Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1962, Blaðsíða 8
 Æ~ £j r< U í\j N /'-s t < ________Æ5KUNNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: DANÍEL HALLDÓRSSON Ungir Framsóknarmenn hafna allri aðild að Efnahagsbandalagi Nokkuð a annað hundrað full- trúar frá nær öllum sambandsfé- lögum voru komnir til fundar við setningu 9. þings S.U.F. í upphafi þings minntist formaður, Örlygur Hálfdánarson, látins stjórnar- manns, Jóhannesar Jörundssonar, og er þingheimur hafði vottað minningu hans virðingu sína, hóf- ust þingstörf með kosningu starfsmanna. Forseti þingsins var kosinn Jón- as Jónsson, Hvanneyri og til vara Sigurfinnur Sigurðsson, Árnes- sýslu og Leifur Jóhannesson, Stykkishólmi. Ritarar þingsins voru þeir Ingi B. Ársælsson, Reykjavík, Hermann Einarsson, Vestmannaeyjum og Grétar Björns son, Hvolsvelli. Einnig fóru fram nefndarkosningar, en þær voru sex talsins og störfuðu allan þing- tímann, enda biðu þeirra fjölmörg mál úrlausnar. Einstaka ályktana verður getið hér síðar í Vettvang- inum. Þó má minnast strax á það, að þingið iagði áherzlu á, að að- ild íslendinga að Efnahagsbanda- laginu, kæmi alls ekki til greina í neinni mynd. Formaður Framsóknarflokksins Eysteinn Jónsson, ávarpaði þingið og óskaði þess, að þingið mætti giftusamlega ráða fram úr þeim málum, sem fyrir því lágu. Minnti hann fulltrúa á fósturjörðina og bað þá að varðveita sjálfstæði hennar. En einmitt nú sem oftar, ynnu vissir öfgamenn að því, bæði Ijóst og leynt, að afsala því sjálf- stæði, sem þjóðin fyrir skömmu hefði unnið sér til handa. Minnti Örlygur Hálfdánarson hann á kommúnista sem vildu alls staðar afnám frelsis enda hefðu þeir sýnt það, þar sem þeir færu með völd. Svo væru líka að'rir öfga menn, sem vildu aðild íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu. Mætti raunverulega segja, að að- ild íslendinga að því bandalagi væri sama sem endalok íslands sem sjálfstæðs ríkis, og einnig glötun íslenzks þjóð'ernis, tungu og menningar. Mætti líka segja, að sjálf stjórnarskipan bandalagsins samrýmdist varla lýðræðishug- myndum fslendinga. Þess vegna væri einsýnt, að þessir öfgamenn mættu alls ekki fá umboð í næstu kosningum til þess að framkvæma áform sín. Þá flutti formaður skýrslu stjórn ar. Rakti hann ýtarlega störf stjórn ar og verkeíni, en þau voru marg- vísleg. f fyrstu vék hann að fjár- málum samtakanna og gerði ýtar- lega grein fyrir þróun þeirra mála frá þinginu 1960. Sambandsstjórn hafði komið upp ýtarlegri félaga- skrá og aflag margra annarra gagna frá sambandsfélögunum varðandi starf þeirra. Á tímabil- inu höfðu þrír erindrekar starfað um lengri eða skemmri tíma, þeir Jónas Guðmundsson, stýrimaður, Hörður Gunnarsson skrifstofumað- ur og Már Pétursson, lögfræði- nemi. Sambandið hafði sent unga menn til ræðuhalda á fundum og samkomum flokksins út um land og þess utan sótt fjölda funda sambandsfélaganna bæði almenna félagsfundi, aðalfundi og stofn- fundi. Sambandið