Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríbitt byrji,“ sagði frú Wallnitz. „Og svo er f>að búið, áður en maður veit af.“ „Svo að þú fórst ekki með eigin- manninum?“ spurði Hartog og tók aftur rjpp þráðinn. „Ekki í þetta sinn“, svaraði frú Wallnitz. „En hann ætlar að taka mig með sér næst. Það hlýtur að vera stórkostlegt. Þú ættir að vita það. Varst þú ekki í Moskvu í fjrrra?“ „Nei, því miður var ég þar ekkí“, sagði Hartog. ^ „Ó, það er alveg rétt‘, sagði hún vandræðalega og mundi allt f einu óglöggt, að eitthvað hafði orðið til að hindra það. Hvað var það nú aftur? BruSter bjargaði henni úr klíp- unni. „Eg þurfti nýlega að skipta við rússneska sendiráðið í Bonn, og á ég að segja ykkur nokkuð? ■Eg býst við, að maðurinn þinn geti tekið undir það, en það eina, sem Rússarnir gangast fyrir er hrein- ræktaður, þýzkur kapítalisti. Þú ert reyndar einn úr hópnum, Kon- rad, en ekki nógu hreinræktaðnr. Það þarf sleggju til að dælda þykk an haus.“ Hann flissaði. Hartog anzaði ekki. „Eg ætla að skreppa til pabba“, sagði dóttir Wallnitz. Pabbi henn- ar var þarna, og auk annarra hæfi- leika var hann góður hestamaður. „Alltaf er Wallnitz á toppnum“, hafði Schmitt einu sinni sagt um hann. „Systir þín er alltaf jafnásjá- leg“, sagði frú Wallnitz og hætti að tala um Moskvu Bruster til mik illa vonbrigða. Hún var gædd nægilegu sjálfstrausti, hvað útlitið snerti, til að geta slegið kynsystr- um sínum gullhamra. Á þessu andartaki reið Marga yfir völlinn að ráslínunni. Það heyrðist í bjöllu; n úmundi eitthvað gerast. „Þú ert ekki með frúna hér?“ „Nei, því miður“, sagði Hartog. „Frú von Rahn var búin að bjóða okkur, en ég gleymdi því.“ Bölvaður apakötturinn, hugsaði Bruster. Þarna situr hann og kall- ar sysfur sína von Rahn. „Eg hugsa, að nú eigi að fara að byrja“, sagði hann. „Við skulum færa okkur yfir.“ Aðrir áhorfendur þustu út af barnum og stóðu upp af stólunum og hröðuðu sér yfir völlinn og upp í ásinn, þar sem knaparnir röð- uðu sér upp eftir númerum. Það- an höfðu þeir ljómandi gott út- sýni yfir vorgrænan skóginn. Úti við sjóndeildarhring sáu þeir í Feldberg, þar sem voru nokkrir stórir turnar, sem tilheyrðu út- varpskerfinu. Vegarspottinn, sem lá að bílastæðunum var sýnilegur, og þar sást bíll nálgast óðfluga í rykskýi. „Þetta er falleg sjón“, sagði Har tog. „Ekkert jafnast á við vorið í Þýzkalandi." „Eg veit ekki, hvað segja skal“, sagði Schmitt, sem rétt í þessu hafði slegizt í hópinn. „Farren- bach-fjölskyldan kom heim frá Japan í vikúnni, sem leið. Þau voru þar, meðan kirsuberjalrén voru að blómgast, og eftir því, sem þau segja, hlýtur það að hafa ver- ið alveg yndislegt.“ .Röddin í hátalaranum, tilkynnti, að fyrstu knaparnir væru búnir að slá í. „Við verðum að flýta okkur,“ sagði Schmilt. Hann ætlaði ekki að missa af þrí að sjá konuna sína spretta úr spori, og hafði meira^ að segja lekið með sér stóran sjón auka þess vegna. Erika sat ekki hestinn neitt sér- staklega vel, en hún var óhrædd með öllu. Á sprettinum stóð rauða hárið allt út í loftið aftur undan reiðhettinum. Schmilt hafði ekkert vit á hestum eða hesta- mennsku. Hann sá bara þessa fjör- ugu stúlku með glampandi augun, sem sat klofvega á þessum vakra hesti og hugsaði sem svo: Bíddu bara, þangað til í nótt . . . Það var eitthvað nærri grófgert við allan þennan óþrjótandi kraft. Bruster var ekkert að flýta sér. „Hlaupið þið bara!