Tíminn - 13.07.1983, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983
4
Límmiðaprentun - Vörumiðaprentun
Prentun sjálflímandi miöa og merki til ótrúlegustu nota, s.s. vörumerk-
inga, vörusendinga og framleiöslumerkinga. Einnig hverskonar
yfirlíminga-, leiöbeininga- og aövörunarmiöa og margt fleira allt
samhangandi á rúllum í einum eða fleiri litum.
LIMMERKI
Síðumúla 21-105 Reykjavík,
sími 31244.
Ferðavinningur -
grænlenskir dagar
Dregið hefur verið í happdrætti grænlensku
daganna 7.-9. júlí á Hótel Loftleiðum.
Upp kom nr. 79 - ferðavinningur fyrir tvo til
Grænlands.
Vinsamlega hafið samband við yfirveitinga-
stjóra fyrir 20. júlí n.k.
HOTEL LOFTLEIÐIR
Atthagafélög
Grunnvíkinga
ísafirði og Reykjavík
Efna til hópferðar með rútu að Laugum í
Sælingsdal, Dalasýslu, ef næg þátttaka fæst,
dagana 30. júlí - 1. ágúst (Verslunarmannahelg-
in).
Grunnvíkingar, sýnum samstöðu og mætum vel.
Tilkynnið þátttöku fyrir 20. júlí til:
Gunnar Leósson Bolungarvík, sími 94-7193
Gógó Guðmundsdóttir, ísafirði, sími 94-3646
Einar Alexandersson, Reykjavík, sími 30462
Ingi Einarsson, Kópavogi, sími 44683
Undirbúningsnefnd.
1*1
M'l Útboð
Tilboð óskast í að leggja stofnlögn í Selás fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3 Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júlí 1983 kl. 9 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Bændur-Sjálflileðsluvagn
Af sérstökum ástæðum er
nú mjög lítið notaður bagga-
þræll til sölu á sérstöku
verði. Ath. hann tekur sjálfur
upp baggana og af sér aftur
á færibandið.
Hlífið bakinu - Notið tækni
Upplýsingar gefur Magnús í síma 99-6719
Útboð
Tilboö óskast í aö leggja Elliöavogsæð 4. áfanga fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík gegn kr. 1.500 skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á
sama staö þriðjudaginn 26. júlí 1983 kl. 11 fh.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
■ Fimm ættliðir á hátíðastund. Frá vinstri: Sigrún Jóhannsdóttir sem er 90 ára, sonur hennar Valdimar Kristinsson sem
er 61 árs, dóttir hans Sigrún 36 ára, dóttir hennar Anna Jensdóttir 18 ára og dóttir hennar Sigrún Harpa í fangi ömmu sinnar.
,;ER BUIN AÐ STIGA FÆTl
A FJÓRAR HEIMSÁLFUR"
— sagdi langalangamman Sigrún Jóhannsdóttir sem
byrjaði á langferdunum 75 ára að aldri
Suður-Þingeyjarsýsla: Þótt íslenskar
konur nái heimsins hæsta aldri að
meðaltali mun þó frekar fátítt að þær
taki þátt í skírnarveislum barna-barna-
barna-barna sinna, þ.e. að þær verði
langalangömmur. Mynd frá einum
slíkum atburði barst okkur þó á
Tímanum nýlega og þótti það ærin
ástæða til að hringja í langalang-
ömmuna - Sigrúnu Jóhannesdóttur á
Höfða í Grýtubakkahreppi.
„Það er eins og ég hef alltaf sagt, það
er ekkert til sem ekki getur komið fyrir
mig. Og þetta er eitt af því“, sagði
Sigrún þegar við báðum hana um smá
spjall í blaðið.
- Jú, afkomendurnir eru orðnir
nokkuð margir. Til að byrja með átti
ég 15 börn, síðan bættust við rösklega
50 barnabörn. Sigrún Harpa litla er
svo fyrsta langalangömmubarnið. Og
guð hefur verið svo góður að allt er
þetta heilbrigt og svona eins og fólk er
flest, sagði Sigrún. Bömin kvað hún
öll hafa komist upp, en elsta son sinn
missti Sigrún 17 ára gamlan.
Það er einhver guðs vernd yfir þessu
öllu saman, því oft voru erfiðir flutn-
ingar og ýmislegt sem á gekk eins og
gerðist hjá fólki sem var að berjast
áfram.
Að Höfða kvaðst Sigrún hafa flutt
árið 1932 og átt þar heima síðan. Mann
sinn missti hún árið 1953, en bjó áfram
með börnum sínum sem hún kvað þá
öll hafa verið komin yfir fermingu. Á
Höfða búa nú tveir synir hennar ásamt
fjölskyldum sínum og á hún heima hjá
öðrum þeirra. Hin börnin kvað hún
hafa dreifst út um allt land.
- Það hlýtur að vera síór hópur sem
kemur saman þegar hátíðlegir atburðir
gerast í fjölskyldunni og líklega oft
gestkvæmt t.d. yfir sumarmánuðina?