hafði aðstoðað við stjómmálanámskeið meðal fé- laganna og bjálpa þeim í ýmsum öðrum efnum. Utanfarir höfðu orðið nokkrar á vegum samtak- anna og greindi formaður jafn- framt frá því, að sambandinu hefði borizt boð um hópferð til nágranna landana, hliðstæða þeirri, sem far- in hefði verið á s.l. sumri og var sú fyrsta sinnar tegundar af hálfu hérlendra stjórnmálasamtaka. Ferðaáætlun um ferð þessa mun verða birt síðar hér í Vettvangin- um. Sambandið hafði náið bréf- legt samband við forystumenn sam takanna í hverju kjördæmi og gefið þeim þannig kost á að fylgj- ast með þróun mála hverju sinni. Fyrir atbeina sambandsstjórnar var stofnaður félagsm.skóli Fram- sóknarflokksins á tímabilinu og er hann rekinn af miðstjórn Fram- sóknarflokksins og sambandinu, en það skipar þrjá menn af sex í skólanefnd og kýs skólanefndar- formann úr sínum hópi. Núver- andi skólanefndarformaður er Már Tétursson og skólastjóri hefur frá upphafi verið Gunnar Dal. Aðal- fundur sambandsstjórnar var hald- inn 13.—15. apríl 1961 og var j flutt skýrsla stjórnarinnar, lagðir fram reikningar og rædd almenn landsmál. Á tímabilinu fékk sam- bandið skrifstofuhúsnæð'i í húsa- kynnum flokksins Tjarnargötu 26 og var það til mikils hagræðis fyr- ir öll störf þess að eiga sér fastan samastað. Sambandsstjórn kapp- Vettvangur æskunnar hefur síðan á síðasf.a þingi SUF komið 64 sinnum út. Það er ósk Vettvangsins á þessum tíma- mótum ag ungir Framsóknar- menn notfæri sér þjónustu hans í ríkari mæli en verið hef- ur, því að í þjónustu þeirra er hann að starfa. Vettvangurinn fagnar því að hefja enn á ný baráttu fyrir stefnumálum Framsóknarflokks ins. Stefna Framsóknarflokks- i ins er stefna æskunnar. Fram- sóknarflokkurinn einn ís- lcnzkra stjórnmálaflokka á þá fortíð, að framtíðin geti 'reyst honum. RITSTJÓRI kostaði að undirbúa þingið sem bezt og lagði fram í upphafi þings sérstakar möppu; með margvísleg um gögnum tilheyrandi þinginu. Að lokum hvatti formaður þing- fulltrúa til starfa, benti g marg- vísleg verkefni, sem fyrir þinginu lægju og minnti þá á, að það væri i þeirra höndum að taka ákvarð- anir. Á eftir urðu umræður um skýrslu stjórnar og stóðu þær fram yfir miðnætti. Á laugardag voru um- ræður og nefndarstörf og urðu all- miklar breytingar á lögum sam- bandsins og þær helztar, að fram- kvæmdastjórn sambandsins er nú í höndum Lólf manna og skulu sex af þeim vera úr félögunum utan af landi. Áður var fram- kvæmdastjórnin í höndum sjö Helgi Bergs manna. Strax á sunnudagsmorgun var umræðum haldið áfram, en eft ir hádegi flutti ritari Framsóknar- flokksins, Helgi Bergs ræðu. Ræddi Helgi um hlutverk æsku- fólks á stjórnmálasviðinu. Rakti hann stjórnmálaþróun síðustu ára og benti á torystuverk Framsókn- arflokksins á mestu uppbyggingar- árum þjóðarmnar. Vék hann að ut- anríkismálum og greindi meðal annars ýtartega frá þróun mála frá Efnahagsbandalaginu frá fyrstu tíð og var ræða Helga yfirgrips- mikil og stórfróðleg. Síðan