Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 Ingvar Gíslason alþingismaður: Framtíðarhorfur í orkumálum og atvinnuuppbyggingu A Hafa Islendingar sérstöðu á því sviði? ■ Fyrir nokkrum árum átti ég skemmtilegt samtal við erlendan stjórn- málamann, sem jafnframt var rithöfund- ur. í samtali okkar tók þessi maður m.a. svo tii orða um störf sín, að það væri „siðferðilega" erfitt að vera í senn þing- maður og rithöfundur. „Sem rithöfundur get ég veitt mér þann munað að vera svartsýnn, en sem stjórnmálamaður ber mér að vera bjartsýnn." Oft hefur mér orðið hugsað til þessara orða, og reyndar oft sagt frá þeim, enda eru þau athyglisverð. Varla verður í efa dregið, að stjórnmálamaður þarf að vera bjartsýnn, trúaður á framfarir, velmegun og góð lífskjör í landinu. Stjórnmála- maður á að gera það sem í hans valdi stendur til þess að greiða fyrir hvers kyns framförum og vinna að atvinnuöryggi og góðum lífskjörum. Ekki verður um það deilt að bjartsýni er hreyfiafl fram- fara hvar og hvenær sem er. Brostnar forsendur Hinu er ekki að leyna, að á undanförn- um árum hefur farið að gæta efasemda meðal vísindamanna og rithöfunda um þá möguleika, sem mannkynið hefur til stórstígra framkvæmda og hagvaxtar. Vísindamenn og rithöfundar hafa m.ö.o. . leyft sér þann „munað" að vera svartsýn- ir á framfarirnar, ekki af því að þeir séu á móti framförum, heldur af því að þeir sjá ekki að það sé hægt öllu lengur að byggja framfarir á þeim foisendum sem gilt hafa síðustu mannsaldra. Framfarir á 19. og 20. öld hafa byggst á þróðaðri véltækni, mikilli orkunotkun, ódýru hráefni og ýmiss konar stóriðj urekstri. En nú er svo komið að helstu orkulindir heims er að þrjóta, hráefni gengur til þurrðar og stóriðjan, sem yfirleitt er rekin á vegum alþjóðlegra auðhringa, sem virða hvorki landamæri né þjóðerni, er af ýmsum ástæðum ósækileg og ekki eftirsóknarverð, ef hægt er að komast hjá henni. Kjarnorka í þágu atvinnulífs er gervihugsjón enn sem komið er. Hafa íslendingar sérstöðu? Nú er skylt að geta þess að íslendingar ráða yfir orkulindum, sem ekki þrýtur í sama skilningi og olíu- og kolanámur. Það er því vafalaust rétt að íslendingar geta út af fyrir sig verið bjartsýnir hvað varðar möguleika til orkuvinnslu og iðnþróunar. Ef til vill hafa íslendingar sérstöðu í heimi minnkandi orku- og hráefnalinda. Þrátt fyrir það finnst mér nauðsynlegt að Islendingar fylgist með því sem sagt er á alþjóðavettvangi um horfur í orku- og iðnaðarmálum heims- ins almennt. Sem svolítið framlag til upplýsinga um það efni leyfi ég mér að birta hér i þýðingu grein, sem prentuð er í FORUM, tímariti Evrópuráðsins, 1. tbl. þ.á., eftir Augusto Forti, forstjóra raunvísindadeildar Menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Greinin fjallar um vísinda- samvinnu iðnríkja og þróunarlanda, en höfundur leggur annars áherslu á, að vestræn iðnríki, ríku þjóðirnar, standi nú á tímamótum, sem nauðsynlegt sé að átta sig á og bregðast rétt við. En gefum þessum yfirmanni raunvís- indadeildar UNESCO orðið: Grein Augustos Forti „Þótt miðað sé við allra bjartsýnustu spár mun íbúatala heimsins hafa vaxið í 7 milljarða árið 2000, 8 milljarða milli 2025 og 2035 og 12 milljarða árið 2075. Því er augljóst, að við verðum að tvöfalda núverandi auðlindir á næstu 50 árum, ef takast á að fullnægja grundvall- arþörfum að því er varðar fæði, húsnæði, klæði, heilsugæslu