Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 1
íslendirsgaþættir fylgja blaðinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 13. júlí 1983 159. tölublað - 67. árgangur FASTDGNIR A HOFUÐBORG- ARSVÆUNU HRAPAIVERM — Söluverð íbúða í fjölbýlishúsum var 11% lægra í apríl en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag ■ Verð á fasteignum á höfuð- borgarsvæðinu hefur Ixkkað undanfarna mánuði miðað við fast verðlag. Söluverð íbúða í fjölbýlishúsum var 11% lægra í apríl s.l. en í sama mánuði í fyrra. Innan tímabilsins varð lækkunin mest frá október til apríl, samtals um 9%. Þessar upplýsingar koma fram í nýju fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. Þar segir einnig að sölu- verð sérbýlishúsa virðist hafa lækkað meira á þessu tímabili. Verðþróun þeirra sé ójöfn, en nokkur vísbending sé þó að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi raunverð þeirra lækkað um 6%. Hafa verður þó í huga að fasteignaverð í apríl 1982 varhið hæsta sem hér hefur mælst í áratugi. í fréttabréfinu kemur enn fremur fram að mikil eftirspurn hafi verið eftir litlum tbúðum en mikið framboð á einbýlishúsum og raðhúsum. Litlar íbúðir voru hlutfallslega mjög dýrar í apríl s.l. Þá kostaði hver fermetri í 2ja herbergja íbúð 12% meira en í 4rra herbergja íbúð. Munurinn var 6% í október 1982 og hefur farið vaxandi. Síðustu ár hefur hann oft verið 3-5% en ákaflega sjaldan farið yfir 7%. Þetta hlutfallslega háa verð litlu íbúðanna er væntanlega bein afleiðing af litlu framboði og mikilli eftirspurn. Lækkandi verð einbýlishúsanna má á hlið- stæðan hátt rekja til óvanalega mikils framboðs undanfarna mánuði. „Þetta gæti hvort tveggja bent til þess að fólk sækist nú almennt eftir að kaupa minni íbúðir en áður“ segir í fréttabréfi Fast- eignamatsins. GM Bandarísk kona ferst í fall- hlífarstökki við Grímsey: EKKI REIKNAÐ MEÐ STERKRI VESTANATT YFIR GRÍMSEY SEM HRAKTI ÞAU AF IEIÐ ■ Bandarísk kona fórst í fail- hlífarstökki við Grímsey er hún og bandarískir félagar hennar, úr fallhlífahópnum Skylite, ætl- uðu sér að stökkva úr flugvél norðan heimsskautsbaugar. Hópurinn, sem taldi 8 Banda- ríkjamenn og 2 íslendinga úr Flugbjörgunarsveitinni, lagði af stað í flugvél frá Grímsey um 2 leytið í fyrrinótt. Var flogið upp í 14-14.500 feta hæð þar sem stokkið var úr flugvélinni og ætlunin að mynda stjörnu í „frjálsu falli“ áður en lent yrði aftur á eynni. Veður var kyrrt og heiðskírt á jörðu er lagt var af stað, svolítill austanandvari. „Það kemur svo í ljós, eftir að stökkið úr flugvélinni hafði geng- ið eðlilega fyrir sig yfir miðri eynni, að sterk vestanátt var þarna uppi sem þau hafa ekki reiknað með en hún hrakti þau austur ’fyrir eyna“ sagði Ófeigur Baldursson rannsóknarlögreglu- maður á Akureyri í samtali við Tímann en hann stjórnaði skýrslutöku í málinu fyrir norðan. „Þau reyna því að stýra sér inn á eyna en á austurhlið hennar er um 100 m hátt hamrabelti. Aðeins fjórir náðu innfyrir það en fimm þeirra tóku þann kost að lenda frekar í sjónum fyrir ■ Þetta er bandaríski fallhlífa- stökkvarinn sem lést. Hún hét Rosemarie Abelson. utan