var gengið til kosninga í stjórn og sambandsráð sem kemur saman einu sinni milli þinga, auk endur- rkoðenda. Eftirtaldir menn voru kosnir einróma: Stjórn SUF Formaður Örlygur Hálfdánar- son, Reykjavík varaformaður Jón A Ólafsson Reykjavík, ritari Hörður Gur.narsson, Reykjavik, gjaldkeri Kristinn Finnbogason, Reykjavík. meðstjórnendur Eyj- clfur Eysteinsson, Keflavík, Grét- ai Björnsson. Rangárvallasýslu, Halldór Hjartarson, Hafnarfirði, Ingi B. Arsælsson, Reykjavík, Jón as Jónsson, Borgarfirði, Markús Stefánsson, Reykjavík, Páll Jóns- son, Kópavogi, Sigurfinnur Sig- urðsson, Árnessýslu. Varamenn í stjórn SUF Snorri Þorsteinsson, Mýrasýslu, Rermann Einarsson, Vestmanna- eyjum, Þorsteinn Ragnarsson, Akranesi, Guðmundur Magnússon, Kjósarsýslu. Páll Heiðar Jónsson, Reykjavík, Jón Aðalsteinn Jónas- son, Reykjavík, Theódór A. Jóns- son, Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson, Seltjarnamesi. Endurskoðendur Eysteinn R. Jóhannsson, Rvík, Skúli Sigurgrímsson, Reykjavík. Varaendurskoðendur Björn Gunnarsson, Reykjavík, Haukur Bjarnason, Reykjavík. SAMBANDSRÁÐSMENN Reykjavík: Aðalmenn: Már Pétursson, Mar- vin Hallmundsson, Eysteinn R. Jóhannsson, Steingrímur Her- mannsson Einar Birnir, Varamenn: Tómas Karlsson, Kári Jónasson, Hjördís Einarsdóttir, Dagur Þorleifsson, Óðinn Rögn- valdsson. Vesturlandskjördæmi: Aðalmenn: Bjarni Guðráðsson, Nesi, Reykholtsdal, Þórólfur Ágústsson. Stykkishólmi, Finnur Finnsson Skerðingsstöðum, Hvammssveit, Ólafur J. Þórðarson, Akranesi. Páll Guðbjartsson, Bif- röst. Varamenn: Haukur Engilberts- son, Vatnsenda, Skorradal, Hauk- ur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum, Steinþór Þorsteinsson, Búðardal. Þorsteinn Ragnarsson, Akranesi, Georg Hermannsson, Borgarnesi. Vestfjarðakjördæmi: Aðalmenn: Haraldur Sæmunds- son, Kletti, Baldur Jónsson, ísa- firði, Gunnsr Friðfinnsson, Þing- eyri, Brynjólfur Sæmundsson, Hólmavík, Pálmi Sæmundsson, Borðeyri. Varamenn: Jón Alfreð'sson, Hólmavík, Theodór Nordkvist, ísafirði Steingrímur Gíslason, Patreksfirði, Guðmundur Hagalíns son, Hrauni, Ingjaldssandi, Jónas Jónsson, Stóra-Fjarðarhorni. Norðurlandskjördæmi vestra: Aðalmenn Brynjólfur Svein- bergsson, Hvammstanga, Páll Pét- ursson, Höúustöðum, Bogi Sigur- björnsson, Siglufirði, Stefán Guð- mundsson, Sauðárkróki, Gunnar Oddsson, Skagafirði. Varamenn: Sigurður Sigurðsson, V-Húnavatnssýslu, Ari Einarsson, A-Húnavatnssýslu, Benedikt Sig- urjónsson, Siglufirði, Friðrik Antonsson, Skagafirði, Magnús Sigurjónsson, Sauðárkróki. Norðurlandskjördæmi eystra: Aðalmenn: Kristján Sveinsson, Akureyri, Ingimundur Jónsson, Húsavík, Ingimar Ingimarsson, Sauðanesi, Björn Björnsson, Lauga landi, Haukur Árnason, Akureyri. Varamenn: Jónas Hólmsteins- son, Raufarhöfn, Sigur’ður Jó- hannesson, Akureyri, Björn Teits- son, Brún, Edda Eiríksdóttir, Kristnesi, Ævar Ólafsson, Akur- eyri. Jónas Jónsson 8 T f M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.