Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 5
 í ÞRDT Tl □ llllllll ÍÞRDTTIR RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Er hægt að eyðileggja unga knatt- spyrnum. með of mörgum leikjum? Rætt við íjóra knattspyrnuþjálfara Innan skamms, e8a eftir púman hálfan mánuð, verður ersþing Knattspyrnusam- bands íslands haldið. Það hef- ur oft verið kvartað yfir, að á þessum ársþingum gæti of mikils sinnuleysis gagnvart mörgum nauðsynjamálum knattspyrnumanna — og of litlar umræður séu um þau fáu mál, sem tekin eru fyrir. Þetta var t. d. áberandi á síðasta þingi, sem var eitt dauf asta sem haldið hefur verið. Raddir eru um, að á næsta árs- þingi, sem haldið verður dagana 24. og 25. nóvember n.k. verði mörg ný mál tekin fyrir, og vænta megi ýmissa skipulagsbreytinga \ arðandi knattspyrnumótin sem at- hyglisverðar séu. — M. a. hefur því verið fleygt, að' fram verði borin tillaga þess efnis, að leikja- fjöldi drengja sem eru í 2. aldurs- flokki, verði takmarkaður, þann- ig að aðeins verði möguleiki fyrir . þá að leika með einum flokki, en þess eru fjöldamörg dæmi, að sami maðurinn sé Ieikmaður með 2. flokki — þ. e. sínum aldurs- flokki og einnig með meistara- flokki. Hvort sem þessi tillaga verður borin upp eða ekki, er hér um mjög athyglisvert mál að ræða. Það er álit margra, að það geti \ verið slæmt fyrir ungan leikmann að leika með tveim flokkum um svipað leyti — leikþreytu gæti hjá honum og þetta'jafnvel verið lieilsuspillandi fyrir hann — að- alinntakið er sem sé, að ekki megi láta ungan leikmann starfa undir meira álagi en hann þoli. í þessu sambandi hefur blaðið snúið sér til fjögurra manna, sem ailir eru starfandi meistaraflokks- þjálfarar, og beðið þá að láta í ljós álit sitt á þessu máli. Þjálfar- arnir eru Óli B. Jónsson, Val, Guð- mundur Jónsson, Fram, Sigurgeir Guðmannsson, KR og Karl Guð- mundsson, sem var starfandi knatt spyrnuþjálfari í Noregi á s.l. sumri. Slík tillaga er spor í rétta átt, en í sjálfu sér ekki nógu raun- hæf > Óli B. Jónsson: — Eg geri ráð fyrir, að bak við tillögu sem þessa, sé verið að stefna að því, marki að gæta aukinnar verndar á heilsu unglinganna — þannig, að þeim sé ekki ofgert með of mörgum kapp- leikjum. Annað sjónamið kemur þó einnig til greina, en það er að með þessu er fleirum gefið tæki- fæii til að taka þátt í kappleikj- um. Eg þekki fyrri hlið málsins vel, því ég var aðeins 17 ára þeg- ar ég byrjaði að leika með meist- araflokki, en lék þó einnig allt- af með mínum aldursflokki — þ. e. 2. flokki. Vitanlega er nauð- synlegt ag setja einhverjar regl- ur varðandi þetta atriði, ekki að- eins fyrir 2. flokk, heldur einnig flokkana þar fyrir neðan. Eg hef ekki velt þessu máli mikið fyrir mér, en þegar blaðamaður Tím- ans spurði mig um álit mitt á þessu máli, þá sá ég að á því eru margar hliðar. Mér finnst ekki nóg að koma með tillögu þess efn- is, að pilfar 17—19 ára tilheyri annaðhvort 2. flokk eða meist- araflokk og séu þá útilokaðir frá hinum flokknum. Hugsum okkur t. d. pilt sem er 18 ára og leiki með meistaraflokki. Gerum ráð fyrir | að þessi sami piltur sé valinn til i að Ieika með Reykjavíkurúrvali og síðan ef til vill með landsliði. — Fer þá ekki að verða hætta á, að pilturinn ofreyni sig. Jú vissu- lega og þá er þessi tillaga ekki til j bóta, því alltaf