og menntun. Þá blasir það við að fólki mun fjölga gífurlega í þróunarlöndum, en fækka hlutfallslega í iðnríkjum. Þar búa nú 37% af íbúum heimsins, en verða um 15% árið 2075. Lífshagsmunir Ef þróunarvandamál „suðurþjóð- anna" hafa ekki verið leyst, þegar svo er komið, munum við standa frammi fyrir gífurlegum þrýstingi frá ungum og hungruðum þjóðum í suðri. Astandið verður eins hvað varðar Suður-Ameríku og Mexico andspænis Bandaríkjunum, Indland og Kína gagnvart Sovétríkjun- um og Afríku- og Arabalönd augliti til auglitis við Suður-Evrópu. Því má bæta við að flest þróunarlönd munu hafa eignast kjarnorkusprengjur árið 2000. Það er því lífshagsmunamál, þegar lengra er horft, að við komum þróunar- þjóðunum til hjálpar með samvinnu á vísindasviði til þess að þær fái fullnægt grundvallarþörfum sínum. Slíkar þarfir eru tvenns konar: 1. Frumþarfir: Fæði, heilsugæsla, hús- næði, klæði, menntun. 2. Mannúðarþarfir: Frelsi, menning, samskipti, vinnuskilyrði, cfnaleg af- koma. í vísindasamvinnu „norðurs og suðurs" verður einnig að hafa í huga að þjóðir heims eru hver annarri háðar og að vandamál mannkynsins snerta hags- muni allra þjóða, þau eru gagnkvæm. Um það er ekki að villast, að það sem gerist í einum heimshluta mun að mcira eða minna leyti hafa áhrif annars staðar í heiminum, hvort heldur er á sviði líffræði, tækni eða félagsmála. Við höfum fyrir okkur fjöldann allan af vísindalegum vandamálum. sem verður að leysa í fullkominni samvinnu milli allra þjóða heims. Þessi vandamál snerta m.a. veðurfarsvísindi, nýtingu auðæfa hafsins, flutning vinnuafls milli landa og hráefnaskortinn. Andleg verðmæti Mannsheilinn á auðvelt með að fást við líkön og táknmyndir. Sá árangur sem orðið hefur af gerð vestræns iðnþróunar- líkans mun vafalaust draga að sér athygli þjóða heims, enda nú gerlegt að bjóða milljónum kvenna og karla upp á líkan af annari gerð. Allar athuganir, sem gerðar hafa verið til þessa, sýna að iðnþróun (industrial expansion) er að nálgast hámarkið, svo og að þau hráefni, sem nú eru almcnnt notuð, eru næstum uppurin. Þetta má ráða af öllum líkönum, sem gerð hafa verið um þetta efni, líkani Rómar- klúbbsins, Meadows-líkani, líkani Mesarovic og Pestels og Bariloches hvað varðar Latnesku Ameríku og líkani ' Leontievs um Sameinuðu þjóðirnar. Við hljótum óhjákvæmilega að stefna að nýjum lifnaðarháttum, þar sem trú- lega mun viðgangast miklu minni sóun en nú á sér stað og þar sem ýmsir hlutir munu endurheimta gildi sitt, þótt þeir hafi verið vanmetnir í iðnaðarþjóðfélag- inu til þessa. Sem dæmi má taka að við verðum nú vitni að því í vaxandi mæli að ungt fólk krefst þess að andleg verðmæti fái að nýju rúm í lífi okkar. Eða tökum dæmi af orkumálum: Árið 1972 var heimsnotkun orku um 5 þúsund milljón lestir olíugilda (oil equivalent). Árið 2000 eða þar um bil yrði heimsnotkunin 100 þúsund lestir olíugilda, ef miðað er við það magn sem hver Bandaríkjamað- ur ætlar sjálfum sér. En orkueyðsla í þessum mæli er ekki einungis ósamrým- anleg þeim forða, sem geymdur er í þekktum orkulindum, heldur er hún í engu samræmi við fjárhagsgetu né hæfni manna til þess að þróa aðra möguleika til orkuframleiðslu. Nýir lifnaðarhættir Við verðum því að velja á milli tvenns: Annars vegar þess þróunar- líkans, scm stcfnir að því að margfalda núverandi cignir okkar og efnisgæði (bifreiðar, sjónvarpstæki, þvottavélar o.s.frv.) og hins