- Það getur oft orðið nokkuð margt.
Flest varð það þó þegar ég varð níræð
í fyrra - þá voru hér hátt á þriðja
hundrað manns. Og auðvitað fengu
allir súkkulaði og kaffi eins og sagt er
frá í sögunum hennar Guðrúnar frá
Lundi.
- Okkur hefur borist til eyrna að þú
hafir heldur betur lagt land undir fót
iftir að áhyggjurnar af búskapnum
fóru að minnka?
- Já, ég er búin að stíga fæti á 4
heimsálfur. Ég byrjaði nú ekki á þessu
fyrr en ég var orðin 75 ára. Þá fór ég
til Austurlanda. Ég var búin að þrá alla
mína æfi að komast austur til Gyðinga-
lands og á þær slóðir og mér auðnaðist
það. Það var mikið ævintýri og alveg
dýrleg ferð. Þótt mig hafi eiginlega
aldrei langað nema til Ameríku - var
þar á íslendingadaginn þegar haldið
var upp á 100 ára afmæli íslendinga-
byggðar þar.
- Hefur þú þá ekki einnig ferðast
töluvert innanlands?
- Ég er búin að koma í allar sýslur
landsins og nokkuð inn á öræfin,
Landmannalaugar og þess háttar. Síð-
ast fór ég í hringferð um landið fyrir
tveim árum. Börnin mín, sem mörg
. búa í Reykjavík, heimsæki ég á hverju
ári.
- Heldurðu að þú eigir kannski enn
eftir að leggja í iangferð?
- Nei, nú er ég hætt að ferðast - er
ekki orðin til þeirra hluta meir.
-Mérheyrist þúa.m.k. hinhressasta
í tali?
- Já, munnurinn er alltaf í góðu
lagi. Það er neðri hlutinn sem orðinn
er heldur lélegur, sagði Sigrún gaman-
söm.
Það er þó ekki yfir neinu að kvarta.
■ Föstudaginn 1. júlí s.l. opn-
uðu þrjú fyrirtæki saman í einu
og sama húsnæðinu. Þetta eru
fyrirtækin Hagkaup, Skeljungur
ogrTomma-Hamborgarar.
Framkvæmdir hófust í septem-
ber s.l. á 10.000 fermetra lóð.
Húsnæði Hagkaupa er 1200 fer-
metrar á einum gólffleti og við
verslunina eru 150 malbikuð bíla-
stæði. Heildarflatarmál Skelj-
ungs er 202 fermetrar, þar af
flatarmál bensínstöðvar 88 fer-
metrar, en veitingastaðar 114 fer-
metrar. Tommahamborgarar eru
jafnt veitingastaður og söluturn
en veitingastaðurinn tekur 32
Ég lifi eins og blómi í eggi, allir eru
mér góðir, eins og þar segir og ég
reikna ekki með að ég eigi neina óvini.
- Oft hefur hvarflað að undirritaðri
að tæpast hafi fólk nokkurn tíma í
sögunni lifað aðrar eins breytingar, og
væntanlega framfarir og þeir er lifað
hafa á íslandi síðustu 80-90 árin.
- Það hugsa ég að sé rétt hjá þér.
Þessvegna skammast ég mín líka fyrir
ungdóminn nú tii dags sem er kvart-
andi og kveinandi þó hann hafi alla
hluti. Þetta unga fólk hefði þurft að
kynnast gömlu eldhúsunum, reyknum
og smalamennskunni og þessháttar á
árum áður - það hefði haft gott af því.
A.m.k. veit ég að ég kann vel að meta
framfarirnar. En maður var samt
ánægður með lífið þá eins og nú - hafði
líka nóg að gera og ekki tíðkaðist að
liggja í auðnuleysi. í þá daga var unga
fólkið þó ekki síður kátt og skemmti-
legt heldur en það sem maður sér
núna, sem hengir hausinn og sést varla
brosa.Það finnst mér heldur dauflegt
að horfa á, sagði þessi einstaklega erna
langalangamma, Sigrún á Höfða.
-HEI
manns í sæti.
Hjá Hagkaupum í Njarðvík
starfa um 35 manns og verður þar
boðið upp á sama úrval í matvöru
og í Reykjavík og sama verð
verður á vörum þar. Hjá Skelj-
ungi verður auk sölu á bensíni,
dieselolíu og steinolíu á boðstól-
um ýmsar þjónustuvörur fyrir
bifreiðar. Einnig er á lóðinni
þvottastæði fyrir 5 bifreiðar. Hjá
Tomma-Hamborgurum verður
boðiðúpp á fjölbreyttan matseðil
s.s. nautasteikur, lambasteikur,
fisk, samlokur, kaffi o.fl. Pá er í
söluturni boðið upp á öl, tóbak
og sælgæti.
- ÞB
Njarðvík:
Þrjú fyrirtæki
í sama húsnæði