Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 í abriel HÖGGDEYFAR \jQ^Vcirshiutir sími365io. Hamarshöfða 1 HUÓÐFÆR- UM STOUÐ ÚR TÓNflBÆ dropar Ég er nú ekki hissa...“ ■ Barþjóni nokkrum brá heldur í brún, þegar inn á barinn til hans tölti hestur kvöld eitt, snéri sér að honum og bað um einfaldan brennivín í vatni. Þjóninn brá skjótt við, blanifáði drykkinn og fékk hestinum, sem rétti honum þá 500 kr. seðil. Þegar barþjónninn gekk að peningakassanum hugsaði hann með sér: „Þeir eru nú svo vitlausir þessir hestar, ég gef honum bara 10 krónur til baka“. Um leið og hann rétti hestinum síðan tíkallinn sagði hann: „Það er nú ekki oft sem við fáum hesta hingað á barinn.“ Hesturinn var snögg- ur til svars: „Ég er nú ekki hissa á því meðan þið seljið brennivínssjússinn á 490 kr.“. Sennilega uppspuni frá rótum ■ Frú nokkur úr einu af fínni hverfunum í nágrenni Reykja- víkur fékk í jólagjöf frá eigin- manni sínum poddle-hund. Hún hafði lengi þráð að eignast gæludýr til að stytta sér stundir í einverunni á daginn. Gladdist hún mjög og gætti seppans eins og sjáaldurs augna sinna. Þó fór svo einn óveðursdag- inn í janúar, að kvikindið litla slapp óséð út um glugga meðan frúin talaði í síma. Þeg- ar hún uppgötvaði hvernig komið var rauk hún út og leitaði gæludýrsins dyrum og dyngjum í nágrenni hússins, en fann það hvergi. Loks fór svo, þegar fjölskylda frúarinnar var farin að taka þátt í leitinni, að hann fannst; kaldur og hraktur niðri í fjöru. Þegar heim kom gerði frúin allt scm hún gat til að hlúa að seppanum, en allt kom fyrir ekki - hann bara skalf. Mundi hún þá eftir því að í sveitinni í gamla daga voru ófullburða lömb gjarnan sett inn í bakar- ofn ef kalt var í veðri. Hún var fljót að átta sig, stillti örbylgju- ofninn á lægsta straum og stakk litla greyinu inn. Fimm mínút- VILLTIST UM í 2 DflGfl I um síðar opnaði hún ofninn, en þá... Krummi ...sér að hann verður að fara á „puttanum“ í sumarfríið. ■ Guömundur Sigurjónsson tefldi fyrir Tímann og varð í öðru sæti, með sjö vinninga af níu. ■ Brotist var inn í Tónabæ og þaðan stolið hljóðfærum, trommusetti og bassagítar. Hljóðfæri þessi voru geymd í kjallara hússins og þeim var stolið á tímabilinu frá fimmtu- dagskvöldi og fram á sunnudag er tilkynnt var um þjófnaðinn. Hljóðfærin voru í eigu hljómsveitar sem þama hefur æfingaraðstöðu. -FRI Þjódverji í hrakn- ingum: ■ Helgi Ólafsson vann Lækjartorgsmótið í flmmta sinn, en mótið hefur verið lialdið sex sinnum. í fimmta ■ Helgi Olafsson varð sigurvegari á hrað- skákmótinu, Lækjartorgsmótinu, sem fram fór undir berum himni á Lækjartorgi í gær. Þetta er í sjötta skiptið sem útiskákmót er haldið á Lækjartorgi og hefur HeJgi sigrað fímm sinnum, einu sinni varð hann í öðru sæti. Helgi hlaut 7,5 vinninga í mótinu, en hann keppti fyrir Þjóðviljann. í öðru til þriðja sæti voru Guðmundur Sigurjónsson, keppandi Tímans, og Jóhann Hjartarson, sem keppti fyrir Arnarflug með sjö vinninga. í fjórða sæti varð Margeir Péturs- son, fyrir Morgunblaðið með 6,5 vinninga. Jóhannes Gísli Jónsson, fyrir Sparisjóð vél- stjóra, varð í fimmta sæti með sex vinninga. Keppendur voru alls 32 og voru tefldar 9 umferðir eftir Monrád kerfi. „Mótið gekk mjög vel, enda margir af bestu skákmönnum landsins meðal þátttakenda," sagði Trausti Björnsson, einn mótsstjórnenda, þegar Tíminn hitti hann á Lækjartorgi í gær. „Hér hefur verið múgur og marg- menni í allan dag, enda veður hið ákjósanlegasta," bætti hann við. Hann sagði að hingað til hefði aðeins verið haldið eitt útiskák- mót á Lækjartorgi á hverju sumri, en nú kæmi vel til greina að halda fleiri. Þátttaka hefði aldrei verið meiri. ÓBYGGÐUM ■ Þjóðverjinn Gúnther Preiss lenti í miklum hrakning- um dagana 3-5 júlí s.l. er hann villtist í óbyggðunum milli Kirkjubæjarklausturs og Land- mannaiauga. Upphaflega mun hann hafa ætlað að ganga frá Kirkju- bæjarklaustri, um Laka, Eldgjá og þaðan til Land- mannalauga. Hann kom til Laka að morgni hins 3. júlí í ágætu veðri. Er hann hélt það- an aftur lagðist yfir mikil þoka og hann villtist. Eftir tveggja sólarhringa göngu, en á hcnni þurfti hann að skilja við farang- ur sinn, fann hann loks slóð sem lá aftur niður að Kirkju- bæjarklaustri. Á henni rakst liann á hollcndinga sem hjálp- uðu honum til byggða. Hann var illa á sig kominn, með skurði á höndum og fótum og hefur síðan legið á sjúkra- húsinu á Selfossi. -FRI Frár VE 78 tekinn med of litla möskva: Dæmdur til greiðslu 50.000 kr. ■ Týr, skip Landhelgisgæsl- unnar tók bátinn Frá YE 78 út af Reynisdröngum, rétt utan við 3 mílna mörkin, og reyndist hann hafa of litla möskvastærð á netum sínum. Sigldi Týr með bátinn til Vestmannaeyja. Mál þetta var síðan tekið fyrir í sakadómi í Vestmannaeyjum í gærmorgun og lauk því með dómsátt. Skipstjórinn viður- kenndi brot sitt og var hann dæmdur til greiðslu 50.000 kr. til Landhelgissjóðs íslands. Afli hans og veiðarfæri voru ekki gerð upptæk eins og heimild er fyrir í svona málum. Dómari í málinu var Júlíus Georgsson full- trúi bæjarfógeta. sinn ■ Fjöldi fólks fylgdist með haráttunni á skákborðunum, enda veður eins og best verður á kosið. Tímamyndir Árni Sæberg Útiskákmótið á Lækjartorgi: Helgi sigraði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.