Tíminn - 28.04.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 3 fréttir Ekkert hefur gengið að lækka byggingarkostnaðinn: HEFUR HÆKKAD AD RAUH- GILDI UM 12% A 7 ARUM! ■ „Það má segja að árangurinn hafí orðið ósköp lítill í þá átt að lækka hyggingarkostnaðinn. Já, það er rétt að húsbygging kostar raunverulega meira nú heldur en árið 1975 þótt um sams konar hús sé að ræða, en byggt eftir þeim kröfum sem nú eru gerðar“, sagði Gunnar S. Björnsson hjá Meistarasambandi byggingar- manna. En hann var spurður hvort nýr grunnur byggingarvis.itölunnar sýni ekki að byggingarkostnaður hafi raunverulega farið hækkandi undanfarin ár þrátt fyrir allar umræður um ný ráð og nýja tækni til lækkunar byggingarkostnaðar. „Vísitöluhúsið" er enn hið sama - 10 íbúða blokk. Samkvæmt eldri grunnin- um frá 1975 var byggingarkostnaður þess 751.743 krónur að meðaltali á íbúð, en 838.636 krónur eftir nýja grunninum, hvorttveggja reiknað á verðlagi í desem- bermánuði 1982, þannig að byggingar- kostnaður hefur raunverulega hækkað um 11,6% á þessum 7 árum. Allur kostnaður er sem fyrr miðaður við verðlag og laun á höfuðborgarsvæði. Samkvæmt nýjustu Hagtíðindum er aðeins einn útgjaldaþáttur í nýja grund- vellinum sem er lægri en í hinum eldri, þ.e. innréttingakostnaður, sem lækkað hefur um 5,6% eða 7.460 kr. að meðal- tali á íbúð. Varðandi flesta aðra flokka er um meiri og minni hækkun að ræða frá eldra grundvelli. Mest er hækkunin á málningarliðnum, þar sem vinnukostn- aðurinn hefur hækkað um 37,6% og efnisliðurinn um 26,1% en efnið eru um 30% af málningarkostnaðinum. Vinnu- kostnaður múrverks hefur hækkað um 21,1% pípulagnar umT3,9% húsasmíði 10,4% en í raflögn og dúklögn veggfóð- run er lítil hækkun. Blikk- og járnsmíði er óbreytt. Að sögn Hagstofunnar verður ekki ráðið hve mikið af hækkun vinnuliða stafar af auknum kröfum byggingar- reglugerðar um vandaðri frágang (bætt einangrun, sterkari steypa, meiri járn- bending, aukið öryggi raflagna og vand- aðri frágangur við málningarvinnu) og hve mikið til verðskrárhækkana. Efnis- kostnaður í liðnum húsasmíði hafi hækk- að t.d. um 54,1% í nýja grundvellinum. Inn í þann lið komi nú há leigugjöld kerfismóta án þess að timburkostnaður sparist, því kosta þurfi til timburs í þak í stað mótatimbursins sem notað var áður. Byggingarkostnaðurinn skiptist þann- ig að 36,3% hans er vegna vinnu sem unnin er á byggingarstað, 35,1% er efniskostnaður, rösk 17% innréttingar, sem ekki er skipt í efni og vinnu og um 12 annað svo sem teikningar, lóðafrá- gangur, vélavinna og akstur og opinber gjöld. Um 31% af byggingarkostnaðinum fara til að gera húsið fokhelt, tilbúið undir tréverk bætast við 35,7% og 33,4% eða þriðjungur kostnaðarins liggur í að fuligera húsið. Að sögn Gunnars S. Björnssonar var farið út þessa endurskoðun byggingar- vísitölunnar vegna þess að ljóst var að gamli grunnurinn var orðinn snar ruglað- ur. Að sjálfsögðu hafi einhverjir liðið hækkað, m.a. vegna aukinna krafnasem nú eru gerðar samkvæmt byggingarreglugerðum, en aðrir liðir lækki, þannig að þetta vegi kvað annað upp. Að ekki hafi tekist að lækka byggingarkostnað sé kannski ekki síst vegna þess að í raun hafi ekki náðst einn einasti árangur í þá átt að fá fram meira frjálsræði í skipulagningu húsbyggend- anna. Þeim sé ennþá sagt að byggja svona hús á þessari lóð og ráði nánast engu um hvernig þeir vilji byggja. -HEl ■ Hér eru múrarar að verki þar sem þularherbergið fyrir Rás Q verður til húsa. Tímamyndir G.E. ■ Lokið er að steypa upp jarðhæð nýja útvarpshússins „HONNUNIN HEFIIR STAÐIÐ í 12 ÍR” — Rætt við Vilhjálm Hjálmarsson, arkitekt ■ Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt hefur verið aðalarkitekt nýja útvarpshússins. Hann og samstarfsmenn hans hafa staðið frammi fyrir ýmsum flóknum úrlausnarefnum, ekki hvað síst varðandi hönnun upptökuherbergja og útsendingarherbergja, þar sem hljóðeinangrun bæði gagnvart utanaðkomandi hávaða og innanhúss hávaða verður að