Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 2
íbúarnir í Belgíu fylgjast sem eimn maður me5 sjónvarpinu, þegar útvarpað er rcttarhöldum gegn móður, sem deyddi barn sitt vegna thalidomid-vansköpun ar. Grátandi sagði hin tuttugu og fimm ára gamla móðir, fyrir framan yfirfullan réttarsalinn, frá því, hvernig hún hefði fyllzt hræ'ðslu og örvæntingu, þegar hún fyrst sá hina nýfæddu dóttur sína. Sorgarleikur þessi átti ræt- ur sínar að rekja til taugameðals- ins thalidomid, sem hún hafði tekið fyrstu mánuði meðgöngu- tímans. Frú Suzanne Coipel Vandeputte er sökuð um morð á sjö daga gamalli dóttur sinni, Corinne, sem fæddist handalaus og einnig með meira og minna óþroskuð innyfli. Nýfædda barnið dó sof- andi, eftir að hafa verið gefið inn svefnmeðal. Þetta «r fyrsta mál þessarar tegundar í Belgíu og er eigin- maðurinn Jean Noel Vandeputte, systirin Monique de la Marck, móðirin Fernande Coipel og dr. Jacques Casters, ákærð fyrir þátt töku í morðinu. í fyrsta skipti í sögu belgískra dómsmála, var sjónvarpinu boð- ið inn fyrir veggi réttarsalarins. En þó hægt væri að fylgjast með atburðunum í heimahúsum, voru áheyrendabekkir yfirfullir. Það voru sex hundruð manns, kon- ur voru í miklum meirihluta, og þar að auki 100 blaðamenn og fimmtiu blaðaljósmyndarar. Áður en hálftími var liðinn varð réttarforsetinn þrisvar sinn um að slá í borðið og biðja um ró á áheyrendabckkjum. Fyrsta tilfelli var þegar hin ákærð'J voru leidd á ákærendabekkinn. Margar'[koiiurmi i.salnum há- grétu, þegar Su'anne Vande- putte, náföl o;; dökk-klædd, skýrði réttinum frá því óstyrkri röddu, að hún hefði ekki séð neina aðra útgönguleið en að deyða vanskapað barn sitt. Jean Vandeputte skýrði réttin- um frá því, að þau hefðu gift sig 11. marz 1961, og þau ynnu bæði í Liegé, þar sem þau búa. Hann sagði einnig, að þáu hefðu ekki ætlað sér að eiga börn strax og hann hefði ekkert verið sérstak- lega hrifinn, þegar í Ijós kom, að eiginkonan átti von á bami. LÆKNIRINN ÚTVEGAÐI EITRIÐ Þann 22. maí fæddist barnið — stúlka — sem vegna áhrifa frá thalidomid, var illa vansköp- uð. Handleggina vantaði báða og hinar óþroskuðu hendur komu beint út frá búknum. Annars konar vansköpun kom einnig i Ijós við krufningu. . Sama dag hringdi systir Suz- önnu, Monique, í spítalalækninn, dr. Weerts, og fór þess á leit við hann, að hann deyddi barnið. Og móðir hennar heimsótti lækninn persónulega til að bera upp sömu bón. Þann 25. maí sneru þau sér svo til fjölskyldulæknisins, dr. Cast- ers, og fengu hjá honum lyfseð- il upp á eiturefni, sem átti að sprauta í barnið, en dr. Casters hringdi stuttu seinna til Monique, og b'að hana að nota ekki þetta efni, þar sem það gæti skilið eftir sig vegsummerki. Þann 27. maí sá móðirin svo barnið í fyrsta skipti, og hún á- kvað strax, að það ætti ekki að lifa. Hún ráðfærði sig sama dag við mann sinn, móður sína og systur og ákvað að drepa barnið. Einnig bauð spítalastjórnin henni þann dag, að hafa barnið ókeyp- is í svona mánuð, en því var neitað og þann 29. yfirgaf hún spítalann ásamt barni sínu. Ásamt manni sínum og móður ók hún beint til dr. Casters, þar sem amma barnsins bað um — Herbie hefur sérstök svipbrigði fyrir næstum hvern tón, segir kon an hans. Og hér sjáum við eitt þeirra, ekki vissum við samt hver tónntnn var. Nýkominn er til landsins söngvarinn Herbie Stubbs, einn af þeim fáu góðu skemmtikröft- um, sem við höfum átt kost á að njóta. Herbie er negri, fæddur í Brooklyn, New York. Helzta á- hugamál hans fram eftir aldri fram að verða læknir, en jafn- framt því hafði hann óvenju gaman af að syngja. Og þrettán ára kom hann fyrst fram í fræg um næturklúbb í New York. Hann hélt samt áfram skóla- göngu og innritaðist í læknahá- skóla, en svo fór að söngurinn si^raði. I dag er svo Herbie einn af vinsælustu og frægustu skemmti kröftum heims. Hann hefur leik ið í tveimur kvikmyndum, Carmen Jones, þar sem hann fór með hlutverk Brown lið- þjálfa, og Island in the Sun. — Hann hefur tekið þátt í ótal sjónvarpsþáttum og eru sjö þeirra í gangi núna í Evrópu. Lék eitt aðalhlutverk ið í Carmen Jones— en skemmtir nú Islendingum í Olaumbæ, Einnig söng hann