“ sagði hann. „Eg er engin þota, heldur gamal- menni“. Hann stanzaði og þurrk- aði sér um ennið með vasaklútn- um. Þegar honum varð litið niður á veginn, sá hann tveggja sæta sportbíl, sem var í þann mund að beygja inn á bílastæðið. Það sat kvenmaður undir stýri. Hvernig Erích Kuby: HEIMS sem á því stóð, kom hún ekki út úr bílnum strax. Bílstjórarnir, sem höfðu haldið sig í námunda við flutningavagnana, snéru sér við og litu á hana. Þetta gæti verið bíllinn hans Hartogs, hugsaði Bruster. Og and- artaki síðar var hann farinn að velta því fyrir sér, hvar hann hefði séð þessa stúlku áður. Nú steig hún út úr bílnum, en vissi bersýnilega ekki, hvert hún ætti að fara. Eg man svo greini- lega, að ég hef séð hana áður, hugsaði Brus'.er. 1 stað þess að halda áfram upp eftir til að horfa á kappreiðarnar snéri hann við.! Hún er áreiðanlega ekki í klúbbn-| um, hugsaði hann, þegar hann var| kominn svo nærri, að hann sá vel framan i hana. Nú sá hann líka bílnúmerið. Það var bíllinn hans Hartogs. Bíllinn og dýra dragtin hennar Rosemarie blekkti ekki Bruster. Hann sá ekki strax, að þetta var stúlkan, sem hann hafði séð á stæðinu framan við hótelið íorð- um. En honum leizt strax vel á hana. „Ert þú að leita að einhverj- um?“ spurði hann. „Nei — já,“ svaraði Rosemarie. „Er það hér, sem kappreiðarnar eru?“ „Sérðu dýrin þarna efra, frök- en?“ sagði Bruster. „Þetta eru hestar. Sumir þeirra eru jafndýrir og bíllinn, sem þú komst í“ Hartog hefur sem sagt krækt sér i þessa stelpu og látið hana hafa bílinn. En hann hefur áreiðanlega ekki ætlazt til þess, að hún skyti hér upp kollinum. Á ég að hjálpa hon- um út úr klandrinu eða lofa hon- um að lenda í því? , . . Án þess að velta því lengur fyrir sér ákvað Bruster að firra Hartog þeim vand ræðum að hitta þessa stúlku á kappreiðunum. ,Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann. „Hvað heldurðu eiginlega, að ég sé?“ sagði Rosemarie. Bruster, sem vanalega lá allhátt rómur, lækkaði röddina vegna bíl- stjóranna. Hann hélt, að hann væri að hvisla að henni, þegar hann þrumaði: „Tapaðu þér ekki alveg, ljúfan.“ Bruster sá af viðbrögðum henn- ar, að hann hafði talað til hennar í ré tum tón. „Hver ert þú eiginlega?“ spurðt hún háðslega. „Eg er forsetinn", sagði Brust- er Hann var hvorki forseti hesta- mannaklúbbsins né nokkurs ann- ars klúbbs og alls enginn forseti, þegar öllu var á botninn hvolft, en hann var í útliti og háttum, eins og Rosemarie ímyndaði sér. að forsetar væru Hún varð ákaflega hrifin. „Ó, einmitt það, sagði hún. „Já“ Þau litu hvort á annað. Það var éngin ástæða til að fara í felur með neitt. „Áttu kannske verk- smiðju líka?“ „Já, og ekki svo litla, ljúfan.“ „Þú hefur þá víst nóg að gera,“ sagði hún. „Já, það er svo sem i ýmsu að snúast. En maður er þó alltaf mannlegur og tekur sér frí annað slagið.