grunngreinasviði við búvísinda*
deild skólans. Aðalkennslugreinar efna- og líffræði-
greinar. Launakjör eru hin sömu og háskólakennara.
Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja
umsókn sinni skýrslu um vísindastörf sín ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Umsóknarfrestur um báðar þessar stöður er til 25. maí
n.k. og skulu umsóknir sendar til landbúnaðarráðuneyt-
isins, Arnarhvoli, Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið, 25. apríl 1983.
,v i.
^ \
ORÐSENDING TIL
FORELDRA í REYKJAVÍK
í þessari viku fá nemendur grunnskóla
í hendur bæklinginn:
Sumarstarf fyrir börn
og unglinga 1983
með upplýsingum um framboð á sumarstarfi
borgarstofnana og félaga í Reykjavík.
Foreldrar eru hvattir til að skoða
bæklinginn vandlega með börnum sínum
Gleðilegt HflSIB!'
sumar.
íþróttir
umsjón Samúel Örn Erlingsson
Úr heimi akstursíþróttanna:
„Erfið
staða
segir Jón Erlends-
son um landsliðs-
þjálfaramálin
■ „Þetta er erfið staða sem koniin er upp,
sagði Jón Erlendsson varaformaður Hand-
knattlcikssambands íslands í samtali við blm.
Tímans í gær. „Strax þegar landsliðið kom
hcim frá B-keppninni í Hollandi ákvað stjórn
HSÍ að ræða við Hilmar Björnsson um hvort
hann vildi hefja viðræður um nýjan samning,
og það gert. Hilmar gaf okkur svar fyrir ekki
löngu, og sagði að honum finndist rctt að
ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara væri
ekki tímabær, þar eð mikil mannaskipti væru
fyrirsjáanleg í stjórn HSÍ. Þetta fannst okkur
ekki rétt, þar eð margir okkar hæfustu
þjálfara eru nú að ráða sig, og allflestir
komnir með tilboð upp á vasann. Því fengu
þrír stjórnarmenn, Júlíus Hafstein, Gunnar
Gunnarsson og Pétur Rafnsson uinboð til
þess að ræða við Bogdan Kowalczyk um hvort
samningsgrundvöllur væri fyrir hendi milli
HSf og hans. Síðan er blaðamönnum hleypt
að þessum fundi, og þá ekki ncma frá
útvöldum aðilum, og látið í veðri vaka að
verið sé að semja við Bogdan um starfiö.''
Samkvæmt þessum orðum Jóns er Ijóst, að
umræddir stjórnarmenn HSÍ hafa farið út
fyrir þáð svið sem þeim var ætlað, og því enn
ekki ljóst hvaða stefnu málið tekur, en Jón
sagði að hann yrði ekki undrandi, þó Hilmar
Björnsson mundi íhuga önnur tilboð sem
Itann hefði fyrst svona hefði verið tekið á
málinu.
Úrslit í 4.
sinn í 2.
deild í körfu
■ Um næstu helgi munu þrjú lið úr 2. dcild
í körfuknattleik lcika í fjórða sinn í úrslita-
kcppni í annarri dcild um fyrstu deildar sæti.
Þetta er ekki bundið við mörg ár, heldur þetta
eina keppnistímabil sem bundið er við þennan
vctur sem nú er á pappírnum liðinn. Þrisvar
sinnum hafa lið Laugdæla úr Laugardal í
Árnessýslu, ísfirðingar og Breiðabliksmenn
úr Kóavogi leikið hvert gegn öðru gagngcrt til
þess að skera úr um hvaða lið fari upp í fyrstu
deild, en alltaf hafa liðin unnið hvert annað.
Þannig var fyrstu leikhelgina að ísfirðingar
unnu Laugdæli, Laugdælir unnu Breiðablik,
og Breiðablik vann Isfirðinga. Næstu lcikhelgi
fór allt á sömu leið, en þriðju lcikhelgina
snerist dæmið við. Þá unnu Laugdælir ísfirð-
inga, ísfirðingar unnu Brciðablik, og Breiða-
hlik vann Laugdæli. Nú um næstu helgi munu
liðin enn leiöa saman hesta sína, og hefur nú
verið frá þvi gengið innan Körfuknattleiks-
samhandsins að stigahlutfall muni ráða, cf allt
fer á sömu leið. Körfuknattlcikslciðtogar
óttast scm sagt að þcssi keppni gæti staðið
langt fram á sumar ef svo fer scm horfir, og
vilja því Ijúka málinu af fyrir ársþing...