í fjögur ár með Harry Belafonte. Þeir voru fjórir saman sem sungu með hon um og gáfu eina hljómplötu út á eigin spýtur. Herbie sagðist hafa allt gott, um Belafonte að segja, en hætt hjá honum, vegna þess hve hann hélt þeim félög- um mikið í bakgrunninum, enda vegnað vel, síðan hann hætti. Ilann er samningsbundinn til ársins 1964 og í Bandaríkjunum hefur hann ekki verið síðan 1960. Undanfarið hefur hann skemmt um alla Evrópu, meðal annars á Suvretta Haus í St. Moritz og hjá Lorri í Kaupmanna höfn, þar sem hann var feyki- lega vinsæll. Herbie elskar að syngja livar og hvenær sem er og syngur jafnvel í svefni, segir konan hans. — Aðalvinsældir hans liggja í því, heldur hún áfram, — að hann syngur fyrir fólkið og hann syngur af því að hann langar til þess, ekki af því að hann verði atvinnunnar vegna. Eftir að hafa hlustað á nokk- ur lög á æfingu, vorum við alveg á sama máli. Persónuleiki hans Framhald á 13 síðu Söngvarinn Herbie Stubbs á æfingu f Glaumbæ, ása mt Árna Elfar, hljómsv.stj. og Hjörlcifi bassaieikara -1 sterkt svefnmeðal. Það fengnJ þau, en læknirinn bað um &ð vera alveg fyrir utan máUð. Hann fékkst þó til að líta á bam- ið. SVEFNMEÐALIÐ SETT Á PELANN. Klukkan tiu um kvöldið bað Suzanna fjölskylduna um að fá að vera ein hjá barninu, meðan hún gæfi því að borða, síðan blandaði hún svefnmeðalinu í pelann ásamt mjólk. Eftir að barnið hafði drukkið, þvoði hún pelann vandlega og fór að sofa. Daginn eftir vakti dr. Weerts at- hygli lögreglunnar á því, að líf barnsins væri líklega í hættu og þegar lögreglan kom á vettvang, var litla stúlkan þegar látin. Umbúðirnar af svefnmeðalinu fundust á heimili Vandeputts- hjónanna og sást á þeim hvaða læknir hafði gefið þœr út. Geðrannsókn hefur sýnt, að öll eru þau fullkomlega ábyrg gerða sinna. En í ljós kom, að dr. Cast ers er mjög taugaóstyrkur og að Jean Vandeputt er gjarn á að hræðast hlutina og hefur nokkuð veikan persónuleika. GRUNAÐI AÐ BARNIÐ MUNDI EKKI VERÐA EÐLILEGT Allir þeir ákærðu hafa haldið fram, að þeir hafi breytt eins og þeir gerðu, til að hlífa barn- inu við óhamingjusömu lífi. 1 Þegar réttarforsetinn spurði Suzönnu, hvort hún viðurkenndi að hafa gefið barninu pela með sterkt blönduðu svefnmeðali, svaraði hún: Eg viðurkenni að hafa gert það. Með rólegri röddu hélt hún áfram: Meðan ég gekk með, hafði ég alltaf á tilfinning- unni, að barnið mundi ekki vera heilbrigt en ég fylgdi ráði lækn- isins, gerði leikfimisæfingar reglulega, fór í læknisskoðanir og hlakkaði til að eiga bamið. Það er rétt að við höfðum ekki á- ætlað að éiga barn strax, en þeg- ar í Ijós kom að svo var, hlökkuð um við auðvitað bæði til. VISSI EKKI STRAX IIVERNIG Á STÓÐ. — Ég fékk létt svefnmeðal eft ir fæðinguna og var mjög syfjuð þegar ég vaknaði. Ég sá barnið ekki strax eftir fæðinguna, en hélt að það væri heilbrigt — kannski af því að ég var svo þreytt. Fyrst næsta dag var ég raunverulega með sjálfri mér, en þá sagði mamma mér, að barnið væri veikburða og yrði að vera í súrefniskassa. Svo þrem- ur dögum seinna sagði einn lækn anna mér, að það væri eitthvað að barninu, en það væri ekkert til að tala um, það væri ekkert alvarlegt. Þegar dómarinn spurði hana hvernig henni hefði orðið við, þegar hún sá barnið, brast hún í grát og var ófær um að svara. Það var dauðaþögn í réttarsaln um og í rúma mínútu heyrðist ekkert nema grátur hennar, síð- an stamaði hún: Það var hræði- legt. Ég var skelkuð og fannst að barnið mundi ekki nokkurn tíma koma til með að lifa ham- ingjusömu lífi. Dag og nótt hugs aði ég um vanskapaða bamið mitt og reyndi að finna eitthvað svar við þessu vandamáli og í hvert skipti komst ég að þeirri niðurstöðu, að barnið mundi á- saka mig alla ævi fyrir að hafa fætt það svona. Ég er alveg viss um það og ég er viss um, að það hefði aldrei orðið hamingju- samt. Þeirri spurningu, hvort hún hefði nokkurn tíma sett vansköp un barnsins í samband við pill- urnar, er hún tók fyrstu mánuði meðgöngutímans, svaraði hún neitandi. Þegar hin fimm ákærðu í thali- domidmálinu voru flutt úr réttar salnum í lögreglubílinn, sem Framhald á 4. síðu. 2 T í M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.