Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983
3
Lóðaúthlutanir á vegum
Reykjavlkurborgar:
OLLU NEMA
ArtUnsholt-
NiimmiH)
ÍGÆRDAG
■ AUir þeir einstaklingar sem sóttu um
lóðir undir íbúðir hjá Reykjavíkurborg
á þessu vori fengu lóðum úthlutað í gær,
að undanskildum þeim áttatíu og þremur
sem sóttu um lóðir í Artúnsholti, en þar
voru aðeins 10 lóöir til úthlutunar, en 83
einstaklingar sóttu um þær. Má búast
við að þessum lóðum verði úthlutað
fljótlega.
Öðrum lóðum var úthlutað á fundi
borgarráðs í gær, enda lóðaframboð
meira en þær umsóknir sem fyrir lágu.
Auk þessa var ýmsum stofnunum og
fyrirtækjum úthlutað lóðum. Ljóst er að
73 umsækjendur ganga af í Ártúnsholti,
og verður þeim þá úthlutað lóðum
annars staðar. sem þeir hafa þá nefnt
sem varakost, ef þeir fengju ekki úthlut-
að í Ártúnsholti.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar var gcrt ráð fyrir að 244
milijónir króna myndu innheimtast á
þessu ári í formi gatnagerðargjaida
vegna lóðaúthlutana, en vegna þess
hve fáir sóttu um, eru engar líkur á öðru
en aðeins innheimtist 170 milljónir króna
vegna þessa liðar á þessu ári.
- Kás.
Borgarráð
samþykkir 8%
hækkun á
rafmagnsverði
■ Borgarráð samþykkti á fundi sínum
í gær 8% hækkun á gjaldskrá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur frá og með 1. ágúst
n.k., að viðbættri hækkun vegna orku-
kaupa frá Landsvirkjun. Var ákvörðun
þessa efnis tekin samhljóða, af borgar-
ráðsmönnum.
Fjárvöntun Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur á þessu ári er áætluð um 62 milljónir
króna. Til að brúa þessa fjárvöntun
hefði Rafmagnsveitan þurft rúmlega
32% hækkun á gjaldskrá sinni frá 1.
ágúst nk. Frumfjárhagsáætlun ársins
1984 bendir hins vegar til þess að afkoma
veitunnar batni verulega á því ári, frá
árinu í ár. Af þessum ástæðum þótti ekki
ástæða til að hækka gjaldskrána nú
nema um 8% . Búist er við að neikvæð
sjóðsstaða Rafmagnsveitunnar verði
nálægt 68 milljónum króna í næsta
mánuði. Er gert ráð fyrir að henni verði
mætt með skammtímalánum, sem
endurgreiðast að hluta á síðasta ársfjórð-
ungi þessa árs, og á árinu 1984, lána-
breytingum, og e.t.v. frestun einstakra
.útgjaldaliða. - Kás
Tjónamat á Patreksfirði:
Gengid f ram-
hjá nýjum
gögnum Fast-
eignamatsins
■ Athugun Tæknideildar Fasteigna-
mats ríkisins hefur leitt í Ijós að mikið
misræmi er á milli brunabótamats og
endurstofnverðs þeirra 17 húsa á Pat-
reksfirði sem skemmdust eða eyðilögðust
í náttúruhamförum í vetur sem leið.
Samanlagt endurstofnverð íbúðar-
húsa er 26,4% hærra en brunabótamat.
Brunabótamat atvinnuhúsnæðis er hins
vegar 40% hærra en endurstofnverðið.
I ljós hefur komið að Fasteignamat
ríkisins hefur metið níu af húsunum
nýlega og eru því til stærðarreikningar,
uppdrættir og matslýsing hjá stofnun-
inni. Þessi gögn og matsupphæðir voru
ekki notaðar við tjónamat á eignunum.
í fréttabréfi frá Fasteignamatinu segir
að matsmenn á Patreksfirði hafi senni-
lega ekki vitað um tilvist þessara gagna
því eftir þeim hafði aldrei verið leitað.
í fréttabréfinu segir enn fremur: „Hér
verður ekki lagður dómur á hvort bruna-
bótamat þessara eigna eða endurstofn-
verð er réttara. Athugun beggja aðila
mun væntanlega leiða það í ljós. Hins
vegar cr það augljóst að það er ekki í
þágu almennings að gengið sé fram hjá
nýlegum upplýsingum FMR um eignimar
þegar tjónið var metið. Sérstaklega þeg-
ar tekið er tillit til þess að nokkur
áðurnefndra húsa gjöreyðilögðust svo
að meta varð þau eftir skriflegum heim-
ildum.“
GM
Fréttir úr
heímspressunni
Beriinske Tidende
SUNNY
Eyðir minna en CITROEN 2
CY og samt sneggri og hrað-
skreiðari en BMW.
Hinn þekkti bflamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð
mjög hrifinn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði:
„Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera
hefðbundinn bíll en hin háþróaða tœkni og nti-
kvœmni í framleiðslu kemur manni sannarlega á
óvart. Pú kemst lengra á hverjum bensínlítra á
Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan
Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og
ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga
eftir að gera Sunny að stórvinsœlum bíl - bíl sem
veitir manni meiri og meiri ánœgju við hvern
kílómetra.“
Citroen 2 CV (Citroen braggi) kostar ca. kr. 250.000. Samkvæntt
upplýsingum umboðsins er hann ekki fluttur inn. Hann er of dýr
miðað við aðra bíla í sama verðflokki.
' BMW 315 kostar kr. 365.500. Hann er 2ja dyra.
NISSAN SUNNY 1500 5 gíra 4ra dyra, framhjóladrifmn með
allskyns aukabúnaöi s.s. útvarpi, klukku, snúningshraðamæli,
skott og bensínloki sem hægt er að opna úr ökumannssæti o.m.fl.
kostar aðeins kr. 269.000.
Munið bílasýningar okkarum helgar kl. 2-5.
\
Tökum allar gerðir eldri bifreiða
upp í nýjar
LANG-LANG MEST
FYRIR PENINGANA
Ejwissan
INGVAR HELGASON s., 3356»
SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI