Tíminn - 28.04.1983, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Olafsson. Frettastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragedottir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglysingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Nú þarf meira en
bráðabirgðastjórn
■ í dag mun Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra
biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Að líkindum mun
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fara þess á leit við
ríkisstjórnina að hún sitji sem bráðabirgðastjórn eða
starfsstjórn unz önnur ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Venjum samkvæmt er slík starfsstjórn eða bráöabirgða-
stjórn nánast sagt valdalaus. Henni er í rauninni ekki
ætlað annað en að sjá um nauðsynlegustu afgreiðslu minni
háttar mála. Hún hefur ekki vald til að gefa út bráða
birgðalög. Hún getur ekki rofið þing. Hún getur ekki tekið
neinar pólitískar ákvarðanir, sem tcljandi máli skipta.
Þess eru dæmi, að slíkar stjórnir hafi farið nokkurn tíma
með völd, þegar stjórnarmyndanir hafa gengið illa. Þetta
hefur þó aðeins gerzt, þegar ekki hefur verið talin
aðkallandi þörf skjótra aðgerða.
Nú eru aðstæðurþannig, aö þörfin fyrirefnahagsaðgerð-
ir er mjög aðkallandi, ef ný verðbólguskriða á ekki að
koma til sögu 1. júní næstkomandi. Bráðabirgðastjórn
hefur hvorki vald né aðstöðu til að brcgðast við þeim
vanda.
Þetta veldur því, að ekki er aðstaða til þess að búa við
starfsstjórn cða bráðabirgðastjórn, nema örfáa daga.
Annars stefnir í hreint óefni.
Það var af þessum ástæðum, sem Framsóknarflokkurinn
lagði áherzlu á það fyrir kosningarnar, að mynduð yrði
starfhæf ríkisstjórn sem fyrst eftir þær og Alþingi grípi í
taumana í framhaldi af því. Sú afstaða flokksins er að
sjálfsögðu óbreytt.
Það var og er líka sjónarmið flokksins, að þessar
aðgerðir ætti að miða við lengri tíma og ekki yrði efnt til
nýrrar kosningabaráttu meðan þær væru að ná árangri.
Forseti íslands og sá eða þeir, sem hann felur stjórnar
myndun, verða að haga störfum sínum með tilliti til þess,
að tíminn er naumur. Tími starfsstjórnarinnar verður að
vera stuttur.
Nýju flokkarnir
Þeir spádómar eru talsvert almennir, að ekki muni það
auðvelda stjórnarmyndun, að tveir flokkar hafa bætzt við
á Alþingi. Oftast hcfur það líka orðið reynslan, að nýir
flokkar hafa ékki auðveldað þingstörfin.
Þetta þarl þó ekki að vera. Séu hinir nýju flokkar
ábyrgir og vilji vel, ættu þeir alls ekki að þurfa að vera til
trafala.
Það er áreiðanlega almenn ósk og þá ekki sízt þeirra,
sem veittu nýju flokkunum brautargengi, að það verði
reynt til fulls, hvört þeir vilja taka jákvæðan þátt í því
viðnámsstarfi gegn verðbólgunni, sem nú þarf að inna.af
höndum.
í rauninni hvílir mest skylda á nýju flokkunum að
skorast hér ekki undan ábyrgð, þar sem þeir urðu
sigurvegarar kosninganna og þeim var þannig sýnt sérstakt
traust.
Nú ér það þeirra að sýna, að þeir hafi verið traustsins
verðugir.
Hitunarkostnadur
Eitt af þeim málum, sem ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen getur afgreitt, þótt hún starfi til bráðabirgða, er
leiðrétting á niðurgreiðslum til þeirra, sem búa við háan
upphitunarkostnað, og hafa vegna slælegrar framkvæmdar
hjá iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra ekki fengið það,
sem lofað hefur verið.
Fjármagn hefur verið innheimt til þessara greiðslna, en
tafizt hefur að greiða það úr ríkissjóði.
