Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 pkujmobi pkiúmobi veidihornið umsjón: Friðrik Indriðason 150 laxar komnir úr Viðidalsá: Allir veidd- ir á flugu ■ Alls eru komnir úr Víðidalsá í Húnavatnssýslu 150 laxar, og veiddust þar af 29 laxar í síðustu viku. Það eru eingöngu útlendingar sem stunda nú veiði í þessari á og veiða þeir eingöngu með flugu þannig að margir missa þann stóra aftur í ána. Að sögn Sigríðar Árnadóttur í veiði- húsinu við ána þá er stærsti laxinn úr ánni 17 punda það sem af er. Vegna þess að allir veiða á flugu í ánni hefur hvassviðri hamlað nokkuð veiðum þarna, auk þess sem miklar leysingar voru í ánni framan af. Þetta hefur þó lagast og var ágætis veður við ánna um helgina. Áin opnaði þann 15. júní og það sem af er sumrinu er veiðin mun betri en á sama tíma í fyrra en þá voru komnir á land þar 92 laxar á þessum tíma. Treg veiði í Vatnsdalsá Fremur treg veiði hefur verið í Vatns- dalsá vegna leysinga og hefur hið mikla vatn í ánni leitt til þess að erfitt er að athafna sig við vissa staði í ánni auk þess sem laxinn er ekki á áður gjöfulum siöðum. Nú eru komnir um 90 laxar úr ánni en hún opnaði þann 17. júní s.l. Stærsti laxinn er 18 pund en meðal- stærðin þetta 8-10 pund, sex stengur eru í ánni. Vatnsmagnið fer nú minnkandi og góðar horfur eru á að veiðin glæðist að sama skapi enda vantar ekki laxinn í ána. - FRl Úrvalið af leikföngum fyrir alla krakka á öllum aldri. Póstsendum LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SlM113707 ro Klæðnjngarstál sem VÖRN er í.. er litaöa klæðningarstálið með tvöföldu acrylhúðinni. er framleitt með erfiðustu aðstæöur í huga, sumar. vetur. vor og haust. er fáanlegt í sér lengdum eftir óskum kaupandans. Gerið samanburö fylgihlutir fáanlegir. á veröi groko stálkjarninn er 0,5 mm. EINKALEYFIA ISLANDI VÍRNET” BORGARNESI - SÍMI 93 7296 „Krefjumst tekjustofna fyrir lögbundnum þörfum” ■ Björn Roth, Daði Guðbjörnsson og Eggert Bjarnason hafa opnað samsýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b. Gestur sýningarinnar er Ómar Stefánsson. „Fyrst sýndum við í Rauða húsinu á Akureyri vorið 1981 og síðan í Nýlistasafninu um haustið sama ár. Og nú er það sem sagt nú,“ segir í fréttatilkynningu frá þeim félögum. Sýningin verður til 17. júlí. ■ Fundur formanna og framkvæmda- stjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum,Vesturlandi,Suðurnesjum, Suðurlandi, AustfjörðumogNorðurlandi sem haldinn var í Grímsey 2. júlí s.l. ræddi ítarlega um þá alvarlegu búsetu- þróun sem nú á sér stað í landinu og getu sveitarfélaga til að standa fyrir nauðsyn- legri og vaxandi þjónustu. Ibúaþróun síðustu ára hefur verið landsbyggðinni í vaxandi mæli í óhag og fjárhagsgeta sveitarfélaga hefur farið ört versnandi og er sumstaðar komið í hreint óefni. Helstu ályktanir fundarins voru þessar: „Fundurinn samþykkir að beina þeim eindregnum tilmælum til stjórnvalda að gert veri raunhæft átak í valddreifingu til handhafa þess stjórnkerfis sem hefur næmasta tilfinningu fyrir þörfum þegn- anna í landinu, þ.e. sveitarstjórnanna. Fundurinn krefst þess að sveitarfé- lögum verði tryggðir tekjustofnar er nægi fyrir lögbundnum þörfum og vax- andi þjónustu. Fundurinn bendir á þörf þess, að kerfisbundið verði unnið að eflingu at- vinnulífsins og auknu átaki í iðnþróun. Fundurinn leggur áherslu á að um leið og kosningaréttur verður jafnaður og áhrifastaða landsbyggðar fer minnkandi á aiþingi, er nauðsynlegt að starfsemi ríkisþjónustunnar verði færð nær fólkinu og henni dreift um landsbyggðina. Með öðrum hætti næst ekki það jafnvægi fram sem stefnt er að með jöfnun kosninga- réttar", segir að lokum í ályktun fundar- ins. - ÞB SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUDURLANDSBRAUT 32 S. 82033 Þingvallastræti 22 á Akureyri: ÚTBURÐARBEIÐNI VARLÖGÐFRAM — „ætlum tvímælalaust að láta reyna á þetta” sagði Ólafur Rafn Jónsson ■ „Útburðarbeiðni hefur verið lögð fram hér hjá okkur og það næsta í málinu er fyrirtekt hér í dómnum þar sem báðir aðilar verða kallaðir til“ sagði Sigurður Eiríksson héraðsdómari á Ak- ureyri í samtali við Tímann en um helgina rann út frestur sá sem hjónunum á Þingvallastræti var gefinn í Hæstarétt- ardómi til að rýma húseign sína að Þingvallastræti 22. Sigurður reiknaði með að málið yrði tekið fyrir hjá dómnum í dag. „Við ætlum tvímælalaust að láta reyna á þetta hér enda teljum við þetta vera gróft mannréttindabrot" sagði Ólafur Rafn Jónsson í samtali við Tímann. Samkvæmt þessu má reikna með að hjónin, ásamt 5 börnum sínum, verði borin út úr íbúð sinni með valdi, en hliðstæð dæmi þess þekkist ekki hérlend- is. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.