R eykjayíkurmót
í skíðagöngu
■ Rcykjavíkurmót í skíðagöngu var haldið
fyrir nokkru við Skíaskálann í Hveradölum.
Urslit urðu þessi helst:
Karlar 20 ára og eldri 15 km.
1. Ingólfur Jönsson SR 46,30
2. Halldór Matthíasson SR 49,53
3. Kristján Snorrason SR 53,32
Konur 19 ára og efdri 5 km.
1. Guðbjörg Haraldsdóttir !
2. Sigurbjörg Helgadóttir 5
3. Lilja Þorlcifsdöttir SR
Stúlkur 17-19 ára. 5 km.
1. Rannveig Helgadóttir S
2. Sigríður Erlendsdóttir S
Drengir 12 ára og yngri, 2,5 kni
1. Hörður Sigurðsson SR
2. Svcinn Matthíasson SR
3. Sveinn Andrésson SR
KEPPHMUTARNIR KALLA HANA
„UÓNYNJUNA FRA GRASSE”
Michelle Mouton varð fyrst kvenna til að vinna keppni í HM í ralli,
og er nú einn besti rallökumaður heims
■ Blaðamenn sem ekki hafa of mikið álit á hæfileikum kvenna til að
aka bílum ættu að halda sig í hæfilegri fjariægð frá Michelle Mouton, 31
árs gömlum frönskum rallökumanni á heimsmælikvarða. Michelle
Mouton er nefnilega kona, og hefur mikið skap. Hún væri vís með að
skella á viðkomandi beittum setningum um heimskulegar spurningar
blaðamanna, eða bara hrella þá akandi.
„Kvennaflokkur í ralli, til hvers ætti hann að vera?“ segir Michelle.
„Er kannske eitthvað til í ralli sem heitir karlaflokkur? Ég keyri ekki til
að verða besta ökukona í heimi, ég ætla mér að sigra karlmennina líka!
segir þessi svarthærða myndarlega stúlka, sem mikið lætur að sér kveða
í íþróttagrein sem annars er heimur karlmanna.
Michelle Mouton er kölluð af keppi-
nautum sínum „Ljónynjan frá Grasse“
en Grasse er bær í Suður-Frakklandi
sem þekktastur er fyrir ilmvatnsfram-
leiðslu, og þar er Michelle fædd og
uppalin. Á fáum árum hefur hún unnið
sig upp í að vera í fremstu röð í ralli, og
gefur karlmönnunum í greininni ekkert
eftir við stýrið á trylltum ralltækjum.
Aðeins óheppni olli því að Michelle
varð ekki heimsmeistari yfir tólf keppnir
á síðasta ári, og líklega heppni fyrir þá
sem hræddust mest að hún ynni og sögðu
„ef kona vinnur heimsmeistaratitilinn,
þá er ég hættur". Michelle Mouton og
aðstoðarökumaður hennar, eða siglinga-
fræðingur eða hvað það er kallað, hin 27
ára gamla Fabrizia Pons, sem er ítölsk
að uppruna, sigruðu ekki, en þær urðu í
öðru sæti á bílnum sem þær keppa á,
Audi Quattro. Þær hefðu getað tryggt
sér titilinn í Bandamara -keppninni
sem fram fer á Fílabeinsströndinni í
Afríku. Allt liðið frá Audi fylkti liði að
baki Michelle og hún lagði sig alla fram.
í miðri keppni hafði hún forystu upp á
eina klukkustund og tuttugu mínútu á
þann sem varð heimsmeistari, Austur-
ríkismanninn Walter Röhrl. En gírkassi
sem fór í spað, og það að skipta þurfti
um hann gerði það að verkum að
Michelle varð allt í einu 18 mínútum á
eftir Röhrl. Stuttu síðar fékk hun vit-
neskju um að faðir hennar, sem kom
henni af stað í rallíþróttinni, hefði látist
heima í Frakklandi. En Mouton og Pons
héldu áfram keppni. Síðar sagði Mi-
chelle að það hefði einmitt verið það sem
faðir hennar hefði viljað.
En hún komst ekki langt eftir það.
Þrátt fyrir að Michelle Mouton sé talin
sérfræðingur að aka í slæmu veðri, gekk
henni illa í þokumorgni á rykugum
Afríkuvegum. í lúmskri beygju rann
hinn fjórhjóladrifni 325 hestafla Audi
Quattro þeirra stallsystra út af, hafnaði
á girðingu og fór margar veltur. Kort,
minnisblöð og þess háttar flugu út um
víðan völl, en stúlkurn^r fengu hjálp
Audi-starfsliðsins til að vélta bílnum við
og hefja keppnina á ný. Þegar komið var
nokkrum kílómetrum lengra hvarf
vinstra framhjólið undan bílnum, og var
það bein afleiðing veltunnar. Michelle
og Fabrizia voru fallnar úr Bandamara-
keppninni.