Þetta er einfalt og auðvelt mál og enginn ágreiningur
um það milli flokkanna svo að kunnugt sé.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Vlnstri eða
hægri sigur?
■ Alvöruviðræöur um
stjórnarmyndun geta nú farið
að hefjast, en það liggur Ijóst
fyrir aö forsætisráðherra ætl-
ar að segja af ser og fer sú
athöfn fram í dag, fimmtu-
dag. Þótt talað sé um sigur-
vegara þeirra kosninga sem
fram fóru s.l. laugardag eru
úrslitin ekki Ijósari cn svo að
það liggur alls ekki í augum
uppi hvers konarstjórn þjóð-
in var að kjósa sér. Sam-
kvæmt skilgrciningu sjálf-
stæðismanna hefur þjóðin
kosið til vinstri, þar sem þeir
hafa slegið því föstu að nýju
flokkarnir séu vinstri flokkar.
En þess ber að geta að hinir
vinstri flokkarnir samkvæmt
skilgreiningu töpuðu samt.
Sjálfstæðisflokkurinn vann
á og þótt sumir séu að reikna
út að hann hafi tapað miðað
við skoðanakannanir er það
marklcysa ein. Flokkurinn
vann á alls staðar nema í
Reykjavík og bætti við sig
þingmanni. Þetta er stað-
reynd sem ekki verður gengið
fram hjá. Framsóknarmcnn
og alþýðuflokksmenn viður-
kenna tap sitt cn Alþýðu-
bandalagið lcmur hausnum
við steininn og hamast við að
sýna fram á að þaö hafi unnið
kosningasigur og Þjóðviljinn
hefur cftir Svavari og Hjör-
lcifi að mikill varnarsigur hafi
verið unninn og kjósendur
koniið í veg fyrir framrás
hægri aflanna og Hjörleifur
telur niðurstöðu kosning-
anna vera sigur fyrir „íslensk-
an málstað" í álmálinu. Nú
ætti Hjörleifur, svo talna-
glöggur scm hann er, að sctj-
ast niður og líta á úrslit
Alþýðubandalagsins í eigin
kjördæmi og bera saman við
fyrri kosningaúrslit. Málið er
að það er svipað á komið
með kosningasigur Alþýðu-
bandalagsins og ósigur
íhaldsins að reiknimeistar-
arnir einblína á marklitlar
tölur skoðanakannanna en
síður á þau úrslit scm ein
skipta máli, sem sagt kosn-
inga úrslit.
Pólitískur
meydómur
Feimnislegar þeifingar cru
þegar hafnar milli stjórn-
málamanna um hugsanlega
stjórnarsamvinnu. Að von-
um lcita menn fyrir sér hjá
■ Vilmundur
hinum föngulega kvennalista
og vilja frétta hvernig hugur
þingmanna hans er til stjórn-
arsamstarfs. Það er búið að
hamra svo á því að þingmcnn
listans séu hinir raunverulegu
sigurvegarar kosninganna,
að það hlýtur að teljast cðli-
legt. að rætt sé við þá og
athugað hvort þeir séu fúsir
til að styðja þetta stjórnar-
mynstur eða hitt.
Bandalag jafnaðarmanna
er varla cins álitlegur kostur,
einfaldlega vegna þess að í
kosningabaráttunni cr engu
li'kara en fulltrúar flokksins
hafi veriö að reyna að spila
sig út úr pólitík. Þeir þykjast
hafa svo ofboðslega sérstöðu
að það cr bágt að sjá að þeir
geti séð af siðfcrðilegum
hreinleika sínum og pólitísk-
um meydómi með því að
ganga til stjórnarsamstarfs
við aðra stjórnmálaflokka.
Bandalag jafnaðarmanna er
því úr leik í þeim viðræðum
sem hljóta að hefjast ein-
hvern næstu daga.