vera í fullkomnu lagi. Við báðum Vilhjálm að lýsa nánar hönnun þess húsnæðis sem Rás 2 fær nú brátt til afnota. „Sjálf stúdíóin eru eiginlega sjálfstæð hús inni í húsinu og eru því í góðu vari fyrir utanaðkomandi hávaða, en svo þarf auðvitað að verjast hávaða innan húss einnig og þess vegna verður svokall- að flotgólf á stúdíóunum og veggir þess síðan byggðir ofan á þeim gólfum, þannig að þeir snerta hvergi sjálft húsið. Þetta er í stuttu máli sú aðferð sem notuðertil að ná góðri hljóðeinangrun. En það er ekki allt fengið með þessu, heldur verður að vera hægt ná góðum hljómi inni í sjálfum stúdíóunum, og hann þarf að vera hægt að stilla, þannig að henti hverju sinni. Það er í stuttu máli leyst þannig að einingar eru settar á veggi og stillingu þeirra er hægt að breyta. Þetta eru sem sé breytilegar útféerslur sem við erum að vinna í núna og eru miðaðar við að menn geti reiknað sig að réttu lausninni og breytt síðan eftir eyranu.“ - Hafið þið þurft að leita fanga um upplýsingar og ráðleggingar erlendis við hönnunina á þessu húsnæði? „Það eru nú orðin 12 ár síðan við byrjuðum á þessu og það hefur auga leið að við höfum leitað fanga æði víða á þeim tíma. Það er ákveðinn hönnunar- hópur sem hefur unnið að þessu árum saman og öðlast með tímanum dýrmæta reynslu og þekkingu. Síðan höfum við haft aðgang að mjög góðum ráðgjöfum í þessu starfi, bæði írskum, breskum og frá Norðurlöndunum. Þegar við vorum að byrja þá var nú útvarpsstöð í Dublin, sem við leituðum upplýsingáum, en hún er auðvitað ekki ný lengur og við höfum leitað fanga víðar. Tæknin sjálf hefur að vísu ekki breyst svo mjög á þessum tíma en útfærsluleiðirnar hafa gert það að við höfum fengið að vita um ýmsa galla sem hafa komið fram annars staðar og við reynum að sníða framhjá skerjunum. En það má segja að þarna sé enginn einn sannleikur til frekar en annars staðar." - Og þið teljið að áætlun standist? „Já, við reiknum með því. Það kom að vísu nokkuð óvænt að þurfa að ljúka við húsnæði fyrir Rás 2 svona snemma og það hefur sett auka pressu á verktak- ann og hönnunina líka, það má ekki , standa á henni. En um leið er þetta góð prufa fyrir heildina. Við fáum mjög dýrmæta reynslu áður en við förum að ganga í stærri verk.“ -JGK Undirbúningur vegna Rásar II í fullum gangi: „ALLAR VERKLEG- AR FRAMKVÆMD- IR HAFA STAÐISF — segir Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RUV ■ Þessa dagana er unnið af kappi að þættir sýnist mér að standist tímasetn- því að fullgera þann hluta útvarpshúss- ingu. Þriðji þátturinn er svo ráðning ins, sem á að hýsa Rás II, en stefnt er starfsfólks og þjálfun þess og hann er að því að hún geti hafið starfscmi sína kamiske skemmst á vcg kominn og fyrir næstu áramót. Hörður Vilhjálms- ræður sennilega úrslitum um það hvort son fjármálastjúri Ríkisútvarpsins hagt verði að hefja útsendingar fyrsta sagði i samtali við blaðið í gær að aUar nóvember. Það er ekki hægt að segja verklegar framkvæmdir við hið nýja um það ennþá hversu margir ,koma til húsnæði hefðu staðist áætlun og vel með að starfa hjá Rás II, en það gætu það. orðið 10-14 rnanns." Hörður sagði að áætlanir gerðu ráð • „Ég vil skipta þeim þáttum sem þarf fyrir að hljóðvarpið flytti í útvarpshús- að ljúka áður en starfsemin getur ið með alla sína starfsemi 1986 og hafist í þrennt,“ sagði Hörður. „í sjónvarpið 1987. En þetta væru bjart- fyrsta lagi eru framkvæmdimar við sýnar spár og í árferði eins og nú er bygginguna sjálfa, innréttingar þar og væri best að segja sem minnst um uppsetning tækjabúnaðar. í öðru lagi líkurnar á því að þær stæðust. Sjón- dreifingarkerfið, en það er búið að varpið mun taka yfir það húsnæði sem panta 6 senda í það, sem eiga að skila Rás II fær fyrst tii afnota án breytinga, efni frá Rás II, allt vestan frá Barða- þar verðurengu fé áglæ kastað aðsögn strönd og austur um Vík í Mýrdal og Harðar. allt svæðið þar á milli. Þessir tveir JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.