Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 6
■ Þær eru léttar á fæti, sparka hátt og kátar og hrcssar, dansstúlkurnar í skemmtiþætti Les Dawson í Bretlandi. Hann er gamall grínisti, sem lengi hefur skcmmt fólki þar í landi. Honum datt í hug, að fá sér öðruvísi dansstúlkur, en þær sem vanalega sjást, bæði á skemmtistöðum og í sjónvarpi, þess vegna auglýsti Les eftir vel feitum danspíum, sem voru þó góðar og vanar dansstúlkur og ekki óásjálegar, helst vildi hann að þær væru kátar og hefðu góða kímnigáfu, svo hægt væri að nota þær í grín- þætti með dansinum. Það gáfu sig fram rúmlega 350 feitar danskonur á ýmsum aldri. Eftir að hafa skoðað og rætt við flestar þeirra, valdi hann þær út, sem hér sjást á myndinni. Þær hafa gert mikla lukku í skemmtiþætti Les Dawson. Blaðamaður spurði konurn- ar um aldur þeirra og vigt, en þær sögðust vera á aldrinum 35-55, og nota stærð 14-28 af fötum, - en um þyngdina var ckkert sagt. Aöeins sögðu þær, að þær mættu ekki missa af sér pund, ef æflngarnar væru það strangar, að þær færu að leggja af, - þá yrðu þær bara aö borða meira! Sú feitasta, Mo Michty Atom, dansar stcpp-dans og vckur mikla hrifningu. Hún segist borða mikið af kartöflu- flögum, spaghetti og kökum. Allar eru þær góðir dansarar, og segjast hafa mikla ánægju af að æl'a og dansa, og koma fram. ■ Roly Polys-stúlkurnar eru stórmyndarlegar danserinnur, léttar og kátar og áhorfendur elska hvert pund þeirra! STORAR STELPUR FÁ SÚKKULAÐI! Danspíurnar í „Les Girls“ mega ekki missa af sér eitt pund, — það er í samningnum .Lumpy, Lump, Lump“ (eða Bolla, bolla, bolla) heitir lagið sem þær syngja með þessum dansi. Mo: „Leynívopnid raitt eru kleinu- hríngir! Audrey: „Ég er hreykin af að vera Ann: „Ég fókk inni í flokknum ) vegna súkkulaðiáts" Thea: „Ég geng fyrir Mars-súkku- laði'V Bea: „Mór finnst ég vera tággrönn, -raiðað víð hinar!" Marie: „Við verðum að gera æfingar tU að halda okkur í þjálfun" Sue: „Ég er sraábarnið í hópnum!" T EG HEF ALLTAF HAFT ÁHUGAÁ GRASAFRÆÐI — rætt við Eggert Pétursson myndlistarmann, sem myndskreytti „Islensku flóruna” ■ Bókaforlagið Iðunn sendi á dögunum frá sér nýstárlega bók, „Islensk flóra með litmyndum, einföld aðferð til að greina íslenskar plöntur," eftir Ágúst H. Bjarnason grasafræðing. í bókinni er getið um 330 tegundir villtra plantna á íslandi, gerð grein fyrir vaxtarstöðum þeirra, útbreiðslu, blómgunartíma og þeim notum sem almenningur taldi sig hafa af þeim til lækninga, hressingardrykkja o.s.frv. Það er einnig sérstætt við þessa bók að ungur listamaður, Eggert Pétursson, hefur gert forkunnargóðar litmyndir af270 plöntum til prýði fyrir bókina og hægðarauka þeim sem vilja nota hana við plöntugreiningu. „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir grasafræði og þegar ég var strák- ur safnaði ég blómum og þurrk- aði svo ég er ekki alveg úti að aka í þessu," sagði Eggert í spjalli við Tímann. Hvernig hefur þú unnið þessar teikningar? Þetta er unnið með þekju- litum. Ég fékk lánaðar þurrkað- ar plöntur frá Náttúrufræðistofn- un og notaði þær sem fyrirmynd- ir og þar að auki hafði ég mikið ■ Eggert Pétursson, myndlistarmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.