eyna enda voru allir fall- hlífamennirnir í björgunarbún- ingum. Stúlkan, sem fórst, virðist fyrst hafa ætlað að reyna að lenda á eynni en horfið frá því og beygt út á sjóinn en of seint“ sagði Ófeigur. Konan lenti utan í hamrabelt- inu og hrapaði niður í fjöruna. Var hún meðvitundarlaus er að var komið. Hún og félagar henn- ar fóru svo strax með sömu flugvél frá Grímsey til Akureyr- ar en er þangað var komið var konan látin. Bandaríski hópurinn var hér á vegum Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur að æfa meðlimi sveitarinnar í fallhlífastökki. -FRI Bandarísku fallhlífamennirnir við komuna til Reykjavíkur, Tímamynd ARI — sögðu Bandarfkjamennirnir við komuna til Reykjavíkur ■ „Þctta var hörmulegur at- burður“ sögðu bapdurísku fallhlífamennirnir úr Skylite hópnum en fjórir þeirra komu til Reykjavíkur með flugvél Flugmálastjórnar í gærkveldi. Að öðru leyti vildu þeir alls ekki tjá sig um slysið í Gríms- ey- Aðspurður um hvort þetta myndi breyta áætlunum þeirra hérlendis sögðu þeir að það væri allt í óvissu en áætlað var að þeir færú héðan á mánudag. . -FRI Meirihluti borgarráds Reykjavlkur: ÁKVEÐUR 44% HÆKKUN Á HITAVEITU- GJALDSKRÁ Fulltrúar minnlhlútans mótmæltu hækkuninni hardlega ■ Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkar um 44% unt næstu mánaðamót. Ákvörðun þessa efnis var tekin af þremur borgarráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarráðs í gær, gegn ein- dregnum inótinælum fulltrúa minnihlutans, þeirra Krístjáns Benediktssonar og Sigurjóns Péturssonar. Einnig lögðu full- trúar Kveimaframboðs og Al- þýðuflokks fram bókanir þar sem hækkununum var mótmælt. i Með ákvörðun um þessa hækkun, hefur gjaldskrá Hita- veitu Reykjavikur hækkað um 168% á einu ári, og kostar nú hver rúmmetri heits vatns 12 krónur í stað tæplega 4.50 króna 1. ágúst 1982. „Þrátt fyrir óumdeilda þörf Hita- veitu Reykjavíkur fyrir auknar tckjur, m.a. til aukinnaborana og rannsókna, tel ég ekki fært miðað vlð það ástand sem nú er varðandi kaupgjaldsmál að hækka vatnsverð Hitaveitu 'Reykjavíkur, svo mjög sem tillaga er gerð uin. Hitaveita Reykjavíkur mun að sjáif- sögðu njóta góðs af þeim að- gerðurri sem ríkisstjórnin hefur gért til lækkunar verðbólgunn- ar, eins og önnur fyrirtæki í landinu“, scgir í bókun Krist- jáns Benediktssonar, borgar- ráðsmanns, vegna afgreiðslu þessa máls í borgarráði í gær. í sama streng tóku fulltrúar ann- arra minnihluta tlokka. í bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að fjársvelti Hitaveitu Reykja- víkur hafi stofn^ö þessu þjóð- þrifafyrirtæki ( stórkostlega " hættu. Þrátt fyrir að fjandsam- leg afskipti ríkisvaldsins í garð ' fyrirtækisins gæti nú ekki lengur, þá taki langan tíma að rétta hag þess við, svo það geti örugglega staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart not- cndum þess. E'r nefot dæmi þess að orkuverð Hitaveitunn- ar sé aðeins um 15% af verði óniðurgreiddrar oltu til húshit- unar, og þrátt fyri; þessa hækkun takist aðeins að koma í framkvæmd 2/3 af fram- kvæmdaáætlun ársins. -Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.