Snemma á þessu ári varð Mouton að
hætta í Monte Carlo rallinu eftir að hafa
keyrt á múrvegg. Á síðasta ári datt hún
líka út úr þessu einu heimsins mesta ralli
eftir að hafa keyrt á hús.
Blaðamönnum og áhorfendum er það
hulin ráðgáta hvernig þessi litla dökk-
hærða dimmeygða stúlka getur verið svo
eitilhörð og dugleg að stór hluti um-
heimsins gapir við henni. Ef þeir spyrja
er bara slegið á puttana á þeim, og síðan
lagar Michelle bara hárgreiðsluna.
Sigurganga
Michelle á að baki skrautiegan feril í
íþróttinni. Hún vann sitt fyrsta rall 20
ára gömul árið 1972. Hún var í fyrstu
I Sp*«f
B?
pilote
■ Á fullri ferð á sænskum vetrar-
vegum. Audi Quattroinn hennar Mi-
chelle ætti að falla vel í það umhverfi,
fjórhjóladrifinn og 325 hross undir
húddinu.
aðstoðarökumaður, eða „siglingafræð-
ingur“, en faðir hennar blandaði sér í
málin. „Ef þú ert í ralli, þá skal það vera
alvörurall", sagði hann og keypti handa
henni bíl eins og sigurbílarnir voru
flestir í þá daga, Renault Alpine með
öllum rallútbúnaði. Michelle sigraði í
Evrópumeistaramótinu 1977 á Porche,
og fyrir FIAT sigraði hún í Tour de
France síðar sama ár. Árið 1980 skrifaði
hún undir samning við Audi, nokkuð
sem talið var vera auglýsingabrella hjá
Audi, en síðar kom í ljós að þetta hafði
mikið að segja. Gagnrýnisraddirnar
þögnuðu þó þegar Michelle sigraði í San
Remo rallinu, sem er eitt af erfiðustu
rallkeppnunum sem fara að miklu leyti
fram á malbikuðum vegum. Þetta var
bylting í rallkeppnum heimsmeistara-
keppninnar. Fyrsta konan hafði sigrað í
keppni sem var liður í HM.
Michelle sagði sjálf: „Áður en keppn-
in í San Remo byrjaði, var ég kvíðin,
grét og var mjög taugaóstyrk. En þegar
ég var komin undir stýrið og byrjuð,
hvarf allt óöryggi.“
Árið 1982 sigruðu þær Michelle og
Fabrizia Pons þrjár keppnir í HM, í
Portúgal, Grikklandi og Brasilíu. Þó að
Michelle kjósi helst malbik eða möl
undir hjólin, hefur hún tileinkað sér að
stjórna hinum aflmikla Audi í snjó og á
hálum vegum, eins og í sænska vetrar-
rallinu nýlega þar sem hún varð í fjórða
sæti. Og sænskur blaðamaður skrifaði í
Dagens Nyheter: „Ef konur aka betur
en karlmenn, verða guðirnir að bera
ábyrgð á því. Michelle Mouton gerir
það, að minnsta kosti betur en 99,99%
karlmanna.“
■ Michelle Mouton er venjulega hálfsúr þegar hún ekki sigrar í keppni. Hér er hún
eftir sænska vetrarrallið sem var í febrúar.
og
200 þátttakendur ^
á Öldungamóti BLÍ
— Sífelld aukning þátttakenda á
þessu vinsæla móti
■ Öldungamót Blaksambands íslands
verður haldið um næstu helgi í Rcykja-
vík. 20 lið taka þátt í mótinu, og líklega
um 200 þátttakendur alls. Þetta er í
áttunda sinn sem öldungamótið er
haldið, og hefur þátttaka aukist með
hverju árinu. Það er reyndar ekkert
skrýtið að þetta mót njóti vinsælda,
blakíþróttin nýtur nú meiri vinsælda sem
bæði keppnis- og trimmíþrótt, og erlend-
is þar sem blak er vinsælt eru slík mót
algeng, og mjög vinsæl, nægir þar að
nefna Finnland, og forsetann Mauno
Koivisto, sem brá sér á öldungaæfingu
meðan atkvæði voru talin, þcgar hann
fyrst var kjörinn forseti.
Öldungamót BLÍ 1983 verður sett í
Hagaskóla á morgun klukkan 16.00.
