Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Á þessari mynd er erfitt að átta sig á, hver öldungurinn er, enda er föröunin frábær. Það er franska leikkonan Catherine Deneuve, sem leysir hann úr álögunum. David Bowie breytist í 200ára gamla blódsugu í nýjustu mynd sinni ■ David Bowie hefur svo sannarlega verið í sviðsljósinu að undanförnu. Sem kunnugt er, er hann á hcilmiklu söng- ferðalagi og ærir og tryllir að- dáendur sína hvar sem hann sýnir sig. En David hefur löngu sýnt, að hann er liðtækur leikari líka, og nú er einmitt verið að sýna eina mynd hans í kvik- myndahúsi í Reykjavík. En hætt er við, að mörgum aðdá- enda hans eigi eftir að bregða í brún, þegar þeir fá tækifæri til að sjá goðið sitt í nýjustu mynd hans, „The Hunger". Þar eld- ist David Bowie á örfáum mínútum um tvö hundruð ár, frá því að vera elskulegur ung- ur maður í skrímsli, sem nærist á mannsblóði! Myndin endar þó vel, því að ást elskunnar hans, sem Catherine Deneuve leikur, bjargar honum og breytir honum aftur í uppruna- lega mynd. Sjálfum brá David rækilega, þegar hann sá sjálfan sig í speglinum, uppdubbaðan í ■ í upphafi myndarinnar er David Bowie eins og við þekkj- um hann best, ungur elsku- legur maður. skrímslisgervið. - Ég vona, að ég eigi aldrei eftir að verða eins gamall og ég lít út fyrir núna, sagði hann og stundi við. af bókum til hliðsjónar og loks tíndi ég eins mikið af lifandi plöntum og ég komst yfir, það var auðvitað best að nota lifandi plöntur, en það var ekki hægt að koma því við nema í fáum tilvik- um. Þetta var geysimikið verk. ég byrjaði í fyrrasumar og var að mestu búinn í febrúar í vetur og tíminn hefði mátt vera lengri. Og myndirnar eru miðaðar við það að hægt sé að nota þær við greiningu jurtanna? Já, já þær verða að vera grasa- fræðilega réttar. Ég naut auðvit- að aðstoðar bókarhöfundarins og eins Bergþórs Jóhannssonar grasafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun. Þeirfóruyfirmyndirnar og ef einhverjar villur voru til staðar þá varð ég að leiðrétta það. En þetta gekk furðu vel. Hvað hefur þú annars verið að fást við í myndlistinni? Ég var við nám á sínum tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur og síðan lauk ég prófi frá nýlista- deild Myndlista- og handíða- skóla íslands. Eftir það var ég í tvö ár við framhaldsnám við Jan van Eyck akademíuna í Maa- stricht í Hollandi. Holland er að mörgu leyti mjög gott land til að læra myndlist í, það er mikið að gerast þar og Hollendingar gera mjög vel við myndlist miðað við það sem gerist víðast annars staðar að minnsta kosti. Geturðu lifað af myndlistinni? Ég lifi náttúrlega ekki af þeirri myndlist sem ég geri fyrir sjálfan mig, ég hef heldur ekki verið með neinar sölusýningar. Ég sýndi á sínum tíma í Gallerí Suðurgötu 7 einnig hef ég sýnt á Nýlistasafninu og svo heima hjá mér, svo að mín verk hafa ekki verið mikið í umferð. Núna í haust verð ég reyndar með í samsýningu íslenskra nýlista- manna í Amsterdam, við fáum hollenska sýningu hingað og sýn- um úti í staðinn. En tekjur manns koma nú mest frá svona aukaverkefnum. -JGK erlent yfirlit ■ í DAG kemur ítalska þingið saman í fyrsta sinn eftir þing- kosningarnar, sem fóru fram 26.