Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 9
Nokkrlr fulltrúar félaganna í Vesturlandskjördæmi, talið f.v.: Þórólfur Ágústsson, Stykkishólmi; Leifur Jó- hannesson, Stykkishólmi, formaður FUF á Snæfellsnesi; Njált Gunnarsson, Syðrl-Bár; Jónas Jónsson, Hvanneyrl, Formaður FUF í Borgarfirðl, norðan Skarðsheiðar, og Jón Einarsson, Klettl. Fulltrúarnir frá FUF á Akureyri, talið f.v.: Gunnlaugur P, Kristinsson; Kristján Helgi Sveinsson, formaður félagsins; Haukur Árnason og Sigurður Jóhannesson. Nokkrir fulltrúar félaganna í Keflavík og á Akranesi, talið frá vinstri: Óiafur Hannesson, formaður FUF I Keflavík; Þorsteinn Ragnarsson, formaður FUF á Akranesl; Kristinn Kristinsson, Keflavík og Hjörtur Guð- mundsson, Keflavík. Austurlandskjördæmi: Aðalmenn. Guðmundur Bene- diktsson, Egilsstöðum, Pálmar Magnússon. Neskaupstað, Friðjón Guðröðsson, Neskaupstað, Gunnar Guttormsson, Litla-Bakka, Hreinn Eiríksson, Höfn. Varamenn: Guðmundur Þórðar- j son, Seyð'isfirði, Kristinn Einars- son, Reyðarfirði, Stefán Einarsson,1 Egilsstöðum. Ingi Á. Jónsson, Borgarfirði eystra. Kristján Ing- j ólfsson, Eskifirði. Suðurlandskjördæmi: Aðalmenn: Gunnar Guðmunds- son, Selfossi, Hermann Einarsson, Vestmannaeýjum. Jón Helgason, Seglbúðum, Steinþór Runólfsson, Hellu, Páll Lýðsson, Sandvík. Varamenn. Andri Herjólfsson, Vestmannaeyjum, Svanur Kristj- ánsson, Selfossi, Þórður Sigfússon. Geirlandi, Einar Benediktsson, Hvolsvelli, Söðvar Pálsson, Búr- felli. Reykjaneskjördæmi: Aðalmenn. Sigfús Þorgrímsson, Keflavík Aristinn Kristinsson, Keflavík. Sigurður Geirdal. Kópa- vogi, Magnús Leopoldsson, Kópa vogi, Hjalti Einarsson. Hafnarfirði. Varamenn Þórarinn Pálmason, Hafnarfirði Vilhjálmur Jónsson, Hafnarfii*ði Pétur Þórarinsson, Keflavík Hjörtur Guðmundsson, Keflavík Hannes Sveinbjarnason, Kópavogi. Náttúran er merki- legt rannsóknarefni Það er brúnt skilti í glugga- kistunni á fyrstu hæð ofan við rammaverkstæðið í kjallaran- um norðanmegin á Skólavörðu stíg; þetta skilti er hógværðin sjálf, lítið stærra en venjulegt merkisspjald, og á því stend- ur Jóhannes Jóhannesson. — Kom inn, segir Jóhannes, þegar barið er að dyrum. f fyrstu sér komumaður aðeins málverk eftir Jóhannes. Það hangir á vegg gegnt dyrunum. En Jóhannes hlýt ur að vera þarna fyrst hann sagði kom inn, ekki hefur málverkið talað þetta fyrir Jóhannes. Nema það séu steinar, sem liggja þar á borðum, greyptir í gull og silfur. Jóhannes er kynntur að því að láta steinana tala, á vissan hátt. — Ertu þama, Jóhannes? Þá birtist Jóhannes, hallandi sér aftur á bak í stól og kemur hálfur í Ijós bak við skilvegginn. — Dagi'nn, segir Jóhannes. — Hvað ertu að bauka þarna, segjum við. — Ég er að búa til gull, segir Jóhannes. — Hefurðu fundið aðferðina? spyrjum við hann. — Ég leita að henni. Gull er fjandi dýrt nú, áttatíu þúsund kflóið. — Sjá menn þá hvað pundið kostar? — Það er vándséð, segir Jó- hannes. — Ertu hættur að vinna fyrir Jón á Laugaveginum, segjum við þá. , — Eg er sjálfstæður, segir Jó- hannes. — Ha? — Nei, ekki svo að skilja, það er ekki pólitík. — Hvað er ekki pólitík? — Ég var að opna þetta verk- stæði. — Og ertu að fela það? — Fela það, nei. — Þetta sést varki af götunni. — Af hverju ætti það að sjást? — Til að fá viðskipti. — Eg fæ nóg af þeim, segir Jóhannes. — Hfði ,lesið nýj- ustu bókina hans Kristmanns? — Nei, segjum við. — Þið ættuð að lesa hana, seg- ir Jóhannes. Hún er merkileg. —Þú hefur tekið við þér út á gullið. — Gull er merkilegur málm- ur. — Tja . . . en steinar, þeir ku vera merkilegir. Jóhannes vi'ð vinnuborðið — Já, og það sem er enn merki legra, nú búa þeir steinana til í verksmiðjum. — Steina, alls konar? — Já, svona steina eins og tóp- asa, safíra og þess háttar. — Er það ekki ómerkilegt? — Þetta eru góðir steinar. — Góðir hvernig? — Harðir eins og náttúrustein ar, Stundum harðari. Þeir þola hita; mikill kostur. Náttúrustein ar þola ekkihita, þá springa þeir. — Hafa þessir gervisteinar náttúru? — Það er órannsakað, segir Jó- hannes, — gæti trúað að þeir væru náttúrulausir. Það gerir harkan og hitamótstaðan. — Hefur þú notað íslenzka nátt- úrusteina, Jóhar.nes. — Já, ég nota töluvert af þeim. Það er kall fyrir vestan, sem hef ur þá stundum á boðstólum. Hann kallar þá einu nafni gimsteina. En náttúran í þeim er órannsakað mál. — En náttúra gullsins? — Hún er að vefjast fyrir mér. — Er ekki nóg framboð af nátt úru? — Það er ástæðulaust að setja það fyrir sig. Náttúran er alltaf merkilegt rannsóknarefni. B.Ó. MINNING Gunnlaugur Jónsson í dag verður gerð útför Gunn- laugs Jónssonar á Akranesi, er and aðist s.l. manudag, með snöggum og sviplegum hætti, sem því mið- ur hendir oft nú á dögum, er hjartabilun er orðin ein af tíð- ustu dánarorsökum. Gunnlaugur var fæddur 13. okt j 1904 ap Bræðraparti á Akranesi. j sonur þeirra heiðurshjóna, Guð- j laugar Gunnlaugsdóttur og Jóns j Gunnlaugssonar er þar bjuggu! lengi. Var taðir hans hinn mesti átorkumaður duglegur sjósóknari og sívinnandi fyrir þörfum heim- ilisins. Vandist Gunnlaugur því snemma alls konar störfum bæði á Eramhald á bls 13 T f M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.