“ „Mig langar að fara þarna upp eftir,“ sagði Rosemaric. „Nei, nei“, sagði Bruster. „Það 45 ur fengið leyfi úr skólanum til að vera brúðarmær. Það er einkennilegt, eh mér finnst svo miklu erfiðara að skrifa um það, sem gott er, heldur en að segja frá hinu sorglega. Deidre þaut á brott, gegnum svefnherbergi Serenu þegar hún heyrði rödd Olivers, niður í mál- verkasalinn og niður stigann og þaðan út, meðan Oliver hugaði að okkur Carolyn. Hún hefur sýnilega haft bílinn sinn einhvers staðarj falinn, því að rauði bíllinn sást aka brott á ofsalegri ferð. Hann fannst fyrir neðan Mnzeyklettinn daginn eftir, aðeins tvær mílur frá Mulli- ons. Deidre hefur beðið hana sam- stundis, og kannski var það misk- unnsamasti endirinn fyrir þjáða sál hennar. Hún hefði sjálf kosið það fremur en fangclsisvist. Carolyn fellur ákaflega vel í skólanum. Mark sættir sig náðar- samlegast við að hafa aðeins mig á daginn en raunverulega byrjar hans dagur, þegar við leggjum af stað að sækja Carolyn til te- drykkju. Veturinn hefur verið mildur og góður, með einstaka kuldaköstum og ég hef kynnzt æðandi vindhviðunum frá Atlants- hafinu. En þegar eldurinn snark- ar á arni og gluggum er lokað j og gluggatjöld dregin fyrir, er Mullions skjól mót öllum veðrum og vindum. Eg elska Mullions heitar eB nokkru sinni. Eg elska Carolyn enn meira og henni þykir vænt um mig. Oliver get ég ekki elskað heit- ar, því að ég hef alltaf elskað hann af öllu hjarta. En ég trúi því varla enn, að á morgun verði hann eiginmaður minn. Eg var undrandi yfir því að allir j tóku fréttinni um trúlofun okkar i eins og sjálfsögðum hlut. Eg bjóst 1 við, að pabbi og Lettice yrðu glöð, því að ég get ekki leynt, hversu hamingjusöm ég er sjálf. En ég var frá mér numin af allri þeirri hlýju og vingjarnleik, sem gamli hr. Martys, dr. Chandler og allir nágrannar mínir sýndu þegar þeir óskuðu til hamingju. Það var eins og þeir væru á þeirri skoðun, að ég gæfi Oliver nýtt tækifæri til að öðlast hamingjuna en sann- leikurinn er, að hann hefur gefið mér allt, sem ég gæti nokkru sinni óskað mér . . . Símskeyti Marions var kulda- legt, og hún hefur ákveðið að vera kyrr hjá systur sinni í Capetown og það er ágætt, því að Tony er trúlofaður ungri indælli stúlku, sem hann kynntist í sumarleyfinu og þau þurfa á bústaðnum að halda. — Vissi ég ekki!, hrópaði hann og faðmaði mig að sér. — Þú ert heppinn Oliver, en ég er það líka. Eg ætla að gif'ta mig um jól. — Eg hsf gefið Mandy sex mán- aða frest til að skipta um skoðun, sagði Oliver þurrlega, og við brost um hvort við öðru hjminlifandi í okkar nýja, unaðslega hamingju heimi, þar til við mundum loks eftir því að óska Tony til ham- ingju. Ifamingjuósk Hönnu var samt innilegust. Hún dró mig þétt að sínu breiða brjósti og kyssti mig á kinnina. — Hamingjunni sé lof, sagði hún. Þegar hún sleppti mér, leit hún á mig með glettnislegu augnaráði. — Það er sjálfsagt óviðeigandi að koma svona fram við nýju hús-j frúna á Mullions, og ég verð vístj að hætta að kallai þig ungfrin Mandy . . . — Kallaðu mig þá bara Mandy, sagði ég hlæjandi. — Þú veizt vel, að það ert þú og verður, sem stjórnar öllu hér á Mullions. Það var hugmynd Olivers að égi skyldi skrifa um allt, sém gerðist, því að eftir þessa voðalegu nótt gat ég ekki hætt að hugsa um, hvað litlu munaði, að Deidre gerði Carolyn. Og það hefur hjálpað . . . ég er laus við allar bitrar minningar. Hjarta mitt getur nú horft fram án þess að skelfast. Eg veit, áð sorgir og þjáningar eiga eftir að koma, skin og skúrir munu skiptast á, það er gangur lífsins. En með Oliver við hlið mína óttast ég ekkert.i Carolyn hugsar aðallega um kjólinn sem hún á að vera í við brúðkaupið . . . hún hefur fyrir löngu síðan talið sjálfsagt mál, að ég yrði móðir hennar. En mér þótti það ekkert sjálf-! sagt. Kannski