Leikir hefjast í íþróttahúsum Melaskóla
og Hlíðaskóla klukkan 17.00,
íþróttahúsi Háskólans klukkan 19.00.
I Hagaskólanum verður leikið á tveim-
ur völlum, og þar af leiðandi leikið á 5
völlum í öldungamótinu á morgun.
Keppni á laugardag hefst klukkan 8.30
árdegis, og verður keppt í Hagaskólan-
um og Melaskólanum til klukkan 18
þann dag, en þá lýkur mótinu, og
lokahnykkurinn er hóf á Tióteli um
kvöldið. Samtals verður leikinn 71 leikur
á mótinu, tvöföld umferð í fyrstu deild
karla, og einföld í hinum deildunum.
Til þess að hafa þátttökurétt í
Öldungamóti þurfa leikmenn viðkom-
andi liða að hafa náð þrítugsaldri, og er
liðið ætlað þeim sem ekki eru í fremstu
víglínu í íþróttinni sem keppnisíþrótt.
RNÓR FER TIL UÐS
— skrifaði undir tveggja ára samning í fyrrakvöld
■ Já, ég skrifaði undir samning við
Anderlecht til tveggja ára í gærkvöld“,
sagði Arnór Guðjónsson knattspyrnu-
kappinn snjalli í samtali við Tímann í
gærkvöld, Arnór, sem hefur leikið í
fjögur og hálft ár með Lokeren í Belgíu,
en lék áður með Víkingi hér heima mun
fara til Anderlecht að lokuu þessu keppn-
istímabili í vor.
„Já ég fékk mjög góðan samning við
félagið, og þar sem Anderlecht er eitt
besta kanttspyrnulið í Evrópuí dag, þá
þurfti ég ekki að leita lengra sagði
Arnór.
- Voru mörg lið inni í myndinni?
„Jú að vísu voru nokkuð mörg lið sem
voru áhugaverð, og höfðu áhuga, en ég
vil ckki tjá mig frekar um hvaða lið það
voru, samningurinn við Anderlecht er
gerður“.
Arnór sagði að Lokeren hefði reynt
allt sem það hefði getað til að fá samning
sinn við liðið framlengdan. „En það var
ákvæði í samningnum um að þeir gætu
ekki haldið mér, vildi ég fara annað,
þannig að ég var frjáls allra mála“. Faðir
Arnórs, Einar Guðjohnsen var stoð
Arnórs og stytta í samningagerðinni við
Anderlecht, eins og reyndar þegar Arn-
ór gerði samninginn við Lokeren á
sínum tíma. „Faðir minn hefur alveg
verið í þessu með mér, og mjög mikið
honum að þakka hvernig mínir samning-
ar hafa tekist“. sagði Arnór. „Og það
má segja að maður sé alveg í sjöunda
himni“.
■ Arnór Guðjohnsen á fullri ferð með íslenska landsliðinu. Hætt er við að Arnór
eigi eftir að láta enn meir að sér kveða í Belgíu, en áður með hinu sterka liði sem
hann nú er genginn til liðs við, Anderlecht, nokkuð sem kemur til með að skila
íslenska landsliðinu arði.
Evrópukeppni landsliða í gærkvöld:
SOVÉTMENN RASS-
SKELLTU PORTÚGALA!
— og Peter Withe skoradi ffyrir England
í 2-0 sigri á Ungverjum
■ Sovétmenn rassskelltu Portúgala í
öðrum riðli Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu í gærkvöld í Moskvu, 5-0.
Önnur helstu úrslit urðu að Englending-
ar sigruðu Ungverja 2-0 í Lundúnum, og
Spánverjar sigruðu íra 2-0 í Zaragoza,
og stefna nú að sigri í 7. riðli, riðlinum
þar sem landinn rekur lcstina.
Sovéskir áhorfendur í Moskvu gátu
nú loksins fengið sig til að gleyma
vonbrigðunum í HM á Spáni þar sem
Bjarni góður í Bretlandi
varð þriðji á Opna breska meistaramótinu
■ Bjarni Friðriksson júdókappi náði
mjög góðum árangri á Opna breska
meistaramótinu í júdó um síðustu helgi.
Bjarni varð þriðji í léttþungavigt, keppti
6 viðureignir og vann 5 þeirra á Ippon,
eða fullnaðarsigri. Síðan tapaði Bjarni
fyrir Hollendingnum Jam Papmund,
með aðeins þremur stigum, og varð
Rapmund annar í mótinu. Sigurvegari í
þessum flokki varð Van de Walle frá
Belgíu, en hann var einnig á Opna
Hollenska meistarmótinu um daginn,
þar sem Bjarni komst í 8 manna úrslit.