geta komið og komá upp svo góðir knattspyrnu- menn, ag þeir skari framúr þegar á 18 ára aldri. Þess vegna hefur mér dottið i hug, að skynsamlegt sé að takmarka leikjafjölda ung- linga — ekki aðeins í 2. flokki, þannig að í hæsta lagi verði mögu- j leikí fyiir viðkomanda ag leika tvo Íeiki í viku — helzt með hæfi- legu millibili Þá myndi viðkom- Er of mikið fyrir drengi í II. aldursflokki a<S Ieika jafnhliða með meistaraflokki? — Þessari spurningu leitast fjórir knattspyrmiþjálf- arar við að svara í blaðinu í dag. andi félag ráða hvernig það vildi ráðstafa þessum tveim leikjum (samkvæmt öðrum reglum). Nú þekkist það, að piltar leiki tvo leiki á dag og það allt niður í 4. flokk. Það -kemur t.d. iðulega fyrir, að drengur leiki með 4. flokki a, en strax á eftir með 3. ÓLI B. JÓNSSON GUDMUNDUR JÓNSSON SIGURGEIR GUÐMANNSSON l. KARL GUÐMUNDSSON fiokki b. — Þetta getur verið hættulegt. Það er því þörf á nýj- um reglum sem vernda ungling- ana fyrir þeirri hættu að þeim sé ofgert — og við eigum að hugsa um alla unglingana, ekki aðeins þá sem eru í 2. aldursflokki. Ætti ekki að skaða neinn, ef þrek er fyrir hendi Guðmundur Jónsson: — Eg tel, að það ætti ekki að skaða leik- mann þótt hann leiki meg tveim fJokkum, svo framarlega sem hann hefur þrek til þess — en hitt er annað mál, að það gerir manninn óneitanlega hæfari, ef hann &r keppnismaður með einum flokki. — Fyrr eða síðar hlýtur ag koma að því, að núverandi skipulagi verði breytt. — Ef leikmaður i 2. flokki hefur getu eða hæfileika til að leika með meistaraflokki þá á hann einungis að leika með meist araflokki. Það er t. d. mín reynsla, að leikmaður sem bæði leikur með meistaraflokki og 2. flokki, fái aldrei nóg út úr leikjum með sín- um aldursflokki. Þar kemur til, að hann á ekki hægt með að æfa með sínum jafnöldrum og nær því ekki að samrýmast liði þeirra. Það hefur viljað brenna við. að félögin láti stigakeppni og mögu- leika á sigri í fleiri mótum ganga fyrir, er þau láta sterka leikmenn úr 2. flokki leika bæð'i með meist- araflokki og 2. flokki. Fyrir þetta munum vig algjörlega loka hjá okk ur í Fram á næsta sumri. Meist- araflokkur fcvers fclags á alltaf að sitja í fyrirrúmi. - Iívort sem áð- urgreind tillaga verður samþykkt eða ekki, munum víð forðast að láta sama leikmannir.n leika með tveim flokkum. Hver flokkur sjálfstæður — bað er rétta leiðin Sigurgeir Guðmannsson: — Eg tel tillögu sem slíka mjög jákvæða Framh á 15. siðr Bridge Eftir fjórar umferðir í tvímenn- ingskeppnj Bridgefélags kvenna eru þes'sar konur í 12 efstu sæt- unum: 1. Elín Jónsdóttir — Rósa Þor- steinsdóttir 2423. 2. Eggrún Arnórsdóttir — Guð- ríður Guðmundsdóttir 2397. 3. Ásgerður Einarsdóttir — Lauf ey Arnalds 2345. 4. Halla Bergþórsdóttir — Krist- jana Steingrímsdóttir 2327. 5. Kristrún Biarnadóttir — Sig- ríður Bjarnadóttir 2313. 6. Edda Jóhannsdóttir ,— Stein- unn Snorradóttir 2304. 7. Margrét Jensdóttir — Laufey Þorgeirsdóttir 2297. 8. Ósk Kristjánsdóttir — Magnea Kjartansdóttir 2282. 9. Hugborg Hjartardóttir — Vig- dís Guðjónsdóttir 2254. 10. Ása Jóhannsdóttir — Krist- •r Þórðar-dóttir 2242 11 Rósa Tvarp _ Sigríður Sig- • nírsdóttir 2222 12. Túlíana Tsebarn — Lovísa bórðarson 2042 í keppninni verð'a spilaðar firnm umferðir. T í M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.