Alþýðuflokkur mun vera
tilbúinn í stjórnarsamvinnu
með hverjuni sem er. Flokk-
urinn tapaði á stjórnarsetu
1978, skrýtnum og vanhugs-
uðum viðskilnaði við þá
stjórn og ekki bætti úr nokk-
urra mánaða stjórnarseta
■ Sigríður Dúna
flokksins undir verndarvæng
íhaldsins þegar Vilmundur
gerði garðinn fægan innan
veggja dómsmálaráðuneytis-
ins. Stjórnarandstaða flokks-
ins síðasta kjörtímabil var
honum síst til framdráttar
og er Alþýðuflokknum nú
mikil nauðsyn á að gera sig
gildandi í stjórnmálum ef
hann á ekki að gleymast og
týnast. Enda líta þcir þing-
mcnn flokksins sem eftir eru
hýru auga til kvennalista og
Sjálfstæðisflokks, en loka
engum dyrum ef annars kon-
ar stjórnarsamvinna býðst.
Sögulegar sættir
Þótt Gunnar Thoroddsen
hverfi brátt af leiksviði
stjórnmálanna eru innan-
flokksvandamál Sjálfsætðis-
flokksins ekki leyst. Geir
Hallgrímsson telur sjálfsagt
að hann myndi næstu ríkis-
stjórn þótt flokksmenn hafi
hafnað honum í prófkjöri og
kjósendur í alþingiskosning-
um.
Að sjálfsögðu verður Geir
fyrir valinu er forseti Islands
felur leiðtoga stærsta flokks-
ins áð mynda meirihluta-
stjórn. En hvert framhaldið
verður er ekki auðvelt að spá
um. Þaö er ekki alveg víst að
þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins sé á einu máli um
að Geir sé sjálfsagt forsætis-
ráðherraefni þótt forseti snúi
sér til hans sem formanns.
Albert Guðmundsson ætl-
ar sér stóran hlut í þeim
viðræðum sem framundan
eru. En þær raddir gerast
sífellt háværari að hann hafi
staðið sig slælega sem leiðtogi
Reykjavíkurliðsins, sem er
eina kjördæmið sem flokkur-
inn missti fylgi, miðað við
næstu þingkosningar á
undan. Albert tekur þessar
ásakanir óstiont upp og eru
leiðtogavandamál flokksins
langt því frá að vera óútkljáð.
Þeir Friðjón og Pálmi
bættu nijög stöðu flokksins í
sínum kjördæmum og verður
ekki fram hjá því gengið og
ólíklegt að þeir láti skáka sér
út í horn í baráttu um áhrif
og vegtyllur á næstunni.
Innan Sjálfstæðisflokks og
Alþýðubandalags eru öfl sem
gjarnan vilja sögulegar sættir
og að þessir flokkar taki
höndum saman um stjórn-
armyndun. Það er bent ágott
samstarf þessara aðila innan
forystu ASÍ og talið að þeir
ættu einnig að geta unnið vel
saman í ríkisstjórn. „Þeir
gleypa þctta ofan í sig eins og
annað" voru fleyg orð á
sínum tíma og þau gilda lík-
lega enn og því er alls ekki
óhugsandi að þeir sem lcika
erkifjendur á leikvelli stjórn-
málanna geti komið sér sam-
an um nothæfan stjórnarsátt-
mála.
í kosningabaráttunni setti
Framsóknarflokkurinn fram
vel markaða stefnu til lausnar
efnahagsvanda og mótspyrnu
gegn dýrtíð og gerði að skil-
yrði fyrir stjórnarsamvinu að
þeirri stefnu yrði fylgt og það
boð stendur. Telja má líklegt
að flokkurinn sé fús til sam-
starfs við hver þau stjóm-
málaöfl sem fallast á lögbind-
ingu niðurtalningar og að
hendur verði látnar standa
fram úr ermum og gert það
sem gera þarf.
Aðrir munu hugsa sér að
kalla saman aukaþing og
þvarga um stjórnarskrá og
kosningar fram á sumar og
kjósa aftur fyrir haustið, en
slík vinnubrögð telja fram-
sóknarmenn forkastanleg og
Ijá ekki máls á ævintýra-
mennsku af því tagi. -OÓ
starkaður skrifar
Margir möguleikar á
myndun ríkisstjórnar
■ RÍKISSTJÓRNIN segir loksins af scr í dag, og eftír
hádegið mun forseti Islands ræða við fulltrúa þingflokkanna.