Keppendur í flokki Bjarna voru 30 víða
að úr heiminum, og margir af bestu
júdómönnum heims.
Þrír aðrir júdómenn frá íslandi kepptu
á þessu móti, Kolbeinn Gíslason vann
eina viðureign í sínum riðli í þungavigt,
og komst ekki í úrslit, Magnús Hauksson
náði sama árangri í -78 kg. flokki og Karl
Erlingsson keppti í-65 kg. flokki og fékk
ekki vinning.
■ Bjarni Friðriksson stóð sig vel í Bretlandi um síðustu helgi, hér á myndinni sést
hann þjarma að einum af mörgum keppinautum sínum. Tímamynd Róbert
Sovétmenn voru slegnir út í undan-
keppni af frændum sínum Pólverjum.
•Hrífandi sovéskt lið, með Oleg Blokhin
þeirra frægasta knattspyrnumanna í far-
arbroddi rúllaði upp portúgalska liðinu.
Oleg Blokhin var arkitektinn bak við
sigurinn, átti stórgóðan leik og lagði upp
þrjú mörk, með frábærum sendingum
eftir að hafa splundrað portúgölsku
vörninni. Mörkin skoruðu Cherenkov á
16. og 63. mín., Rodionov á 40. mín,
Demianenko á 53. mín og Larionov á
86. mín.
Englendingar unu Ungverja sannfær-
andt 2-0 í Wembley í stórgóðum leik.
Tveir gamaldags, eins og enskir kölluðu
þá, miðherjar, Peter Withe og Luther
Blissett sýndu ekki einnar snertingar
bolta eins og Ungverjarnir, en bættu það
upp með dugnaði og góðum lokahnykkj-
um. Mörkin gerðu Trevor Francis og
Peter Withe og með þeirri frammistöðu
sem enska liðið sýndi mun það komast í
átta liða úrslitin í Frakklandi næsta
sumar, að mati enskra. Ungverska liðið
var ekki nógu sannfærandi.
Belgar sigruðu Austur-Þjóðverja í
Brússel 2-1, og unnu þar með sinn 18.
sigur í röð á Heysel leikvanginum í
Brússel. Þeir hafa nú fullt hús stiga í riðli
1. En Belgarnir byrjuðu ekki svb sann-
færandi, þeir fengu á sig mark snemma
í leiknum, þegar Joachim Streich skoraði
með þrumuskot af 35 metra færi, skoti
sem Jean Marie Pfaff réð ekkert við.
Belgarnir komu þó upp aftur og skoruðu
tvisvar fyrir hálfleik, þar voru að verki
Jan Ceulemans og Ludo Coeck.
Jeremy Charles varamaður Wales
skoraði eina mark leiksins þegar Wales
sigraði Búlgaríu í Wrexham. Charles
kom inn á fyrir Ian Rush sem ekki hafði
tekist að sk^ra. Charles skoraði 12
mínútum fyrir leikslok.
Þjóðverjar og Austurríkismenn skildu
jafnir í Vín ekkert mark var skorað.
írar steinlágu á Spáni, þar skoruðu
Santillana og Rincon fyrir heimamenn,
og Danir lögðu Grikki í Höfn, þar
skoraði Sören Busk eina mark leiksins.
■ Staðan í
leikina í gær:
1. riðill
Belgía
Skotland
Swiss
A-ÞýBkaland
2. riðill:
Sovétríkin
Portúgal
Pólland
Finnland
3. riðill:
England
Danmörk
Ungverjaland
Grikkland
Lúxemborg
4. riðill:
Wales
Noregur
Júgoslavia
Búlgaria
6. riðill:
Austurriki
Norður írland
V-Þýskaland
Tyrkland
Albanía
7. riðill:
Spánn
Holland
írland
Malta
ísland
riðlunum er þessi eftir
4 4 0 0 10-4 8
4 112 6-7 3
3 1114-53
3 0 0 3 2-6 0
2 2
3 2
3 1
4 0
5 3 2
3 2 1
3 2 0
4 1 1
5 0 0
007-04
0 14-6 4
115-5 3
133-81
3 2 1
3 1 1
3 1 1
3 0 1
4 3 10
5 3 11
4 2 11
4 10 3
5 0 14
16-2
5-3
12-6
2-4
5-25
0 6-4
1 5-4
1 6-7
2 2-4 1
11-0 7
4- 3 7
5- 2 5
2-9 2
1-9 1
4 3 10
4 2 11
5 2 12
3 1 0 2 2-8 2
4 0 1 3 2-6 1
7-3 7
9-3 5
7-7 5