barnsaugun sjai i hluti sem fullorðna fólkið sér ekki. Oliver veik varla frá okkui^ vik-j urnar eftir þessa atburði. Mér: batnaði fljótlega /í öxlinni og ég hélt að hann óttaðist um Carolyn. ef eitthvað rifjaðist upp fyrir henni. En ekki bar á því, hún var aðeins óþolinmóð að byrja í skól- anum. Þegar við sögðum henni, að amma hennar og frænka væru dánar, leit hún alvörugefin á okk- ur og sagði svo fullorðinslega: — Þá þarf 'ég aldrei framar að búa hjá þeim í Lorimer Squere? — Nei, ég er búin að selja húsið, sagði Oliver. — Gott, ég hataði það,- sagöi hún, og það var í eina skiptið, sem hún minntist á fortíðina. Svo hljóp hún til Hönnu að segja henni þessa merku frétt. — Eg á að vera i á Mullions alltaf og alltaf. Hjá þér og Mandy og pabba!, hrópaði hún sigri hrósandi, og við Oliver heyrðum skæra rödd hennar frammi í eldhúsinu. — Viltu það, Mandy . . . ? Oli- ver sneri sér frá glugganum í bókaherberginu og brosti til mín. — Viltu vera hér alla tíð — sem eiginkona mín? Eg sat þá einmitt efst í tröpp- unni, sem við notuðum í bókaher- berginu til að koma bókum fyrir í efstu hillunum. Eg hélt vélrænt áfram að koma bókunum fyrir án þess að Vita, hvað ég gerði, en hjarta mitt barðist ákaflega. — Þú þarft ekki að giftast mér, vegna þess að ég kastaði mér um hálsinn á þér, meðan ég var veik, sagði ég hæðnislega og sjálfri mér öskureið fyrir að hafa komið upp um mig, meðan ég lá og rausaði — Eða . . . vegna þess áð þú viljir gefa Carolyn móður. Hún þarf ekki öllu lengur á mér að halda. — Mandy komdu hingað. Oliver hafði komið að tröpp- unni og rétti hendurnar móti mér Og ég kom og skalf eins og strá, þar til sterkir armar hans tóku um mig, og þá fannst mér ég vera komin heim. — Eg þarfnast þín, sagði hann lágt — Guð minn góður, hvað ég þarfnast þín, elsku, hjartans vina mín. Eg hef elskað þig frá því andartaki sem þú stóðst hér og ;st svo hreystilega fyrir Car- olyn. Eg hef í fjóra mánuði reynt að blekkja sjálfan mig með því, að það væri aðeins þakklæti . . að þú værir bara yndislegt barn .. — En ég er ekkert barn, sagði ég og horfðist í augu við hann. Þá kyssti hann mig fyrst blíð- lega og gætilega, svo með aukn- um ástríðuhita, þar til við vorum bæði skjálfandi. Eg vissi þá, að ég var ekkert barn, að ég gat gefið þessum mannj þá ást, sem hann þráði. Löngu síðar gengum við út að glugganum og leiddumst, án þess að skeyta um. að kannski sást til okkar. Eg hoifði út um gluggann, sem var í sínu fegursta haustskrúði Og ég brosti og sagði: — Það verður sagt, að ég sé ósvífið ævin- týrakvendi. sem hafði spilað, á pakklætiskennd þína til að fá allt Ö3 ta. Oliver snéri sér að mér hugs- ,'Udi. svo kom ertnisglampi í augu hans og hann mælti: - - Þsð verður sagt að ég hafi kvænzt hér, til að Carolyn fengi móður sagu; hann þurrlega. — Það verður ragt sitt af hverju og sumt harla kyulegt. En að lokum munu þeir kornast að sannleikan- um, að ég elska þi.S fyrir að vera hjartagóða. elsku'úga, hrausta, riddaralega, við’tyæma, litla þrjózkuskinnið miit! Eg hló titrandi. — Og ég verð engum til sóma í málverkasafninu, eins og allar hinar Trevallion konurnar á und- an mér. sagði ég. — En enginn þeirra hefur elskað mann sinn, börn og heimili heitar en ég ^eri og mun gera. ENDIR 14 T I M I N N, föstmlacpirinn 9. návember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.