Að því loknu er almennt búist við að forsctinn muni fcla Geir
Halígrínissyni, fornianni Sjálfstæðisflokksins, að revna mynd-
un meirihlutastjórnar.
Þótt formlcgar stjórnarmyndunarviðræður geti ekki hafist
fyrr en eftir að forsetinn hefur formlega falið einhverjum
stjórninálaforingjanum að reyna stjórnarmyndun, þá hafa
þegar farið fram óformlcgar þreifingar á milli stjórnmálafor-
ingja. Þar hefur þcgar komið i Ijós, að þingmenn hinna ýmsu
flokka eru að velta fyrir sér nokkrum hugsanlegum stjórnar-
mynstrum, og er alls óvíst hvert þeirra verður ofan á.
Ljóst virðist þó nú þegar að flokkur Vilmundar, Bandalag
jafnaðarmanna, niun ckki koma af neinni alvöru inn í þessa
mynd. Það er lítill eða enginn áhugi á þvi hjá þingmönnum
annarra flokka að ræða við Vilmund í alvöru um stjórnar-
myndun. Hins vegar eru allir hinir flokkarnir inni í myndinni
eftir því scm næst verður komist.
Það eru tölfræðilega margir inöguleikar á stjórnarmyndun,
en spurningin er, hversu margir þeirra eru pólitískt raunhæfir.
Verulcga skiptar skoðanir eru innan þingflokka Sjáffstæðis-
flokksins og Alþýðubandalagsins um afstöðu til stjórnarmynd-
unar, og nokkuð munu skoðanir líka skiptar í öðruin
þingflokkum. Hluti þingflokks Alþýðuhandalagsins vill cins
og Guðniundur J. Guðmundsson falla fyrir „freistingunni" og
mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Meðal sjálf-
stæðismanna er nokkur hópur þingmanna, sem vill gera slíkar
sögulegar sættir við Alþýðubandalagið. Hins vegar er Ijóst að
innan þingflokks Alþýðubandalagsins er líka hörð andstaða
við stjórn af þessu tagi, og niun Guðmundur J. Guðmundsson
hafa fengið tiltal fyrir lausmælgi sína ísjónvarpinu hjá suinum
samflokksmönnum sínum.
Hjá Alþýðuflokknum eru nokkuð skiptar skoðanir um
annað en það að flokkurinn verði að komast í stjórn. Þannig
inun Jón Baldvin hafa mikinn áhuga á að ná samvinnu við
Kvennalistana í von um að innbyrða þá í flokkinn með tíð og
tíma. Hefur Jón Baldvin í huga myndun samstjórnar Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalistanna. Þá stjórn
kalla sumir „Vífreisn". Aðrir í þingflokki Alþýðuflokksins
munu ekki eins hrifnir af þessu, cinkum þar sem slík stjórn
hefði aðeins 32 þingmenn - þ.e. algjört lágmark þingmanna -
og gæti því misst meirihluta hvenær sem er ef ágrciningur
kæmi upp.
Af öðrum stjórnarmyndunarmögufeikum, sem nefndir hafa
verið, má nefna þriggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og svo annað hvort Alþýðuflokki, Alþýðu-
bandalagi eða Kvcnnalistunum.
Framsóknarmcnn lögðu á það mikla áherslu í kosningabar-
áttunni að mynda yrði strax eftir kosningar sterka rikisstjórn,
sem tæki á efnahagsmálunum í samræmi við þá efnahags-
stefnu, sem Framsóknarflokkurinn lagði fram fyrir kosningar.
A þcim grundvelli munu fulltrúar Framsóknarflokksins í
sæntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum starfa, og það,
hvort Framsóknarflokkurinn verður í ríkisstjórn eða utan
stjórnar, mun ráðast af viðbrögðum annarra flokka við stefnu
Framsóknarflokksins í efnahagsmálum. -Starkaður.