- 27. f.m. Samkvæmt ítölskum venjum, getur Pertini forseti ekki hafizt handa um stjórnar- myndun fyrr en eftir að þing hefur komið saman. Hins vegar getur hann að sjálfsögðu kynnt sér áður bak við tjöldin þá möguleika, sem helzt eru fyrir hendi. Fljótt á litið ætti það ekki að standa í veginum. að þingmeiri- hluti þeirra fimm flokka, sem oftast hafa staðið saman að undanförnu, hafi raskazt. Samanlagt töpuðu þessir flokkar ekki nema þreniur þingsætum og hafa enn traustan þingmeiri- hluta. Hlutföllin milli þeirra hafa hins vegar breytzt verulega. Kristilegi flokkurinn, sem hef- ur farið með stjórnarforustuna frá stríðslokum, að undanskildu rúmu ári, þegar Spadolini var forsætisráðherra, mætir nú til leiks mun veikari en áður. H ann tapaði 37 þingsætum í kosning- unum og hefur nú ekki nema 225 þingmenn. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar nokkuð sterkari stöðu en áður. Hann hefur bætt við sig 11 þingmönnum og hefur nú alls 73 þingmenn. Þetta varð hins vegar minni aukning en Craxi, Lriaco De Mita, leitogi kristilegra demókrata, áhyggjufullur vegna ósigursins. Vinstri stjórn getur verið skammt undan á Ítalíu Vaxandi erfiðleikar í sambúð núverandi stjórnarflokka formaður flokksins, átti von á. Lýðveldisflokkurinn, sem er undir forustu Spadolinis, vann hlutfallslega mun meira. Hann bætti við sig 13 þingmönnum og hefur nú 29 þingmenn alls. Sósíaldemókratar unnu einnig á. Þeir bættu við sig þremur þingmönnum og hafa nú 23 þingmenn. Þetta gerði Frjálslyndi flokk- urinn einnig. Hann bætti við sig 7 þingmönnum og hefur nú 16 þingmenn. Þetta eru þeir fimm flokkar, sem hafa oftast unnið saman síðustu árin. Eins og kemur fram hér á undan, tapaði Kristilegi flokkurinn 37 þingsætum, en hin- ir flokkarnir hafa allir aukið þingstyrk sinn og hafa bætt við sig samanlagt 34 þingsætum. ÞESSI breyting á þingstyrk umræddra flokka, veldur því, að yfirleitt er nú spáð, að stjórnar- myndun muni ganga illa og jafn- vel verr en oftast áður. Vart verður þó talið á það bætandi, eins og sést á því, að núverandi stjórn er sú fertugasta og þriðja, sem hefur farið með völd á ftalíu síðan stríðinu lauk. Á síðasta kjörtímabili, en það stóð í tæp fjögur ár, voru mynd- aðar sex ríkisstjórnir. Vafalítið mun stjórnarmynd- unarþófið nú hefjast á þann hátt, að Kristilegi flokkurinn mun gera kröfu til að fá forsætisráð- herrann, þar sem hann sé lang- stærsti flokkurinn. Sennilega teflir hann fram í fyrstu umferð núverandi forsætisráðherra, Fanfani. sem er orðinn 73 ára, en sæmilega ern. Af hálfu sósíalista verður þessu mótmælt og þess krafizt, að Craxi verði forsætisráðherra. Kröfu sína munu þeir byggja á því, að þeir eru næststærsti flokkurinn af þessum fimm og juku verulega fylgi sitt í kosning- unum. Lýðveldisflokkurinn mun hins vegar telja, að Spadolini beri það frekar en Craxi að mynda St jórnina. Sigur Lýðveldisflokks- ins hafi orðið meiri en sósíalista. Margir fréttaskýrendur telja ekki ólíklegt, að Craxi verði ■ Bettino Craxi hyggst láta til skarar skríða. hlutskarpastur í þessari