vcgar þess líkans, scm gerir ráð fyrir langtímaþróun, scm fcllur betur að vistkerfi hcimsins og þar scm framleiðslan er öll hægari og þar scm rúm er fyrir menningarstarfsemi og menningarafurðir. Þar að auki mun vaxandi atvinnuleysi í iðnríkjum gera það óhjákvæmilcgt að stytta vinnutím- ann. Hvað sem þessu líður, þá cr það ckki á færi ncins einstaks lands að ráða fram úr þessum vanda. Árangur næst aðeins með sameiginlegu átaki og nýjum lifnað- arháttum, scm Vcstur-Evrópumenn cru ncyddir til að taka upp. Fari það cftir sem hér hefur verið sagt, ættu þróunar- löndin að hafa möguleika til þess að efla menningu sína og skerpa þjóðareinkenni sín með því að kasta fyrir róða þeirri fyrirmynd, sem við erum þeim nú, enda hefur hún (fyrirmynd ríkra þjóða) ekki hjálpað þeim til þess að leysa ncin vandamál. Af þessu leiðir að forgangsverkcfni í vísindasamvinnunni hljóta að verða rannsóknir í vistfrxði, endurvinnsla fá- gætra efna og framleiðsla endingargóðr- ar vöru. En tíminn mun einnig skipta máli í rannsóknarstörfum vegna þess að í hinu nýja þjóðfélagi verður mikill tími til ráðstöfunar. Það merkir að tími til „líkamlegra" athafna, s.s. vinnu og ferða- laga, mun minnka. Þegar þess er gætt að aðeins 20% af orku mannsheilans er nýtt, þá er Ijóst að fyrir hendi er óhemjuforði fyrir hugmyndir, þekkingu og hæfni, sem nýta má mannkyni til heilla." Hvað er fram undan? Þessi stutta greinargerð hcimsþekkts ráðgjafa í raunvísinda- og iðnaðarmál- um þarf ekki frekari skýringar við. Það er augljóst, hvað um er að ræða: 1. Fólksfjölgun heimsins mun á næstu áratugum fyrst og fremst eiga sér stað í þriðja heiminum. í Evrópu verður hlutfallsleg fækkun. 2. Orkan er að ganga til þurrðar í heiminum. Kjarnorkan gefur litlar Ingvar Gíslason. vonir. Hráefni cru einnig af skornum skammti. 3. Ve,rði ckki komið á skynsamlegri samvinnu milli iðnríkja og rikja þriðja hcimsins, gctur slcgið í alvar- lcga brýnu, þegar fram í sækir. 4. lðnþróun í núvcrandi skilningi er að komast á lciðarcnda. Stóriðjustcfnan virðist almcnnt vcra aö ganga sér til húðar. 5. Vistfræði („umhverfismál" í víðasta skilningi) er undirstöðugrein vísinda cins og nú er komið. 6. Lifnaðarhættir Vcsturlandabúa, sem byggjast á orkusóun og eftirsókn eftir munaði, hljóta óhjákvæmilega að brcytast, þar scm hvorki verða til orku- né hráefnalindir né fé til þess að halda uppi slíkum lifnaðarháttum. Hvernig ætlar fólk að búa sig undir þá breytingu? Orkuauður íslands Það kann að vera að ýmsum þyki langsótt að spár af þcssu tagi gildi um íslcndinga. Og vonandi erum við undan- þcgnir alvarlegustu horfum í þessu efni. En íslendingar mega ekki loka augunum fyrir því sem kann að gerast í öðrum löndum. Augljóst er að orkulindir íslendinga verða þeim mun dýrmætari sem orku- lindir annarra þjóða (kol, olía) ganga til þurrðar. Því má ekki rasa unt ráð fram, hvað varðar almenna stefnu og einstakar aðgerðir í orkumálum. Ganga má út frá því að eftirspurn eftir íslenskri orku fari vaxandi á næstu áratugum, eða öllu heldur ásókn í að nýta orkuauðinn með sem bestum kjörum. Þess vegna ber Islendingum að fylgjast með alþjóð- legum umræðum um okumál og atvinnu- þróun og vera í hvívetna vel heima í þessum málum og vel á verði um hags- muni sína, ekki síst gagnvart ásókn erlendra auðhringa í íslenska orku. í henni er ávallt mikil hætta fólgin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.