deilu. Annars verði enginn friður á stjórnarheimilinu. Craxi hefur fellt margar ríkis- stjórnir síðan hann komst til valda í Sósíalistaflokknum og jafnan var það talið vaka fyrir honum að fá sjálfur stjórnarfor- ustuna. Það var hann, sem knúði fram kosningar nú, þótt eitt ár væri eftir af kjörtímabilinu. Skoð- anakannanir höfðu spáð honum miklum vinningi og hann taldi sig vissan um forsætisráðherraem- bættið að þeim loknum. En málið er ekki leyst, þótt Craxi myndistjórn. Hannverður að sýna í verki, að því fylgi einhverjar þær umbætur, sem hann lofaði í kosningabarátt- unni. Sumar þeirra munu áreið- anlega mæta andspyrnu hinna flokkanna. Stjórn Craxis getur því orðið skammlíf. Hvað gerir Craxi þá? Rýfur hann þingið og efnir til nýrra kosninga eða byrjar hann á nýju stjórnarmyndunarþófi? ÞAÐ ER þetta viðhorf, sem veldur því, að margir fréttaskýr- endur eru farnir að spá því, að skammt sé þess að bíða, að vinstri stjórn verði mynduð á Ítalíu. Fyrir kosningarnar nú hafnaði Craxi tilboði kommúnista um stjórnarsamvinnu og bauð Kristilega flokknum samvinnu í staðinn. Craxi getur talið sig óbundinn af þessu, ef ekki tekst að ná samkomulagi við Kristi- lega llokkinn, sem hann telur viðunandi. Það styrkir spárnar um vinstri stjórn, að Kommúnistaflokkur- Þórarinn Þórarinsson, jt-^ 3 ritstjóri, skrifar .. f: inn fékk mun hagstæðari úrslit en skoðanakannanir bentu til. Hann tapaði aðcins þremur þing- sætum og hefur nú 198 þingmenn. Honum hafði verið spáð miklu tapi. Það styrkir Komúnistaflokk- inn, að hann eróháðari tengslum sínum við Sovétríkin cn áóur. Hann hcfur bæði gagnrýnt inn- rásina í Afganistan og herlögin í Póllandi. Hann gerir ekki að skilyrði, að Ítalía gangi úr Nató. Stefna hans í innanlandsmálum er ekki heldur eins róttæk og áður. fnnan Kristilegaflokksinshefur alltaf verið viss áhugi á því að hefja samstarf við Kommúnista- flokkinn, cn meirihlutinn verið á móti því. Kommúnistar voru mjög fylgjandi slíkri samvinnu um skeið og héldu þá á lofti kenningunni um „sögulegar sættir." Eftir kosningarnar 1979 lögðu þeir þessa kenningu á hilluna og hafa síðan lagt meginkapp á áróðurinn um vinstri stjórn og borið upp við sósíalista hvert samstarfstilboðið á fætur öðru. Samanlagt hafa kommúnistar og sósíalistar 271 þingsæti, en alls eru þingmenn í fulltrúadeild- inni 630. Þá vantar því talsvert á þingmeirihluta, en úr því yrði bætt, ef Lýðveldisflokkurinn og sósíaldemókratar bættust í hópinn, en báðir þessir flokkar hafa nýlcga hætt að útiloka stjórnarsamstarf við kommún- ista og hafa víða samvinnu við þá í borgarstjórnum og héraðs- stjórnum. Lýðveldisflokkurinn og sós- íaldemókratar ráða yfir 52 þingsætum. Samanlagt hafa þessir fjórir flokkar því 322 þing- sæti eða 14 þingsæta meirihluta á þingi. Sá meirihluti mætti ekki tæpari vera. Samvinna þeirra þykir því heldur ólíkleg að sinni. En það getur fljótlega breytzt, ef núver- andi upplausnarástand heldur áfram og Ijósara verður að eitthvað þarf að gera til að höggva á hnútinn. T.d. eftir næstu kosningar, en þeirra getur verið skammt að bíða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.